Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 65

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 65
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Kristinn Guðjón Kristinsson félagsmálastjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi Kristinn Guð- jón Kristinsson félagsráðgjafi hefur verið ráð- inn í starf félags- málastjóra Sveit- arfélagsins Ölf- uss ffá 15. ágúst. Kristinn er fæddur 10. desember 1960 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hulda Ingadóttir, starfsmaður í bókhaldi hjá Eimskip, og Kristinn Guðjón Þorsteinsson, verkamaður í Stálsmiðjunni í Reykjavík. Þau eru bæði látin. Kristinn lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla 1982. Hann lauk BA-prófí i félagsfræði og félagsráðgjöf ásamt starfsréttinda- námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Is- lands 1990. Kristinn starfaði með námi í Uti- deildinni í Kópavogi. Að námi loknu vann hann í tæp fjögur ár sem yfirfélagsráðgjafi á hæfingar- og endurhæfmgardeild Landspítalans (áður Kópavogshæli) en síðan tók hann við nýrri stöðu öldrunarfull- trúa Hafharfjarðarbæjar þar til hann réðst til starfa sem félagsmálastjóri í Hveragerði og hjá þáv. Ölfushreppi hinn 1. desember 1995. Kristinn situr í svæðisráði mál- efna fatlaðra á Suðurlandi. Eiginkona Kristins er Hildigunnur Bjamadóttir félagsráðgjafi og kenn- aranemi og eiga þau þrjú böm. Jens Pétur Jensen sveitarstjóri Fellahrepps Jens Pétur Jensen hefur verið ráðinn sveitarstjóri Fellahrepps frá 1. ágúst, er Guðlaugur Sæbjörnsson lét af þvi starfi og réðst til KPMG Endurskoðunar á Austur-Héraði. Jens Pétur er fæddur á Eskifírði 7. september árið 1951 og vom for- eldrar hans Anna Sigríður Finn- bogadóttir húsfreyja og Jens P. Jensen, skipstjóri og útgerðarmaður, sem bæði em látin. Sex ára gamall fluttist hann til Fáskrúðsfjarðar og ólst þar upp hjá fósturforeldrum sínum, sem voru Þóra Jónsdóttir húsfreyja og Margeir Þórormsson póstmeistari, sem einnig em bæði látin. Jens Pétur lauk gagnfræðaprófi ffá Lundi í Öxarfírði 1967 og prófi frá Samvinnuskólanum í Bifröst 1971. Hann stundaði með námi almenna verkamannavinnu og sjó- mannsstörf, bankastörf og versl- unarstörf til 1978. Frá maímánuði 1978 var hann gjaldkeri hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar hf. Frá 1981 þar til í apríl 1994 var hann skrifstofustjóri hjá sömu fyrirtækjum og sat í stjóm þeirra í nokkur ár. Þá starfaði hann í Svíþjóð og Danmörku um skeið. Loks réðst hann sem skrifstofústjóri hjá Búðahreppi í maí 1997 og hefúr gegnt því starfi uns hann var ráðinn sveitarstjóri. Jens Pétur hefúr tekið virkan þátt í félagsstörfum ýmiss konar á Fáskrúðsfírði, verið formaður og gjaldkeri ungmennafélagsins Leiknis, setið í stjóm leikfélagsins á staðnum og tekið þátt í kórstarfi. Hann var kosinn fyrsti varafull- trúi af F-lista í hreppsnefnd Búðahrepps kjörtímabilið 1990- 1994 og starfaði í hreppsnefndinni meira og minna það kjörtímabil. Eiginkona Jens Péturs er Kristjana Guðlaugsdóttir, starfs- maður á leikskóla. Þau eiga fjögur böm. 255
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.