Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 43
MENNINGARMÁL Starf samráðsnefndarinnar gæti skipt sköpum um byggðarþróun í landinu - segir í ályktun aðalíundar Bandalags íslenskra leikfélaga Á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga, sem haldinn var á Höfn í Homafirði 29. apríl til 1. maí sl., var gerð ályktun stíluð til menntamála- ráðherra, stjórnar sambandsins og stjómar Byggðastoffiunar svofelld: Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga, haldinn á Höfn í Homa- fírði 29. apríl til 1. mai 2000, fagnar því að menntamálaráðuneyti, Sam- band íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnun hafa komið á sam- ráðsnefnd um eflingu menningar á landsbyggðinni. Fundurinn telur að hér sé um brýnt verkefni að ræða sem skipt geti sköpum um byggðar- þróun í landinu og hvetur til þess að starf samráðsnefhdarinnar verði vel kynnt og leitað umsagnar sem flestra hagsmunaaðila. Almennt um aóstæóur til menningarstarfsemi á landsbyggöinni Ályktuninni fylgdi svofelld grein- argerð: I öllum byggðarlögum er að fínna fólk sem hefur áhuga á einhverju því sem að menningarstarfsemi lýt- ur, svo sem iðkun leiklistar, tónlist- ar, danslistar eða myndlistar auk bókmenntagreina. Menning i dreif- býii og þéttbýli er ekki ólíkrar gerð- ar nema að einu leyti. í stórum sam- félögum virðist sem meginþorri íbúa sé neytendur listar en í hinum smærri samfélögum ber meira á því að íbúamir sjálfir afli sér þekkingar og standi fyrir viðburðum, sem tengjast ofangreindum listformum og fleiri ótöldum. Að sjálfsögðu tengist þetta takmörkuðu framboði listviðburða í dreifbýli ólikt því sem oft gerist í borgarsamfélagi. Þessi gerð listnautnar og listsköp- unar er undirstaða þess að fólk læri að njóta og meta þær listgreinar sem eru svo mikilvægar menningu hverrar þjóðar. Ef ekki kemur til þessi framtakssemi alast upp kyn- slóðir sem fara þess á mis að læra að meta lifandi sönglist, hljóðfæra- leik eða leiklist, einfaldlega vegna þess að listgreinamar eiga sér ekki hefð í byggðarlaginu. Ur ófrjóum jarðvegi spretta ekki gróskumiklar jurtir. Sú menning og iðkun listar sem landsbyggðin fóstrar er frjór og nauðsynlegur kjami og bakland ís- lenskrar listsköpunar. Þessi starf- semi nýtur ekki verðskuldaðrar at- hygli og þarfnast þess að vera kom- ið á framfæri á markvissan hátt, svo þjóðin öll megi sjá og njóta. Hér verður getið nokkurra þátta sem þarfnast umræðu og snerta þennan vettvang. Af skiljanlegum ástæðum verður einkum fjallað um starfsemi áhugaleikfélaga og leik- starfsemi. Um opinberar stofnanir Bæta þarf aðgengi að faglegri að- stoð í öllum listgreinum. Leikfélög- um þarf að vera kleift að ráða til sín fagfólk án þess að kostnaðurinn sligi þau. Þjóðleikhúsinu þyrfti að vera mögulegt að „lána“ eða leigja út leikara, leikstjóra, hönnuði og tæknimenn. Til dæmis mætti veita sérstakan styrk til Þjóðleikhússins þannig að það geti ráðið til sín leik- stjóra (2-3 stöðugildi), sem beinlín- is ættu að sinna landsbyggðinni. Þannig tengdist starfsemi hússins á beinan hátt leiklistarstarfi víða um land. Gera verður Þjóðleikhúsinu fjár- hagslega kleift að sinna þeirri eðli- legu skyldu sinni að senda sýningar um allt landið. Undanfarin ár hefur Þjóðleikhúsið boðið einni sýningu áhugaleikfélaga í húsið snemmsum- ars og hefur það ffamtak mælst afar vel fyrir. Mikilvægt er að auka og útvíkka þetta samstarf og æskilegt væri ef hlutverk hússins fæli í sér að hýsa leiksýningar af landsbyggðinni 2^1 vikur á ári. Þannig yrði Þjóð- leikhúsið gagnvirk gátt menningar- strauma í landinu. Þjóðleikhúsið gegnir veigamiklu hlutverki hvað varðar útlán á bún- ingum o.fl. Þennan þátt þarf að styrkja þannig að húsið geti átt og leigt út muni á verði sem er viðráð- anlegt. Hinn nýi Listaháskóli ætti að haga námsskrá sinni þannig að nem- endur hans taki nokkurs konar „kandídatsár“ með starfi utan skól- ans. Þannig starfi nemendur á leik- listarbrautum með áhugaleikfélög- um hluta af námstímanum. Eðlilegt er að skólinn taki upp kennslu á leikstjómarbraut. Hlutverk sveitarfélaga Aðstaða þarf að vera í hverju byggðarlagi fyrir leiksýningar, tón- leikahald og aðra menningarstarf- semi. Slík aðstaða á að vera jafn 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.