Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 64

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 64
LEIKSKOLAR Leikskóli í Selási í Reykjavík er fjögurra deilda og um 630 m! að stærð. Við hönnun leikskól- ans var leitast við að skapa hús, sem vonandi gleður barnsaugað. Sterk gulir píramídar rísa upp úr húsi. Grasfláar ganga sums staðar upp á veggi, þannig að húsið virðist ekki mjög hátt. Fleira er gert til þess að mæta barninu eins og myndskreytt inngönguhurð ætluð börnunum, spéspegill nálægt anddyri og fleira mætti upp telja. Grunnmynd skólans er hefðbundin í aðalatrið- um en þó eru undantekningar þar á. Undir gulu pýramídaþaki er leikstofa, sem tengir saman heimastofur eldri barna og sama á við um heimastofur yngri barna. Með leikstofu og tengslum við heimastofu skapast miklir mögu- leikar á fjölbreytni í starfi hverrar deildar. Stór- ar hurðir skilja að leikstofu og heimastofu, en lágt hlið leikstofu og fjölnotarými. Sjá teikn- ingar. Einnig er vatnsleikjarými tengt leikstofu. Frá leikstofu sést út á útipall og leiksvæði skólans. Á góðviðrisdögum er skjólgóður úti- pallur viðbótarleiksvæði við heimastofu. Fjölnotarými er í miðju húsi, en þakgluggar gefa þar góða dagsbirtu. Frá fjölnotarými gengur listasmiðja sem jafn- framt getur þjónað sem „leiksvið" að fjölnota- rýminu. Sneiðing leikskólans Grunnmynd leikskólans í Selási. 1 BARNAVAONAR U 2 AND0YR1 12 3 FOT 13 4. RÍSTlKLER 14 5. SERJSTOFA 15 6. VNNUHERBERGI fc 7. VÐTALSHERBERGi 17 8 SKÓtASTJÓRI 18 9. PVOTTUR n USTASMlDJA MÓTTAKA GEYMSLA FJOlNOTA RÝMI VATNALEiKlR LEIKSTOFA HEIMASTOFA HVÍLD LUIPALLUR Leikskólinn í Selási. Myndirnar tók Manfreð Vilhjálmsson arkitekt sem hannaði leikskólann. til að vinna bug á starfsmannavand- anum. Laun hækkuðu vegna auk- innar yfírvinnu starfsmanna, starfs- fólki er gefínn kostur á ijölbreyttri fræðsludagskrá og starfsmönnum eru veittir styrkir til heilsueflingar. Þá fá starfsmenn forgang að leik- skólaplássum fyrir börn sín og fá þeir verulegan afslátt af leikskóla- gjöldum. Með þessum aðgerðum og fleiru, sem gert er í anda góðrar starfs- mannastefnu, vonumst við til að standa betur að vígi í baráttunni um starfsfólkið, þannig að hægt verði að fullnýta alla leikskólana nú í haust. Starfsviöurkenning borg- arstjóra Þau gleðilegu tíðindi urðu nú í sumar að Leikskólum Reykjavíkur var veitt viðurkenning borgarstjóra fyrir starfsárangur árið 1999 eða eins og segir í viðurkenningarskjal- inu „fyrir öndvegisstarf þar sem tek- ist er á við krefjandi og skapandi verkefni af faglegum metnaði“. Þessi viðurkenning hvetur okkur starfsfólkið til að halda áfram á sömu braut og láta faglegar áherslur ráða mótun starfsins og er sérlega ánægjulegt ekki síst vegna ofan- greindra erfíðleika á árinu. Umfangsmikið stefnumótunar- starf, sem unnið hefúr verið sl. fjög- ur ár, hefúr því skilað árangri en þar kom að stór hópur starfsmanna. Þá hefúr fjárhagslegur rekstur og stjómun ávallt verið mjög góð hjá stofnuninni og hafa Leikskólar Reykjavíkur aðlagað sig mjög vel rammafjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar, gert góðar starfs- og fjár- hagsáætlanir, sem hafa staðist. Starfsviðurkenningin mun því efla okkur til dáða í áframhaldandi uppbyggingu leikskólanna og fag- legu uppeldisstarfí meðal yngstu borgaranna á nýrri öld. 254

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.