Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 32
STJÓRNSÝSLA dreifingar og ítarlega var rætt um þá málaflokka sem sveitarstjómarmenn þar vildu efla. Má þar nefna t.d. menntamál, heilbrigðismál, orku- mál, vegamál auk almennra byggða- mála en í öllum tilfellum vildu heimamenn skilvirkari þjónustu með aukinni þátttöku heimamanna. A vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga var ítrekað ályktað að efla bæri sveitarstjórnarstigið og í samstarfi þess og félagsmálaráðu- neytis voru samdar ótal álitsgerðir með tillögum um flutning verkefna og tekjustofna frá ríki til sveitarfé- laga. Mjög ítarleg álitsgerð verka- skiptanefiidar kom út sem Handbók sveitarstjóma nr. 16 árið 1980, önn- ur bók kom út 1987 með nefndar- áliti tveggja nefnda og sveitarfé- laganefnd gaf út fjórar bækur á ár- unum 1991-1993. í öllum tilvikum em lagðar fram tillögur um umtals- verðan flutning á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga ásamt útreikningum á fjárhagslegum áhrifum þeirra breytinga þannig að tillögur um sambærilegan tekjustofnaflutning fylgdu með. Til grundvallar voru gjaman lögð f-in þrjú, þ.e. að frum- kvæði, framkvæmd og fjármála- ábyrgð, í hverjum málaflokki skyldu vera á sömu hendi. Þannig yrðu sveitarfélögin minna háð ríkis- valdinu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega, en slík tengsl voru mun meiri hér áður fyrr. í öllum álitsgerðum kemur fram að breytt verkefnaskipting og tekju- skipting væri háð því að breytingar yrðu gerðar á stjómsýslunni þannig að annaðhvort yrði jafnhliða fram- kvæmd umtalsverð sameining sveit- arfélaga eða að millistjómstig yrði stofnað aftur til að taka við hluta verkefna frá ríkinu. Auk lyrmefndra nefndarálita hafa einnig komið út álitsgerðir um nýjar leiðir í byggðamálum frá nefndum sem allir þingflokkar hafa skipað. Þannig segir í nefndaráliti 1986 að þar sem sáralítill árangur hafi verið af þeirri viðleitni að ná fram fijálsri sameiningu sveitarfélaga sé rétt að stefna að þriðja stjómsýslustiginu. Svipaðar tillögur komu fram frá annarri stjómskipaðri nefhd sem gaf út álitsgerð árið 1991. 1 forsendum fyrir stefnumótandi byggðaáætlun Byggðastofnunar fýr- ir 1998-2002 segir svo: „Við áffamhald verkefhaflutnings til sveitarfélaga hlýtur ríkisvaldið að horfa til þess að verkefni sé ekki hægt að flytja nema til sveitarfélaga, sem ná yfir eðlileg þjónustusvæði fyrir viðkomandi málaflokk. Þess vegna gæti sú staða komið upp að sveitarfélögum verði skipt í tvo flokka með tilliti til þess hvort þau séu hæf til þess að taka að sér ný þjónustuverkefni fyrir íbúa sína. Hin leiðin væri sú að setja fram framtíðarskipulag sveitarstjórnar- stigsins og ákveða það með lögum.“ Arangur af starfi allra þessara nefnda hefur verið nokkur einföldun á verkaskiptingunni og tekjustofn- um í litlum áföngum en stærsta skrefið var stigið 1996 þegar gmnn- skólinn var alveg fluttur til sveitar- félaganna. Hugmyndir um að stofna til þriðja stjórnsýslustigsins á Islandi hafa mörgum þótt framandi. Alþingis- menn og sveitarstjómarmenn hafa margir verið því andsnúnir að ekki sé nú minnst á embættismenn ríkis- ins sem telja að þeir muni inissa við það áhrif og völd. Byggðahreyfmgin Útvörður, sem lét nokkuð að sér kveða fyrir um áratug, gaf út bókina Byggðamál á Norðurlöndum þar sem sérstaklega er gerð grein fyrir lýðræðislega kjömum héraðsstjómum og þróun byggðamála í þeim löndum. Lögð var fram tillaga um stofnun fylkja hér að norskri fyrirmynd með lýð- ræðislega kjörinni fylkisstjóm, sjálf- stæðum tekjustofnum komnum frá ríki og verkefnum á sviði mennta- mála, heilbrigðismála, vegamála og skipulags- og byggðamála. Bent var á að þrátt fyrir fámennið hér á landi hafi verið landffæðileg og efnahags- leg rök fýrir því að stíga slíkt skref. Mér hefúr verið tíðrætt um fortíð- ina. Ástæðan er sú að ég held að við þurfum ekki að finna neinn nýjan sannleika til að vinna gegn bú- seturöskun eða vanmætti á lands- byggðinni. Sannleikurinn var fúnd- inn austur á fjörðum fyrir rúmri hálfri öld þegar sagt var að við yrð- um að bera gæfu til að starfa saman og ýta til hliðar hrepparíg og byggja upp öflugt stjórnvald heima til að takast á við ný verkefni. Daglega heymm við í fjölmiðlum fréttir um aukið samstarf og sameiningu fýrir- tækja og jafnvel þjóðríkja í nafni hagræðingar og aukinnar hagsældar. Þetta er talið eftirsóknarvert hvort sem okkur líkar þessi þróun betur eða verr. Eftir mína reynslu af því að kljást við stjórnkerfi ríkisins í höfúðstaðnum fýrir minnkandi mis- rétti í málaflokkum þar sem ríkið ræður allri þróun er ljóst að sterkt bakland og samstaða er nauðsynleg. Þar á ég m.a. við endalausar tillögur okkar um jöfnun orkuverðs, vinnu við jöfnun símagjaldskrár og jafn- rétti ungmenna þjóðarinnar til náms og fólks almennt til að njóta samfé- lagslegrar þjónustu sem ríkið hefúr einokað. Við eigum að ná fleiri verkefnum til okkar og sjálfs er höndin hollust, Einn alþingismaður Vestfirðinga sagði á fúndi í Borgar- nesi sl. vor að stjómkerfið í höfúð- borginni væri á móti landsbyggð. Mér fannst þetta stór orð en ekki vildi þessi reyndi þingmaður draga úr þeirri fúllyrðingu. Breytt kjördæmaskipting mun veikja stöðu landsbyggðar á löggjaf- arsamkomunni og gildir einu þótt hliðarráðstafanir séu boðaðar til mótvægis. Því var líka lofað síðast og má lesa um það í þingskjali nr. 206 árið 1984 ef menn vilja bera saman fýrirheitin þá og efhdimar. Eg hefi í þessari grein ekki fjallað um einstök verkefni sveitarfélaga, ég veit að lesendur þekkja þau öll. í sveitarstjómarlögum frá 1986 var löng upptalning á þeim í 6. gr. en í nýjum lögum frá 1998 er aðeins sagt að sveitarfélög skuli annast þau verkefni sem þeim em falin í lög- um. Sjálfræði sveitarfélaga til að fást við önnur sameiginleg velferð- 222
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.