Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 62
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM niður. b) Að 40% kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í stofn- kostnaði framhaldsskóla falli niður. c) Að sveitarfélög fái hlutdeild í neyslusköttum. d) Að sveitarfélögum verði tryggðar sömu tekjur og þau nú hafa af fasteignaskatti verði fyrirkomulag þeirrar skattheimtu breytt. e) Að tryggt verði að sveitarfélögin fái nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framkvæmd nýrra laga um félagsþjónustu. Sálfræöiþjónusta á heilsugæslustöðvum Aðalfúndur SASS 2000 skorar á stjómvöld að tryggja fjánnagn til stöðu sálfræðings við heilsugæslustöðvam- ar á Suðurlandi til frambúðar. Fræðslunet Suðurlands Aðalfundur SASS 2000 lýsir yfír ánægju sinni með stofnun Fræðslunets Suðurlands. Aðalfundurinn telur brýnt að unnið verði að því markmiði sem stefnt hefúr verið að sem felst í að efla menntun á háskólastigi á Suðurlandi. Aðalfúndurinn beinir því til rikisvaldsins að tryggð verði aukin fjárframlög til Fræðslunets Suður- lands þannig að unnt sé að vinna að framangreindu markmiði. Fjölbrautaskóli Suðurlands Aðalfúndur SASS 2000 fagnar þeirri vinnu sem hafin er til undirbúnings byggingar íþróttahúss við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi og hvetur til þess að hraðað verði öllum ffamkvæmdum við byggingu íþróttahússins. Aðalnámsskrá grunnskóla Aðalfúndur SASS 2000 skorar á rikisvaldið að tryggja fúllnægjandi tekjustofna til sveitarfélaganna til að mæta kostnaðarauka sem hlýst af nýrri aðalnámsskrá gmnn- skóla. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands Aðalfúndur SASS 2000 fagnar væntanlegri úttekt og endurskoðun á skipulagi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem miðar að því að það verði áffam í fararbroddi á sínu sviði svo sem verið hefúr. Þá lýsir fúndurinn áhyggjum sínum af þeim sýkingum sem upp hafa komið varðandi matvælaframleiðslu í landbúnaði á Suðurlandi og hvetur sveitarstjómir og alla aðra sem málið varðar til að vanda alla umgengni við náttúruna. Nauðsynlegt er að farga hræjum, sláturúr- gangi og öðm slíku strax á fullnægjandi hátt. Bæta þarf hreinsun ffárennslis og koma í veg fyrir að vargfúgl eigi aðgang að æti, t.d. við matvælavinnslu, fiskverkunar- stöðvar, ffárennslisútrásir og urðunarstaði sorps. Heilbrigðisstofnunin á Selfossi Aðalfundur SASS 2000 telur brýnt að hið fyrsta sé gerður samningur milli fjámiálaráðherra og heilbrigðis- ráðherra um framkvæmdaáætlun sem miðar að því að framkvæmdir við viðbyggingu við Heilbrigðisstoffiunina á Selfossi (Sjúkrahús Suðurlands) geti hafist árið 2001. Jafhffamt verði tryggt að núverandi þjónustustig verði í engu skert. Þá styður fúndurinn framkomnar hugmyndir um að Heilbrigðisstofnunin á Selfossi taki að sér kennslu í heimilislækningum á háskólastigi. Stjórn SASS Kjömir vom sjö fúlltrúar í stjóm samtakanna auk for- manns og varaformanns sem kjömir em sérstaklega. I stjóm SASS hlutu kosningu sveitarstjóramir Haf- steinn Jóhannesson í Mýrdalshreppi og Agúst Ingi Ólafs- son í Hvolhreppi, oddvitamir Sveinn Sæland í Biskups- tungnahreppi og Geir Agústsson í Gaulverjabæjarhreppi og bæjarfulltrúarnir Torfi Askelsson í Arborg, Aldís Hafsteinsdóttir í Hveragerði og Sigurður Bjarnason í Ölfúsi. Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Árborg- ar, var kosin formaður og varaformaður Valtýr Valtýs- son, sveitarstjóri Holta- og Landsveitar. Einnig vom kosnir níu varamenn í stjóm SASS. Þá var kosinn fúlltrúi í stjóm Fræðslunets Suðurlands, fimm fúlltrúar í stjóm Skólaskrifstofú Suðurlands, fjórir fulltrúar á ársfúnd Landsvirkjunar, tveir skoðunarmenn og Qórir í heilbrigðisnefnd Suðurlandskjördæmis. Kosnir vom varamenn jafnmargir aðalmönnum. 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.