Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 20
STJÓRNSÝSLA fyrir sér mörg verkefni í einkaffam- kvæmd. Athyglisvert er að hér á landi, þar sem orkulindirnar eru mjög verðmæt auðlind, hefur hið opinbera gætt þess alveg sérstaklega að skapa hvergi tækifæri fyrir einkaaðila í fjárfestingu og rekstri. Þess hefur líka verið vel gætt að skapa einkaaðilum hvergi tækifæri til að koma að fjárfestingu og rekstri vatnsveitna og fráveitna. Skrifstofubyggingar Fjárbinding hins opinbera í skrif- stofuhúsnæði er mikil og hefúr það dregið úr þeim sveigjanleika sem leiga á húsnæði gefúr kost á. Lang- tímaleigusamningur með þjónustu er í raun samningur um einkafram- kvæmd. Húsnæði, sem þarfnast um- talsverðra endurbóta, má selja til einkaaðila sem hluta af samningi um einkaframkvæmd sem fæli í sér endurbyggingu og leigusamning til nokkurra ára. Auk þess mætti, með sama samningi, fela seljanda að annast ýmsa stoðþjónustu í bygg- ingunni. Skólar Fela má einkaaðilum uppbygg- ingu og rekstur skólamannvirkja á öllum skólastigum og hefúr það ver- ið gert í auknum mæli hér á landi að undanfömu. Rekstur leikskóla hefúr einnig verið boðinn út til einkaaðila með góðum árangri. Sjúkrahús, hjúkrunarheimili og heilsugæslustöðvar Bygging og fasteignarekstur sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva er umfangsmikið verkefni sem fallið getur ágætlega að þessum aðferðum. Fela má verk- takanum ýmsa stoðþjónustu, t.d. rekstur eldhúss og þvotta, þrif, ör- yggisgæslu, tölvuþjónustu, hús- vörslu o.fl. Sambýli fatlaðra Sambýli fatlaðra er stundum í ein- býlishúsum sem hafa verið aðlöguð þörfum íbúanna. Einkaaðilar geta hvort heldur sem er séð um útvegun og rekstur húsnæðisins eða tekið að sér rekstur sambýlisins líka. Meðferðarheimili fyrir börn og unglinga Meðferðarheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndar- stofu hafa verið í einkarekstri og á það við um útvegun húsnæðis, að- stöðu og rekstur. Þetta fyrirkomulag hefúr tekist vel. 4. Dæmi af einkafram- kvæmd hér á landi 4.1 Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng eru fyrsta verk- efnið á sviði einkaframkvæmdar hér á landi. Þar var það hlutafélagið Spölur hf. í eigu Jámblendifélags- ins, Akraneskaupstaðar, Sements- verksmiðjunnar, Borgarbyggðar o.fl. aðila sem hafði forystu um málið og samdi við ríkissjóð um ýmsar ráðstafanir, ábyrgðir o.fl. Bygging ganganna var boðin út, leitað var tilboða i fjármögnun en Spölur hf. annast rekstur ganganna. Bygging og rekstur ganganna er fjárhagslega sjálfstætt verkefni. Þetta verkefni hefur gengið vel og engin sérstök vandamál komið upp. Hver vildi nú vera án Hvalfjarðar- ganga? 4.2 Iðnskólinn í Hafnarfirði Fyrsta útboð opinberra aðila hér á landi þar sem einkaframkvæmd var beitt var Iðnskólinn í Hafnarfírði. Var hér um að ræða samstarfsverk- efni menntamálaráðuneytis, fjár- málaráðuneytis og Hafnarfjarðar- bæjar. Utboðið fólst í því að verktaki skyldi yfírtaka byggingar skólans við Flatahraun og Reykjavíkurveg, byggja viðbyggingu við húsið að Flatahrauni, en finna annað verkefni fyrir húsið við Reykjavíkurveg sem er 1.042 fermetrar. Verkkaupi skuldbatt sig til að leigja skólahúsið við Flatahraun af verktaka i 25 ár, auk þess sem verktaki skyldi sjá um allan rekstur þess, viðhald, endur- nýjun búnaðar, þrif, húsvörslu, sorphirðu, mat- og kaffisölu, örygg- isgæslu o.fl. Hagstæðasta tilboðið kom frá Nýsi hf. og Istaki hf. í samstarfi við Islandsbanka, að Qárhæð rúmlega 65,8 millj. kr. á ári í 25 ár. Af þeirri ijárhæð er byggingarkostnaður um 30%, fjármagnskostnaður um 30% og rekstrar- og viðhaldsverkefni um 40%. Tilboðinu var tekið og sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytisins var það um 300 millj. kr. undir kostnaðaráætlun. Kennsla í nýja skólahúsnæðinu hófst í janúar 2000. Verkaskipting milli verktaka er sem hér segir: a. Nýsir hf. mun stýra verkefninu og annast rekstur á húsnæði Iðn- skólans í Hafnarfirði allan samn- ingstímann með tilheyrandi stoð- og viðhaldsverkefnum. Nýsir hf. er þinglýstur eigandi hússins. b. Istak hf. gerði sem verktaki samning við Nýsi hf. sem verk- kaupa um byggingu nýja skóla- hússins og niðurrif á eldra hús- næði skólans. c. Islandsbanki hf. veitir, eða hefúr milligöngu um að veita, Nýsi hf. 25 ára lán með veði i bygging- unni til greiðslu á kostnaði við byggingu húsnæðisins, kaup á búnaði og vegna frágangs lóðar, sbr. samning við Istak hf. d. Nýsir hf. yfirtók bóknámshús skólans að Reykjavíkurvegi 74 á matsverði samkvæmt útboðs- gögnum. e. Islandsbanki hf. mun annast inn- heimtu hjá ríkissjóði og miðla til lánardrottna greiðslu afborgana og vaxta áhvílandi lána. 4.3 Reykjaneshöllin Reykjanesbær bauð út í lokuðu útboði seint á árinu 1998 leigu knattspymuhúss til 35 ára. Reykja- nesbær samdi við íslenska aðalverk- taka hf. um byggingu og leigu húss- ins en Landsafl hf., sem er eignar- haldsfélag í eigu ÍAV hf. og Lands- 2 1 O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.