Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Óvíst er hvort þau félagasamtök sem
reka verndaða vinnustaði sam-
kvæmt þjónustusamningi við ríkið
treysta sér til þess að halda starf-
seminni áfram af hugsjón með fyr-
irsjáanlegu rekstrartapi, gangi eftir
áætlaður niðurskurður á fjárveit-
ingu til staðanna í fjárlögum.
Blindravinnustofan, Múlalundur
og Vinnustaðir ÖBÍ eru verndaðir
vinnustaðir reknir af félagasamtök-
um. Um 15-20% teknanna frá ríkinu
en bróðurhluti teknanna fæst með
sölu þeirra á eigin framleiðsluvöru.
Framkvæmdastjórar vinnustað-
anna segja ávinning hins opinbera af
rekstri þeirra mikinn, að ónefndum
samfélagslegum ávinningi.
Sem dæmi má nefna Vinnustaði
ÖBÍ. Á árinu 2010 var framlagið til
þeirra samkvæmt þjónustusamningi
19,4 milljónir króna. Á sama tíma
greiddu Vinnustaðir ÖBÍ hinsvegar
31,8 milljónir króna til hins opinbera
á formi skatta, virðisaukaskatts og
tryggingagjalds. Arður ríkisins af
rekstrinum var því 12,5 milljónir
króna í fyrra. Svipað er uppi á ten-
ingnum hjá hinum vinnustöðunum.
Hrönn Pétursdóttir, fram-
kvæmdastjóri Blindravinnustofunn-
ar, bendir á að verði verndaðir
vinnustaðir ekki lengur til staðar
verði að koma til önnur úrræði sem
séu ríkinu dýrari.
„Það þyrfti þá meiri mönnun á
sambýlum þar sem þessir einstak-
lingar búa. Þarna vinna líka einstak-
lingar sem eiga rétt á atvinnuleys-
isbótum auk þess sem kostnaður
heilbrigðiskerfisins myndi aukast.“
Þjónustusamningar við vinnustað-
iðna hefur verið óbreyttur frá 2007,
og þar með sú upphæð sem til þeirra
er veitt. Þeir hafa því þurft að bera
mikinn þunga af verð- og launalækk-
unum síðar. Hrönn segir því hafa
komið mjög á óvart að frétta af fyr-
irhugaðri lækkun í fjárlögum.
„Við væntum þess að gerð verði
leiðrétting. Við erum ekki að tala um
viðbótarfjármagn heldur bara leið-
réttingu þannig að fjármagnið sem
við fáum dekki það sem það sam-
kvæmt samningnum á að dekka.“
Jón M. Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Múlalundar, segir að
jafnvel þótt litið sé fram hjá krónum
og aurum sé samfélagslegur ávinn-
ingur ótvíræður. „Hafi verið mikil
ástæða til að viðhalda þessum
vinnustöðum áður þá er það ekki
síður núna, þegar það er mun fjar-
lægari möguleiki fyrir þetta fólk að
komast að á almennum vinnumark-
aði. Ef fótunum er kippt undan
þessum vinnustöðum
núna er ekkert annað
sem tekur við.“
Samfélagslegur
ávinningur mikill
Dýrt að kippa fótunum undan vernduðum vinnustöðum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Múlalundur Rúm 80% af tekjum Múlalundar fást með framleiðslu og sölu bréfabinda og lausblaðabóka.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011
Diskó
íspinni
79kr
...opið í 20 ár
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
„Það er bara verið að fresta því að
taka á vandanum,“ segir Páll Hall-
dórsson, formaður stjórnar Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins (LSR),
um frumvarp fjármálaráðherra sem
heimilar stjórn LSR að reka sjóðinn
með allt að 15% neikvæðum mun
milli eigna og framtíðarskuldbind-
inga. Nú er halli LSR 13% og segir
Páll að staða sjóðsins versni þegar
ekki sé tekið á honum. Hann segir
aðeins eina leið út úr vandanum og
hún sé að hækka iðgjald ríkisins.
LSR er rekinn í tveimur deildum.
Í gömlu deildinni, B-deild, eru upp-
safnaðar skuldbindingar vegna eldri
starfsmanna. Þær námu um síðustu
áramót 513 milljörðum, en eign
deildarinnar er hins vegar 187 millj-
arðar. Ríkissjóður greiddi fyrir hrun
í sjóðinn umfram lagaskyldu, sam-
tals 133 milljarða. Staða deildarinn-
ar væri því enn verri ef þessar
greiðslur hefðu ekki komið til.
Lögin gera ráð fyrir að A-deildin
standi undir sér, en við hrunið varð
sjóðurinn, eins og fleiri sjóðir, fyrir
áfalli sem gerir það að verkum að
munur er á eignum og skuldbind-
ingum. Það hefur legið fyrir í nokk-
ur ár hver staðan er og jafnframt er
ekkert sem bendir til að ávöxtun
sjóðsins sé með þeim hætti að lík-
legt sé að hún vinni upp þennan
mun.
Aðrir sjóðir tóku á vandanum
Eftir hrun var öllum lífeyrissjóð-
um gefið svigrúm til að reka sjóðina
tímabundið með halla. Allir almennu
sjóðirnir hafa hins vegar tekið á
vandanum með því að skerða rétt-
indi. LSR hefur aftur á móti frestað
því að taka á vandanum og nýjasta
frumvarp fjármálaráðherra felur í
sér að það á enn að fresta því þrátt
fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi þrýst
á um að tekið verði á vanda sjóðsins.
Páll segir aðeins eina leið til að
leysa vanda sjóðsins og hún sé að
ríkið hækki iðgjaldagreiðslur sínar í
sjóðinn. Í greinargerð með frum-
varpi fjármálaráðherra segir að ef
fara eigi þá leið þurfi að hækka ið-
gjaldið um 4 prósentustig, en þá
verður iðgjald ríkisins komið upp í
15,5%.
Tvær nefndir eru starfandi sem
hafa það hlutverk að samræma líf-
eyriskjör á almennum vinnumark-
aði. Í dag greiða atvinnurekendur á
almennum markaði 8% iðgjald. Í
tengslum við síðustu kjarasamninga
gerðu ASÍ og SA samkomulag um
að atvinnurekendur hækkuðu ið-
gjaldið til samræmis við það sem er
hjá ríki og sveitarfélögum. Sam-
kvæmt því á iðgjaldið að hækka árið
2014 og á næstu sjö árum þar á eftir
á það að fara upp í 11,5%. Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ, segir að
samkomulagið sé háð þeim fyrirvara
að það sé á hreinu, eigi síðar en í
ársbyrjun 2013, hver lífeyrisréttindi
opinberra starfsmanna séu. Það sé
til lítils að setja sér markmið um að
samræma lífeyriskjör á nokkrum
árum ef ríkið sé þá búið að hækka
iðgjaldagreiðslur vegna sinna
starfsmanna.
Ef ríkið hækkar iðgjaldagreiðslur
í LSR í 15,5% taka ríkisstarfsmenn
orðið mjög stóran hluta launa sinna
út eftir að þeir eru komnir á lífeyri
því að þeir greiða sjálfir 4% iðgjald
af launum og 4-6% fara í séreigna-
sjóð. Samtals er þetta um 25%.
Páll segist geta tekið undir að
þetta sé hátt hlutfall og hann segist
fylgjandi því að samræma lífeyris-
kjör. Það verði hins vegar að huga
að samspili launa og lífeyris. Það
gangi ekki að opinberir starfsmenn
séu á lægri launum með þeim rökum
að þeir séu með góðan lífeyrissjóð
og skerða svo lífeyri þeirra þegar
þeir ætli að fara að taka hann út.
Gylfi segir að sjóðsfélagar á al-
mennum markaði hafi tekið á sig
skerðingu vegna hrunsins en það
gangi ekki að þeir taki líka að sér að
greiða það áfall sem LSR varð fyrir.
Hækka þyrfti
iðgjald ríkisins
í LSR um 4%
Ríkið frestar að taka á vandanum
Eignir og skuld-
bindingar LSR
(í milljörðum)
A-deild
Hrein framtíðareign 348
Heildarskuldbinding 395
Mismunur 47
B-deild
Hrein eign 187
Endurmat 5
Krafa á ríkissjóð o.fl. 217
Krafa á ríkissj. -bakábyrgð 103
Áfallnar skuldbindingar 513
Fatlað fólk bíður enn eftir að sjá
breytingar á þjónustu við það, eftir
að hún var færð yfir til sveitarfélaga
frá ríkinu um síðustu áramót en
markmið yfirfærslunnar var að
bæta þjónustu við fatlaða. Þetta
segir Lilja Þorgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalags Ís-
lands.
Síðasti fundurinn í fundaröð ÖBÍ
„Fatlað fólk á tímamótum: Eru
mannréttindi virt?“ fór fram í gær.
Var blásið til fundaraðarinnar í til-
efni breytinganna til að ná til fatl-
aðs fólks og aðstandenda þess og
kynna nýjar áherslur í málefnum
þeirra.
„Sum sveitarfélög standa sig
mjög vel; í öðrum hefur fólk ekki
fundið fyrir mikilli breytingu. Það
er margt sama fólkið sem er að
veita sömu þjónustu og áður þannig
að fólk bíður eftir því sjá breyt-
ingar,“ segir Lilja.
ÖBÍ telji að hægt sé að bæta
þjónustuna og aðstæður fatlaðra án
þess að það hafi endilega aukinn
kostnað í för með sér.
„Við leggjum áherslu á að fólk
með fötlun hafi meira um það að
segja hvernig aðstoð það fær,
hvernig hún er veitt og hverjir veita
hana,“ segir Lilja.
Mikil vitundarvakning á meðal
fatlaðs fólks eigi sér nú stað. Hið já-
kvæða við yfirfærsluna til sveitarfé-
laganna segir Lilja vera hve miklar
umræður hafi spunnist um þessi
málefni. kjartan@mbl.is
Lítil breyting eftir yfir-
færslu til sveitarfélaga
Morgunblaðið/Sverrir
Ferðir ÖBÍ vill efla ferðaþjónustu
við fatlaða sem er mismikil.
ÖBÍ fagnar umræðum um málaflokkinn eftir flutning
„Það er engin spurning að
þetta er mikið þjóðþrifaverk
sem þessir staðir sinna og það
væri mikil synd ef þeirra nyti
ekki við því,“ segir Gissur Pét-
ursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, sem hefur tekið
yfir gerð þjónustusamninga við
vernduðu vinnustaðina frá fé-
lagsmálaráðuneytinu. Gissur
segir að tvímælalaus þjóðhags-
legur ávinnungur sé af atvinnu-
þátttöku fatlaðs fólks og vinnu-
staðirnir brúi þar mikilvægt bil.
„Það er eftirvænting hjá okk-
ur að taka við þessu verk-
efni. Þarna fer fram
ákveðin þjálfun og að-
lögun að hinum al-
menna vinnumarkaði
sem er nauðsynleg ef
við viljum tryggja að
allir eigi möguleika á
því að vera
virkir í sam-
félaginu.“
Nauðsynleg
starfsemi
BRÚAR NAUÐSYNLEGT BIL
Gissur
Pétursson