Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 ✝ Halldór Jóns-son fæddist í Hörgsdal á Síðu 9. mars 1926. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 24. októ- ber 2011. Halldór var son- ur hjónanna Jóns Bjarnasonar, f. 14.4. 1887, d. 10.12. 1977 og Önnu Kristófers- dóttur, f. 15.4. 1891, d. 27.1. 1967. Halldór var þrettándi í röð fimmtán systkina og er eitt þeirra á lífi. Börn Jóns og Önnu auk Halldórs voru: Ragnar Friðrik, f. 3.5. 1908, d. 5.4. 1988, Helga, f. 26.4. 1909, d. 12.3. 1992, Kristjana, f. 23.9. 1910, d. 19.4. 1925, Bjarni, f. 16.11. 1911, d. 2.1. 1999, Sig- rún, f. 23.12. 1912, d. 30.4. 1973, Kristófer, f. 31.7. 1914, d. 23.7. 1997, Anna Kristín, f. 6.2. 1916, d. 5.3. 2003, Jakob, f. 6.3. 1917, d. 11.11. 1999, Ólafur, f. 6.3. 1919, d. 31.12. 2006, Her- kjörbúðar KRON að Hlíðarvegi 29 í Kópavogi 1957. Hann varð bæjargjaldkeri í Kópavogi 1962 og gegndi því starfi í rúm 30 ár, eða til 1994. Þá keyptu þau hjónin Fatahreinsun Kópavogs sem Ólafía systir hans hafði stofnað og það fyrirtæki ráku þau til ársins 2003. Halldór kvæntist Sig- urbjörgu Halldórsdóttur, f. 11.4. 1924, d. 30.3. 1989. Þau skildu. Seinni kona hans er Sig- ríður G. Sigurðardóttir, f. 11.1. 1937, dóttir Sigurðar Péturs Jónssonar, f. 6.4. 1907, d. 3.10. 1980 og Freygerðar Önnu Þor- steinsdóttur, f. 15.2. 1912, d. 7. 5. 1987. Börn Halldórs og Sig- ríðar eru: 1) Pétur Freyr, tré- smiður í Reykjavík, f. 4.6. 1968. Barn hans og Guðnýjar Hösk- uldsdóttur, f. 30.12. 1969: Re- bekka Sigríður, f. 13.6. 1993; 2) Anna, kennari í Kópavogi, f. 7.6. 1973, gift Tryggva Má Gunnarssyni kennara, f. 18.9. 1973. Börn þeirra: Sunna, f. 8.7. 2001, Hrefna, f. 28. 4. 2004 og Halldór Gauti, f. 17.5. 2008. Útför Halldórs var gerð í kyrrþey frá Kópavogskirkju 3. nóvember 2011. mann Guðjón, f. 25.5. 1921, d. 14.9. 1997, Páll, f. 26.10. 1922, d. 13.5. 2000, Rannveig, f. 20.12. 1924, d. 30.1. 2007, Kristjana, f. 3.4. 1927 og Ólafía Sig- ríður, f. 21.5. 1929, d. 1.6. 1984. Fjölskyldan fluttist að Keld- unúpi á Síðu árið 1927 og þar ólst Halldór upp til 1942 en þá byggðu Jón og Anna upp Mosa, gamalt býli sem var hluti af jörðinni Geir- landi. Ungur hleypti Halldór heimdraganum og flutti suður. Hann fór í Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1950. Þá gerðist hann versl- unarmaður hjá Kaupfélagi Suð- urnesja í Keflavík og vann þar til 1956. Árið 1953-1954 dvaldi hann í Stokkhólmi hjá kaup- félagsverslunum þar til að kynnast rekstri og var ráðinn sem verslunarstjóri nýrrar Þegar ég var að alast upp byrjaði kaffivélin að mala frammi í eldhúsi um hálf sjö hvern einasta morgun. Ef ég ætti að velja vinalegasta hljóð í heimi þá yrði það líklega þetta hljóð. Við það losaði ég svefninn örlítið og vissi að pabbi var kom- inn á ról. Um hálftíma seinna vaknaði ég enn betur við það að bílskúrshurðinni var lokað. Ann- að vinalegt hljóð. Hvern einasta morgun. Pabbi var farinn í sund og ég gat enn sofið í hálftíma í viðbót. Ég sé það núna að líklega var pabbi dálítill maður vanans. Ég velti því svo sem aldrei fyrir mér þá – svona var þetta bara alltaf. Því til vitnis er m.a. skyrið góða, en það borðaði pabbi eftir hverja einustu máltíð, alla virka daga. Með mjólk og rjóma. Allt- af. Við systkinin reyndum einu sinni að slá tölu á það hversu miklu skyri þeir bræður, pabbi og Bjarni, hefðu sporðrennt um ævina. Það gekk ekkert sérstak- lega, enda um háar tölur að ræða. Pabbi var líka alltaf í síðri ullarbrók. Alltaf. Þá gilti einu hvort úti væri frost eða hann sæti úti á palli í sól og sumaryl. Samkvæmt 40 ára gömlu lækn- isráði var gott fyrir bakið að halda hita á neðri hluta líkamans og þá var það bara gert. Alltaf. Pabbi var blíður og góður maður. Hógværð, nægjusemi og góðmennska eru orð sem ég mundi velja fyrir hann. Ég heyrði hann aldrei hallmæla nokkrum manni heldur virtist hann alltaf sjá hið góða í fólki. Í það minnsta lét hann dótturina aldrei heyra að það væri í lagi að tala illa um annað fólk. Börnin mín fengu í pabba þann besta afa sem hægt er að óska sér. Þau voru líf hans og yndi og áttu alltaf vísan súkku- laðimola og faðm þegar þau hitt- ust. Söknuður þeirra er mikill enda eiga þau margar góðar minningar um afa sinn. Það var t.d. árviss atburður að fara með afa upp í Mosaskóg en þar eiga krakkarnir hvert sitt tré sem hann gróðursetti fyrir þau þegar þau fæddust. Frá Mosum eigum við öll fal- legar minningar um pabba. Ég geymi sérstaklega minninguna frá því fyrir tveimur árum þegar við fórum upp að Laka og keyrð- um svo Miklafellsleið til baka. Þá fórum við um svæði sem pabbi hafði smalað í gamla daga og komum við í gömlum gangnakof- um sem hann hafði sofið í á ferð- um sínum. Það sem pabbi var glaður í þessari ferð og sögurnar óþrjótandi um ótrúlegar aðstæð- ur sem hann hafði upplifað sem strákur. Ég er óendanlega þakk- lát fyrir þessa minningu og blik- ið í augum pabba. Ég er þakklát fyrir það að pabbi fékk að deyja í rúminu sínu heima og að hann hafði hana mömmu sér við hlið síðustu vikurnar. Þvílíkur klettur sem þú hefur verið, elsku mamma mín. Ég reyni að taka styrk þinn mér til fyrirmyndar. Hann pabbi var svo sannarlega heppinn að hafa þig hjá sér þessa síðustu brekku. Skynsemin segir mér að vera líka þakklát fyrir það að pabbi hafi fengið hvíldina. Hann var orðinn þreyttur og þjáður undir það síðasta. Skynsemin nær þó ekki að breyta því að það er óendanlega sárt að hafa pabba sinn ekki lengur hjá sér. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Anna Halldórsdóttir. 3. nóvember sl. var Halldór mágur okkar og svili kvaddur í kyrrþey að eigin ósk. Halli var ljúflingur í alla staði. Aldrei sagði hann styggðaryrði um nokkurn mann og var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum hvort sem var að bera á timbrið í Birkihlíðinni, smíða pall fyrir norðan, aka upp á spítala til Þor- steins eða bara fara í sund með börn. Halli var algjör bókaorm- ur. Það var sama hvenær maður kom í heimsókn, alltaf var hann að lesa eða hafði bækur við höndina. Hann hreifst af hvers konar þjóðlegum fróðleik og var mikið fyrir ævisögur þó svo að við höldum að hann hafi lesið hvað sem var. Það dugði honum ekki að lesa bækur, hann lærði líka að binda þær inn í skinn- band eftir að hann hætti að vinna. Þegar hann var nokkra daga á Landakoti nú í haust voru bækur með í för þó svo að hann ætti bágt með að halda á bók og alltaf þurfti hann að fylgjast með því sem fram fór í þjóðfélaginu og hafði sínar skoð- anir bæði á mönnum og mál- efnum. Fyrir utan fjölskylduna sem var honum afar kær átti hann og fjölskyldan sinn sælureit sem er Mosar á Síðu. Þangað fór hann vor og haust fyrir utan sína venjulegu viku. Alltaf var verið að dytta að eða planta trjám. Við vorum svo heppin í ágúst að fá að fara með þeim þangað sem og oft áður. Á leiðinni höfðum við besta leiðsögumann sem hægt var að hugsa sér. Strax undir Eyjafjöllum byrjaði hann að segja frá stöðum og staðarhátt- um. Eftir því sem nær dró þekkti hann til á hverjum bæ og lifnaði allur við „Sjáiði þetta og þarna er“ kvað oft við. Hann naut þess að sýna okkur sveitina sína, gamla barnaskólann sinn, fossana, jökulinn og allt um kring. Við fórum meðal annars að skoða öskusvæðin og það var greinilegt að hann var að kveðja hverja þúfu og hvern hól í sinni ástkæru sveit. Að fara upp á Killa var skylduferð í hverri heimsókn og þegar upp var kom- ið átti Silla að vinka og láta öll- um illum látum og krakkarnir hlógu þessi ósköp. Að þessu sinni var Halli í hópnum sem horfði á og er það örugglega í eina skiptið sem hann sleppti Killaferð en hann fylgdi þó nafna sínum, Sunnu og Hrefnu upp í skóginn. Nú er náttúrubarnið Halldór fallinn í valinn og margir sem eiga um sárt að binda og litlu börnin skilja ef til vill ekki hvað hefur gerst en minningin um góðan afa eiginmann, föður og tengdaföður mun lifa. Elsku Silla, Pétur, Anna og Tryggvi og barnabörnin Re- bekka Sigríður, Sunna, Hrefna og Halldór Gauti, megi góður Guð styðja ykkur í sorg og sökn- uði Við þökkum samfylgdina. Gerða, Hilmar, Margrét, Ólafur Þór og fjölskyldur. Elskulegur móðurbróðir minn Halldór Jónsson hefur lokið lífs- göngu sinni og við þau tímamót langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Halldór og mamma tilheyrðu stórum systkinahópi, en þau voru fimmtán og þar er Nanna nú ein eftirlifandi. Á frumbyggjaárum Kópavogs byggðu mörg þeirra sér heimili í austurbæ Kópavogs, með Hlíð- arveginn sem miðstöð þar sem afi og amma bjuggu og það var mikið samband á milli heimil- anna þannig að við börnin í fjöl- skyldunni nutum þess svo sann- arlega að alast upp við samheldni og ástríki stórfjöl- skyldunnar. Halli varð því órjúfanlegur hluti af uppvexti okkar systk- inabarna hans enda sérstakur barnakarl sem alltaf var í góðu skapi, fylgdist mjög vel með okk- ur alla tíð af áhuga og nú síðast þegar við spjölluðum saman var hann með alveg á hreinu hvað hver og einn var að bardúsa við. Ég fékk fyrstu vinnu mína hjá Halla þegar hann var verslunar- stjóri í Kron á Hlíðarveginum, þar sem hann hljóp við fót allan daginn við að þjónusta húsmæð- ur hverfisins af ljúfmennsku og glettni sem þær kunnu svo sann- arlega vel að meta. Síðar fékk ég svo að starfa með Halla og Óla á bæjarskrifstofunni þar sem Halli var gjaldkeri í mörg ár og Óli var auðvitað potturinn og pann- an í pólitíkinni í Kópavoginum á þessum árum. Halli og Óli, í mínum huga voru þeir oftast nefndir í sömu setningu og allar minningar þeim tengdar frá þessum árum ljóma vegna ljúfmennsku þeirra og hjálpsemi við bæjarbúa sem til þeirra leituðu og ég var alltaf mjög stolt af þessum frændum mínum. Þegar aldur tók að færast yfir þau systkin hafa mörg þeirra horfið okkur inn í heim Alzheim- er-sjúkdómsins og fyrir okkur sem stóðum næst var einstakt að upplifa þá umhyggju, ástúð og styrk sem þau þá sýndu hvert öðru og okkur hinum í því erfiða ferli. Að leiðarlokum þakka ég Halla frænda mínum þá ást og umhyggju sem hann ætíð sýndi mér og mínum og sendi sam- úðarkveðjur þeim sem elskuðu hann og sakna hans. Anna Sólmundsdóttir. Halldór Jónsson, föðurbróðir minn, var af kynslóð sem ólst að stórum hluta upp í sveit en flutti í þéttbýlið fyrir miðja síðustu öld. Sjálfur var hann alla ævi í hjarta sínu Vestur-Skaftfelling- ur þótt hann færi til náms í Reykjavík upp úr tvítugu og ætti ekki afturkvæmt á Síðuna til fastrar búsetu. Ræktarsemi við fólk sitt og sveit sýndi hann með því að koma ungur austur í frí- um bæði til að fara á afrétt og vera um sláttinn á búi foreldra sinna. Áhugamálin tengdust upprunanum því að hann fylgd- ist alltaf með högum frændfólks og vina fyrir austan og naut þess að dvelja í sumarhúsi stórfjöl- skyldunnar á Mosum. Hann var lestrarhestur og vanrækti ekki „skaftfellsk fræði“. Minnugur var hann á allt sem hann las og heyrði. Einkum vissi hann margt um sögu byggðar eystra síðan um eld og gott var að leita til hans um ættanna kynlega bland. Halldór fæddist í Hörgsdal en þar bjuggu tveir bræður, giftir systrum. Á 25 árum upp úr alda- mótum 1900 fæddust þar 24 börn, nóg til að manna meðal- stóran skólabekk. Ætla mætti að unga fólkið hefði fengið nóg af barnaskaranum og hefði heldur forðast félagsskapinn síðar en það var öðru nær. Samheldni einkenndi þau alla tíð og þau sem ég þekkti best, þ.e. Halldór og systkini hans, höfðu fölskva- laust gaman af börnum og töluðu við þau á jafnréttisgrundvelli. Börnin fyrir sitt leyti hændust að þessu hlýlega fólki. „Ég er ekki hræddur við Halla,“ sagði ungur piltur í fjölskyldu minni. Minnisstætt er þegar Halldór og tvær yngstu systurnar voru ný- flutt að austan að þau dvöldust oft hjá foreldrum mínum, jafnvel á jólunum. Það var mikil veislu- prýði að þeim. Árið 1961 fluttu afi og amma á Hlíðarveg 29a í Kópavogi ásamt Helgu dóttur sinni. Þá mátti kalla að í Kópavogi væri heil ný- lenda af systkinunum frá Mos- um. Gestkvæmt var hjá gömlu hjónunum og komu sum systk- inin þangað daglega. Halldór var yngsti sonurinn og var nærgæt- inn við mömmu sína þegar hún var farin að gleyma veröldinni. Sterk minning frá þessum árum er að sjá hann leiða hana um húsið á Hlíðarvegi og ræða við hana í lágum hljóðum. Halldóri varð ekki skrafdrjúgt um eigin hagi og því vissi fólk oft furðu lítið um hann þótt það teldi sig þekkja hann vel. Að því leyti má kalla að hann hafi verið dulur maður. Hann lýsti nýlega fyrir mér þegar hann var 15 ára gamall að gæta hestanna inni við Laka á meðan aðrir gangna- menn fóru inn á hraunið inn með Skaftá að leita fjár. „Skelfing var ég feiminn við karlana þegar þeir komu blaðskellandi!“ Hall- dór var harðduglegur og vinnu- samur; hefur líklega fremur tek- ið inn á sig erfiðleika bæjarsjóðs en eigin málefni, a.m.k. sögðu starfsmenn á bæjarskrifstofum Kópavogs að hann hefði verið sérstaklega léttur í skapi tiltekið stutt tímabil þegar nóg var í sjóðnum og hægt var um stund- arsakir að greiða alla reikninga á réttum tíma! Að leiðarlokum þakka ég Halldóri ævilanga vináttu við mig og mitt fólk. Samúð okkar er öll hjá Sillu, börnunum og barnabörnum en þeirra er miss- irinn mestur þegar þessi góði maður er genginn. Bjarni Ólafsson. Það var mér mikilvæg stund sem ég átti með honum Halla sunnudaginn 23. október síðast- liðinn þegar við hjónin heimsótt- um hann og frænku, því daginn eftir bárust mér fréttir af andláti þessa mikla öðlings sem hann Halli var. „Þakka þér fyrir kom- una, Nonni minn“ voru kveðju- orðin sem ég hafði heyrt svo oft áður eftir ánægjulega heimsókn á Álfhólsveginn en Halli var sá eini í fjölskyldunni sem alla tíð kallaði mig því nafni. Þau orð hverfa nú með honum Halla en minningin lifir í öllum þeim dýr- mætu stundum og koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Halli var alveg einstakur mað- ur sem tók ávallt fagnandi á móti öllum gestum með bros á vör, bæði fullorðnum og börnum. Það var þetta jafnræði og áhugi sem hann sýndi börnum jafnt sem fullorðnum sem gerði hann svo einstakan og laðaði öll börn að honum. Stundirnar eru ótelj- andi en sumar standa öðrum framar þegar hugurinn reikar. Sundferðirnar sem hann tók okkur föður minn með sér ásamt Önnu og Pétri voru ófáar og all- ar jafn skemmtilegar. Jólaboðin á jóladag þar sem fjölskyldurnar komu saman á Álfhólsvegi til að njóta samveru í anda jólanna eru ógleymanlegar og ég tali nú ekki um ferðirnar á Mosana sem voru ævintýri líkast. Halli var vinnusamur og alltaf fannst mér hann vera að, en þó var hann aldrei svo upptekinn að hann gæfi sér ekki tíma til að sinna gestum. Hann var hjálp- samur og alltaf fyrstur til að stökkva til ef einhver þurfti að- stoðar við. Það er með miklum söknuði og virðingu sem ég kveð hann Halla og bið Guð að blessa minningu hans. Elsku Frænka, Pétur, Anna, Tryggvi, Sunna, Hrefna, Halldór Gauti og Rebekka Sigríður. Guð styrki ykkur í sorginni og blessi ykkur öll. Jón Gestur (Nonni.) Það er undarleg tilfinning þegar máttarstólpar í lífi manns hverfa á braut. Hugurinn fer á flug, fyrst kemur söknuður og sorg en fljótlega líka þakklæti og gleði. Halli var einstaklega ljúf- ur og góður maður sem þægilegt var að vera nálægt. Hann var lít- illátur en hjálpsamur og var fljótur að drífa hlutina af. Æskuminningar mínar tengd- ar honum eru margar og góðar. Alla laugardaga bauð hann pabba ásamt okkur systkinunum með sér í sund, hann fór með okkur á skauta og gerði ýmislegt fleira. Upp í hugann kemur líka ásamt öðru tásluþvottur, kók og kókosbolla en eitt sumarið fékk ég að vera hjá þeim í viku á ætt- aróðalinu Mosum. Þá fórum við á hverjum degi í sund inn á Kirkjubæjarklaustur og alltaf var komið við í sjoppunni á leið- inni til baka. Ég man ekki til þess að hafa heyrt hann brýna raustina. En hann gat hlegið hátt. Enda sögðu börnin mín þegar ég bað þau um að segja mér hvaða orð lýstu honum best: Rosalega góð- ur, skemmtilegur, blíður, góð- viljaður og friðsamur. Það er gott fyrir þau að halda út í lífið með þá gjöf að hafa þekkt hann Halla. Það er sárt að Halli sé farinn en jafnframt mikið þakklæti yfir því að hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að hafa fengið að kynnast honum. Einstaka aðilar sem við kynnumst á ævinni hafa þau áhrif á mann að við stöldrum við, hlustum og tökum verk þeirra og hegðun okkur til fyr- irmyndar. Það er ekki alltaf þannig að þeir sem berast mest Halldór Jónsson Gulli frændi, fyrrverandi bóndi í Hraukbæ, var þeirrar gerðar að margir mættu öfunda hann af. Hann varðveitti hrein- leika sálarinnar og trúna á hið góða, sem flestir týna einhvers staðar á misþýfðum lendum lífs- göngunnar. Hann átti auðvelt með að kalla fram bros hjá sam- ferðafólki sínu, var glettinn og glaðvær og bjó yfir ríkri kímni- Gunnlaugur Grétar Björnsson ✝ GunnlaugurGrétar Björns- son fæddist í Tjarn- arkoti í A- Landeyjum 16. des- ember 1932. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Kjarnalundi við Akureyri 31. október 2011. Útför Gunnlaugs fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 7. nóvember 2011. gáfu sem átti það til að koma fram í góðlátlegri og græskulausri stríðni, sem aldrei særði. Gulli var tilfinn- ingaríkt og stund- um viðkvæmt nátt- úrubarn og ég man að einhverju sinni, þegar hann sá fyrsta tjald sumars- ins úti á túni, varð hann hálf- klökkur um leið og hann sagði með sérstakri hlýju: „Tjaldur- inn, hann var uppáhalds fuglinn hennar mömmu.“ Mér finnst þetta atvik lýsandi fyrir hve Gulla var eðlislægt að vera einlægur og falslaus. Hann átti auðvelt með að sýna tilfinn- ingar sínar, ólíkt mörgum af hans kynslóð. Á yngri árum fékkst Gulli töluvert við leiklist og hann hafði einstakan hæfileika til að muna heilu leikritin orðrétt frá upphafi til enda, auk þess að hafa á hraðbergi ógrynni ljóða og sagna sem hann virtist ekk- ert hafa fyrir að vitna í eða fara með. Dæmi um það var óund- irbúinn flutningur hans á Gullna hliðinu, eftir eitt af uppáhalds- skáldum okkar beggja, Davíð Stefánsson, á fallegum sumar- degi úti á túni í Hraukbæ, þar sem hann fór með öll hlutverkin af þvílíkri innlifun að það er mér enn jafn ferskt í minni, áratug- um síðar. Ég gæti haft þessi skrif miklu lengri, en held að Gulla fyndist þetta orðið alveg nóg af svo góðu, hann var ekki mikið fyrir að upphefja sjálfan sig. Að lokum: Kæri Gulli, takk fyrir það sem þú gafst mér, af áreynslulausri hjartahlýju þinni, það verður mér sífellt meiri fjár- sjóður með árunum. Minningin um góðan mann mun fylgja mér alla tíð. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér og þín bíða næg verkefni á nýjum sólríkum slóðum, þar sem ríkir eilíft sum- ar. Sjáumst síðar. Þinn frændi Halldór Hjalti Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.