Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 ✝ Sigþór Sig-urjónsson fædd- ist í Reykjavík 12. júlí 1948. Hann lést á krabbameins- lækningadeild Landspítalans 26. október 2011. Foreldrar hans voru Kristín María Sigþórsdóttir, f. 4. apríl 1930, d. 6. mars 1985 og Sig- urjón Jónasson, f. 7. apríl 1929. Bróðir Sigþórs er Hörður, sölu- stjóri, f. 31. ágúst 1946, eig- inkona hans er Rannveig Ingv- arsdóttir, f. 25. desember 1946. Hálfbróðir Sigþórs, samfeðra, er Jónas Frans, f. 25. janúar 1965. Sigþór kvæntist 3. júní 1972 Kristínu Auði Sophusdóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 22. mars 1952. Foreldrar hennar voru Sophus Auðun Guðmundsson, f. 6. apríl 1918, d. 4. janúar 2006, og Áslaug María Friðriksdóttir, f. 13. júlí 1921, d. 29. júní 2004. Börn Sigþórs og Kristínar eru: 1) Sophus Auðun, veitingamaður, f. 11. október 1972, kvæntur Hjör- dísi Selmu Björgvinsdóttur, f. 10. mars 1971. Þeirra börn: Kristín Auður, f. 25. júlí 1999, Sophus framkvæmdastjóri veitinga og framreiðslu á Hótel Borg og á Broadway. Árið 1989 urðu þátta- skil þegar Sigþór keypti Kring- lukrána og hóf þar eigin veit- ingarekstur. Árið 2009 opnaði hann ásamt fjölskyldu sinni nýtt veitingahús, Portið í Kringlunni, sem hann rak ásamt Kringlukr- ánni. Sigþór hafði einlægan, fag- legan áhuga á að efla veit- ingarekstur og fjölbreytta ferðaþjónustu. Hann var virkur í fagfélögum framreiðslumanna og veitingamanna og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samtök ferðaþjónustunnar. Hann sat í samninganefnd, í fræðsluráði SAF, í starfsgrein- aráði matvæla- og veit- ingagreina og var formaður þess um skeið. Um hríð sat hann sem fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í stjórn Menntaskólans í Kópavogi þar sem Hótel- og matvælaskól- inn er rekinn. Sigþór gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat m.a. í stjórn hverfafélags sjálf- stæðismanna í Háaleitis-, Foss- vogs- og Bústaðahverfi og gegndi þar formennsku um tíma. Sigþór hafði mörg áhugamál ut- an starfsvettvangs síns sem tengdust flest útiveru. Hann ferðaðist mikið innanlands og ut- an. Útför Sigþórs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 10. nóv- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Ingi, f. 18. október 2002 og Dagur Auð- un, f. 21. desember 2010. 2) Kristín María, hönnuður, f. 22. maí 1977, gift Ben Moody, f. 26. ágúst 1973. Þeirra börn: Jónas Ben, f. 7. mars 2008, d. 7. mars 2008 og Iris Æsa María, f. 22. desember 2009. Sigþór ólst upp í Skipasundinu í Reykjavík. Á sumrin var hann í sveit í Grundarfirði og í Mela- sveit. Sem unglingur var hann í siglingum á Sambandsskipunum, lengst á Hamrafellinu. Sigþór stundaði nám í framreiðslu á Hótel Sögu og útskrifaðist sem framreiðslumaður 1968. Lengst starfaði Sigþór sem fram- reiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu. Árin 1980-82 var hann veitingastjóri á Löngulínu í Kaupmannahöfn og stundaði jafnframt nám í fyrirtækja- og starfsmannastjórnun við Versl- unarskóla Kaupmannahafnar. Eftir heimkomuna starfaði Sig- þór fyrst sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri veitingasviðs Hót- el Sögu. Síðar var hann m.a. Elsku Sigþór. Að skrifa minningarorð um þig, elsku tengdapabbi, var alls ekki eitthvað sem ég sá fyrir í nánustu framtíð. Ég átta mig ekki á því að þú sért ekki með okkur hér. En það sem þú skildir eftir er eitthvað sem við munum varð- veita með okkur alla tíð og það eru allar góðu og yndislegu minn- ingarnar. Mér finnst ég lánsöm að hafa kynnst þér því þú ert einn af þeim mönnum sem auðga líf ann- arra og þú gerðir það sannarlega í mínu tilfelli. Ef mig vantaði að vita eitthvað um hina ýmsu hluti þá varst þú maðurinn til að segja mér allt um það. Þú vissir mikið um alla hluti og kenndir mér margt sem mun alltaf nýtast mér. Þú varst mikill sögumaður og hafðir gaman af því að segja okk- ur sögur af ferðalögum ykkar Kristínar, fara yfir það á landa- kortinu og svo var slide-show a la Sigþór sem fylgdi í kjölfarið. Þú hafðir svo gaman af að segja frá þessu og hafðir einlægan áhuga á ferðalögum. Við höfum líka notið góðs af því að vera á ferðalögum með þér og þær ferðir standa upp úr hjá okkur fjölskyldunni. Þú hafðir skoðanir á flestu og líka hvernig ætti að gera ákveðna hluti, í hvaða röð ætti að gera þá og hvaða tól og tæki best væri að nota við það. Þú varst með skipu- lag á öllu og allir hlutir áttu sitt heimilisfang og höfum við reynt að tileinka okkur það og það hefur komið sér vel bæði í vinnu og líf- inu almennt. Þannig að ég get sagt þér að þú hafðir rétt fyrir þér. Núna brosir þú út í annað og segir: „Ég vissi það alltaf og ég sagði þér það, Hjördís mín,“ og ég segi: „Já, ég veit það núna.“ Þú varst frábær gestgjafi og kokkur og uppáhalds hjá okkur var Allt og afakótelettur, afalax og hakkabuffin. Ég sé þig fyrir mér standandi við grillið með svuntuna og bros á vör, við í kring að hlusta á þig kenna okkur réttu handtökin. Skemmtileg og falleg minning. Þú elskaðir að vera um- kringdur fólki og varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Stórkost- legur afi varstu og það hlutverk fór þér vel. Kristín Auður og Sophus Ingi elskuðu að stússa með þér. Þú varst svo duglegur að verja tíma þínum með þeim, alltaf boðinn og búinn að sækja þau og gera skemmtilega hluti með þeim. Það var líka alltaf tilhlökkunar- efni að fara í sveitahúsið hans afa eða upp í sumarbústað. Minning- arnar sem þau eiga um þig eru þeim dýrmætar og þau minnast þín með hlýju og ást. Dagur Auð- un fékk líka tækifæri til að fá hlýju í afafaðmi og við munum sjá til þess að hann kynnist elskuleg- um afa sínum í gegnum þær ynd- islegu minningar sem við eigum um þig. Hann mun ekki fara á mis við að vita hversu mikið afi elskaði hann. Ég mun alltaf hugsa til þín með hlýju, þú varst yndislegur tengdafaðir og afi. Hlýr, góður, blíður og einlægur, alltaf tilbúinn til að rétta hjálparhönd ef þörf var á. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki spjallað við þig, leitað til þín, þegið ráð og fengið leiðbein- ingar og að vera í kringum þig. En ég mun nýta mér það sem ég hef lært af þér og það mun sann- arlega koma að góðum notum. Elsku Sigþór minn, ég hugsa til þín með hlýju og minnist þín á hverjum degi. Þín Hjördís. Elsku bróðir. Það er mjög skrítið og óraun- verulegt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig. Margar minningar koma upp í hugann, einkum þegar við vorum litlir pollar og vorum mikið einir sökum þess að móðir okkar vann mikið úti. Margt var brallað í Skipasund- inu í þá daga og margir góðir fé- lagar í götunni sem léku með okk- ur alla daga. Við bræður höfðum eignast handsnúna sýningarvél og þær voru flottar bíósýningarn- ar sem við héldum fyrir vinina. Þú hannaðir og teiknaðir miðana, svo seldum við aðgangseyri og skipt- umst svo á að snúa vélinni við að sýna bíóið. Já, það var oft gaman, mikið hlegið og við græddum „fullt“ af peningum. Í minning- unni var þetta mjög skemmtileg- ur tími og þó ég væri eldri og ætti að taka meiri ábyrgð var það ekk- ert mál. Þú varst oftast mjög góð- ur og viðráðanlegur í allri um- gengni, en alltaf varstu mjög ákveðinn og vissir alveg hvað þú vildir. Á sumrin vorum við sendir í sveit, Eyrarsveit í Grundarfirði. Sem betur fer var ekki langt á milli okkar og við gátum hist af og til yfir sumarið. Það var mjög gott því stundum skiptast á skin og skúrir eins og gengur. Þú hvattir mig til að hefja nám í framreiðslu, þar sem þú varst í námi á Hótel Sögu og vorum við samsíða. Það var okkur báðum mjög dýrmætur og lærdómsríkur tími. Þú varst flottur og nákvæm- ur fagmaður, það sannaðist seinna þegar þér var falið að gegna trúnaðarstörfum varðandi fræðslumál í okkar fagi. Þar varst þú fastur fyrir og stóðst vörð um vandaða menntun í faginu til framtíðar fyrir veitingamennsku í landinu. Þegar þú varðst fullorðinn og hafðir kynnst henni Kristínu „þinni“ og þið höfðuð eignast frumburðinn ykkar hann Sophus, var yndislegt að sjá hvað þú varst góður pabbi. Ekki bara góður, heldur mikill pabbi. Kristín var að læra hjúkrun á þessum tíma og nóg var að gera. Þú varst vakandi og sofandi yfir Sophusi, hann fylgdi þér í litla barnabílstólnum hvert sem þú fórst. Oft kíktir þú til okkar Rannveigar og borðaðir með okkur því Kristín vann svo mikið á kvöldin. Þú áttir sannar- lega þátt í því að hún gat klárað sitt nám á réttum tíma. Síðan eignuðust þið Kristínu Maríu sem líka var sannur gleðigjafi. Nokkr- um árum seinna hélduð þið til Danmerkur í framhaldsnám og sinntir þú börnum og búi af stakri prýði. Já, þú varst sko í einu og öllu fyrirmyndarfaðir og seinna mikill og góður afi. Þú átt ynd- islega fjölskyldu og rakst þitt fyr- irtæki af röggsemi og með góðri hjálp þeirra, svo eftir var tekið. Það er dapurlegt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að hittast aftur, t.d. nú þegar jólin eru fram- undan, tími fjölskyldunnar. En börnin okkar eru mjög góðir vinir og munu halda áfram að rækta sinn vinskap og halda ýmsum fjöl- skyldusiðum á lofti. Elsku Kristín Auður, Sophus Auðunn, Hjördís, Kristín María, Ben, Kristín Auður yngri, Sophus Ingi, Irish Æsa og Dagur Auð- unn. Þetta er svo sárt og gerðist svo fjótt, en þið eigið yndislegar minningar um góðan dreng sem munu lifa með ykkur og vonandi létta erfiðustu stundirnar í sorg- inni. Hörður og Rannveig. Öflugur logi sem hefur lýst, ylj- að og glatt svo lengi sem við mun- um byrjar skyndilega að flökta og slokknar svo alveg eina haust- nóttina. Ósköp virðist allt óstöð- ugt og hverfult. Öll erum við víst gerð úr sömu ögnunum og líðum um í eilífri hringrásinni. Hold og mold og mosi og baldursbrár og laxar og lóur og meiri mold. En sólin í sál- inni og sálin í sólinni eru þó stöð- ugar og næra þetta allt með sínu eilífa ljósi. Meðan augun eru enn að venjast myrkrinu virðist sól- arupprásin þó svo órafjarri. Þá minnum við okkur á að sólin er alls ekki hætt að skína. Núna er hún bara að sveipa gulli annan dal og annan hól, en kemur svo aftur hringinn til okkar. Við systur minnumst með söknuði glaðlynds höfðingja og góðs vinar sem fylgt hefur okkur alla tíð, enda fjölskyldurnar okk- ar bundnar böndum sem eru sterkari en mörg blóðböndin. Um leið þökkum við fyrir góðu liðnu stundirnar, spjall um heima og geima, stórveislurnar, ferðalögin og kaffibollana heima. Við mun- um alltaf búa að kærleikanum og hlýjunni sem Sigþór gaf óspart af örlæti sínu og lifir áfram í fjöl- skyldunni hans einstöku. Með hjörtun full af trega og þakklæti, Edda Kristín, Birna og Ingibjörg. Elskulegur mágur okkar og svili, Sigþór Sigurjónsson, er lát- inn langt fyrir aldur fram. Hans er sárt saknað. Hann var fé- lagslyndur, opinn, hjálpsamur og heiðarlegur drengur sem vildi öll- um vel. Potturinn og pannan var hann í sameiginlegum fram- kvæmdum og selskapslífi stórfjöl- skyldunnar. Hann gerði allt með stæl, sama hvort það voru end- urbætur á sumarbústaðnum, að halda upp á fertugsafmæli kon- unnar sinnar, en þá dugði ekkert minna en Hótel Saga, eða bara að grilla pylsur ofan í systkinin, maka þeirra, börn og barnabörn. Hugljúfur, kíminn og hláturmild- ur tók hann lífinu með öllum sín- um tilbrigðum opnum örmum. Hann gat haft ákveðnar skoð- anir á málefnum líðandi stundar en alltaf var hægt að vera ósam- mála honum, ef svo bar undir, í besta bróðerni. Minnisstætt er of margt til að hægt sé að nefna það, en seint líður úr minni bridds- spilamennska í Osló þar sem Sig- þór hafði að viðkvæði þegar ein- hver spilaði af sér: „Hvað er þetta maður, er ekki allt í lagi heima hjá þér“. Það var góð stund eins og svo margar aðrar. Nú er hann genginn, þessi öð- lingur, eftir snarpa viðureign við illvígan sjúkdóm. Við söknum hans og þökkum honum sam- fylgdina um áratuga skeið. Guð og allir góðir haldi utan um hans nánustu, styðji þau og styrki. Blessuð sé minning Sigþórs Sigurjónssonar. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir og Friðrik Sophusson. Hugurinn hvarflar aftur í tím- ann og minningar um Sigþór flögra fram og aftur í þúsundatali. Við höfum átt samleið með honum í meira en 40 ár og samverustund- irnar hafa verið margar og góðar. Sigþór var maður framkvæmda, hjá honum fylgdu athafnir jafnan orðum. Við áttuðum okkur strax á því þegar Kristín kynnti okkur mannsefnið sitt að hér var komin ný vídd í fjölskylduna, ný sjónar- horn og nýjar hugmyndir. Sigþór var fjölskyldumaður. Það kom vel í ljós þegar Sophus fæddist og síðan Kristín María. Hann tók mjög virkan þátt í upp- eldi þeirra, umvafði þau ást og hlýju og bjó þeim gott heimili. Hann hafði mikið yndi af barna- börnum sínum og hlúði að þeim fram á síðustu stundu. Sigþór lagði líka sitt af mörkum til að halda saman stórfjölskyldunni. Við nutum góðs af því. Hann var einstaklega bóngóður og þegar eitthvað stóð til í fjölskyldunni var sjálfsagt að leita til hans um ráð og aðstoð. Það var eðlilegt að leita til Sigþórs. Hann gaf ekki að- eins góð ráð heldur dró jafnharð- an fram vinnuhanskana og verk- færin eða svuntuna og eldhúsáhöldin og mætti á staðinn. Þrátt fyrir annríki gaf hann sér alltaf tíma til að aðstoða og hann gerði það með gleði. Sigþór átti auðvelt með að setja sig inn í ólík verkefni og hafði gaman af að fást við nýjar aðstæður. Hann hafði ferska sýn á veröldina og frábært verksvit sem hann hafði tileinkað sér með fjölbreytilegri lífs- reynslu. Hann lagði ekki bara parket og hannaði eldhúsið, hann smíðaði líka fyrir okkur katta- stiga og menn koma enn úr öðrum bæjarhlutum til að sjá hvernig koma á slíku þarfaþingi hagan- lega fyrir. Í erfiðum veikindum síðustu vikurnar var hann samur við sig. Hann var óþreytandi að ráðleggja þeim sem önnuðust hann hvernig hægt væri að bæta aðstæður bæði hjúkrunarfólks og sjúklinga. Sigþór var potturinn og pann- an í Sælukoti, sumarbústað fjöl- skyldunnar. Hann stýrði viðhaldi og endurbótum af krafti og ákveðni, hann var hrókur alls fagnaðar og stýrði dýrindis veislum á staðnum. Enginn stóð honum á sporði þegar hann tíndi krásirnar af grillinu. Ef eitthvað var óljóst í Sælukoti var hringt í hann til að fá ráðleggingar. Það var líka gaman að ferðast með Sigþóri, hvort sem var innanlands eða í útlöndum. Hann var sjálf- kjörinn fararstjóri og hafði unun af því að kanna ókunnar slóðir og hafði ek. sjötta skilningarvit. Hann var fljótur að átta sig á framandi landslagi, flóknum húsakynnum eða nýrri menningu. Á unglingsárunum hafði hann unnið á millilandaskipum og siglt víða og sú reynsla hefur eflaust mótað hann. Maður var nokkuð öruggur ef Sigþór valdi vegaslóða í óbyggðum eða veitingastað í framandi landi. En fyrst og fremst var Sigþór góður vinur. Nú er Sigþór farinn á nýjar slóðir og við kveðjum góðan mág og sannan vin með söknuði og trega. Við minnumst margra góðra samverustunda sem samt voru of fáar. Við sendum hlýjar hugsanir til Kristínar, Sophusar, Kristínar Maríu og fjölskyldu þeirra. María og Sigurjón. Ekki er langt síðan stórfjöl- skyldan hittist er liðin voru 90 ár frá fæðingu móður okkar og tengdamóður, Áslaugar Maríu. Eins og svo oft áður voru Kristín og Sigþór í hlutverki gestgjafa og að vanda lék þar fagurkerinn Sig- þór á als oddi, tók brosandi móti ungum og öldnum og veitti af ör- læti. Ekkert benti til annars en við myndum eiga saman fleiri slíkar gleðistundir á komandi ár- um. En skjótt skipast veður í lofti og nú er okkar kæri Sigþór allur eftir stutta en snarpa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Leiðir okkar hafa legið saman í langan tíma og alltaf hefur sam- band fjölskyldnanna verið náið og kært. Sigþór var félagslyndur og áhugasamur að viðhalda þeim tengslum. Hvarvetna var eftir honum tekið. Hann var glaðvær, lá hátt rómur og hafði sterkar skoðanir á flestum málum. Af slíkum mönnum gustar og kring- um þá skapast oft skemmtileg stemning. En fyrst og fremst var Sigþór góður fjölskyldumaður og athafnamaður sem rak sín fyrir- tæki með reisn og var síleitandi að leiðum til að gera betur. Hann var stórhuga og þoldi illa kot- ungsbrag. Þrátt fyrir erilsöm störf gaf hann sér ávallt tíma til að njóta þess sem lífið bauð og hin síðari ár átti golfíþróttin hug hans allan. Sigþór var smekkmaður og þau Kristín höfðu einstakt lag á að skapa í kringum sig notalegt umhverfi sem fólk laðaðist að. Um langt skeið hafa fjölskyld- urnar átt lítinn sælureit austur í sveitum. Þangað hefur verið vin- sælt að sækja. Þar má víða sjá handbragð Sigþórs því hann var laghentur smiður og hafði frum- kvæði að mörgu sem þar var gert. Á hátíðum var það Sigþór sem stjórnaði veisluhöldum af fag- mennsku. Hann var góður vinur og samferðamaður og það er með miklum söknuði sem við kveðjum Sigþór. Elín og Guðmundur Sophusson. „Kvöldið er fagurt, sól er sest“ var síðasta lagið sem okkar ágæti hópur söng í vel heppnaðri göngu- og menningarferð, sem Sigþór okkar átti heiðurinn af að skipu- leggja í sumar á slóðir Laxdælu. Hvern gat órað fyrir því á þeirri stundu, að lífssól hans væri um það bil að hníga til viðar? Það er rétt sem Hannes Pétursson skáld segir : Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. Og hann kemur hastarlega á óvart, þegar fólk á besta aldri fellur skyndilega frá. Við erum svo lánsöm að hafa verið saman í yfir fjóra áratugi, einstaklega samheldinn og sam- hentur hópur. Við höfum farið í ótal ferðir innanlands sem utan, útilegur með börnin okkar, þegar þau voru yngri og síðan tóku við gönguferðir vítt og breitt um landið, aðventuferðir, golfferðir o.s.frv. Ekki má gleyma óteljandi veislum og samkvæmum og alltaf var gleðin við völd. Í hópnum er valinn maður í hverju rúmi og hlutverkin misjöfn eins og eðlilegt er. Sigþór og Kristín voru á marg- an hátt kjölfestan í hópnum. Enda bæði létt, skemmtileg og snögg til ákvarðanatöku. Sigþór var traustur félagi, skapgóður og hlýr, einstaklega hjálpsamur, ör- látur og vildi að öllum liði vel í kringum hann. Sigþór kappkost- aði að eiga öll tæki og tól og fylgd- ist vel með nýjungum á því sviði. Hann kom hópnum upp á að treysta á „að Sigþór er með það“ og viðkvæði hans var „ekki mál- ið“, enda vanur að redda hlutun- um. Það er á engan hallað að eng- inn herranna var betri dansari en Sigþór og var keppst um að kom- ast á danskort hans á gleðistund- um. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og enginn vissi og kunni betur en þau, hvernig góða veislu gjöra skal. Sigþór var veit- ingamaður af guðs náð. Þjónustu- lund einkenndi öll hans störf og var hægt að treysta honum fyrir skipulagi á hverju sem var. Allt gert af natni og áhuga. Sigþór var einstakt snyrtimenni, það sást langar leiðir og allt sem hann kom nálægt var í röð og reglu, við hin hétum því oft að taka okkur á í þeim efnum, en minna varð um efndir. Við kveðjum náinn vin sem sárt verður saknað. Minningin um hann mun hins vegar lifa áfram meðal okkar. Hugur okkar er hjá vinkonu okkar Kristínu, Sophusi, Sigþór Sigurjónsson HINSTA KVEÐJA Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Hafðu þökk fyrir allt. Við munum geyma minn- ingu um góðan vin í hjarta okkar. Gróa Reykdal Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.