Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Kristínu Maríu og allri þeirra fjöl- skyldu. Um samband þeirra Kristínar má nota orðs skáldsins Einars Benediktssonar; „maður- inn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur“. Kristín var Sigþóri mikil stoð og stytta og aðdáun hlýtur að vekja hin mikla og kærleiksríka umönn- un og virðing, sem hún sýndi hon- um í hetjulegri baráttu hans við óvinnandi sjúkdóm. Við trúum því að góður Guð hafi ætlað Sigþóri brýn verkefni sem ekki þoldu bið. Við biðjum hann að blessa fjölskyldu Sigþórs og halda verndarhendi sinni yfir henni á erfiðum tímum. Við leið- arlok er okkar að þakka sam- fylgdina og varðveita minningu góðs drengs. Fyrir hönd vinanna í Sauma- klúbbnum, Lilja Hilmarsdóttir og Árni Gunnarsson. Kveðja frá Dagsljósunum. Það eru margar minningar sem leita á hugann við andlát vin- ar okkar Sigþórs. Vinahópurinn sem kallar sig Dagsljós hefur ver- ið skemmtilegur hluti af lífi okkar síðustu þrjátíu árin. Við höfum hist reglulega, farið í fjölskyldu- ferðir, fjallaferðir, golfferðir, ut- anlandsferðir og haldið hinar ýmsu veislur og uppákomur. Í upphafi fjölskylduferðanna vor- um við ung með lítil börn en smátt og smátt hefur fjöldinn vaxið, þar sem börnin okkar koma nú með sín eigin börn og vini. Sigþór var mjög ráðagóður við skipulagningu ferða, enda fróður um landið okkar. Margar þessara ferða eru ógleymanlegar og við munum ekki heldur gleyma ýms- um óborganlegum tilsvörum sem hann gladdi okkur með á góðum stundum. Samheldni hópsins í öll þessi ár er ekki hvað síst að þakka Sigþóri og Kristínu en umhyggja þeirra og örlæti hefur yljað okkur og nært. Sigþór var mikill fjölskyldu- maður og traustur vinur, sem auðgaði líf okkar með skemmti- legum uppákomum og takmarka- lausri gestrisni og gjafmildi. Hann var aldrei glaðari en þegar þau Kristín höfðu boðið öllum hópnum í mat þar sem hann hafði skipulagt allt í þaula og horfði svo ánægður yfir hópinn með vakandi og athugulu auga hins góða verts. Í sumar tókum við eftir að Sig- þóri leið ekki vel en engan grun- aði hve alvarleg veikindi hans voru. Við vorum búin að skipu- leggja haustferð til Rómar sem hann var ákveðinn að koma með í en allt fór á versta hugsanlega veg. Við vinirnir kveðjum Sigþór með sorg í hjarta og mikilli eft- irsjá. Það er stórt skarð höggvið í vinahópinn. Blessuð sé minning um góðan vin. Kristínu, Sophusi, Kristínu Maríu og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórhallur og Gróa, Jón og Hrafnhildur, Hjördís og Rob- in, Ingibjörg og Hallgrímur, Eyþór og Anna Eyvör, Guðbjörg og Helgi og fjölskyldur. Hann Sigþór var hávær, hlýr, fyndinn og með eindæmum greið- vikinn. Hann hafði skýra sýn og lét verkin tala. Ekkert var mál þegar Sigþór var annars vegar. Það var ekki amalegt að eiga hann að. Sigþór hafði sterkar skoðanir – og hann lá sjaldan á þeim. Stund- um fékk hann bágt fyrir, en það truflaði hann yfirleitt ekkert. Þegar ég eldaði eitthvað eða bak- aði og bauð fjölskyldunni upp á sögðu allir hinir flest vera ljóm- andi gott. Hins vegar var hægt að treysta á Sigþór til að benda manni á það sem betur mátti fara – og leiðir til úrbóta. Og þess vegna var það einfaldlega þannig að þótt gaman væri að fá hólið frá hinum þá var það álit Sigþórs sem ég hlustaði helst eftir. Það er ekki að ástæðulausu hversu tíðheyrt það er hjá mér og foreldrum mín- um þegar við bisum við matseld: „Sigþór segir að það sé best að gera svona.“ Og þá er það einfald- lega gert þannig. En það var ekki bara varðandi mat sem álit Sigþórs vó svona þungt. Þegar ég keypti mér bíl gat ég ekki hugsað mér að ganga frá kaupunum fyrr en Sigþór hafði lagt blessun sína yfir þau. Þegar ég keypti íbúðina var Sig- þór fenginn með til að skoða hana og meta, margoft. Og áður en við Maggi fórum upp á fæðingardeild til að eignast Maríu okkar varð ég að koma aðeins við hjá Sigþóri til að láta hann athuga hvort bílstóll- inn væri ekki örugglega rétt fest- ur í bílinn. Ég treysti engum bet- ur. Það var alltaf jafn sjálfsagt mál að fá hann til aðstoðar við alls konar ákvarðanatökur. Með hjarta fullt söknuði kveð ég Sigþór sem í gegnum lífið hef- ur reynst mér svo vel, svo óskap- lega þakklát fyrir alla hjálpina og allar góðu stundirnar. Ég á oft eftir að hugsa: „Hvað ætli Sigþór hefði sagt?“ Hugur minn er hjá Kristínu, Sophusi, Kristínu Maríu og fjöl- skyldum þeirra. Sigurveig. „Finnst þér hann ekki sætur?“ heyrðist í Kristínu í hvert sinn sem Sigþór sveif fram hjá glugg- anum á Grillinu á Hótel Sögu. Þetta var fyrir um 40 árum og við vinkonurnar fórum í ófáar bílferð- irnar vestur í bæ, gagngert til að horfa upp á 8. hæð þar sem Sigþór starfaði sem þjónn. Við gátum eytt mörgum stundum þarna, bíð- andi spenntar eftir því að hann kæmi aftur í augsýn. Og svo sannarlega var hann sætur, reyndar einstaklega lag- legur, alltaf glæsilega til fara og mikill „séntilmaður“. Skólasystur okkar í Hjúkrunarskólanum fylgdust með af miklum spenningi þegar hann fór að venja komur sínar þangað í heimsókn því fyrir utan glæsileikann var hann alltaf mjög kátur í bragði og áhugasam- ur um að kynnast hennar vinum. Sigþór var líka gæddur óvenju mörgum öðrum sterkum eigin- leikum. Má þar nefna einstakt ör- læti á öllum sviðum og heiðarleika fram í fingurgóma. Hann var mik- ill vinur vina sinna og reyndist alltaf trúr, hlýr og hjálpsamur og sérlega ráðagóður með næstum hvað sem var. Þá var hann alveg sérstaklega barngóður. Þau hjónin hafa alltaf haft gaman af mannfögnuðum og er ófárra matarboða, ferðalaga og stórveislna að minnast. Sigþór naut sín svo sannarlega í gest- gjafahlutverkinu og töfruðu þau fram hverja veisluna á fætur ann- arri, vinum og fjölskyldu til ómældrar ánægju, enda er alltaf yndislegt að koma í Brúnalandið. Farvegir þeirra Kristínar mættust þarna um árið og síðan hafa þau runnið sem eitt um lífs- ins dali, fjöll og firnindi. Þau eign- uðust gullmolana sína tvo, þau Sophus Auðun og Kristínu Maríu, og hafa þau alla tíð verið afar samrýnd fjölskylda og náin. Fjöl- skyldan hefur sannarlega auðgast enn fremur með tilkomu yndis- legra tengdabarna og barna- barnanna allra, sem þau hafa vart séð sólina fyrir. Fjölskyldur okkar hafa í gegn- um tíðina deilt bæði gleði- og sorgarstundum og hafa þau alltaf verið mér og dætrum mínum, þeim Eddu Kristínu, Birnu og Ingibjörgu, einstaklega mikil- vægir hlekkir í tilverunni. Þannig hafa fjölskyldurnar fléttast sam- an órjúfanlegum böndum sem eru okkur afskaplega kær. Kristín og Sigþór. Varla er hægt að minnast á þau öðruvísi en í sömu andrá. Það var ótrúlegt að horfa á þau fara saman í gegnum þennan erfiða tíma sem veikindi Sigþórs voru. Ómæld virðing, nærgætni og heiðarleiki ríkti þeirra á milli allt til loka. Börnin voru líka óendanlega sterk og dugleg í þeirri miklu raun sem lögð var á þau, að kveðja elsku Sigþór allt of fljótt. Kæri vinur, ég þakka þér fyrir allt og allt. Góða ferð. Bryndís Konráðsdóttir. Sigþór var minnisstæður mað- ur og við teljum okkur afar hepp- in að hafa haft hann sem liðsmann og félaga í starfi starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga-, og ferðaþjón- ustugreina og stjórnarmann í Fræðsluráði hótel- og matvæla- greina, nú matvælasviðs IÐ- UNNAR fræðsluseturs en Sigþór vann ötullega að stofnun IÐ- UNNAR á sínum tíma. Hann sat í starfsgreinaráði í átta ár og enn lengur í stjórn Fræðsluráðsins. Hann var einnig í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi. Sig- þór hafði lifandi áhuga og metnað fyrir faggreinunum og lagði sitt af mörkum til þess að efla nám og kennslu í matvæla- og veitinga- greinum. Nú er það svo að það hefur ekki alltaf verið samhljómur á milli at- vinnurekenda, launamanna, kennara framhaldsskóla og ráðu- neytis um menntamál og hags- munamál starfsgreina. Togstreita um hagsmuni og úrlausn ágrein- ingsmála eru ekki alltaf einfalt mál. Kostir Sigþórs og hæfileikar nutu sín vel við þessar aðstæður. Hann var fylginn sér, hreinskipt- inn og hafði ákveðnar skoðanir á menntamálum í greinunum og þjóðmálum almennt séð en var jafnframt tilbúinn til að taka þátt í að miðla málum og ná samkomu- lagi um þau mál sem skiptu starfsgreinarnar mestu máli. Sigþór sat í framkvæmdanefnd Norrænu nemakeppninnar um árabil. Hann hafði trú á heil- brigðri samkeppni og var stoltur af fagmönnum í greininni. Hann var einnig meistari margra nema í framreiðslu á þeim tíma sem hann starfaði á Hótel Sögu og var góður leiðbeinandi í vinnustað- anámi. Sigþór starfaði við eigin rekst- ur á Kringlukránni ásamt syni sínum Sophusi. Þeir feðgar hafa rekið þróttmikið og vinsælt veit- ingahús í tvo áratugi. Sigþór dvaldi við nám í kóngs- ins Köben í fyrirtækjastjórnun og var veitingastjóri á Löngulínu þau þrjú ár sem hann var þar. Eftir heimkomuna fór hann til starfa á Hótel Sögu í mörg ár. Á fundum okkar í starfsgreinaráði og Fræðsluráði var liðurinn „önn- ur mál“ seint fulltæmdur en þá var tilefni til þess að fara yfir heimsmálin, segja reynslusögur úr ýmsum áttum og ræða al- mennt um fagleg málefni. Sigþór var þar fremstur á meðal jafn- ingja og sagði okkur margar sög- ur, m.a. frá dvöl sinni í Danaveldi, en hann áleit að við mættum læra margt af Dönum um fagleg mál- efni greinanna en ekki síður að „hygge sig“ í góðra vina hópi. Sigþór var útvistarmaður, stundaði veiðar, sund og skíði svo að eitthvað sé nefnt og síðustu ár- in var hann kominn í golf. Á góðri stundu var Sigþór hress og kátur, hann kunni að skemmta sér í góðra vina hópi og taka þátt í gríni. Fyrrverandi samstarfs- menn að fræðslumálum í hótel- og veitingagreinum þakka Sigþóri fyrir störf hans í þágu mennta- mála og fyrir prúða, drengilega og hreinskiptna framkomu í alla staði. Samúðarkveðjur sendum við til Kristínar, Sophusar, Kristínar Maríu, barnabarna og ættingja. Minningin um góðan dreng lifir. Fyrir hönd starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjón- ustugreina og matvælasviðs IÐ- UNNAR, Trausti Víglundsson og Ólafur Jónsson. Sigþór Sigurjónsson var fag- maður fram í fingurgóma og fáum man ég eftir með eins glaðlegt yf- irbragð við framreiðslustörf og hann. Þessir eiginleikar komu sér líka vel í þeim margvíslegu veit- ingastörfum, sem Sigþór heitinn hafði með höndum um ævina, ekki síst er hann eignaðist og tók við rekstri Kringlukráarinnar. Upphaflega voru eigendurnir tveir, hann og Árni Gunnarsson, sá ágætismaður, en daglegur rekstur mæddi á Sigþóri. Er fram liðu stundir eignaðist hann líka fyrirtækið einn og rak það með dugnaði og ósérhlífni til dauða- dags. Sophus sonur hans lagði einnig hönd á plóginn þegar hann óx úr grasi, enda lærður veitinga- maður, eins og faðir hans heitinn. Kringlukráin hefur líka verið vel rekið fyrirtæki í höndum þeirra feðga og allar götur síðan Sigþór tók við rekstrinum, en þá starfaði ég þar við tónlistarflutning. Sig- þór stóð þá vaktina á barnum öll kvöld og fólk laðaðist að þessum góða og glaðværa dreng. Hann var líka mjög heppinn með starfs- fólk enda var eins og starfsgleði hans og áhugi smitaði út frá sér og allir lögðust á eitt um að láta dæmið ganga upp. Já það er eftirsjá í mönnum eins og Sigþóri Sigurjónssyni enda var þar á ferðinni heiðarleg- ur og sanngjarn yfirmaður, sem gott var að vinna fyrir og ég er af- ar þakklátur fyrir árin, sem ég starfaði hjá honum. En Sigþór heitinn hafði til brunns að bera marga góða eiginleika. Hann bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og var sökum kosta sinna, s.s. áhuga á ferðamálum og vel- ferð annarra, valinn til margs konar ábyrgðar- og trúnaðar- starfa og sat í stjórnum bæði fé- laga og stofnana. Ég tók hug- renningar mínar hvað fráfall Sigþórs varðar saman í sálma- vers og þakka honum samfylgd- ina og alveg sérstaklega sam- starfið á Kringlukránni, sem aldrei bar skugga á. Því falla sumir snemma frá, en aðrir fagna aldri háum? Því sækir dauðinn óvænt á og ástvinum við eftir sjáum? Hvað ræður feigð og hinstu för og kveður upp um hver fer fyrstur? Það verður stundum fátt um svör en meir’ um sorg og trega Kristur. Við hnípin sitjum eftir sár og verðum söknuð við að búa, en minningar um ástrík ár þær sefa andann, hugga og hlúa. Ég harma ein. Hvar ertu nú? Hönd á verkin ei ég festi. Æ styrk mig blíða barnatrú og Jesús bróðir mesti og besti. (Ól. B. Ól.) Ég votta Kristínu, eiginkonu Sigþórs, börnum þeirra hjóna og barnabörnum dýpstu samúð mína, svo og öðrum nánustu ætt- ingjum, tengdafólki, frændfólki og vinum. Góður guð blessi ykkur öll. Ólafur Beinteinn Ólafsson. Íslenskir veitingamenn kveðja í dag góðan félaga sinn, Sigþór Sigurjónsson, sem hefur alla sína starfsævi sinnt veitingarekstri en hann var menntaður framreiðslu- maður. Auk daglegra skyldu- starfa gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum bæði fyrir framreiðslugreinina og fyrir vinnuveitendur. Hann var fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar í fagnefnd í framreiðslu- og starfs- greinaráði matvæla- og veitinga- greina í nokkur ár, var í fram- kvæmdanefnd Norrænu nemakeppninnar en lengst var hann fulltrúi SAF í Fræðsluráði hótel- og matvælagreina eða frá stofnun samtakanna 1998 og til árins 2006 þegar Iðan fræðsluset- ur var stofnuð, en hann sat þar í undirbúningsnefnd. Sigþór var mjög virkur í öllu fræðslustarfi og eru veitingamenn honum þakklátir fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu greinarinnar. Hann hafði góða þekkingu á sínu fagi og hafði mikinn metnað til þess að auka þekkingu og mennt- un í veitingarekstri, ekki síst í framreiðslu. Þar að auki var hann góður félagi sem allir minnast með hlýju. Í rúmlega 20 ár hefur hann, ásamt fjölskyldu sinni, rek- ið eigin veitingastað, „Kringlukr- ána“, með miklum metnaði svo til fyrirmyndar er. Samtök ferðaþjónustunnar þakka Sigþóri langa og farsæla samleið og senda fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Erna Hauksdóttir. Sigþór tók mér strax vel þegar ég kom í Brúnalandið. Allt frá fyrstu kynnum sýndi hann mér góðvild og örlæti. Ég skynjaði strax hve stoltur hann var af fjöl- skyldu sinni og þegar við Kristín María giftum okkur naut ég þeirra forréttinda að verða hluti af þessari fjölskyldu. Sigþór var staðfastur tengda- faðir og góður vinur. Við vissum að hann studdi okkur skilyrðis- laust og stóð við hlið okkar í blíðu og stríðu. Ég er óendanlega þakklátur fyrir stuðninginn sem þau Kristín sýndu okkur á erf- iðum tímum. En tengdaforeldrar mínir hafa einnig verið mikilvæg- ur hluti af góðu stundunum okk- ar. Þannig var persónuleiki Sig- þórs. Hann naut þess að vera með fólki, taka þátt og styðja aðra. Þetta hefur Iris Æsa líka fengið að reyna eins og hin barnabörnin. Hún hefði ekki getað fengið ást- ríkari afa. Það segir mikið um Sigþór að ég get aðeins munað hann bros- andi eða hlæjandi. Hann naut lífs- ins og vildi deila því með öðrum. Það er erfitt að sætta sig við að svo lífsglaður maður sé farinn frá okkur. Með sorg í hjarta hugsa ég til þeirra dýrmætu augnablika sem framtíðin átti að bera í skauti sér. Minning um góðu samveru- stundirnar er þó huggun. Ég mun sakna og minnast lífsgleði hans, vináttu og göfuglyndis. Hvíl í friði. Ben Moody. Í dag kveð ég kæran bróður- son minn. Það var fyrir 19 árum að við Eric maðurinn minn lögð- um í okkar árlegu ferð með stelp- urnar okkar til Frakklands með viðkomu í Lúxemborg, þar sem við tókum bílaleigubíl og ókum til Frakklands. Í þetta skiptið tók Árni frændi á móti okkur þar sem hann ætlaði að hefja nám í flug- virkjun hjá Georg bróður sínum sem var búsettur þar ásamt fjöl- skyldu. Því var ákveðið að gista eina nótt í Lúxemborg og skoða borgina með Árna og áttum við góðar stundir saman, þar sem Árni var einn í Lúx því Georg og fjölskylda voru í fríi heima á Ís- landi. Árni sagðist vera með verki í fætinum og hafði þegar farið til læknis sem taldi hann vera með gigtarsting. Árni fékk Árni Þorkelsson ✝ Árni Þorkels-son fæddist í Reykjavík 12. sept- ember 1974. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. októ- ber 2011. Útför Árna fór fram frá Grafar- vogskirkju 7. nóv- ember 2011. tilhlýðilega meðferð við gigt. Elsku Árni, þetta var því miður byrjun á erfiðu krabbameini sem þú glímdir við næstu 19 árin. Þú fórst nokkrum sinnum til útlanda í aðgerðir og meðferðir, en ég fór í eina slíka ferð með þér og mömmu þinni. Það var erfitt að horfa upp á þrautirnar sem þú gekkst í gegnum, en ávallt varstu æðrulaus og vongóður. Ég ætla ekki að rekja sjúkdómssögu þína hér, það væri þér ekki að skapi. Þér var alltaf meira umhugað um hvernig aðrir hefðu það. Það var náið samband milli þín og for- eldra þinna, sérstaklega mömmu þinnar þar sem hún vék aldrei frá þér, enda varstu henni óendan- lega þakklátur og mjög umhugað um líðan hennar. Þrátt fyrir allt áttir þú líka bjarta daga og gleði- stundir. Þið opnuðuð fjölskyldu- fyrirtækið Grafíksaum og þar fengu hæfileikar þínir notið sín við hönnun á saumaforritum fyr- irtækisins og þú fórst með pabba þínum til Kanada til að læra for- ritun í þrívídd og fleira. Þú vannst við þetta eins lengi og þú treystir þér til og foreldrar þínir studdu þig rækilega. Ekki má gleyma áhuga þínum á ljósmynd- un. Þú áttir bestu græjurnar og tókst mikið af fallegum myndum, einkum landslags- og blóma- myndum. Síðastliðið vor fórst þú ásamt foreldrum þínum til Taílands þar sem Siggi bróðir þinn var búsett- ur um tíma. Siggi tók vel á móti ykkur og hafði undirbúið komu þína vel með því að ganga úr skugga um að allur aðbúnaður og aðgengi hentaði þér. Þú talaðir mikið um þessa ógleymanlegu ferð þar sem þú naust þín við sundlaugarbakkann í faðmi fjöl- skyldunnar. Elsku Árni, nú ert þú farinn í þá ferð sem við eigum öll fyrir höndum. Góða ferð. Guðbjörg Árnadóttir (Gugga frænka). Mér finnst sárt að hugsa til þess að þú sért búinn að kveðja þennan heim og kveð ég þig með miklum söknuði en þú hefur bar- ist hetjulega við erfið veikindi þín í mörg ár og hef ég dáðst að lífs- kraftinum þínum og hve dugleg- ur og jákvæður þú hefur verið, en núna veit ég að þér líður vel og ert laus allra þjáningar. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina, og það var ótrúlega gaman að koma að heimsækja þig þegar ég kom heim til Íslands og bara fá að spjalla um allt og ekkert og jafn- vel bara að horfa á góða mynd saman. Ég minnist þess oft þegar við vorum algjörir stráklingar, vor- um við oft heima hjá þér og gát- um alltaf fundið upp á einhverju skemmtilegu og þar á meðal að spila borðtennis í kjallaranum, hlusta á tónlist og gátum við ver- ið tímunum saman, einnig varstu snillingur að spila og pikka upp lög á gítarnum þínum. Mér hefur alltaf fundist ég vera einn úr fjölskyldunni, tekið með opnum örmum og hlýju og ávallt velkominn. Ég kveð þig að sinni og ég veit að við eigum eftir að hittast aftur síðar. Sofðu rótt, elsku vinur, og Guð geymi þig. Þegar nálgast sólin náttstað sinn eins og vant er hug minn hljóðan setur. Mér nú ertu horfinn vinur minn. Man þig varla nokkur betur en mitt auma hjartatetur. Elsku Rakel, Keli, Goggi og Siggi, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guðs engl- ar vera með ykkur á þessum erf- iðum tímum. Þinn vinur, Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.