Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Maískorn 129kr ...opið í 20 ár Skúli Hansen skulih@mbl.is „Við erum einmitt að reyna að taka á því sem okkur finnst vera efst á baugi og það er meðal annars offita, þessi tilhneiging þjóðarinnar til að þyngj- ast með öllum þeim afleiðingum sem við vitum að það hefur á heilsufar og svo líka ýmislegt annað sem skiptir máli,“ segir Elínborg Bárðardóttir, heilsugæslulæknir og formaður fram- kvæmdanefndar Fræðsludaga heilsugæslunnar, sem fara fram í dag. Hún bætir við að vitað sé að hreyf- ing hafi jákvæð áhrif á offitu en hins vegar sé spurning hvernig hún hafi áhrif, þ.e. hvort áhrifin séu einungis líkamleg eða hvort hreyfing hafi einn- ig andleg áhrif. Að sögn Elínborgar er heilsugæsl- unni í sjálfu sér engin takmörk sett. Heilsugæslan sé gjarnan fyrsti við- komustaður fólks í heilbrigðiskerfinu og því verði starfsmenn hennar að geta tekið á nánast hvaða vandamáli sem er eða a.m.k. vísað sjúklingum á réttan stað. Einmitt af þessum sökum er boðið upp á mikinn fjölda mismun- andi erinda á Fræðadögum, allt frá kennslu í vinsælu tölvupóstforriti yfir í fyrirlestra um fjölbreytt málefni á borð við t.d. hreyfingu, offitu, geð- heilsu, endurhæfingu og lyfjaávísan- ir. Elínborg segir ekkert sérstakt heildarþema vera á Fræðadögum en í þetta skipti sé nokkuð mikið fjallað um hreyfingu og heilsu. Elínborg segir Fræðsludaga þjóna þeim tilgangi að auka fræðslu heil- brigðisstarfsmanna en einnig stuðli þeir að auknum tengslum slíkra starfsmanna og styrki liðsheildina. „Því betur upplýstir sem allir starfs- menn eru því betra verður starfið,“ segir Elínborg. Hún bendir jafnframt á að búist sé við því að heilbrigðis- starfsmenn frá öllum landshornum mæti á Fræðsludaga til þess að kynna sér þau fjölmörgu erindi sem þar eru í boði. Hreyfing sem meðferðarform „Hreyfing sem meðferðarform er búið að vera í gangi í Bretlandi og í fleiri löndum í heiminum í nokkuð mörg ár, ég er að koma heim til að halda erindi um gildi þess að nota hreyfingu sem meðferðarform,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, lífeðlisfræðing- ur og yfirmaður Streiturannsóknar- stofnunar Gautaborgar, en hún held- ur erindi um hreyfingu sem meðferðarform á Fræðsludögum heilsugæslunnar. Að sögn Ingibjargar nýtist hreyf- ing vel í meðferð við alskonar heilsu- farsvandamálum. Þannig skipti hreyfing og mataræði miklu máli í baráttunni gegn offitu en hreyfing sé einnig eitt af fyrstu meðferðarúrræð- unum sem gripið er til þegar fólk greinist með sykursýki. Ingibjörg segir að á Norðurlöndum og í Bret- landi sé nú þegar farið að mæla með hreyfingu sem meðferðarúrræði við vægu þunglyndi. Hún bendir á að hreyfing virki jafnframt vel sem með- ferðarúrræði við streitu. „Hreyfingin hefur rosalega mikil áhrif á þá sjúk- dóma eða geðraskanir sem eru tengd- ar streitu, það er að segja þunglyndi, kvíða, kulnun og síþreytu,“ segir Ingibjörg sem bætir við að hreyfing skipti þessa sjúklinga mjög miklu máli sem hluti af meðferð. Auka þarf hversdagshreyfingu „Hversdagshreyfingin skiptir í raun og veru meira máli en að fara t.d. í tvo hjóla- eða eróbiktíma á viku,“ segir Ingibjörg. Hún tekur einnig fram að auka þurfi fræðslu um mikilvægi hvers- dagshreyfingar. Ingibjörg bendir á að 63% af öllum sjúkdómum í heim- inum í dag stafi af lifnaðarháttum fólks. Loks hvetur Ingibjörg yfirvöld til þess að passa upp á aðgengi göngu- og hjólreiðamanna þegar verið er að skipuleggja götur. Hreyfing og baráttan gegn offitu efst á baugi Morgunblaðið/Eggert Fræðsla Heilbrigðisstarfsmönnum gefst tækifæri til þess að fræðast um hátt í 50 mismunandi málefni á Fræðslu- dögum heilsugæslunnar sem fram fara, í þriðja skiptið, í dag og á morgun á Grand Hótel í Reykjavík.  Fræðsludagar heilsugæslunnar fara fram í þriðja sinn Fræðsludagar » Þeir standa yfir í dag og á morgun. » Yfir 300 heilbrigðisstarfs- menn eru skráðir á Fræðslu- daga en þetta er í þriðja skipti sem þeir eru haldnir. » Dagskrá Fræðsludaganna er fjölbreytt en hún skiptist upp í 11 þemu sem innihalda samtals um það bil 50 erindi. En þar að auki verður boðið upp á vinnu- smiðju í kynfræðslu. „VIRK er starfsendurhæfing sem er rekin af Starfsend- urhæfingarsjóði sem aðilar vinnumarkaðarins eiga, þetta er sjálfseignarstofnun sem sinnir starfsendur- hæfingu fyrir fólk sem er að detta út af vinnumarkaði og raunar fleiri hópum,“ segir Kristján G. Guðmundsson læknir, sem flytur erindi um endurhæfingu á vegum VIRK á Fræðadögum heilsugæslunnar 2011. Að sögn Kristjáns er VIRK ný þjónusta sem býður upp á ráðgjöf sem fellur utan hinnar almennu heilbrigðis- þjónustu, en Starfsendurhæfingarsjóður er fjármagn- aður þannig að 0,13% af öllum launum á vinnumarkaði renna inn í sjóðinn. VIRK er þó í miklu samstarfi við starfsmenn heilbrigðiskerfisins og sem dæmi um þetta þá hefur sjóðurinn nýlega gert samstarfssamning við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að sögn Kristjáns. „Það eru um 2.500 manns sem hafa fengið þjónustu hjá þessum sjóði og það er þannig núna að meira en 70% af þeim eru komin út á vinnumark- aðinn aftur,“ segir Kristján en hann bætir við að endurhæfing geti oft ver- ið tímafrek, yfirleitt taki þessi ferill um eitt og hálft ár en hann geti oft tek- ið lengri tíma. Loks tekur Kristján fram að í erfiðum endurhæfingarmálum sjái sérhæft matsteymi um að meta líkur á örorku. skulih@mbl.is Ný endurhæfing af hálfu Starfsendurhæf- ingarsjóðs sýnir fram á 70% árangur Kristján G. Guðmundsson „Þetta er meira svona um gagnrýni annarra á lyfjaávís- anir heimilislækna og svo verður reynt að skoða hver sé ástæðan fyrir því og er það réttmætt eða ekki og af hverju erum við komin í þessa stöðu að það sé verið að gagnrýna heimilislækna fyrir óhóflegar lyfjaávísanir, sem ég tel vera ranga gagnrýni, ég tel að það sé ekki ástæða fyrir þessari gagnrýni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir yfirlæknir, en hún flytur erindi um gagn- rýni á lyfjaávísanir á Fræðadögum heilsugæslunnar. Að sögn Sigríðar takmarkar Persónuvernd mjög svo yfirsýn lækna yfir lyfjaávísanir, en Sigríður nefnir sem dæmi að apótek hafi oft og tíðum betri yfirsýn yfir þetta en læknarnir sem ávísa á lyfin. „Þau [persónuverndarsjónarmiðin] skemma fyrir því að heimilislæknar hafi yfirsýn yfir lyfjanotkun skjólstæð- inga sinna, þau valda ofnotkun lyfja. Ef maður hefði þessa yfirsýn þá væri miklu auðveldara að vinna þetta vel,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar mætti draga úr óhóflegri lyfjaávísun með því að setja kerfið upp þannig að hver sjúklingur geri samning við einn lækni um lyfjaávísanir, en svo verði þessu fylgt eftir með reglulegu samráði við lækninn varðandi endurnýjun lyfseðla, en þetta telur hún að muni auka yfirsýn. skulih@mbl.is Segir gagnrýni á óhóflegar lyfjaávísanir heimilislækna vera ranga og ástæðulausa Sigríður Dóra Magnúsdóttir „Það eru nú ekki til neinar vísindalegar rannsóknir á því en það er ýmislegt sem bendir til að þetta vandamál [þ.e. óhóflegar lyfjaávísanir] sé kannski heldur stærra hérna en í nágrannalöndunum og það finnst okkur náttúrlega vont,“ segir Magnús Jóhannsson læknir, en hann flytur fyrirlestur um lyfjagagnagrunn og notagildi hans á Fræðadögum heilsugæslunnar. Að sögn Magnúsar eru dæmi um það að fólk hafi flakkað á milli jafnvel margra tuga lækna til að fá ávísað ávanabindandi lyfjum, en slíkt telur hann að geti vart talist eðlilegt. Magnús segir að lækna skorti gjarnan upplýsingar um sjúklinga sína og yfirsýn með þeim upp- lýsingum en þeir geti leitað til Landlæknis og fengið upplýsingar þaðan. Magnús segir lyfjagagnagrunninn ekki vera gallalausan, þannig sé hann t.d. ekki uppfærður nema á um það bil hálfs mánaðar fresti. Magnús leggur til að heimilislæknar fái aðgang að sínum eigin sjúklingum í lyfjagagna- grunninum en þannig gætu þeir fylgst með því hvort sjúklingar þeirra fái sömu lyfin frá mörgum læknum. Magnús bendir á að nú þegar sé eftirlit með lyfjaávísunum lækna í lyfjagagnagrunninum og ef upp kemst um óhóf- legar lyfjaávísanir geti slíkt á endanum leitt til skerðinga á rétti viðkom- andi læknis til þess að ávísa á ávanabindandi lyf. Segir óhóflegar lyfjaávísanir vera stærra vandamál hér en í nágrannalöndunum Magnús Jóhanns- son læknir Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við höfum horft til Íslands í um tvö ár. Þetta er einn af þeim mörkuðum sem ég tel að við getum komið sterk- ir inn á,“ segir Hugh Aitken, mark- aðsstjóri breska lággjaldaflugfélags- ins easyJet í Bretlandi, en tilkynnt var á blaðamannafundi í gær að fé- lagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli London og Íslands 27. mars á næsta ári. Flogið verður þrisvar í viku til Lu- ton-flugvallar í London; sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga að sögn Aitkens og verða ódýrustu miðarnir seldir á 32,99 pund aðra leiðina eða á um 6.100 krónur, en miðasalan hefst á heimasíðu easyJet í dag. Hann seg- ir stefnt að því að fljúga allt árið um kring til Íslands og ennfremur auka starfsemina smám saman og mögu- lega fjölga áfangastöðum. „Þetta er nú búið að liggja í loftinu í svolítinn tíma þannig að þetta kem- ur kannski ekki alveg á óvart. En þetta er bara eins og gengur. Sam- keppnin er til staðar og verður til staðar þannig að við leggjum bara áherslu á það sem við gerum vel og trúum því og treystum að það virki hér eftir sem hingað til,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurður um ákvörðun easyJet. Segir easyJet engu breyta „Það sem mér finnst kannski at- hyglisverðast er það hvað þetta er umfangslítið. Þrjár flugferðir á viku er nú ekki mikið,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, starfandi forstjóri Iceland Express. „Þetta breytir ná- kvæmlega engu um samkeppni í flugi til og frá Íslandi.“ Horft til Íslands í tvö ár  Breska lággjaldaflugfélagið easyJet ætlar að hefja flug til Ís- lands í mars  Íslensku flugfélögin óttast ekki samkeppnina Morgunblaðið/Sigurgeir S. Flug Hugh Aitken á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.