Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011
sem héldist þétt saman. Heim-
boðin á Ægisíðuna voru óteljandi
og öll eftirminnileg. Fjölskyldu-
boðin einkenndust af húsfylli ætt-
ingja, barnabörnum í leik og ljúf-
um matarilm. Amma var þá
vanalega með svuntuna sína eins
og eldibrandur, hrærandi í pott-
um, berandi kræsingar á borð
eða hlæjandi með hjálparkokkum
sínum úr röðum fjölskyldunnar.
Amma og afi áttu sex börn og
við barnabörnin erum því ansi
mörg. Amma fylgdist alltaf vel
með fréttum og ljómaði yfir sér-
hverjum smásigri eða fregnum af
okkur. Amma hafði alltaf mikil
áhrif á líf okkar enda kjarnakona
mikil.
Amma og afi voru á margan
hátt ólíkar manneskjur. Amma
var orkumikil og kát og hafði
ávallt eitthvað fyrir stafni, hvort
sem um ræddi prjónaskap,
myndlist eða leirmunagerð. Afi
var hæglátur og settlegur maður
en gat verið glettinn og gaf sér
ávallt tíma til þess að ræða við
okkur barnabörnin. Þau vissu ná-
kvæmlega hvað sérhvert okkar
áorkaði í lífinu. Saman voru þau
miklir náttúruunnendur og höfðu
gaman af því að ferðast saman
sem við barnabörnin nutum líka
góðs af. Tjaldferðirnar, bíltúr-
arnir og kartöfluræktin með
þeim er okkur öllum ógleyman-
leg, en mest stendur líklegast
upp úr minningin um hversu
óskaplega ástfangin þau voru
hvort af öðru og eru það örugg-
lega enn.
Okkur fannst það á ömmu þeg-
ar afi lést fyrir sjö árum síðan að
stór hluti af henni hefði farið með
honum. Nú eru amma og afi sam-
einuð á ný, hlæjandi af gleði og
búin að endurheimta allan sinn
fyrri mátt. Við munum ömmu
eins og hún var þegar við vorum
krakkar. Amma var sterk, innileg
og lífsglöð kona sem lagði svo
mikið upp úr ást og væntum-
þykju gagnvart fjölskyldunni og
fjölskylduvinum.
Elsku amma, við erum þér
þakklát fyrir allt það sem þú
gafst okkur. Við söknum þín og
afa.
Tómas, Soffía Elín
og Jóhann.
Í dag kveðjum við föðursystur
okkar, Sigríði Kjaran. Hún var
næstyngst barna Soffíu og Magn-
úsar Kjaran. Hún var litla systir
föður okkar Birgis og voru þau
mjög náin eins og þau systkinin
öll, Birgir, Þórunn og Eyþór sem
eru látinn. Sigga frænka átti
hamingjuríka æsku. Hún ólst upp
á menningarheimili. Börnin áttu
að menntast. Gekk frænku okkar
námið mjög vel og stóð hugurinn
til menntaskólanáms. Á unglings-
árum veiktist hún af astma og
kom það í veg fyrir frekari skóla-
göngu. Hún fór með móður sinni
til Bad Reichenhall í Þýskalandi
til lækninga og dvaldi þar um
tíma.
Móðir okkar, Bauka, og Sigga
voru alla ævi mjög góðar vinkon-
ur. Sagði mamma okkur að í
brúðkaupi hennar og pabba 1941
hefði Sigga sagt henni að hún
hefði hitt draumaprinsinn, Sigur-
jón Sigurðsson, skólabróður
pabba úr menntaskóla. Ári síðar
gengu Sigga og Sigurjón í hjóna-
band. Árið 1947 keyptu þau og
foreldrar okkar húsið að Ásvalla-
götu 4. Það voru forréttindi að
alast upp, stór barnahópur, í svo
miklu nábýli. Í minningunni
stóðu allar dyr hússins opnar og
fólk gekk inn og út að vild. Sigga
og mamma voru heima með börn-
in. Þrátt fyrir annríki gáfu þær
sér tíma til að fá kennara heim til
að kenna sér frönsku og sóttu líka
tíma í tungumálaskóla. Aðeins
einn bíll var við húsið, bíll Sig-
urjóns, og fóru fjölskyldurnar oft
í ferðalög. Þá var troðið í bílinn,
oft ellefu manns. Í framsæti við
hlið Sigurjóns sat pabbi gjarnan
með tvö börn í fangi, aftur í sátu
mamma og Sigga með yngri börn
á milli sín, en þau eldri voru í
stæði. Ekki voru reglurnar um
farþegafjölda komnar á blað þá.
Allir skemmtu sér vel þótt sumir
væru bílveikir, enda reyktu allir
fullorðnir sem í bílnum voru.
Fjölskyldurnar eyddu gaml-
árskvöldi saman hjá ömmu og afa
á Hólatorgi. Oft var beðið eftir
Sigurjóni, því hann var alltaf á
vakt þetta kvöld, enda vart hægt
að finna samviskusamari emb-
ættismann. Í bernskuminningum
er frænka okkar, grönn, dökk-
hærð, gullfalleg og hlæjandi um-
kringd börnum og alltaf störfum
hlaðin. Seinna bættust barna-
börnin í hópinn og var hún þeim
yndisleg amma. Frænka okkar
var mikil listakona. Hún prjónaði,
saumaði, smíðaði og bólstraði.
Þegar börnin stálpuðust stundaði
hún myndhöggvaranám við
Myndlistaskólann í Reykjavík í
nokkur ár. Síðan fór hún í þriggja
mánaða framhaldsnám í Noregi
og sótti námskeið á Spáni, en þar
dvöldu þau hjón oft langdvölum.
Styttur Siggu eru fögur listaverk
og einnig verkin sem sýna at-
vinnuhætti fólks áður fyrr. Það
eru fallegar brúður, hver spjör
handsaumuð og nostrað við allt
umhverfið. Falleg sýning á þess-
um munum var haldin í Þjóð-
minjasafni Íslands árið 1990.
Sigga og Sigurjón voru óvenju
samrýnd hjón og varla hægt að
hugsa sér fallegra og farsælla
hjónaband en þeirra. Hvarvetna
vöktu þau athygli fyrir glæsi-
leika. Þau áttu líka barnaláni að
fagna og hafa börnin hugsað um
mömmu sína af ást og alúð. Við
systur og fjölskyldur kveðjum
frænku okkar með söknuði og
sendum frændfólki okkar og fjöl-
skyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólöf, Soffía og Helga Kjaran.
Það er bjart yfir minningu Sig-
ríðar Kjaran sem hér er kvödd.
Enga þekki ég sem færi í föt
þessarar mögnuðu konu, sem
gerði allt betur en aðrir.
Við kynntumst í Miðbæjar-
barnaskólanum fyrir margt
löngu og þessi 80 ár, sem við höf-
um átt samleið í tilverunni, hafa
liðið ógnarhratt. Minningarnar
streyma fram eins og skugga-
myndir á þili og augnablikin, þar
sem henni bregður fyrir á langri
vegferð okkar, eru óteljandi: Ég
man hana eins og í gær, í grænu
kápunni með stóru hnöppunum,
að hoppa í parís í skólaportinu,
eða sitjandi á Tjarnarbakkanum,
þar sem við skrúfuðum á okkur
skautana, eða í útilegunni við
Þrastarlund, daginn sem mýið
ætlaði okkur lifandi að drepa.
Stundum vorum við líka róman-
tískar stúlkur, einhvers staðar á
bekk, að lesa ljóð Tómasar í
kvöldkyrrðinni:
Mánaljós og silfur um saf-
írbláa voga! Og senn er komin
nótt.
Sigríður ólst upp á miklu
menningarheimili foreldra sinna.
Málverk meistaranna, íslensku,
þöktu stofuveggi og þar kynntist
ég fyrst myndlistinni og heyrði af
vörum vinkonu minnar nafnið
Kjarval, þessa töframanns mál-
verksins. Það gerðist í Austur-
stræti, á heimleið úr skóla, þegar
vörpulegur maður, með sérkenni-
legan hatt, vindur sér að henni og
spyr: Hvað er í matinn hjá henni
mömmu þinni í dag? Segðu henni
bara að ég komi. Ég horfði spurn-
araugum á Siggu sem sagði:
Þetta er bara hann Kjarval mál-
ari. Hann kemur stundum að
borða hjá okkur.
Í þriðja bekk Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga varð Sigríður fyrir
áfalli. Hún veiktist alvarlega í
lungum og var í kjölfarið send á
heilsuhæli suður í Þýskalandi.
Þar var hún samtíða Ásgrími
Jónssyni, listmálara, sem gaf
henni mynd eftir sig. Hún náði
fullum bata en veikindi hennar
komu í veg fyrir að hún fylgdi
okkur, skólasystrum, áfram í
námi.
Í ljós kom að í Sigríði blundaði
listamaður og drauminn um að
vinna að listsköpun, ef til vill fyrir
áhrif frá Ásgrími, lét hún rætast,
þó síðar yrði, og það þrátt fyrir
umfangsmikil störf á embættis-
mannsheimili og uppeldi 6 barna.
Hún nam höggmyndalist í Nor-
egi, þegar sonur hennar var þar
við nám og seinna, þegar tæki-
færi gafst, á Spáni. Verk hennar
á þessum vettvangi prýddu
glæsilegt heimili hennar við Æg-
issíðu. Hún vann einnig að brúðu-
gerð og hélt sýningar á brúðum,
fyrst ásamt Helgu Egilson, en
síðar á brúðum í íslenskum þjóð-
búningum í samvinnu við Þjóð-
minjasafnið.
Við, vinkonur Sigríðar, kunn-
um vel að meta listsköpun henn-
ar, en minnumst hennar þó fyrst
og fremst sem yndislegrar,
heillandi manneskju, sem okkur
þótti vænt um sökum einstakra
mannkosta, konu sem vildi öllum
vel og var ávallt reiðubúin að
rétta hjálparhönd. Við þökkum
höfðinglegar móttökur þeirra
hjóna og minnumst Sigurjóns,
sem skálaði við okkur í sherrýi og
bauð okkur velkomnar í sauma-
klúbbinn, eða við önnur tækifæri,
á sinn notalega hátt.
Það er með sorg í hjarta, sem
við fylgjum Sigríði síðasta spöl-
inn.
Hildigunnur Hjálmarsdóttir.
Ómetanlegt er fyrir ungt fólk
sem er að hasla sér völl á nýjum
vettvangi að njóta leiðsagnar
þeirra sem eldri eru og reyndari.
Þetta fundum við Þurý einstak-
lega vel á ferðalögum með þeim
Sigríði og Sigurjóni í framandi
löndum á fyrstu starfsárum mín-
um hjá Umferðarráði. Sama hvað
upp kom, alltaf var hægt að
treysta ráðum þessara heiðurs-
hjóna. Á ráðstefnum og fundum
alþjóðasamtaka umferðarráða,
sem við Sigurjón þurftum að taka
þátt í á meðan hann gegndi for-
mennsku í Umferðarráði, fann ég
strax hve mikillar virðingar hann
naut. Það varð okkur svo
snemma ljóst að það sama átti
svo sannarlega við hana Sigríði.
Hlýtt viðmót hennar og aðlaðandi
samskiptahæfileikar nutu sín í
ríkum mæli og fólk sóttist eftir
samskiptum við hana. Á þessum
samkomum, sem haldnar voru í
hinum ýmsu löndum, var mikið
upp úr því lagt að makar ráð-
stefnugesta nytu dvalarinnar
sem best. Var það ma. gert með
skipulögðum ferðum á söfn og á
hina ýmsu listviðburði. Ekki þarf
að orðlengja að í þessum ferðum
naut Þurý reynslu Sigríðar, og
ekki spillti fyrir að áhugamál
þeirra voru svipuð. Allir sem
kynntust Sigríði fundu hve list-
elsk hún var og margfróð, enda
listakona sjálf. Við Sigurjón feng-
um svo frásagnir af þessum dags-
ferðum á kvöldin, oft þannig að
við skynjuðum að við höfðum
misst af eftirsóknarverðum við-
burðum. Ekki bjuggum við á dýr-
um hótelum í þessum ferðum og
fyrir kom að við leigðum saman
litla íbúð. Við slíkt sambýli reynir
auðvitað á skilning á aðstæðum
og gagnkvæma tillitssemi, og þá
eiginleika höfðu þau góðu hjón í
ríkum mæli. Aldrei nein vanda-
mál. Í þessum ferðum tókst með
okkur öllum einstaklega hlýtt og
gott samband sem aldrei bar
skugga á, og fyrir það erum við
afar þakklát. Þakkarvert er það
og að þau Sigríður og Sigurjón
veittu okkur af reynslubrunni
sínum og vöktu ma. athygli okkar
á hve dýrmætt það er fyrir hjón
að eiga sameiginlegar góðar
minningar frá hinum ýmsu stöð-
um í veröldinni. Ísland var þar
ekki undanskilið. Þau höfðu auð-
vitað víða farið saman og gátu því
talað af reynslu í þessum efnum.
Oft höfum við rifjað upp þessi
heilræði þeirra, og gerum okkur
enn betur grein fyrir þeim núna
eftir því sem árunum fjölgar. Við
leiðarlok sendum við Þurý öllum
ástvinum Sigríðar hugheilar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning heiðurskonunnar Sigríð-
ar Kjaran.
Óli H. Þórðarson.
Það hafa verið
höggvin stór skörð í hóp okkar
MR-stúdenta frá 1954 nú á stutt-
um tíma. Í október hvarf skóla-
bróðir okkar, Bergur Jónsson, af
vettvangi og nú skömmu síðar
náinn vinur Bergs og góður
skólabróðir Ólafur H. Óskarsson.
Árgangur okkar hefur alla tíð
haldið þétt saman og við nýtt
hverja stund til að gleðjast sam-
an, ferðast um land okkar og út-
lönd og í mörg ár höfum við
drengirnir komið saman mánað-
arlega í kaffispjall og slíkt hafa
stúlkurnar einnig gert.
Bergur var tengiliður okkar
allra með netföngin og áhugann
og Ólafur áhugasamur og
skemmtilegur. Það gustaði af
honum á Perlufundum enda mað-
urinn mikill á vöxt og röddin
kröftug.
Góðir skólabræður eru horfnir
og þeirra er saknað.
Fyrir hönd okkar MR54 stúd-
enta votta ég konum þeirra, Ing-
unni og Ingibjörgu, og fjölskyld-
um þeirra hluttekningu okkar .
Báðar hafa þær verið og verða
áfram hluti árgangsins.
Þorvaldur S. Þorvaldsson,
Inspector scolae MR54.
Ólafs H. Óskarssonar minnist
ég frá bernsku. Hann var fjórum
árum eldri en ég þótt ég sjái það
ekki þannig í minningunni, þegar
hann var með okkur að sprengja
kínverja úr Pálsbúð á 25 aura
stykkið. Vörpulegur strákur og
þéttvaxinn og við mýrarbísarnir
uppnefndum hann Óla feita.
Margir urðu vondir ef þeir voru
uppnefndir í gamla daga og
lúskruðu á manni fyrir. En Óli
Ólafur Haraldur
Óskarsson
✝ Ólafur Har-aldur Ósk-
arsson fæddist í
Reykjavík 17. mars
1933. Hann lést 24.
október í Gauta-
borg í Svíþjóð.
Útför Ólafs fór
fram frá Dómkirkj-
unni 4. nóvember
2011.
tók því vel eins og
öðru og notaði upp-
nefnið sjálfur. Mér
fannst hann alla ævi
líkjast því sem hann
kom mér fyrir sjónir
frá fyrstu tíð. Sami
góðlegi og bústni
náunginn, góðlegur,
hláturmildur, al-
mennilegur, hjálp-
samur og góður
strákur.
Ólafur var þá sem fyrr þéttur á
velli. Hann varð vel íþróttum bú-
inn og glímumaður góður á
þroskaárum, myndarlegur á velli
og rammur að afli, sem kom sér
stundum vel þar sem ekki var
alltaf friðsamlegt að næturlagi á
götum Þýskalands. Því þó að Ís-
landsmenn væru flestir friðsemd-
armenn og lítið fyrir pústra vildu
sumir innfæddir stundum lúskra
á þeim lágvaxnari á Íslandsúlp-
unum, sem innfæddir héldu oft að
táknaði ameríska hermenn. En
allt fram að Berlínarkrísunni
voru Þjóðverjar lítið hrifnir af
hernámsþjóðinni að vestan en þá
breyttist afstaðan eins og yfir
nótt. Það var notalegt að hafa Óla
Óskars með sér til skjóls og
trausts, því hann lét ekki mokka
sig þótt seinþreyttur væri sjálfur
til vandræða.
Skiljanlega varð okkar kunn-
ingsskapur ekki mikill þegar
hann komst á unglingsárin og fór
í framhaldsskóla. Fundum okkar
bar svo óvænt saman í Stuttgart
þegar við komum þangað nokkrir
félagar úr MR 1957 til að læra
eitt og annað. Þá höfðu þeir verið
þrír Íslendingar í Tækni-
háskólanum þarna í Stóðgörðum
eins og við nefndum gjarnan
staðinn. En urðu allt í einu 30 og
stofnuðu Íslendingafélag.
Það kom auðvitað í hlut þess-
ara lífsreyndu Stóðgerðinga að
lóðsa okkur unglingana um
krárnar í bænum. En við vorum
sumir svo miklir heimalningar að
þeir Óli kölluðu okkur dýr-
lingana, af því vorum svo dýrlega
vitlausir að þeim fannst. Og
áreiðanlega ekki að ósekju.
Óli bjó á Max-Kade Heim og
við uppnefndum hann „kallinn í
Kadanum“ þegar okkur fannst
hann stjórnsamur, sem, eftir á að
hyggja, veitti ekki af við suma
okkar. En Óla tókst að færa suma
okkar til betri vegar og kenna
okkur einhverja mannasiði Þjóð-
verja eins og að sjúga ekki áber-
andi upp í nefið.
Óli hvarf frá námi líklega ann-
að árið eftir að við dýrlingarnir
komum og leitaði á önnur svið og
varð þjóðkunnur sem skólamað-
ur og frumkvöðull á þeim sviðum.
Félagslyndur var Ólafur alla tíð
og gerði sitt til að halda sambandi
við okkur gömlu félagana frá
Stóðgörðum, sem nú taka fast að
eldast og fundum að fækka.
Ég á margar góðar minningar
um Óla Óskars sem spanna mis-
langa kafla úr lífinu allt til þessa
dags. Það sem stendur upp úr er
að aldrei bar þar skuggann á.
Þannig eru bestar minningar
manns um ljúfmenni og góða
drengi. Ólafur H. Óskarsson var
einn af þeim.
„Bis gleich Freundchen.“
Halldór Jónsson.
Elsku frændi og vinur
Ég er ekki alveg tilbúin að
kveðja þig, mér finnst að ég eigi
eftir að segja eitthvað við þig en
ég verð að gera það þegar við
hittumst næst. Ég ætla að þakka
þér fyrir allar samverustundirn-
ar sem við áttum. Alla skemmti-
legu tímana saman. Ég gæti
endalaust sagt, manstu þá og
þegar? Manstu þegar þú bauðst
mér á síðkjólaballið, árshátíð hjá
MR? Ég hef aldrei verið eins
montin á ævi minni. Þú varst svo
flottur. Þá fattaði ég af hverju
amma Ólína kallaði þig jarlinn
sinn. Allt sem við upplifðum var
alveg meiriháttar. Mér fannst
líka æðislegt að fá að fylgjast með
því sem gerðist hjá þér, þegar þú
varst að læra úti í Þýskalandi, ég
beið alltaf í ofvæni eftir bréfi frá
þér. Við þurftum alltaf að vita
hvort af öðru. Svo þegar við fór-
um að reskjast, áttum við alltaf
fullt af góðum minningum til þess
að hlæja að.
Elsku frændi og vinur, þakka
þér fyrir allt og allt. Ingibjörgu
og fjölskyldu bið ég guð um að
styrkja á allan hátt. Þú verður
alltaf ljós í lífi mínu.
Þín frænka og vina
Ingibjörg (Lillý).
Alltaf er sorglegt að missa
góðan frænda og erfitt fyrir þá
sem eftir lifa að sætta sig við að
missa góðan vin. Ég hafði hringt
í frænda minn á afmælisdaginn
hans hinn 6. okt. sl. þegar hann
varð 71 árs til að óska honum til
hamingju með afmælið og sagt
honum að elsta dóttir mín hefði
eignast dóttur á afmælinu hans.
Guðmundur sagði mér þá að
hann hefði verið að koma frá því
að vera við skírn hjá yngstu dótt-
ur sinni, þar sem lítil afastelpa
var skírð og henni gefið nafn sem
hann var hinn ánægðasti með.
Það næsta sem ég frétti af Guð-
mundi var að hann væri látinn.
Þegar ég minnist Guðmundar
kemur fyrst upp í hugann hve
mikla ánægju hann hafði af börn-
um, gat hann fengið ungbörn til
Guðmundur Krist-
inn Guðjónsson
✝ GuðmundurKristinn Guð-
jónsson fæddist á
Kolmúla við Reyð-
arfjörð 6. október
1940. Hann lést á
Sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 31. októ-
ber 2011.
Útför Guð-
mundar fór fram
frá Fáskrúðsfjarð-
arkirkju 7. nóv-
ember 2011.
að hlæja og skríkja
og sjálfur brosti
hann og hló.
Mér þótti sér-
staklega vænt um
hve notalegt var að
koma í Efri-Haga
til Gumma og
Stebbu, hvort sem
var á stórhátíðum
eða virkum dögum,
alltaf var jafnvel
tekið á móti mér og
minni fjölskyldu og þökkum við
það.
Margt er hægt að rifja upp
þegar Guðmundar er minnst, t.d.
hve laginn hann var þegar hjálpa
þurfti skepnum sem áttu í erf-
iðleikum með burð, varð ég vitni
að því hvernig honum tókst að
koma kálfum sem tvísýnt var
um, lifandi í heiminn og hvernig
hann aðstoðaði kindur á sauð-
burði og kom líflitlum lömbum á
fætur.
Þegar ég flutti austur á Vatt-
arnes var það mín fyrsta vinna
utan búsins að vinna hjá Guð-
mundi í Sláturhúsinu á Fá-
skrúðsfirði, en hann var þá slát-
urhússtjóri og vann ég undir
hans stjórn í tvö haust. Þar kom
vel í ljós hvað Guðmundur tók
það sem honum var trúað fyrir
alvarlega, lagði mikla áherslu á
að ganga ætti vel og snyrtilega
um þau tól og tæki sem unnið
var með.
Guðmundur vann mestalla
sína ævi með einhverskonar
vélknúin ökutæki og passaði vel
upp á að halda þeim vel við og að
þau litu vel út.
Ég vil færa Stefaníu og öllum
afkomendum Guðmundar mínar
innilegustu samúðarkveðjur með
þökk fyrir allt.
Baldur Rafnsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn
minningargrein", valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar