Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Morgunblaðið/Eggert Harpa Stjórnendum líst illa á að ráðast núna í endurfjármögnun. Sambankalánið sem tekið var til að ljúka við byggingu Hörpu var til 35 ára en með því að endurfjármagna lánið á að freista þess að fá hag- stæðari kjör. Vaxtakjörin, sem eru breytileg, þykja góð eins og stendur en þau versna í áföngum fram til ársins 2014. Þegar um svo háa upp- hæð er að tefla munar um hvern aukastaf í prósentustigi. Af minnisblaði sem lagt var fyrir borgarráð í liðinni viku er greinilegt að stjórnendum Austurhafnar-TR líst illa á að ráðast í endur- fjármögnun við núverandi aðstæður. Úr óverðtryggðu í verðtryggt Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að til 15. febrúar nk. verður samb- ankalánið óverðtryggt og vextir miðast við REIBOR-vexti með til- teknu álagi. Lánið verði mjög hag- stætt fyrir verkefnið næstu mánuði því það er óverðtryggt en verðbólga er töluverð. Framlag ríkis og borgar er á hinn bóginn verðtryggt miðað við neysluverðsvísitölu. Frá 15. febrúar 2012 verður sambankalánið verðtryggt og gætu vextir orðið um 3,5%, miðað við ávöxtunarkröfu í skuldabréfaflokki fyrir verðtryggð húsnæðisbréf, og mánaðarlegar greiðslur af láninu 70 milljónir. Miðað við verðbólguspá yrði framlag ríkis og borgar um 81 milljón króna á mánuði. Því yrði 11 milljóna afgangur af framlaginu þegar greitt hefur verið af láninu. Frá og með 16. febrúar 2014 hækkar álagið og vextir gætu þá orðið 3,65% og mánaðarlegar greiðslur 71,5 milljónir en framlag ríkis yrði 81 milljón. Í minnisblaðinu segir að ef það yrði gert upp þá þyrfti fjárhæð út- gáfunnar að vera um 18,3 milljarðar. Ef sama ávöxtunarkrafa yrði og í nóvember 2011 þá yrðu eftirstöðvar framlags ríkis og borgar um 13 milljónir á ári þegar greitt hefur verið af lánum eða um ein milljón á mánuði. Þá má lítið bera út af til að framlagið dugi ekki fyrir lánunum og það tæki langan tíma að safna fyrir þeim framkvæmdum sem enn eru eftir og taldar eru kosta um 130 milljónir. Í minnisblaðinu segir að ávinn- ingur af því að vera áfram með sambankalánið og fá eigendalán sé um 72 milljónir króna á ári, ef gert er ráð fyrir 2,6% verðbólgu. Munar um aukastafi í prósenti  Sambankalán Hörpu var til 35 ára en það á að endurfjármagna fljótlega  Kjörin þykja góð nú en þau breytast og versna eftir áramót og aftur 2014 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Viðræður við svissneska fjárfest- ingafélagið World Leisure Invest- ment um að byggja lúxushótel við hlið Hörpu ganga vel og er stefnt að því að skrifa undir samning fyrir áramót, að sögn Péturs J. Eiríksson- ar, starfandi stjórnarformanns Sit- usar, en það félag fer m.a. með lóða- réttindi í nágrenni Hörpu. „Það er góður gangur í viðræðunum,“ segir Pétur en næsti fundur með sviss- neska félaginu, sem á sér þýskt móð- urfélag, er í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er nú stefnt að því að reisa fimm stjörnu hótel með rúmlega 260 herbergjum sem yrði rekið undir merkjum Marriott-hótelkeðjunnar. Lóðin var boðin út fyrr á þessu ári og átti World Leisure Investment hagstæðasta tilboðið í lóðina, 1,8 milljarða króna. Meðbjóðandi var ís- lenska verkfræðistofan Efla. Verði ritað undir samninga um áramót er talið að hvers kyns papp- írsvinna, vinna við teikningar og fleira taki um hálft ár. Hægt yrði að byrja á framkvæmdum á næsta ári en miðað er við að hótelið verði opn- að vorið 2015. „Það er best að opna hótel að vori,“ segir Pétur. Allt fjármagn til byggingar hótels- ins kæmi frá svissneska félaginu sem myndi eiga hótelið. Situs kæmi hvergi nærri eignarhaldi eða rekstri hótelsins. Eigandi bílastæðahússins er félag Totusar, fasteignafélags Hörpu, sem á 420 stæði. Eftir að framkvæmdir hófust keypti Bílastæðasjóður Reykjavíkur 105 bílastæði af Situsi sem hélt eftir 20 stæðum. Þessir að- ilar mynduðu síðan samlagshluta- félag um sinn eignarhlut og buðu síð- an reksturinn á bílahúsinu út. Kostnaður við bílahúsið var í mars sl. metinn á 2,9 milljarða, þar af var hlutur Totusar tæplega 2,3 milljarð- ar og er sú upphæð inni í heildar- kostnaði við byggingu Hörpu. Verði tap á bílastæðahúsinu kemur það fram sem tap hjá Stæðum og síðan hjá eigendum. Ódýrt að leggja í borginni Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastóri Totusar og Ago, segir að tilteknir tæknilegir byrjunarörð- ugleikar í september, þegar byrjað var að taka gjald fyrir bílastæðin í Hörpu, hafi leitt til þess að minni tekjur skiluðu sér í kassann en ella hefði orðið. Ekki lægi fyrir uppgjör fyrir október og of snemmt væri að segja til um hvort reksturinn væri á áætlun. Sé miðað við 35 ára endur- greiðslutíma muni reksturinn standa undir sér. „En eins og staðan er í dag varð- andi þær upphæðir sem almennt eru greiddar fyrir bílastæði í Reykjavík, þá eru þær mun lægri en gengur og gerist í sambærilegum borgum í ná- grannalöndunum,“ segir hann. „Það er alveg ljóst að það er ekki mikil arðsemi í því að reisa bílastæðahús og reka það með núverandi gjald- skrá Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Þess vegna erum við með hærri gjöld í bílahúsi Hörpu og við teljum að til lengri tíma getum við náð þess- ari fjárfestingu til baka. En við telj- um að Reykjavík þurfi að hækka sín bílastæðagjöld, sem hafa verið nán- ast óbreytt síðustu tíu árin.“ Rekstur bílastæðahússins í Hörpu velti þó ekki á að Reykjavík hækki sín gjöld. Telja hótel handan við hornið  Viðræður við svissneskt félag um að reisa 260 herbergja Marriott-hótel við hlið Hörpu ganga vel  Stefnt að samningi fyrir áramót  Tap á bílastæðahúsi sem keppir við ódýrari hús í nágrenninu Morgunblaðið/Golli Bílastæðin Ekki er beint hægt að segja að það sé ódýrt að leggja bílum í bílastæðakjallara Hörpunnar, í samanburði við önnur bílastæðahús í borginni. Morgunblaðið/RAX Gisting Hótel við hlið Hörpu er talið verða lyftistöng fyrir ráðstefnuhald. Skipulag félaga sem fara með eign- arhald og rekstur á Hörpu, bíla- stæðahúsinu og nærliggjandi lóðum er nokkuð flókið, en alls koma a.m.k. átta félög við sögu. Til stendur að einfalda stjórnar- fyrirkomulagið og á Alþingi í fyrra- vetur kom fram að ný eigenda- stefna þar sem skipulagið yrði einfaldað yrði lögð fram nú í vor. Það gekk ekki eftir en í október sl. sagði Svandís Svavarsdóttir, starf- andi menntamálaráðherra, að verið væri að leggja lokhönd á drög að nýrri eigendastefnu. Enn bólar þó ekki á nýju stefnunni. „Lokahöndin, hún er oft lengi að verki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, sem kom úr leyfi í liðinni viku, í samtali við Morgunblaðið. Málið væri nokkuð flókið en það er unnið í samstarfi þriggja ráðuneyta; menntamála-, fjármála- og utanríkisráðuneytis og borgarinnar. Tvö verða lögð niður Í sem stystu máli þá fer Austur- höfn-TR með öll réttindi og skyldur sem lóðunum og mannvirkjum tengjast en síðan er verkum skipt milli dótturfélaganna Portusar (Harpa) og Situsar (önnur mann- virki og lóðaréttindi). Portus á tvö dótturfélög, þ.e. Totus og Ago. Si- tus á einnig tvö dótturfélög, Hospes og Custos en í þeim er reyndar eng- in starfsemi og þau á að leggja nið- ur á þessu ári. Þessi félagaskipan er arfur frá þeim sem áður áttu Hörpu. Meðal þeirra sem hafa furðað sig á því að starfseminni þurfi að skipta á milli svo margra félaga er Mörður Árnason þingmaður. Í svari menntmálaráðherra við fyrirspurn Marðar frá því í fyrravetur kom m.a. fram að vegna fyrirkomulags á greiðslu virðisaukaskatts á leigu- gjaldi hússins þurfi að halda þeirri starfsemi sem greiðir leigu að- greindri frá almennum rekstri hússins. Því þurfi Portus að deila starfsemi sinni á tvö dótturfélög; Ago og Totus. Þegar ríki og Reykjavíkurborg tóku yfir verkefnið var ákveðið að Austurhöfn myndi kaupa Portus og Situs. Í svari menntamálaráðherra kemur fram að það hafi þótt rétt að aðgreina Hörpu frá uppbyggingu á öðrum reitum og því var fé- lagaskipaninni haldið óbreyttri. Hér hafa verið talin upp sjö félög sem tengjast Hörpu með einum eða öðrum hætti. Er þá ótalið greiðslu- miðlunarfyrirtækið Hringur sem er í eigu Totusar, fasteignafélags Hörpu. Í svari ráðherrans kemur fram að það hafi verið stofnað að kröfu bankanna sem veittu sam- bankalánið og hefur ekki annað hlutverk en að taka við framlagi ríkis og borgar og borga af láninu. Skipt á milli sjö félaga og það áttunda greiðir Í Morgunblaðinu í gær kom fram að fasteignamat Hörpu væri 27,7 milljarðar, miðað við bygg- ingaverðmæti. Þetta var ekki rétt. Þjóðskrá miðar við kostn- aðarmat en það er markaðs- leiðrétt eins og mat flestra ann- arra menningarhúsa á Íslandi, eins og segir í athugasemd: „Miðað var við að bygging- arkostnaður væri 27 milljarðar eins og fram hafði komið op- inberlega. Reiknast matið 19,7 milljarðar (71% af 27,7 millj- örðum) miðað við að húsið sé fullbúið, en þar sem nokkur frá- gangur var eftir þegar matið var gert var það ákvarðað 17 millj- arðar. Þegar athugasemd barst frá Totusi ehf. við upphæð fast- eignamats óskaði Þjóðskrá Ís- lands eftir frekari upplýsingum um byggingarkostnað en við þeim óskum var ekki orðið,“ segir í athugasemd Þjóðskrár. Matið er 71% af kostnaði MARKAÐSLEIÐRÉTT 200 krónur fyrsta klst. ½ dagur 650 kr. 11.000 krónur fyrir dagjald (8-18) á mánuði ‹ BÍLAHÚS HÖRPU › » 80 krónur fyrir fyrstu klst., síðan 50 kr. 4.000-10.600 sólarhringsgjald á mánuði ‹ BÍLAHÚS BORGARINNAR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.