Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, hefur árum saman verið fyrst- ur Akureyringa til þess að setja upp jólaljós, að minnsta kosti í ein- hverjum mæli. Raggi klikkar ekki þetta árið því í gær var orðið jólalegt um að litast við hús hans í Áshlíð.    Nóg er um að vera hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir. Tvær sýningar á fjölunum og þriðja frum- sýningin verður eftir rúma viku; Saknað, sem leikhópurinn Silf- urtunglið sýnir í samstarfi við LA. Höfundur verksins og leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson.    Grallararnir í dúettinum Hundi í óskilum, Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson, fara yfir Ís- landssöguna á hundavaði á sviði Samkomuhússins í Sögu þjóðar, verki sem þeir sömdu sjálfur og er í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Óhætt er að mæla með þessari fyndnu og hressilegu sýningu.    Sunna Borg er stigin aftur á svið hjá LA eftir langt hlé. Ekki er ofsagt að hún fari á kostum í Svörtu kómedíunni, gamanleik sem frum- sýndur var á dögunum.    Önnur gömul kempa, Gestur Einar Jónasson, er einnig með í verkinu, reyndar í agnarsmáu hlut- verki. En hann er hittinn – sem skiptir öllu máli að þessu sinni. Ég segi ekki meira!    Svarta kómedían er síðasta verk- ið sem María Sigurðardóttir leik- stýrði áður en hún lét af starfi leik- hússtjóra og henni tekst vel upp. Ungir leikarar eru í aðalhlutverkum, Einar Aðalsteinsson og Anna Gunn- dís Guðmundsdóttir, mjög fín bæði tvö. Raunar má segja að allir leik- ararnir standi sig vel.    Peter Shaffer, höfundur Svörtu kómedíunnar, lætur verkið gerast í myrkri að stærstum hluta. Ekki er beint heppilegt að bjóða gestum í salnum upp á að sjá ekki neitt þann- ig að hlutunum er snúið við, eins og vænta mátti.    Þegar ljósamaðurinn kveikir á sviðinu láta leikararnir sem þeir sjái ekki neitt og öfugt, og oft er kostu- legt að fylgjast með. Það er örugg- lega ekki auðvelt að leika í ímynduðu myrkri og geta aldrei leyft sér að horfa framan í mótleikarann.    Ástæða er til að hvetja fólk til þess að sjá Svörtu kómedíuna. Mikið var hlegið þegar ég sá sýninguna, sumir hlógu raunar svo mjög að um tíma óttaðist ég að einhverjir lifðu ekki af! En allir fóru uppréttir út …    Hannes Örn Blandon, sókn- arprestur og prófastur, er ekki mað- ur einhamur. Hann verður með tón- leika á Græna hattinum á laugar- dagskvöld, ásamt einvalaliði. Þar hljóma lög eftir ýmsa tónlistarmenn, aðallega vísnasöngvarann Cornelis Vreeswijk, við texta Hannesar.    Haldið verður upp á það á morg- un á Sigurhæðum, með upplestri, söng og hljóðfæraleik, að 176 ár verða frá fæðingu séra Matthíasar Jochumssonar. Allir eru velkomnir frá kl. 15 til 18.    Svo verð ég að minna á hagyrð- ingakvöld með snjöllu fólki á því sviði í Sjallanum á laugardagskvöld. Fáar samkomur veit ég skemmti- legri en gott hagyrðingakvöld. Bráðum koma blessuð jólin Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lýsa upp skammdegið Hús og lóð Ragnars Sverrissonar og Guðnýjar Jónsdóttur við Áshlíð eru orðin jólaleg. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Gaman Einar Aðalsteinsson og Árni Pétur Guðjónsson í Svörtu kómedí- unni á sviði Leikfélags Akureyrar. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Grasagarður Reykjavíkur og Erfðanefnd land- búnaðarins hafa gert með sér samning um að Grasagarðurinn varðveiti safn rabarbaraklóna sem lengi hafa verið í ræktun á Íslandi. Með und- irritun samningsins er plöntunum tryggður vaxtarstaður til fram- tíðar. Rabarbari hefur verið ræktaður hér á landi með farsælum hætti í að minnsta kosti 130 ár. Í Grasagarð- inum eru varðveittir sextán klónar af rabarbara en þar af eru sjö ís- lenskir sem varðveislusamning- urinn nær yfir. Varðveita rabarbara Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar tók í gær við Eurodia- conia-verðlaununum í ár fyrir vel skipulagt og árangursríkt hjálp- arstarf, gott skipulag og samstarf við sjálfboðaliða og fyrir að hafa brugðist fljótt við áhrifum krepp- unnar á bágstadda á Íslandi. Innan Eurodiaconia eru kirkjur og kærleiksþjónustusamtök í Evr- ópu. Tilgangurinn er að efla kær- leiksþjónustu þjóðkirkjunnar og kynnast starfi annarra á því sviði. Vilborg Oddsdóttir, félagsráð- gjafi Hjálparstarfsins, og Ragn- heiður Sverrisdóttir, verkefnis- stjóri á Biskupsstofu, veittu verðlaununum viðtöku í Brussel. Í tilkynningu um viðurkenn- inguna segir að vinna sjálfboðaliða Hjálparstarfsins við að aðstoða fólk sem hafi orðið fyrir áföllum vegna kreppunnar sé til fyrirmyndar. Sjálfboðaliðar og starfsfólk skipu- leggja framkvæmd í sameiningu. Verðlaunin eru kynnt á heima- síðu samtakanna: www.eurodiaconia.org Viðurkenning Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfsins, og Ragnheiður Sverr- isdóttir, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, veita verðlaununum viðtöku í Brussel. Hjálparstarf kirkjunnar fær Evrópu- verðlaun fyrir innanlandsaðstoð sína Hjá Lögfróðum, lögfræðiþjónustu Lögréttu, veita laganemar á 3.-5. ári endurgjaldslausa lögfræðiráð- gjöf til almennings í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Lögfróðs er Sigríður Marta Harðardóttir. Starf- semin hófst árið 2007. Lögfróður mætir m.a. reglulega í Kvenna- athvarfið og veitir þar endurgjalds- lausa ráðgjöf. Þá sækir Lögfróður heim flesta framhaldsskóla á höf- uðborgarsvæðinu og heldur kynn- ingu fyrir nemendur á þeim rétt- arsviðum sem telja má að snúi helst að ungu fólki. Með hverju árinu hefur starfsemin vaxið og aldrei hafa fleiri sjálfboðaliðar tekið þátt en nú í haust. Lögfróður er stað- settur í aðalinngangi Háskólans í Reykjavík en hægt er að mæta á staðinn, hringja í s. 777-8409 eða senda tölvupóst á logfrodur@hr.is Lögfróður er opinn miðvikudaga kl. 17:00–20:00 frá 1. september fram í byrjun maí. Lögfróður Stjórnendur verkefnisins. Lögfróður veitir fólki ókeypis ráð Áttunda árið í röð stendur KFUM & KFUK á Íslandi fyrir verkefninu ,,Jól í skókassa“. Verkefnið felst í því að fá börn jafnt sem full- orðna til að setja nokkrar gjafir í skókassa. Kassanum er síðan útdeilt til þurfandi barna í Úkraínu. Úkraína er stórt land og þar búa um 50 milljónir manna. Atvinnuleysi er mikið og ástandið víða bágborið. Á svæðunum þar sem skókössunum er dreift er allt að 80% at- vinnuleysi og fara kassarnir meðal annars á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna fátækra einstæðra foreldra. Fólk er hvatt til þess að taka þátt og fylgja leiðbeiningum en það er mik- ilvægt að börnin fái svipaðar gjafir. Tekið verður á móti skókössum í aðalstöðvum KFUM og KFUK, Holta- vegi 28, alla virka daga frá kl. 9-17. Síðasti skiladagur er laugardagurinn 12. nóvember kl. 11-16. Heimasíða verkefnisins, með öllum upplýsingum, er www.skokassar.net. Jól í skókassa fara til barna í Úkraínu Jól í skókassa Börn í Úkraínu njóta góðs þetta árið. Fræðslufundur fyrir aðstand- endur þeirra sem eiga við offitu, matarfíkn og átraskanir að stríða verður haldinn á vegum MFM-miðstöðvarinnar þriðjudag- inn 15. nóvember nk. Fundurinn fer fram að Síðumúla 6, 2. hæð, og stendur frá kl. 17.30 til 19.00. Á fundinum mun Esther Helga Guðmundsdóttir halda fyrirlestur um offitu, matarfíkn og átröskun ásamt kynningu á meðferðastarfi MFM-miðstöðvarinnar. Þá verður skoðað hvernig vandinn snýr að aðstandendum og hvernig þeir geti stutt við ástvini sína. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í tölvupósti matarfikn@mat- arfikn.is Aðstandendur fræddir um offitu STUTT Hátíðar- appelsín 139kr ...opið í 20 ár Í æviágripi sem birtist á bls. 22 í Morgunblaðinu 7. nóvember sl. voru nokkrar innsláttarvillur sem hér eru leiðréttar: Guðmundur kvæntist hinn 4.6. 1967. 2) Einar Þórir Árnason, f. 27.5. 1987. 3) Í upptalningu á börn- um Jónu Bjargar vantaði yngsta barn hennar, (d) Elfu Dögg, f. 26.9. 2003. 4) Hannes Þorláksson, f. 23.7. 1987. 5) Stefán Þór Veigarsson, f. 3.5. 2001. LEIÐRÉTT Villur í æviágripi Alls fóru 40 manns í 26 utanlandsferðir á veg- um forsætisráðuneytisins eða stofnana þess á fyrstu níu mánuðum ársins. Heildarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess vegna fargjalda og greiddra dagpeninga nam 8,7 milljónum kr. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þing- manns Framsóknarflokksins. Fram kemur að ferðir á vegum umboðs- manns barna frá janúar til september 2011 hafi verið fjórar talsins og nam heildarkostnaður- inn um 790.000 kr. Farið var í eina ferð á vegum þjóðgarðsins á Þingvöll- um og nam kostnaðurinn 379.000 kr. Á vegum forsætisráðuneytisins var farið í 21 ferð og nam heildarkostnaðurinn 7,5 milljónum kr. Fjörutíu manns í 26 utanlandsferðir Stjórnarráðið Starfsmenn hafa verið á ferð og flugi. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Íþróttafélagið Fylki í Árbæ til að greiða fullar skaðabætur karl- manni sem slasaðist þegar hann stökk yfir steinvegg við félagsheimili Fylkis og féll tæpa fjóra metra til jarðar. Alls gerir þetta um 1,2 millj- ónir kr. Málið snýst um ágreining um sakarskiptingu í skaðabótamáli vegna tjóns sem maðurinn hlaut. Segir héraðsdómur að miðað við kringumstæður hafi ekki verið talið að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að skerða ætti bætur til hans. Þá var Fylki gert að greiða mann- inum 650.000 kr. í málskostnað. Fram kemur í dómi héraðsdóms að slysið hafi átt sér stað í sept- ember 2005. Maðurinn var þá á leið á dansleik í félagsheimili Fylkis. Hafði hann áður verið í samkvæmi í heima- húsi í Árbænum og fór gangandi þaðan á dansleikinn. Fylkir greiði skaðabætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.