Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf. Gerður Kristný, myndir teiknaði Halldór Baldurssson. Mál og menning 2011. 73 síður. bbbbn Hér er óð- kunna boðið til krýningar nýrra valdhafa í Noregi. Hann kvíðir nokkuð ferðinni, því svo vill til að hann á afmæli og hann er ókunnug- ur erlendum af- mælissiðum. Allir eru óskaplega syfjaðir í höllinni, fyrr en varir fer hann að hnjóta um sofandi fólk á göngum konungs- hallarinnar og dularfull óhljóð heyrast úr kjall- aranum. Fyrir algeran misgáning leysir for- setinn síðan gátuna og bókin endar á heljarinnar veislu. Rétt eins og í fyrri bókunum um forsetann er hér dreginn upp mynd af forseta sem er býsna einlægur í orðum og æði. Þetta er áhugaverð sýn og þetta tekst Gerði Kristnýju vel án þess að það verði nokkurn tímann til- gerðarlegt. Eða hvers vegna ættu forsetar endilega að vera stífir og alvarlegir? Sagan er virkilega skemmtileg og Gerður Kristný er flestum lunknari í líkingamáli. Í bókinni lendir flugvél eins og lipur spói, myrk- ur lýkst um fólk eins og mjúkur trefill og gam- almenni talar eins og kvefuð húsfluga. Myndir Halldórs Baldurssonar skapa örlítið geggjaðan léttleika, það er mikil hreyfing í þeim og þær styðja geysilega vel við söguna. Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf er sprellfjörug skemmtilesning, ekki bara fyrir börn, heldur fyrir alla sem langar til að gleyma sér um stund með forsetanum glaðlynda og vinum hans. Söngur guðsfuglsins. Sagan af unganum sem vissi ekki til hvers fuglar voru. Ísak Harðarson og Helgi Þorgils Friðjónsson. Uppheimar 2011. 50 síður. bbbbm Fjórir þrastar- ungar klekjast úr eggjum í Hljóm- skálagarðinum. Þeir eru uppfullir af spurningum um heima og geima og sú spurning sem helst brennur á þeim er: Til hvers eru fuglar? Smám saman þroskast ungarnir og komast hver að sinni eigin niðurstöðu um til hvers fuglar séu, allir nema yngsti unginn. Eftir að hafa orðið fyrir miklu áfalli gengur hann í gegnum mikla sjálfskoðun, uns hann veit til hvers fuglar eru. Listaskáldið góða kemur svo lítillega við sögu í bókarlok. Myndir Helga Þorgils dýpka söguna og kallast skemmtilega á við textann. Söngur guðsfuglsins er flott og fallega skrif- uð bók (líka fyrir fullorðna) um efni sem okkur er öllum hugleikið; hver erum við og til hvers erum við? Dans vil ég heyra. Eva María Jónsdóttir. Óskar Jónasson mynd- skreytti. Mál og menning 2011. 22 blaðsíður bbbbn Hvernig er hægt að heyra dans? Til dæmis með því að hlusta á geisladiskinn sem fylgir bókinni Dans vil ég heyra, en þar má hlusta á söng sagnadansa sem var tekinn upp af Árna- stofnun fyrir um hálfri öld. Hér hefur Eva María Jónsdóttir valið kvæði og lausavísur og í þeim eru sagðar sögur. Til dæmis er eitt kvæðið um forláta húfu sem eig- andinn vill ekki láta af hendi, þrátt fyrir kosta- boð konungs og í annarri segir frá manni sem ber að garði á presstsetri og vekur ýmsar kenndir húsfreyju. Myndir Óskars eru glettnar og ná andrúms- lofti vísnanna býsna vel. Alltaf er gleðilegt þegar fólk tekur sig til í þeim tilgangi að kynna gleymdar þjóðlegar hefðir fyrir okkur hinum og ekki er verra þegar það er sett fram á svona frumlegan og aðgengilegan hátt. Maður fyllist þakklæti í garð svona fólks og gaman væri að fá framhald á, það hlýtur að vera til meira þjóðlegt efni sem hægt er að gefa út á svipaðan hátt. Líklega verða margir kennarar fegnir út- gáfunni, því þetta er afbragðs innlegg í kennslu, ekki síst yngri barna. En bókin er ekki síður kærkomin viðbót í bókasafn fjöl- skyldunnar. Barnabækur ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR ANNALILJA@MBL.IS Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Dimmt Það getur verið kuldalegt í höll forsetans. Íslenskir myndlistarmenn taka þátt í al- þjóðlegri samsýningu listamanna sem nú stendur í St. Pétursborg í Rússlandi. Birta Guðjónsdóttir er einn af fimm sýning- arstjórum sýningarinnar, en alls eru sýn- endur 35 talsins, flestir frá Norðurlönd- unum og Rússlandi. Sýnt er í menningarmiðstöðinni Loft Project ETAGI, sem er í miðborg St. Pétursborgar. Íslensku sýnendurnir, sem eru Anna Lín- dal, Bjarki Bragason, Gunndís Ýr Finn- bogadóttir, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn Jónasson og Olivia Plender, sýna ný verk, sem eru unnin sérstaklega fyrir sýn- inguna. Listamennirnir fjölluðu um verk sín í fyrirlestrasal Loft Project ETAGI um síðustu helgi, en einnig var tekin upp lýs- ing hvers sýningarstjóra á sínum hluta sýningarinnar sem sýnd verður meðan á sýningunni stendur, en einnig er hægt að horfa á þá á vefsetrinu www.nordic- arttoday.ru/. Aðrir listamenn eru frá Noregi, Finn- landi, Svíþjóð, Danmörku og Rússlandi. Sýningin ber yfirskriftina Nordic Art Today, eða norræn list í dag, og hefur að markmiði að kynna norræna myndlist í St. Pétursborg og í norðvesturhluta Rúss- lands. Verkefnið á að standa yfir í nokkur ár, á að ljúka 2015, og einnig verða haldin málþing og kynningar, frekari sýningar á alþjóðlegri nútímalist og útgáfa, en sýning- arskrá á ensku og rússnesku er gefin út í tilefni sýningarinnar með upplýsingum um og myndum af verkum hvers listamanns. List „Kellingin“ eftir Steingrím Eyfjörð. Íslensk list í Rússlandi  Norræn list kynnt í St. Pétursborg LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar IN TIME Sýnd kl. 8 - 10:10 ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 ÆVINTÝRI TINNA 2D Sýnd kl. 5 BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 THE THING Sýnd kl. 10:10 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN SEM ÞÚ ELSKAR? HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH AK. DV -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum TINNI, TOBBI OG KOLBEINN KAFTEINN, DÁÐUSTU HETJUR ALLRA TÍMA LIFNA VIÐ Í FLOTTUSTU ÆVINTÝRAMYND SÍÐARI ÁRA. FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON B.G. -MBL HHHH SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% SPURT OG SVARAÐ MEÐ TOM SIX Í KVÖLD KL. 20 STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA “TIL HAMINGJU, ÍSLAND” -Þ.Þ., FT IN TIME KL. 8 - 10 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 6 - 8 - 10 7 ÞÓR 2D KL. 6 L HUMAN CENTIPEDE 2 KL. 8 18 MONEYBALL KL. 6 - 9 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 MIDNIGHT IN PARIS KL. 5.50 - 8 L WHAT´S YOUR NUMBER KL. 10.10 12 ELDFJALL KL. 5.45 - 10.15 L IN TIME KL. 5.40 - 8 - 10.30 12 IN TIME LÚXUS KL. 10.30 12 MONEYBALL KL. 5 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 ÆVINTÝRI TINNA 3D LÚXUS KL. 3.20 - 5.40 - 8 7 ÆVINTÝRI TINNA 2D KL. 3.20 7 HEADHUNTERS KL. 8 - 10.15 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L BORGRÍKI KL. 8 - 10 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.