Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 ✝ Ólafur Odds-son fæddist í Reykjavík 13. maí 1943. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 3. nóv- ember 2011. For- eldrar Ólafs voru Oddur Ólafsson, barnalæknir, f. 11.5. 1914, d. 4.1. 1977, og Guðrún P. Helgadóttir, dr. phil., fyrrverandi skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, f. 19.4. 1922, d. 5.7. 2006. For- eldrar Odds voru Ólafur Odds- son ljósmyndari og Valgerður H. Briem húsmóðir. Foreldrar Guðrúnar voru Helgi Ingvars- son yfirlæknir á Vífilsstöðum og Guðrún Lárusdóttir hús- móðir. Bræður Ólafs sam- mæðra eru: Helgi Jónsson, prófessor og læknir, f. 16.8. 1952, og Jón Jóhannes Jóns- son, dósent og yfirlæknir, f. 21.7. 1957. Systkini Ólafs sam- feðra eru Davíð Oddsson, rit- stjóri, f. 17.1. 1948, Haraldur Oddsson, f. 15.4. 1951, d. 24.1. 1972, Lillý Valgerður Odds- dóttir, f. 27.6. 1952, Runólfur Oddsson, framkvæmdastjóri, f. 29.6. 1956, og Vala Agnes Oddsdóttir, flugfreyja, f. 24.4. 1965. Ólafur kvæntist 16.7. 1977 Dóru Ingvadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Útvarps- ins, f. 26.9. 1945. Dætur þeirra eru: 1) Guðrún Pálína Ólafs- dóttir, viðskiptafræðingur, f. 15.3. 1977, gift Per Matts Henje, viðskiptafræðingi, f. 8.8. 1971. Dætur þeirra eru Júlía Guðrún Lovisa og Katla Kristín Elisabet. 2) Helga Guð- rún Ólafsdóttir, viðskiptafræð- bili. Eftir að Ólafur hætti kennslu sinnti hann ýmsum verkefnum í þágu skólans til dauðadags. Ólafur samdi ýmis rit til kennslu í MR, m.a. Gott mál. – Ábendingar um algengar rit- villur og hnökra á máli og stíl (2004) og kennslubókina Orm- urinn langi. – Leiftur úr ís- lenskum bókmenntum 900- 1900 (2005, með Braga Hall- dórssyni og Knúti Hafsteinssyni). Þá var Ólafur nánasti samstarfsmaður Sig- urðar Nordal við útgáfu Þjóð- sagnabókarinnar (1971-1973). Ólafur vann ýmis störf á veg- um Íslenskrar málnefndar, m.a. fyrir Orðanefnd raf- magnsverkfræðinga. Hann hafði umsjón með þættinum Daglegt mál í Ríkisútvarpinu á árunum 1982, 1989 og 1993. Þá liggja eftir Ólaf fjölmargar blaða- og tímaritsgreinar um margvísleg málefni. Ólafur átti sæti í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum Alþingis, ráðuneyta og fleiri aðila, m.a. var hann formaður í stjórn Bókmenntakynningarsjóðs, formaður í stjórn Örnefna- stofnunar Íslands (1998-2006) og formaður verðlauna- nefndar Gjafar Jóns Sigurðs- sonar (1998-2003). Ólafur sat um skeið í framkvæmdastjórn dags íslenskrar tungu og sem formaður dómnefndar Ís- lensku bókmenntaverðlaun- anna. Hann var einnig for- maður í stjórn Rithöfundasjóðs Ríkis- útvarpsins um tíma og for- maður í stjórn Minningarsjóðs dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors. Útför Ólafs Oddssonar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 10. nóv- ember 2011, og hefst athöfnin klukkan 13. ingur, f. 19.4. 1979, sambýlis- maður hennar er Jón Freyr Magn- ússon, löggiltur endurskoðandi, f. 10.5. 1978. Dóttir þeirra er Ólöf. Dóttir Dóru og fósturdóttir Ólafs er Anna Kristín Pétursdóttir, f. 18.4. 1969, gift Hirti Þór Grjetarssyni, f. 2.10. 1968. Börn þeirra eru Hall- dóra Kristín, Ingibjörg Anna og Hjörtur Andri. Ólafur ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963 og cand. mag.-prófi í ís- lenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1970. Magistersritgerð hans fjallaði um Norðurreið Skagfirðinga vorið 1849 og birtist í Sögu XI (1973). Á námsárunum var Ólafur virk- ur í félagsstörfum og var með- al annars ritari skólafélags MR og í stjórn Framtíð- arinnar. Á háskólaárunum var hann formaður Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, og sat í stúdentaráði Háskóla Íslands, meðal annars sem varaformaður. Síðar sat Ólaf- ur í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur um hríð og var formaður þess 1982-1983. Ólafur var íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík 1970-2008. Á þeim tíma var hann meðal annars í nokkur ár deildarstjóri í íslensku og sat í skólastjórn og prófstjórn skólans. Hann var í stjórn Fé- lags kennara við skólann, þar af formaður þess um skeið og sat í fulltrúaráði HÍK á tíma- Þau voru frekar stutt kynnin sem ég hafði af tengdaföður mín- um, en góð voru þau. Ólafur var mjög hjartveikur maður síðastlið- in ár en hjartað hans var svo stórt og gott. Hann talaði aldrei illa um neinn mann og sá alltaf það góða í fólki. Ólafur hélt fast í gömlu gild- in. Ekki tók hann mikinn þátt í hinu svokallaða góðæri enda mjög íhaldssamur maður. Hann flýtti sér hægt í einu og öllu og tók yfirvegaðar ákvarðanir. Efst í mínum huga eru bústað- arferðirnar tvær sem við áttum saman síðastliðin tvö sumur. Þar áttum við góðar stundir og spjöll- uðum um heima og geima, en Ólafi fannst mjög gaman að tala um afabörnin sín sem voru hon- um svo kær. Ólafur var virkilega vel lesinn og fróður maður, ég náði því mið- ur allt of fáum fræðslustundum með honum. Oft var erfitt að komast að við matarborðið vegna „spennandi sagna um holur úti í garði“ en við náðum okkur á strik þegar við tveir spjölluðum saman. Mikið vildum við Helga að Óli afi hefði komist í skírn dóttur okkar, hann stefndi ótrauður að því og var alltaf að undirbúa sig að kom- ast heim. Jákvæðnina hafði hann að leiðarljósi allt fram á síðasta dag. Hann tjáði okkur það nokkr- um sinnum í heimsóknum okkar á spítalann að líklegast kæmist hann heim eftir þrjá daga. Ólafur var mjög ánægður þeg- ar Helga bar það undir hann, hvernig honum litist á að dóttir okkar yrði skírð Ólöf í höfuðið á afa sínum. Alls ekki hafði honum dottið í hug að hann fengi nöfnu, en mikið var hann búinn að velta fyrir sér nafninu á dömunni. Þetta lýsir því svo vel hversu óeigingjarn Ólafur var. Mikið vildi ég að hann hefði staldrað lengur við því við vorum farin að hlakka svo til að eyða mörgum stundum með honum og litlu skottunni en Ólafur var sér- lega barngóður. Ég veit að hann mun líta eftir litlu nöfnu sinni. Jón Freyr. Tengdafaðir minn, fósturfaðir Önnu og afi barnanna okkar, Ól- afi, er nú genginn á vit forfeðra sinna. Eins erfitt og það er að setjast niður og skrifa minningarorð um Óla, er ekki erfitt að rifja upp góðar minningar um góðan mann, enda ekkert nema gott um hann að segja. Mér er ljúft að minnast þess þegar frumburður okkar Önnu fæddist, fyrsta barnabarn ömmu Dóru og Ól-afa. Þetta var mjög árla morguns og þau voru svo spennt og stolt að þau gátu ekki beðið með að deila strax fréttun- um með öðrum. Eina fólkið sem hægt var að hafa samband við án þess að raska ró var Jón, bróðir Óla, og kona hans Sólveig, sem þá voru búsett í Bandaríkjunum. Vildi það einnig svo skemmtilega til að afmælisdag Jóns og fæðing- ardag Dóru litlu, sem nú er orðin 17 ára, bar upp á sama dag. Þegar systkini Dóru fæddust, Ingibjörg og Hjörtur Andri, þá voru fagnaðarlætin ekki minni hjá þeim ömmu Dóru og Ól-afa. Ól-afi var svo sannarlega afi eins og maður getur ímyndað sér að afar eigi að vera. Hann dekraði við barnabörnin og þrotlaus þol- inmæði hans gerði það að verkum að þau bera ómælda virðingu fyr- ir afa sínum. Þau minnast þess oft þegar þau voru yngri að afi sagði þeim ýmsar sögur eins og Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum, Grýlusögu og Möggusögurnar frægu. Hann gerði með þeim ýmislegt til dund- urs. Þá minnast þau þess að hann var alltaf árrisull og sat iðulega við eldhúsborðið í stólnum sínum og las blöðin þegar þau vöknuðu, hvort heldur sem var þegar þau gistu hjá ömmu og afa í „Fjalla- landi“ eða í sumarbústaðaferðum í Munaðarnesið. Hann var líka alltaf boðinn og búinn að fara með þeim út á róló eða í mini-golfið í Munaðarnesinu, sama hvernig viðraði, að ógleymdum sunnu- dagaskólanum og ófáum ferðum út í búð að kaupa ís eða laugar- dagsnammi. Hann var heldur aldrei reiður þegar þau voru óþekk. Alltaf brosti hann og hafði gaman af þegar barnabörnin voru farin að læra að tala og lærðu ým- is orð sem áttu misvel við hverju sinni og höfðu stundum ekki hug- mynd um hvað þýddu. Þannig hafði hann lúmskt gaman af því þegar þau létu rammíslensk blótsyrði falla af vörum sínum við hin ýmsu tækifæri við mismikla kæti foreldranna. Óli hafði mikla kímnigáfu og man ég sérstaklega eftir því þeg- ar við Anna vorum að byrja að stinga saman nefjum. Hún var þá kannski hjá mér og spurt var heima hjá henni af forvitnum „happa“systrum hvar hún væri. Þá gerði Óli það einu sinni að gamni sínu að finna til úrklippu af auglýsingu frá fyrirtæki sem hét „hjá Hirti“. Þetta fannst honum mjög fyndið og mér líka. Önnu fannst það ekki eins fyndið þá, en eftir á að hyggja þá var þetta bráðfyndið og skemmtilegt uppá- tæki. Þegar við Anna fluttum aftur heim til Íslands með börn og buru, fyrir nokkrum árum, þá stóð ekki á þeim Dóru og Óla að bjóða okkur, fimm manna fjöl- skyldunni, að búa inná þeim í nokkra mánuði. Þetta voru mjög ánægjulegir og dýrmætir fimm mánuðir sem við erum afar þakk- lát fyrir og börnin okkar muna ævinlega eftir. Eins hjartagóður og hann var, þá var það nú samt hjartað sem hrjáði hann á undanförnum árum og lét að lokum undan. Vegna þess hversu hjartveill hann var, þá voru ýmsar leiðbeiningar sem læknar settu honum fyrir. Amma Dóra var dugleg að passa upp á það, en samt kom það nú fyrir að þegar við sátum öll stórfjölskyld- an til borðs í „Fjallalandinu“ að þá laumaðist minn maður oft í sæt- indi eða meiri ís eftir matinn, þeg- ar hún sá ekki til. Hann hafði þá á orði að „það sem Dóra sæi ekki né vissi af gæti ekki gert honum neitt illt – eins og maðurinn sagði“. Aldrei kom maður að tómum kofa hjá Óla, enda maðurinn með eindæmum fróður og vel lesinn um ótrúlegustu hluti og alltaf gaf hann sér tíma til að sinna þeim sem til hans leituðu. Sunnudag- inn áður en Óli lést heimsóttum við Anna og Hjörtur Andri Óla á spítalann. Hjörtur Andri hafði með sér kennslubækur þar sem hann var að lesa undir sögupróf í íslensku, nánar tiltekið um Snorra Sturluson. Þá stóð ekki á fræðimanninum og kennaranum, sem vissi allt um málið, nöfn, ætt- artengsl, staðhætti og ártöl. Þetta fannst Hirti Andra frábært eins og hann orðaði það sjálfur og fór ánægður og fróðari heim, bet- ur í stakk búinn undir prófið. Ekki er hægt að hugsa sér betri tengdaföður eða afa, enda var hann eðalmaður og ljúfmenni í alla staði. Við erum öll auðugri af því að hafa þekkt Óla og þau kynni eru okkur mjög kær og dýrmæt. Við kveðjum Ól-afa með trega, hans verður sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Þór Grjetarsson, Halldóra Kristín, Ingibjörg Anna og Hjörtur Andri. Allt of stutt er síðan ég kom til Óla og bað um hönd dóttur hans. Margar góðar minningar sitja eftir þegar ég kveð hann þó við höfum ekki þekkst nema í um tíu ár. Ég var ekki þess heiðurs að- njótandi að hafa Óla sem kennara í MR en hann var einn af þeim kennurum sem maður mátti alls ekki missa af. Ég naut hans bara aðeins síðar. Það eru forréttindi að hafa kynnst þeirri góðmennsku sem Óli bjó yfir. Hann var kærleiks- ríkur við Dóru sína og stelpurnar og barnabörnin voru í sérstöku uppáhaldi. Hann ljómaði við að heyra frásagnir af dætrum okkar og það var eins og hann fengi aukakraft í hvert sinn sem þær komu í heimsókn. Það eru margar skemmtilegar minningar sem tengjast góðum stundum hjá fjölskyldunni. Á miðnætti á gamlárskvöld kaus Óli til að mynda alltaf sjálfur að sitja inni í herbergi hjá dætrum okkur, Júlíu og svo Kötlu, ef vera skyldi að þær vöknuðu í öllum látunum. Þessara stunda naut hann, í kyrrð og ró með börnunum sem voru honum svo kær. Þá áttum við ógleymanlegar stundir á frönsku rivierunni, sumarið 2005, þegar Júlía okkar var nýfædd. Stoltari afa er ekki hægt að ímynda sér þegar maður skoðar myndir af Óla haldandi á dóttur- dóttur sinni þar. Óli var einnig skemmtilega íhaldssamur og við viss tilefni voru alltaf pantaðar „píanós-píts- ur“ eins og hann kallaði þær. Þá fannst honum ís nánast ómót- stæðilegur enda fitnaði hann ekki af því sem Dóra sá hann ekki borða. Gömlu og góðu 35 mm myndavélina sína notaði hann einnig óspart þegar tækifæri gafst til. „Allir mínir peningar fara í kvenfólk,“ var hann vanur að segja með glettni í augum – kven- fólkið sem hann elskaði svo, Dóru sína og dæturnar. Ljúf minning hans mun lifa og þakkir fyrir góð- ar stundir. Per Matts Henje. Ég var 6 ára og í heimsókn hjá Íu frænku og Valgerði ömmu minni á efsta lofti Njálsgötu 72 þegar amma minnti á að ég ætti stóran bróður, sem ég hefði aldrei séð. Kannski myndum við hittast einhvern daginn hjá þeim. Svo gáfu þær mér mynd af Óla sem faðir okkar hafði tekið og ég á enn. Það dróst einhver misseri að við hittumst. Fimm ár eru mikill aldursmunur á þessu skeiði. Ann- ar er krakki en hinn unglingur. En það varð strax gott á milli okkar, þótt stundum liði langt á milli funda. Við sóttum hvorki af- mæli eða fermingu hvor hjá öðr- um, en hittumst á Njálsgötunni og síðar á Laufásveginum hjá þeim mæðgum. Tólf ára tók ég á mig rögg og knúði dyra og spurði eftir Óla á Aragötunni. Eftir dá- litla stund kom hann út á tröpp- urnar og þar töluðum við saman í hálftíma eða svo, en á meðan blés og rigndi myndarlega. Þegar ekki var lengur þurr þráður á okkur kvöddumst við með kossi, eins og við höfum jafnan gert í hálfa öld síðan, nú síðast 1. þessa mánaðar. Óli var einn af þessum góðu mönnum. Hann var velviljaður, hlýr og hugulsamur. Lengi var hann hávaxinn og hraustur, vant- aði ekki mikið upp á 2 metrana. Síðasta sprettinn lagðist nokkuð heilsuleysi á þennan þróttmikla mann, svo á honum sá og tók hann því af æðruleysi og geð- prýði. Þótt Óli væri jafnan hófsmaður gerði hann sér glaðan dag eins og aðrir ungir menn og hann hafði mig stundum með sér á Garðs- böllin, þótt mig vantaði eitthvað upp á aldurinn og kynnti mig fyr- ir vinum sínum, sem voru fyrir- menni stúdenta á þeirri tíð og síð- ar bæði heldri menn og heiðursmenn. Höfðum við síðar meir gaman af að rifja þau æv- intýri upp enda hafði á ýmsu gengið. Að loknu cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands hvarf hann til kennslu í MR. Hann unni þessum starfs- vettvangi mjög, sínum gamla skóla, og honum vann hann í fjóra áratugi. Hann mat samkennara sína mikils og heyrði ég hann aldrei hallmæla neinum þeirra og á flestum hafði hann mikið álit. Með ólíkindum var hvað hann þekkti til margra nemenda sinna eftir áratuga kennslu og heyrði hann um góðan áfanga í lífi þeirra eða stóran eða smáan sóma, sem þeim hlotnaðist á lífsleiðinni, gladdist hann mjög. Menn ráða ekki öllu um það hvort þeir verða gæfumenn í líf- inu eða ekki. Stundum ráða menn sjálfir sárlega litlu um það, eins og dæmin sanna. En Óli varð gæfumaður án þess að reyna það. Hann hafði ríkan metnað til þess að gera allt vel sem honum var treyst fyrir. Hann öfundaðist ekki út í nokkurn mann. Hann gat ekki hugsað sér betri vinnustað en MR þótt á tímabili hafi annir hans þar verið miklar. En heima var þó best. „Ég er umvafinn kvenfólki,“ sagði hann löngum, þegar hann horfði á Dóru og dæt- urnar, brosti út að eyrum og ljómaði af stolti og hamingju. Og ekki dró úr þegar barnabörnin komu í heiminn, hvert af öðru. Og „kvenfólkið hans“ dugði honum svo sannarlega vel þegar hann þurfti þess með. Óli fylgdist grannt með því sem gerðist í þjóðfélaginu, jafnt í eigin fræðum sem öðru. Hann var skoðanafastur en öfgalaus. Nálg- aðist umræðuefni fremur eftir málefni en málstað. Vildi ekki kveða upp úr um sína skoðun fyrr en hann hefði náð að heyra ólík sjónarmið. Var umburðarlyndur, víðsýnn og varfærinn og mildur í dómum um menn. Hann var okk- ur Ástríði ekki aðeins bróðir og mágur, heldur góður vinur sem aldrei bilaði eða brást. Hann Óli var einn af þessum góðu mönn- um. Megi Guð í sinni mildi varða veginn hans og þeirra sem misstu og sakna. Davíð. Til er kvikmynd af Óla bróður mínum frá fermingarveislu hans. Hann gengur milli gesta brosandi og hlýlegur í framkomu. Líkur sér. En skuggi hvíldi yfir. Stjúp- faðir Óla lá veikur á sjúkrahúsi og deyr skömmu síðar. Þá axlaði Óli skyldur langt umfram aldur og gekk mér í föðurstað. Öðlingur reyndist hann ætíð og nærgætni og greiðvikni hans aðalsmerki. Beiðni um hjálp var aldrei neitað. Um allt mátti spyrja hann. Var pallurinn soðinn nógu vel saman? Gat Gunnar í raun hoppað hæð sína og hvað var Gunnar þá hár? Undantekning var þegar komu útvarpsfréttir. Þá skyldi þagað og hlustað enda mikilvægt að vera stöðugt vel upplýstur. Ég man Óla 19 ára reistan og prúðbúinn á leiksviði. Fulltíða, glæsilegan ungan mann í hlut- verki Sigurðar í Dal í uppfærslu skólapilta á Útilegumönnunum. Fyrir sýningu spurði hann hvort ég gæti leikið ungbarn Grasa- Guddu. Ekki fannst mér, fimm ára snáðanum, það áhugaverð upphefð. Hann brosti. Dúkka yrði látin duga enda hafði það alltaf verið ætlunin. Næst lá leið Óla í Háskólann í íslenskunám. Í því námi samein- aði hann eðlislæga nákvæmni, skýra hugsun, kímni og aðdáun á listum bókmenntanna. Eftir nám tók við kennsla í MR. Kennsla hans einkenndist af virðingu fyrir námsefninu. Við nemendur skyldi komið fram eins og fullorðið fólk og hann lét sig skipta áhyggjur þeirra og vandamál. Hann las mikið og lifði og hrærðist í sínum fræðum. Með því gerði hann þau lifandi. Sem skólamaður beitti hann sér opinberlega fyrir efl- ingu menntunar. Sárnaði metn- aðarleysið. Í hljóði notaði hann ótaldar stundir í að lesa yfir rit- gerðir nemenda og leiðrétta af kostgæfni. Mikill hluti þeirrar vinnu var eingöngu greiddur sem betra veganesti nemanda til framtíðar. Vel menntaður ein- staklingur þarf að vera ritfær og til þess þarf persónulega leið- sögn. Árum saman háðu Óli og Jón Jakob sonur minn reglulega kapphlaup með mig sem dómara. Kapphlaupið var jafnt framan af. Svo stækkaði Jón Jakob og Óli veiktist. Hallaði þá smám saman meir og meir á minn kæra bróður. Svo fór að Óli hætti alveg að geta unnið en samt vildi hann alltaf keppa. Verðlaun Óla voru ekki sigur heldur ánægjuhlátur litla frændans. Óli var snillingur í rökræðum og naut þeirra. Andlitið lifnaði við þegar áhugaverð mál komu til umræðu. Hann setti sig í stelling- ar og horfði beint framan í við- mælanda til að tryggja fullan skilning. Snögg handarhreyfing til að færa gleraugun betur upp á nefið. Á bak við þau voru augun skýr, athugul og vinaleg. Um hvað fjallar málið? Nákvæmlega! Átta sig á muninum á staðreynd- um og skoðunum. Hvert er aðal- atriðið í málinu? Greina þessa hluti og þá verða flókin mál oft einföld. Hann brosti vinalega þegar viðmælandi áttaði sig á réttmæti og þunga raka hans. Óli átti við erfið veikindi að stríða til fjölda ára. Þeim mun meir sem sjúkdómar beygðu lík- amann, þeim mun meiri reisn var yfir öllu sem hann gerði. „Ég hef gaman af lífinu“ var eitt það síð- asta sem Óli sagði við mig fár- veikur skömmu fyrir andlátið. Svo horfðum við saman á fréttir. Jón Jóhannes Jónsson. Mér fannst ég vera heppin að fá Ólaf Oddsson sem íslensku- og umsjónarkennara í 5. bekk í MR. Hann hafði kennt bestu vinkonu Ólafur Oddsson HINSTA KVEÐJA Kveðja frá afastelpunni Júlíu Guðrúnu Lovisu Henje. Ég hugsa margt gott þegar ég hugsa um afa minn. Við fengum okkur oft ís saman í ísbúð og borð- uðum úti saman í sumar. Afi sagði mér Búkollusög- ur, söguna af Gilitrutt og Möggusögur. Þegar ég settist niður til að hugsa um afa teiknaði ég mynd af döpru andliti og söng lagið Ég er sko vinur þinn. Afi er svo skemmtilegur, ég sakna hans. Júlía Guðrún Lovisa Henje.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.