Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 næst og hann greip í hvert verk sem hann gat ef til hans var leit- að. Ég þakka Ólafi samstúdent mínum, samkennara og vini sam- fylgdina. Á hana bar hvergi skugga. Megi hann eiga góða heimkomu. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Guðfinna Ragnarsdóttir. Fallinn er frá kær vinur og kollegi í rúman aldarfjórðung. Ólafur Oddsson var okkur, sem hér minnumst hans, ekki aðeins nestor en einnig hjartkær félagi. Samskipti okkar náðu langt út fyrir skóla og kennslu og að leið- sögn hans og velvilja munum við báðir búa þó genginn sé vinur. Sem kennari var Ólafur húm- anisti, – mannvinur sem gjarnan tók málstað þess sem minna mátti sín og studdi til góðra verka. Hann var kennari af lífi og sál, lærifaðir í bestu merkingu þess orðs, þar sem móðurmálið, sem varð hans lifibrauð, var kær- ast en ekki allt. Ein undirstaða mannlegrar reisnar var í hans huga að maðurinn kæmi hugsun sinni sem skilmerkilegast og vandaðast frá sér. Til þess hafði íslenskur menntaskólanemi hafsjó bókmennta í að sækja. Ólafur leit á það sem skyldu sína að miðla þeirri gnægð til nem- enda sinna og var sannfærður um mikilvægi þess starfs. Þar gat sá, sem alinn var upp við brunn ís- lenskra bókmennta, fundið fyrir- mynd í því fegursta og tærasta til þess að finna hugsun sinni farveg því málfar mannsins er ein birt- ingarmynd hans sjálfs. En eins og Ólafur var stoð nemenda sinna, – því þar áttu þeir sinn málsvara ef refsivöndur annarra lærimeistara var á lofti, – þá áttum við félagar hans þar jafnframt hauk í horni. Til hans var gott að leita með erfið úr- lausnarefni af öllum toga. Vart þarf að geta þess að slíkur smekkmaður á mál og stíl forðaði okkur oftar en ekki frá nykurt- jörnum tungunnar, bjargaði okk- ur frá óþarfa hvatvísi og vanhugs- aðri nýjungagirni. Stundum greindi okkur á um útfærslur en aldrei grundvallaratriði. Ólafur var íhugull og vandvirkur, hlust- aði á rök með velvilja en fann þá lausn sem allir gátu sæst á. Og síðast en ekki síst var gott að leita til Ólafs með áhyggjur og vanda- mál hvunndagslífsins. Vini í hug- arangri tók hann af sinni alkunnu ró og yfirvegun sem reyndist bráðsmitandi í nærveru hans svo veröldin var öllu bjartari á eftir. Oft var glatt á hjalla í sam- starfi okkar því að þótt Ólafur væri dulur alvörumaður var grunnt á gamni og glensi þegar sá gállinn var á honum. Saman brölluðum við þrír margt sem ekki er fært í letur en geymist betur í minni. Saman stigum við opinberlega frumsaminn dans og söng við texta okkar ástsæla skálds, Egils á Borg, saman lék- um við atriði og senur úr Njálu á söguslóðum, – galgopalega að sumum fannst, og saman áttum við ógleymanlegar stundir þar sem lá við að sumar gátur lífsins yrðu loksins leystar. Og ekki var minnstur fengur að hafa verið með Óla að tína saman í lestrark- ver ýmislegt sem okkur fannst meðal þess markverðasta á móð- urmálinu. Þar naut Ólafur sín og þá nutum við fóstbræður samvist- anna við þann glaðlynda, fjölfróða meistara sem við viljum minnast það sem við eigum eftir þó haust- ið hafi sest að um hríð í hjarta. Eitt eftirlætisskáld vinar okkar var Kristján Jónsson Fjallaskáld: Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum. Húmar eins og haustar að í hjartans leynum. Við sendum Dóru, dætrum og öðrum vandamönnum innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Bragi og Knútur. Ford Bronco ekur upp að Melaskóla og út stígur hár, dökk- hærður maður sem tekur á móti dætrum sínum tveim, faðmar þær að sér og ekur þeim svo heim. Stundum var ég, vinkona dætranna, heppin og fékk að fljóta með. Þessar ferðir eru mér svo minnisstæðar að ég sé bílinn enn ljóslifandi fyrir mér. Yndislegur, rólegur og hjarta- góður faðir er sú mynd sem ég á af honum Óla þar sem hann situr í bókahorninu sínu í stofunni á Lynghaganum. Þangað vorum við vinkonurnar velkomnar og svör við lífsins spurningum voru alltaf á reiðum höndum. Hann var faðir fram í fingurgóma. Hann hugsaði um dætur sínar sem dýr- mætan fjársjóð og var alla tíð vakinn og sofinn yfir velferð þeirra. Það hefur sennilega verið sjaldgæf sjón að sjá feður með börn sín á Lynghagaróló fyrir um 30 árum, en þar tóku þeir stund- um tal, Óli og faðir minn. Við frá- fall föður míns hringdi Óli strax til móður minnar og bauð fram námsaðstoð til handa okkur systkinunum. Það stóð aldrei á velvilja hans við yfirlestur rit- gerða þrátt fyrir annir við störf sín. Elsku Gunna, það er sárt að horfa á eftir jafn góðum manni og hann Óli var, en hann gaf ykkur systrum svo mikla hjartahlýju sem mun verða gott veganesti á lífsleið ykkar. Mínar dýpstu samúðarkveðjur sendi ég einnig Dóru, Önnu Kristínu, Helgu Guðrúnu og fjöl- skyldum. María Lapas. Við Ólafur Oddsson urðum ná- grannar þegar hann fluttist í ný- byggt hús á Aragötu 6 upp úr miðjum sjötta áratug síðustu ald- ar. Fósturfaðir Ólafs, Jón Jó- hannesson, var þá orðinn prófess- or í sagnfræði, en hann lést langt um aldur fram vorið 1957 frá eig- inkonu, fóstursyni, syni og ófæddum syni. Ólafur mat fóstra sinn ævinlega mikils. Fljótlega tókst náin vinátta með okkur Óla sem efldist á skólaárum okkar í Menntaskólanum í Reykjavík. Við vorum margir félagarnir sem sátum heima hjá Ólafi, ræddum lífið og tilveruna og þáðum góðan beina hjá móður hans, Guðrúnu P. Helgadóttur. Hún ræddi við okkur strákana sem jafningja, og aldrei birtist hún okkur sem hinn strangi skólastjóri Kvennaskól- ans. Óli var íhaldsmaður af gamla skólanum og fór aldrei dult með. Hann var rökfastur og fundvís á veilur í málflutningi þeirra sem voru á annarri skoðun. Alltaf virti hann öndverð sjónarmið, en ekki síður rétt annarra til að vera hon- um ósammála. Ólafur var snjall samræðumaður, gat verið afar orðheppinn og var gæddur nota- legri og hæglátri kímnigáfu. Hann kenndi við Menntaskól- anum í Reykjavík áratugum sam- an og sýndi honum fádæma ósér- hlífni og tryggð. Ég veit að margir nemendur hans munu aldrei gleyma fleygum orðum úr kennslustundum. Hann bar hag íslenskrar tungu mjög fyrir brjósti, svo og stöðu og virðingu kennarastétt- arinnar. Hann skrifaði stundum blaðagreinar, stuttorðar og gagnorðar. Það er erfitt að út- skýra latneska orðið pondus. Það merkir þungi, jafnvel alvöru- þungi. Það er einnig tekið eftir þeim og tekið mark á þeim sem hefur pondus. Ólafur og skrif hans um þjóðfélagsmál höfðu pondus. Hin seinni ár voru endurfundir okkar alltof strjálir, en ævinlega eins og við hefðum síðast hist í gær. Ég ræddi talsvert við Óla fyrir tveimur árum á æskuheim- ilinu á Aragötu þegar minnst var aldarafmælis Jóns fóstra hans. Þá hafði Ólafur orðið fyrir áföll- um sem gengu mjög nærri heilsu hans. Ekki vildi hann ræða þau mál og vék talinu að öðru með fimleik. Við sáumst síðast í sum- ar í sjötugsafmæli Einars G. Pét- urssonar. Þá var verulega af hon- um dregið, en hann var glaður og reifur á góðri stund. Eftir skólaárin kynntist ég móður Ólafs sem góðum granna. Bræðrum hans, læknunum Helga og Jóni Jóhannesi, kynnt- ist ég betur er þeir voru við nám í læknisfræði. Ólafur stofnaði fremur seint til fjölskyldu á ís- lenskan mælikvarða, en hann var mikill fjölskyldufaðir og afar heimakær. Ólafur var óvenjulega heilsteyptur, vandaður til orðs og æðis, vinfastur og trygglyndur. Ég þakka kynnin af þessum góða dreng og votta ástvinum hans hugheila samúð. Baldur Símonarson. Ólafur Oddsson er órjúfanleg- ur hluti æskuminninga minna og sannarlega maður sem lagði mér til góða hluti á lífsleiðinni. Ég kynntist bróður hans, Nonna, sem barn og móðir þeirra bræðra tók mér þannig að heimili hennar varð um tíma eins og annað heim- ili mitt. Þar var Óli, mun eldri en við félagarnir, fluttur að heiman, myndarlegur, dökkhærður, bros- mildur og léttur í lund. Hann sagði alveg óskaplega skemmtilega frá og í sögunum var mikil glettni, mönnum lýst á skemmtilegan hátt og mér finnst hann alltaf hafa verið brosandi og með glettni í augum. Hann vann trúnað minn strax. Besta dæmið er þegar ég ætlaði að reyna að koma ljóðum í bók, en þá fór ég með djásnið til hans. Hann gaf hollráð, benti mér á margt sem bæta mátti, sagði margt fallegt um ljóðasafnið en benti skáldinu á að hugsanlegt væri að það ætti eftir að taka út þroska. Og líklega var það rétt að láta ljóðasafnið í góðan kassa til að skoða þegar manni liggur á að muna hvernig ungir, bráðlátir menn hugsa. Vissulega lengdist milli okkar með árunum en oft hitti ég Óla á förnum vegi eða á vettvangi fjöl- skyldu hans og alltaf varð úr skraf, jafnvel rökræða. Þegar ég fletti Mogganum var það oft til að kanna hvort Óli hefði skrifað eitt- hvað, því þó lífskoðanir okkar væru ólíkar þá fannst mér alltaf mikið til um sjónarmið hans og hugsanir, ekki síst þegar hann fjallaði um skólamál. Svo fór að meðan ég var í MR, þar sem Óli kenndi alla sína tíð, þá var ég aldrei í bekk hjá honum. Það var kannski í lagi. Hann kenndi mér svo margt hvort eð var. Eitt af því sem ég lærði af honum var að það væri mikið hól að segja um mann að hann væri drengur góður. Hann var dreng- ur góður. Blessuð sé minning hans. Magnús Þorkelsson. Í örfáum orðum vil ég minnast míns gamla kennara frá Mennta- skólanum í Reykjavík, hans Ólafs Oddssonar. Listinn yfir þá kenn- ara sem koma að menntun hvers manns getur orðið ansi langur. Sumir falla í gleymskunnar dá en aðrir standa upp úr minningunni fyrir margra hluta sakir. Í mínu tilfelli var Ólafur Oddsson einn af þessum kennurum sem ég get aldrei gleymt. Hann hafði áhrif á mig bæði í íslenskunámi mínu og svo hafði hann áhrif á mig sem manneskju. Hann var áhugasam- ur um námsefnið og smitaði sú ástríða mig gífurlega. Honum tókst að sýna mér fram á hið mannlega og fallega í textum sem í fyrstu höfðu virst mér torskildir og forneskjulegir. Þannig opnaði hann huga minn fyrir nýjum víddum í íslenskri tungu og bók- menntum. Þetta var ómetanlegt fyrir mig námslega og persónu- lega finnst mér að kennarastarfið eigi að snúast um þetta, að geta vakið áhuga nemenda á efninu, kennt þeim gagnrýna hugsun og víkkað sjóndeildarhring þeirra. En kennarastarfið krefst líka mikillar hæfni í mannlegum sam- skiptum og þar er minningin um Ólaf einna sterkust. Hann var góð manneskja. Það er ekkert hægt að segja annað. Ég varð oft vitni að því hvernig hann brást á stór- kostlegan hátt við erfiðum og jafnvel ruddalegum nemendum og gerði þannig aðstæður, sem annars hefðu getað orðið mjög neikvæðar, mun mildari og jafn- vel fyndnar. Með lúmska kímni- gáfu og manngæsku að vopni. Eitt atvik frá árunum í MR stendur þó sérstaklega upp úr. Þá vorum við í íslenskutíma hjá Ólafi og bankað var óvænt á hurð- ina. Inn gekk ung stúlka á sama aldri og við. Ólafur kinkaði vina- lega kolli til hennar og leyfði henni að gera það sem hún vildi. Hún var samt ekki nemandi í skólanum eftir því sem ég best veit. Þessi stúlka gekk inn, kynnti sig fyrir bekknum, las síðan upp ljóð í allgóðan tíma, þakkaði svo fyrir sig og gekk aftur út án frek- ari útskýringa. Allur bekkurinn var furðu lostinn. En Ólafur lét ekki slá sig út af laginu heldur tók strax til við að kenna eins og ekk- ert hefði í skorist. Ég komst seinna að því að þessi stúlka átti við alvarleg geðræn vandamál að stríða og hún er núna látin, langt fyrir aldur fram. Ég veit ekki hvort Ólafi var kunnugt um vanda hennar eður ei. Það skiptir kannski ekki öllu máli. En þarna hefði annar kennari ef til vill brugðist við slíkri óboðaðri trufl- un á allt annan hátt, jafnvel vísað stúlkunni á dyr og þannig sært viðkvæmt sálarlíf hennar. Við- brögð Ólafs sýndu bara hvernig mann hafði að geyma, þolinmóð- an og umburðarlyndan. Ég hef oft hugsað til baka til þessa atviks og þeirrar lexíu sem ég lærði þennan dag. Hún var jafnvel enn dýrmætari en lexíurnar í skóla- bókunum. Ólafur hafði kennt okkur að dæma ekki, heldur sýna umburðarlyndi, hlusta og gefa fólki tækifæri. Það er mikill missir að þessum góða manni og kennara. Nína Rúna Kvaran. Ólafur Oddsson ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN INGI VAGNSSON bóndi, Minni-Ökrum, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fimmtudaginn 27. október. Útför hans fer fram frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og Krabbameinsfélag Skagafjarðar. Sigurlaug Jónsdóttir, Sigurbjörg Th. Stefánsdóttir, Magnús Hlíðdal Guðjónsson, Vagn Þormar Stefánsson, Guðrún Elva Ármannsdóttir, Jón Hjörtur Stefánsson, Þorbjörg Harðardóttir, Guttormur Hrafn Stefánsson, Kristín Halla Bergsdóttir og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELSA GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Sæbergi, Borgarfirði eystra, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstöðum föstudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Bakkagerðiskirkju Borgarfirði eystra laugardaginn 12. nóvember kl. 13.00. Jón Ingi Arngrímsson, Arna SD Christiansen, Ásgeir Arngrímsson, Bergrún Jóhanna Borgfjörð, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Heiðdís Halla Bjarnadóttir, Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir, Ólafur Arnar Hallgrímsson, Jóhanna Guðný Arngrímsdóttir, Jóhann Rúnar Magnússon, Bryndís Snjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, sonur og bróðir, ARNÞÓR HREGGVIÐUR GUNNARSSON, er lést í Herning, Danmörku, miðvikudaginn 26. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. nóvember kl. 11.00. Hlíf Una Báru-Arnþórsdóttir, Íris María Arnþórsdóttir, Gunnar Páll Jensson, Nanna Arthursdóttir, Kristján Ófeigur Gunnarsson, Magni Guðjón Gunnarsson, Magnea Stefanía Gunnarsdóttir, Sigríður Nanna Gunnarsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona, móðir og amma, CAMILLA RICHARDSDÓTTIR, lést laugardaginn 5. nóvember á Flórída. Runólfur Þór Eiríksson, Erna Petrea Cahill, Kevin John Cahill, barnabörn og aðstandendur. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, systir okkar og mágkona, SIGRÍÐUR HELGA ÓLAFSDÓTTIR áður til heimilis, Flyðrugranda 8, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 4. nóvember, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á Aðstandendafélag Droplaugarstaða. Bergljót Jónsdóttir, Arnaldur Sigurðsson, Guttormur Ólafsson, Aðalbjörg Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Ásthildur Rafnar, Eggert B. Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur og afi, ÓLAFUR ANDRÉSSON frá Laugabóli, Mosfellsdal, Asparteigi 3, Mosfellsbæ, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 3. nóvember, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju miðviku- daginn 16. nóvember kl. 13.00. Hulda Katla Sæbergsdóttir, Vivian Ólafsdóttir, Elvar Gunnarsson, Anní Ólafsdóttir, Hilmir Berg Ragnarsson, Örn Ólafsson, Natan Máni Ólafsson, Valgerður Valgeirsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.