Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikil pólitísk óvissa er á Ítalíu eftir að Silvio Berlusconi forsætisráðherra játaði sig sigraðan í fyrrakvöld og kvaðst ætla að segja af sér eftir að þing landsins hefur afgreitt tillögur stjórnar hans um efnahagslegar um- bætur. Stefnt er að því að þingið sam- þykki tillögurnar ekki síðar en á laug- ardaginn kemur. Berlusconi sagði í viðtali við ítalska dagblaðið La Stampa að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur í embætti forsætisráðherra. Giorgio Napolit- ano, forseti Ítalíu, hyggst ræða við leiðtoga stjórnmálaflokkanna áður en hann tekur ákvörðun um hvernig bregðast eigi við stjórnarkreppunni. Forsetinn getur rofið þing og boðað til kosninga innan 70 daga eða reynt að mynda nýja ríkisstjórn. Hugsan- legt er að hann beiti sér fyrir myndun þjóðstjórnar, undir forystu óflokks- bundins sérfræðings, sem yrði við völd til bráðabirgða, eða þar til nauð- synlegar efnahagsaðgerðir hafa verið samþykktar. Napolitano getur einnig beitt sér fyrir því að núverandi ríkis- stjórn hægri- og miðjumanna verði efld undir forystu nýs forsætisráð- herra. Skoðanakannanir benda til þess að fylgi Berlusconis hafi snarminnkað að undanförnu vegna skuldavanda landsins og hann njóti nú aðeins stuðnings 22% Ítala. Margir Ítalir fögnuðu því afsögn hans en gerðu sér grein fyrir því að hún leysir ekki efna- hagsvandann. „Ég er ánægð vegna þess að hann hefði átt að víkja þegar hneykslismál hans komust í hámæli og halla fór undan fæti fyrir honum,“ hefur The Guardian eftir ítalska fjölmiðlaráð- gjafanum Luisu Amato. „Þetta leysir ef til vill trúverðugleikavanda okkar á alþjóðlegum vettvangi en afsögnin verður ekki til þess að efnahagsvandi Ítalíu gufi upp.“ „Silvio Berlusconi er ekki vanda- málið,“ hefur blaðið eftir Michele Fid- ati, sem rekur veitingahús í miðborg Rómar. „Vandamálið er Evrópu- sambandið og markaðirnir – við vit- um ekki lengur hver stjórnar Ítalíu.“ Tryggði stöðugleika Berlusconi haslaði sér völl í stjórn- málunum árið 1993 þegar hann stofn- aði flokk sinn „Forza Italia“, eða Áfram Ítalía. Árið eftir var Kristilegi demókrataflokkurinn leystur upp vegna hneykslismála, eftir að hafa verið öflugasti flokkur landsins í hálfa öld. Berlusconi varð fyrst forsætisráð- herra árið 1994 þegar hann myndaði stjórn með Þjóðarbandalaginu og Norðursambandinu, en hún féll að- eins sjö mánuðum síðar. Hann komst aftur til valda árið 2001 eftir mikla kosningaherferð í fjölmiðlaveldi sínu og myndaði stjórn sem var við völd til ársins 2006. Berlusconi varð þá fyrsti ítalski forsætisráðherrann eftir síðari heimsstyrjöldina til að gegna emb- ættinu heilt kjörtímabil. Berlusconi myndaði þriðju ríkis- stjórn sína árið 2008 eftir stórsigur hægri- og miðflokkanna í þingkosningum. Þótt hann hafi ver- ið mjög umdeildur leiðtogi verður það ekki af honum tekið að hann hefur verið lengur við völd en nokkur annar forsætisráðherra á Ítalíu eftir síðari heims- styrjöldina og tryggt pólitískan stöðugleika, þar til nú. Andstæðingar hans gagnrýna hann hins vegar fyrir að hafa aukið skuldir ríkisins með því að lækka skatta í þeim tilgangi einum að tryggja sér atkvæði kjósenda. Bendlaður við mafíuna Berlusconi fæddist 29. september 1936 og er kominn af millistéttarfólki. Hann byrjaði á að selja ryksugur en gerðist síðan söngvari á næturklúbb- um og í skemmtiferðaskipum. Hann lauk háskólanámi í viðskiptalögfræði 1961 og stofnaði síðar verktökufyrir- tæki í Mílanó. Andstæðingar hans hafa sakað Berlusconi um að hafa komið undir sig fótunum með hjálp mafíunnar og nokkrir fyrirverandi mafíósar hafa sakað hann um að vera viðriðinn hana. Berlusconi hefur alltaf neitað þeim ásökunum og sagt þær lið í samsæri vinstrisinnaðra saksóknara og stjórnmálamanna til að koma hon- um frá völdum. Vandi Ítalíu hverfur ekki með afsögn Silvios Berlusconis Reuters Bossi og Berlusconi Silvio Berlusconi, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, heldur í hönd Umbertos Bossis, leiðtoga Norðursambandsins, á þinginu í fyrradag þegar atkvæði voru greidd um stjórnarfrumvarp um opinber útgjöld.  Mikil pólitísk óvissa ríkir í landinu eftir að forsætisráðherrann féllst loks á að láta af embætti Veronica Lario- Berlusconi Noemi Letizia Karima El Mahroug Silvio Berlusconi, 75 ára Patrizia D’ Addario ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 Ljósmynd: Reuters/Dario Pignatelli 2010, jan. Þingið setur lög sem veittu Berlusconi friðhelgi í 18 mánuði Apríl Gamall bandamaður forsætisráðherrans, Gianfranco Fini, sakar Berlusconi um að stjórna flokki þeirra eins og einráður konungur Nóv. Sakaður um að hafa greitt 17 ára stúlku, Karima El Mahroug, fyrir kynmök 2011, 15. febr. Dómari skipar Berlusconi að koma fyrir rétt 6. apríl vegna ásakana um samræði við ólögráða stúlku og misbeitingu valds síns 28. mars Kemur fyrir rétt í fyrsta skipti í átta ár, vegna ásakana um fjársvik í tengslum við fjölmiðlaveldi hans 31. maí Lögmenn Berlusconis krefjast þess að sérstakur ráðherradómstóll fjalli ummeint kynferðisbrot hans 14. sept. Þingið samþykkir sparnaðaraðgerðir 8. nóv. Berlusconi tilkynnir að hann hyggist segja af sér 2008, apríl Verður forsætisráðherra í þriðja skipti eftir stórsigur í kosningum Maí Stjórnin samþykkir umdeildar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og glæpum Júlí Þingið setur lög sem veita forsætisráðherranum friðhelgi frá saksókn 2009, maí Eiginkona Berlusconis, Veronica, óskar eftir skilnaði eftir að hann mætti í 18 ára afmæli fyrirsætunnar Noemi Letizia Júlí Sakaður um kynferðislegt samneyti við vændiskonur, m.a. Patriziu D’Addario, og ólögráða stúlkur. Kveðst ekki vera „dýrlingur “ en ætla að gegna embættinu út kjörtímabilið Okt. Stjórnlagadómstóll Ítalíu kemst að þeirri niðurstöðu að lögin um friðhelgi Berlusconis samræmist ekki stjórnarskránni og hann er saksóttur að nýju Des. Fluttur á sjúkrahús með brotið nef og brotnar tennur eftir að maður með geðræn vandamál réðst á hann á stjórnmálafundi STORMASAMT KJÖRTÍMABIL ’ Ég er án nokkurs vafa sá maður sem hefur sætt mestu ofsóknum í allri sögu heimsins og mannkynssög- unni. Þetta sagði Silvio Berlusconi í október 2009 þegar stjórnlagadómstóll Ítalíu ógilti lög sem veittu honum friðhelgi frá saksókn. ’ Ég er Jesús Kristur ítalskra stjórn- mála. Ég er þolinmótt fórnarlamb, ég umber alla, fórna sjálfum mér fyrir alla. Berlusconi lét þessi orð falla í ræðu sem hann flutti í kvöldverðarboði með stuðn- ingsmönnum sínum í febrúar 2006. ’ Vinstrimenn eru algjörlega smekk- lausir, meira að segja þegar konur eru annars vegar. Þetta var svar Berlusconis í apríl 2008 þeg- ar ítalskir vinstrimenn andmæltu ummæl- um hans um að hægrisinnaðar stjórn- málakonur væru upp til hópa fegurri en þær sem eru til vinstri. ’ Það er ógerningur að eyða þeirri hættu. Við myndum þurfa jafn- marga hermenn og fallegar konur. Það er borin von þar sem ítalskar konur eru svo fallegar. Þannig svaraði Berlusconi blaðakonu sem spurði hvort hann teldi að nauðganir myndu heyra sögunni til á Ítalíu vegna þeirrar ákvörðunar hans árið 2009 að fjölga hermönnum sem eiga að gæta ör- yggis borgaranna. ’ Þegar þær voru spurðar hvort þær vildu sænga með mér sögðu 30% kvennanna „já“, en hinar konurnar svör- uðu: „Ha, aftur?“ Berlusconi átti það til að gera grín að kven- semi sinni og meintri kvenhylli til að reyna að hrista af sér ásakanir um að hann hefði haft samræði við ólögráða stúlkur og vændiskonur. ’ Það er betra að vera gefinn fyrir fal- legar stúlkur en að vera hommi. Þessi ummæli Berlusconis vöktu hörð við- brögð meðal samkynhneigðra á Ítalíu fyrir ári. ’ [Obama] er ungur, myndarlegur og sólbrúnn. „Hvernig í ósköpunum er hægt að taka slíku hrósi illa?“ spurði Berlusconi gátt- aður þegar ítalskir fjölmiðar hneyksluðust á þessari lýsingu hans á Barack Obama í nóvember 2008 þegar hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. ’ Ég þurfti að beita öllum glaumgosa- brellunum mínum. Berlusconi móðgaði Finna þegar hann lýsti „daðri“ sínu við Törju Halonen, forseta Finnlands, til að tryggja stuðning finnskra stjórnvalda við það að höfuðstöðvar mat- vælaöryggisstofnunar Evrópu yrðu á Ítalíu. Hann kvaðst jafnvel hafa þurft að „þola finnskan mat“. ’ Vesturlönd halda enn áfram að sigra þjóðir, jafnvel þótt það þýði átök við annan menningarheim, íslam, sem er rígfastur þar sem hann var fyrir 1.400 árum. Berlusconi sagði að þessi orð hefðu verið slitin úr samhengi þegar hann sætti harðri gagnrýni víða um heim fyrir ræðu sem hann flutti eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Í ræðunni lýsti hann „yfirburðum vestrænnar menningar“. „Jesús Kristur stjórnmálanna“ Sérfræðingar segja að Silvio Ber- lusconi verði berskjaldaður gagn- vart saksóknum eftir að hann læt- ur af embætti forsætisráðherra, einkum vegna nýrra ásakana um að hann sé viðriðinn mafíuna. Fréttaveitan AFP hefur eftir ítölskum lögspekingum að lík- lega verði saksóknum á hend- ur Berlusconi hraðað eftir að hann segir af sér. Hann sé ekki lengur í aðstöðu til að knýja fram ný lög sem geti bjargað honum. Berlusconi reyndi í fyrstu að komast hjá saksóknum með lögum sem veittu forsætisráð- herra landsins friðhelgi frá ákæru, en stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að lög- in samræmdust ekki stjórnar- skránni. Hann hefur þegar verið saksóttur fyrir skattsvik, mútu- greiðslur, samræði við ólögráða stúlku og misbeitingu valds síns. Hann hafði meðal annars vonast til þess að sett yrðu lög sem tak- mörkuðu notkun símhlerana, auk þess sem fyrningarlögum yrði breytt þannig að ákæran á hendur honum fyrir mútur yrði felld niður. Berskjalda gagnvart ákærum REYNDI AÐ KOMAST HJÁ SAKSÓKNUM Meintri karlrembu Berlusconis mótmælt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.