Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011 Túnfisk- samloka 169kr ...opið í 20 ár María Ólafsdóttir maria@mbl.is Heilsuborg og kvennadeildLandspítala eru nú í sam-vinnuverkefni þar sembarnshafandi konum er veitt fræðsla frá lækni, næring- arfræðingi og sjúkraþjálfara. Líkt og kom fram í fréttum nýlega hefur barnshafandi konum í yfirþyngd fjölgað til muna hérlendis. En fræðslufundirnir eru opnir öllum barnshafandi konum sem vilja gera lífsstílsbreytingu. Leiða saman hesta sína „Við erum mjög meðvituð um þennan offituvanda svo og starfsfólk á kvennadeild Landspítalans sem sér gríðarlega aukningu í offitu kvenna og þar með fylgikvillum eins og t.d. meðgöngusykursýki. Þetta hefur valdið þeim áhyggjum og þegar leiðir okkar lágu saman ákváðum við að gera eitthvað í málunum. Við ákváðum hér í Heilsuborg að bjóða fræðslu sem í fyrstu var hugsuð fyrir of þungar konur og með sykursýki en það hefur síðan verið útvíkkað og er fyrir allar barnshafandi konur. Fræðslan samanstendur af fræðslu hjá næringarfræðingi, Bryndísi Elvu Gunnarsdóttur, og sjúkraþjálf- aranum Önnu Borg sem leiðbeinir konunum um allt það sem tengist stoðkerfinu á meðgöngu. Ég er síðan með fræðslu um lífsstílsbreytingar og hvernig er best að byrja og koma sér af stað,“ segir Erla Gerður Sveins- dóttir, yfirlæknir hjá Heilsuborg. Góður byrjunarpunktur Erla Gerður segir aðaláhersluna Vegferð barnsins mikilvægust Barnshafandi konum í yfirþyngd hefur fjölgað hérlendis. Mikilvægt er að konur geri sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar og holls mataræðis á meðgöngu. Í sam- starfsverkefni Heilsuborgar og kvennadeildar Landspítala um fræðslu fyrir konur á meðgöngu er lögð áhersla á slíka lífsstílsbreytingu. Fræðslufundirnir eru þó opn- ir öllum barnshafandi konum sem vilja stíga fyrsta skrefið að betri lífsstíl. Morgunblaðið/Ómar Hreyfing Anna Borg sjúkraþjálfari leiðbeinir konunum um hreyfingu. Við ættum að sinna frændum okkar í Færeyjum betur en við gerum. Þeir eru ekki aðeins nágrannar okkar heldur einstaklega góðviljaðir (munið að þeir voru manna fyrstir reiðubúnir til að leggja okkur lið í hruninu), og svo eru þeir einstaklega skemmti- legir og frábærir heim að sækja. Náttúrufegurð Færeyja er með ein- dæmum og mikil upplifun að koma þangað. Færeyingar halda úti góðum fréttavef sem heitir aktuelt.fo, og þar er mjög gaman að vafra um og fylgj- ast með því sem er að gerast í Fær- eyjum. Aukreitis má hafa af því góða skemmtun að lesa færeyskuna því hún er mjög lík íslenskunni og sum orðin geta verið ansi hreint skondin. Til dæmis segir svo um tónleika Frostrósa í Færeyjum: Áhugin fyri stórslignu jólakonsertini við ís- lendsku Fróstrósum er sera stórur, og konsertin í Norðurlandahúsinum varð útseld beinanvegin. Á vefnum eru m.a. innlendar fréttir frá Fær- eyjum, erlendar fréttir, íþróttafréttir, menningarfréttir, sölutorg o.fl. Vefsíðan www.aktuelt.fo Færeyskir tónar Á síðunni segir m.a. frá nýju lagi með Páli Finni Páli. Um frændur okkar Færeyinga Veirurnar eru sönghópur Skagfirð- inga og nokkurra Sunnlendinga sem hafa sungið saman í 25 ár. Söng- gleðin er ævinlega við völd hjá þeim og þau vita fátt skemmtilegra en að syngja raddað. Veirurnar halda tón- leika öðru hverju og enginn má láta þá fram hjá sér fara, en sönghóp- urinn ætlar að vera með tónleika á morgun, föstudag, í Guðríðarkirkju. Yfirskrift tónleikanna er Eftirmið- dagslúr og ætlar Jón Þorsteinn Reyn- isson harmónikkuleikari að vera með þeim og óhætt að lofa góðri skemmt- un fyrir fólk til að ylja sér við. Stjórnandi Veiranna er Guðbjörg R. Tryggvadóttir. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og aðgangseyrir er 2.000 kr. Frítt er inn fyrir 12 ára og yngri. Endilega … … heyrið og sjáið Veirurnar Morgunblaðið/Kristinn Stjórinn Guðbjörg R. Tryggvadóttir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fjarðarkaup Gildir 10. - 12. nóvember verð nú áður mælie. verð svínahnakki úrb. úr kjötborði....... 998 1.398 998 kr. kg svínalundir úr kjötborði............... 1.498 2.198 1.498 kr. kg Hamborg. m/brauði, 2x115 g ..... 396 480 396 kr. pk. KF lúxus-lambalæri .................... 1.398 1.698 1.398 kr. kg Grillaður kjúklingur +2 ltr coke .... 1.198 1365 1.198 kr. pk. FK ferskur kjúklingur ................... 765 890 765 kr. kg FK kjúklingabringur .................... 2.098 2.498 2.098 kr. kg Fjallalambs-hangframpartur úrb.. 1.983 2.479 1.983 kr. kg FK reykt folaldakjöt .................... 629 786 629 kr. kg Hagkaup Gildir 10. - 13. nóvember verð nú áður mælie. verð Íslandsgrís kótilettur................... 974 1.498 974 kr. kg Jói Fel fyllt lambalæri úrbænað ... 1.998 2.854 1.998 kr. kg Opal laxaflök beinhr. m/roði ....... 1.918 2.398 1.918 kr. kg Holta leggir ferskir í magnp ......... 674 898 674 kr. kg Eldsfugls kjúklingabollur, 400 g .. 449 598 449 kr. pk. Myllu kleinur í lausu ................... 59 139 59 kr. stk. Myllu fimmkornabrauð ............... 279 399 279 kr. stk. Krónan Gildir 10. - 13. nóvember verð nú áður mælie. verð Grísahryggur m/pöru.................. 998 1.298 998 kr. kg Grísakótilettur............................ 1.049 1.498 1.049 kr. kg Ungnautagullas erlent ................ 1.869 2.498 1.869 kr. kg Ungnautasnitsel erlent ............... 1.869 2.897 1.869 kr. kg Ungnautapiparsteik erlend ......... 2.298 3.849 2.298 kr. kg Grillborgararm/brauði, 4 stk. ...... 649 698 649 kr. pk. Kea hangiframpartur sagaður ..... 1.099 1.598 1.099 kr. kg SS bláberjahelgarsteik ............... 2.398 2.988 2.398 kr. kg Nóatún Gildir 10. - 13. nóvember verð nú áður mælie. verð Korngrís grísakótilettur ............... 1.298 1.598 1.298 kr. kg Korngrís grísalundir .................... 1.998 2.598 1.998 kr. kg Korngrís grísahnakki úrb. ............ 1.358 1.698 1.358 kr. kg Ungnautahakk........................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg Lamba Prime ............................. 2.798 3.498 2.798 kr. kg Folaldasnitsel............................ 1.798 1.998 1.798 kr. kg Folaldagúllas ............................ 1.798 1.998 1.798 kr. kg Folaldapiparsteik....................... 2.598 2.898 2.598 kr. kg Ísf. Úrb. kalkúnalæri ................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg Þín verslun Gildir 10. - 13. nóvember verð nú áður mælie. verð Lambaprime rib úr kjötborði........ 2.998 4.698 2.998 kr. kg Lambafillet með fitu úr kjötborði.. 3.598 4.998 3.598 kr. kg Kindafillet úr kjötborði ................ 3.298 3.798 3.298 kr. kg Hámark jarðaberja, 250 ml ........ 189 239 756 kr. ltr Ballerina vanillukex, 210 g ......... 269 349 1.281 kr. kg Remi núgat kex, 100 gr. ............. 259 298 2.590 kr. kg McCain franskar Crinkle, 900 g... 799 849 888 kr. kg Daloon vorrúllur, 720 g .............. 798 998 1.109 kr. kg Blue Dragon súrsæt sósa, 370 g. 385 459 1.041 kr. kg Toblerone, 100 g ....................... 219 298 2.190 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.