Morgunblaðið - 02.12.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.12.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2011 ✝ Jónas Jónassonfæddist í Reykjavík 3. maí 1931. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 22. nóv- ember 2011. Foreldrar hans voru Jónas Þor- bergsson útvarps- stjóri, f. 22. janúar 1885 á Helgastöð- um i Reykjadal, S- Þingeyjarsýslu, d. 6. júní 1968, og Sigurlaug Margrét Jón- asdóttir húsmóðir, f. 30. janúar 1898 í Háagerði, Vindhæl- ishreppi, Húnavatnssýslu, d. 10. janúar 1985. Systir Jónasar er Björg, f. 22. maí 1926. Hálfsystir samfeðra, Kolbrún, f. 9. júní 1921, d. 7. ágúst 1987. Eig- inkona Jónasar er Sigrún Sig- urðardóttir dagskrárgerð- armaður, f. 18. janúar 1938. Foreldrar hennar voru Guð- ríður Sigurðardóttir, f. 13. mars 1913, d. 2. mars 1980, og Sig- urður Jónsson, f. 30. maí 1913, d. 31. október 1995. Dóttir þeirra er Sigurlaug Margrét út- varpsmaður, f. 12. nóvember 1963. Maki Torfi Hjálmarsson gullsmiður, f. 28. ágúst 1962. Börn þeirra eru: Freyr, f. 1990, vík og á Ísafirði. Hann lærði leiklist í leiklistarskóla Ævars Kvaran og var síðar kennari þar. Hann kynnti sér kvik- myndagerð og flutning útvarps- leikrita í London 1951, tók nám- skeið í stjórnun sjónvarpsþátta hjá danska sjónvarpinu 1963. Hann hóf störf á fréttastofu rík- isútvarpsins 17 ára og starfaði hjá útvarpinu nær óslitið til dauðadags. Á ferlinum starfaði hann á flestum deildum útvarps- ins. Hann veitti forstöðu rík- isútvarpinu á Akureyri og var upphafsmaður fyrsta svæð- isútvarpsins. Hann skrifaði og leikstýrði mörgum útvarps- leikritum og setti upp leiksýn- ingar víða um land. Hann skrif- aði greinar í mörg blöð og tímarit. Hann skrifaði nokkrar bækur. Bókin Polli, ég og allir hinir fékk verðlaun sem besta bók ársins 1973. Hann skrifaði revíuna Alvörukrónan, með Gunnari M. Magnúss. Hann gerði mikinn fjölda útvarps- þátta af ýmsum toga en þekkt- astur var hann fyrir Kvöldgesti, viðtalsþátt sem hefur verið á föstudagskvöldum óslitið í 30 ár. Eftir hann liggur fjöldi laga sem hann samdi. Þekktust þeirra eru Vor í Vaglaskógi og Hagavagn- inn. Jónas verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 2. desem- ber 2011, kl.13. Sigrún, f. 1994, og Sólveig, f. 1998. Fyrri eiginkona Jónasar er Auður Steingrímsdóttir, f. 6. janúar 1935. Dætur þeirra: 1) Hjördís Rut hjúkr- unarfræðingur, f. 26. ágúst 1954. Maki Hallur Mar Elíson Olsen, f. 1. júní 1956. Börn þeirra eru: Jónas Baldur, f. 1975, unnusta hans Soffía Rúna Lúðvíksdóttir, f. 1983, sonur þeirra Ísak Logi, synir Jónasar, Axel Þór og Gabríel. Sævar Örn, f. 1977, eiginkona hans Anna Dóra Daníelsdóttir, f. 1974, börn þeirra Dagný Rut og Patrekur Almar. Sigrún María, f. 1979, unnusti Arnar Sverrisson, f. 1972, dóttir þeirra Elísabet Harpa, sonur Sigrúnar Baldur Örn. 2) Berg- lind Björk söngkona, f. 11. febr- úar 1959. Maki Jón Haukur Jensson kvikmyndatökumaður, f. 11. janúar 1958. Sonur þeirra er Jökull Ernir, f. 1988, dóttir hennar Auður Harpa, f. 1977, sonur Auðar Róbert Andri. Jón- as var gagnfræðingur. Hann stundaði tónlistarnám í Reykja- Það hlýtur að vera mikil kúnst að vera dáinn, sagði pabbi við mig rétt áður en hann dó, ég hristi höfuðið og hló og þannig ná- kvæmlega voru þessar síðustu vikur með pabba. Hann hjálpaði okkur að sætta okkur við orðinn hlut og þá hófst þótt ótrúlegt megi segja skemmtilegt tímabil hjá okkur fjölskyldunni sem við tókum fagnandi. Við höfðum tíma til að strjúka honum um vanga og ég tók glöð við símtölum þar sem hann benti mér á það að maður segir ekki ok í útsendingu og hann gerði endalaust grín að mér þegar ég kynnti klassíska tónlist í morgunþætti rásar eitt. Við gát- um rifist um mat, ég sagði honum að hann hefði ömurlegan matars- mekk, hann hló bara að mér og spurði hvort pasta væri matur! En þessar síðustu vikur fékk hann mat á heilann, sagðist vera eins og ófrísk kona, og vildi fá pönnukökur, hangikjöt, hakkað buff, illa þefjandi „gamla óla“ og siginn fisk. Það endaði með því að það varð hans síðasta máltíð, og ég mun aldrei aftur kvarta yfir ólykt og það er aldrei að vita nema ég leggi í að smakka á uppá- haldsmatnum hans pabba. Úr herbergi hans á líknardeildinni ómaði rás eitt og ilmvatnslyktin kitlaði nefið, þarna lá hann og brosti í hvert sinn sem maður kom í heimsókn og hann fór að segja okkur frá Sumarlandinu sem biði hans. Orð hans höfðu ekki bara áhrif á okkur fjölskyld- una heldur einnig út í samfélaginu og ég varð svo stolt af honum, þarna sat pabbi minn fárveikur og hjálpaði okkur og fólki út í bæ. Það var einstakt og fyrir það verð ég ævinlega þakklát, ég átti frá- bæran pabba. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Afi tók veikindum sínum mjög vel, betur en nokkurn mann hefði grunað. Ég var dugleg að fara í heimsóknir til afa upp á spítala og því er ég ævinlega þakklát. Þessir rúmlega þrír mánuðir eiga alltaf eftir að sitja fastir í huga mér, afi orðinn mjög veikur en einhvern veginn sást það ekki á honum fyrr en síðustu dagana. Hann brosti allan liðlangan daginn, var ótrú- lega sáttur með ástandið sem hann var kominn í. Í hvert einasta skipti sem ég kom inn á stofuna hans ljómaði hann af gleði og sagði við mig „ertu komin ljúfan mín“ og brosti. Ég gat setið stundunum saman hjá afa og spjallað um lífið og tilveruna, enda var hann ekki bara afi minn heldur einn af mínum bestu vin- um, hann skildi mig svo vel og það var svo þægilegt að tala við hann. Minningarnar eru ótelj- andi, öll kvöld fór ég niður til afa og bauð góða nótt og oftar en ekki settist ég hjá honum og við feng- um okkur te og spjölluðum sam- an um lífið. Þegar greiningin var komin í ljós tók hann mig á tal, þetta eru samræður sem ég mun aldrei gleyma. Hann sagðist vera á leið í sumarlandið, þar sem allt væri blómum skreytt og lífið ynd- islegt. Við töluðum saman mjög lengi og það sem afi lagði mestu áherslu á var að mér liði vel og hann sagði mér að hann væri sáttur. Ég hef alla mína ævi ótt- ast þennan tíma, að ég gæti ekki lengur komið niður til afa og haft það huggulegt og talað við hann. Ég sagði við hann á spítalanum að ég óttaðist það að kveðja hann, þá horfði hann á mig og sagði: „Við þurfum ekki að kveðjast, þú hittir mig aftur, ég verð líka í kringum þig og læt þig vita af mér.“ Það sem afa fannst mikil- vægast í veikindum sínum var að hans nánasta fólki liði vel, hug- arfar hans hjálpaði okkur að tak- ast á við sorgina sem var í vænd- um. Stofan hans afa á líknardeildinni var full að birtu og gleði, ilmvatnslyktin hans og óm- urinn af rás eitt og hláturinn í afa og fjölskyldunni, það var einmitt það sem að einkenndi þennan erf- iða tíma, við gátum hlegið með afa og skemmt okkur þegar við komum í heimsókn til hans. Þessi tími var ótrúlega erfiður en á sama tíma yndislegur, því að stundirnar sem við áttum með afa voru frábærar og þær munu að eilífu sitja fastar í mér. Hann sagði við mig í einu af okkar sam- tölum þegar við töluðum um dauðann „grátið mig ekki, gleðj- ist mér frekar“. Ég held að það verði svolítið erfitt en einhvern veginn mun ég reyna það fyrir afa. Söknuðurinn er gífurlegur og tímarnir framundan eru ekki auðveldir en fjölskyldan stendur saman og það er það sem skiptir máli. Það var líka það sem afi vildi. En núna er kominn tími á kveðjustund og þessi kaflaskipti í mínu lífi eru mér afar erfið. Ég kveð þig, elsku afi, með hrikaleg- um söknuði og trega og þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég veit ekki hvar ég væri ef að ég hefði ekki haft þig í mínu lífi. Ég elska þig til tunglsins og til baka eins og við sögðum alltaf. Og ekki hafa áhyggjur af ömmu, við pössum vel upp á hana. Sé þig í sumarlandinu, elsku afi minn. Sigrún Torfadóttir. Kveðja frá Ríkisútvarpinu Sumir halda því fram með gildum rökum að þegar allt kem- ur til alls – og búið er að skilja hismið frá kjarnanum – hafi fjöl- miðlar aðeins eitt hlutverk: að segja sögur. Þær eru af ótal gerðum og sagðar með margvís- legum aðferðum – af fólki og fyr- irbærum. Þær eru langar og stuttar, – til upplýsingar og af- þreyingar – sorglegar og skemmtilegar – af stórum við- burðum og smáum – af venju- legu fólki í óvenjulegum aðstæð- um og óvenjulegu fólki í venjulegum aðstæðum – raun- verulegar og skáldaðar – sannar og lognar. Og sögurnar eru sagð- ar með ýmsum hætti. Með upp- lestri og innblæstri – tali og tón- um – leik og ljóðum; söng og mynd. Og þær geta verið sagðar með samtali. Og þannig sagði Jónas Jónasson flestar sínar sögur. Með samtali. Sína sam- talslist þróaði Jónas og þroskaði, fínstillti, pússaði og póleraði þangað til engu varð saman jafn- að. Góður undirbúningur, næm- ur skilningur á persónueiginleik- um viðmælandans, einlægni og óbilandi virðing og auðmýkt gagnvart hlustendum gerði þessi samtöl þannig að á þau var hlust- að umfram önnur. Ofan á þetta bættist svo óútskýranlegur „út- varpssjarmur“ og svo mikið sjálfstraust að það leyfði langar þagnir, sem fáir þora að beita, enda oftast ekki talið til eftir- breytni í útvarpi. Þættir Jónasar eru fyrir löngu komnir í flokk með sígildu útvarpsefni, sem er snar þáttur í sögu Ríkisútvarpsins, og mynda fjársjóð sem ausið verður af um ókomna tíð. Minning og saga fjölmargra einstaklinga er líka varðveitt í þessum þáttum, sem einnig gerir þá ómetanlega. Enginn hjá RÚV treystir sér til að segja nákvæmlega til um fjölda þeirra samtala sem út- varpað hefur verið með Jónasi en bara þættirnir hans, Kvöld- gestir, urðu fleiri en þúsund. Þeim síðasta verður útvarpað á venjulegum tíma á Rás 1 í kvöld – með sætaskiptum. Jónas verð- ur sjálfur síðasti Kvöldgestur- inn. Fyrir allt þetta og 60 ára sam- fylgd þakkar Ríkisútvarpið Jón- asi af heilum hug og heitu hjarta. Við kveðjum þennan góða sam- ferðamann okkar með djúpri virðingu og sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Öllum þeim sem unna góðu útvarpi má það svo vera huggun harmi gegn að Jónas lifir með okkur áfram í verkum sínum – í bókstaflegri skilningi en flestir aðrir. Páll Magnússon. Vinnan á bak við tjöldin gleym- ist stundum þegar glæsimenni og sjarmatröll eiga í hlut. Menn hneigjast til þess að halda að sviðsljósið eða hljóðneminn kalli fram tilbúin atriði án nokkurs undirbúnings. Jónas Jónasson er dæmi um mann sem ýmsir héldu að smellti bara fingrum og þá væri allt tilbúið. Við sem störfuð- um með Jónasi um áratugaskeið vitum að sú er ekki raunin. Við vitum að vart getur vandvirkari mann í íslenku útvarpssögunni. Hann undirbjó alla sína þætti af stakri kostgæfni og það svo að jaðraði við smásmygli á stundum. En hann átti sér líka sýn um út- varp. Útvarp átti að vera vandað, glæsilegt, það átti að skipta máli. Hann vildi ekki láta neitt hindra undirbúning góðs efnis. Ef mann- legar þjáningar í okkar heims- hluta voru mestar á Norður-Ír- landi, þá fannst Jónasi eðlilegasti hlutur í heimi að fara á vettvang og miðla upplifuninni í gegnum hljóðnemann til hlustenda sinna. Ef þyngslin voru að verða óbæri- leg fékk Jónas til sín unga leikara og höfunda og skemmtiefni fyrir útvarp var búið til á skrifstofunni hans. Reynsla hans úr leikhúsi kom að góðum notum við fram- leiðslu skemmtiþátta eins og Úl- len dúllen doff. Í byrjun níunda áratugar síð- ustu aldar var honum falið að koma á fót fyrstu landshlutastöð Ríkisútvarpsins. Hann tók þetta hlutverk mjög alvarlega, flutti til Akureyrar og hófst handa um að skapa útvarpsstöð. Þar var hvorki gamla útvarpsstjarnan Jónas Jónasson né litlaus skrifstofublók úr ríkisappírati mætt, heldur hugsjónamaðurinn sem hafði skýra mynd af fullgildri sjálf- stæðri menningarstofnun. Hann sá ekki fyrir sér eitthvert lítið tannhjól í fjölmiðlavél ríkisins heldur fylgihnött með öllum græjum sem kynnti tengingu sína við móðurskipið með sérstöku stefi. Jónas Jónasson helgaði Ríkis- útvarpinu alla sína krafta frá æskudögum. Hann var nokkurn veginn jafnaldri stofnunarinnar og við sem kveðjum hann í dag vitum að þáttaskilin eru afger- andi. Sigrún og Silla eru vel und- irbúnar, kveðjuvikurnar hafa ver- ið óvenjulega bjartar, en samt er söknuðurinn sár. Sendi þeim og öðrum afkomendum samúðar- kveðjur. Ævar Kjartansson. Hann var óneitanlega með lit- ríkari persónuleikum sem ég hef kynnst – og það var gott að eiga hann að vini. Við röktum vinskap- inn aftur til ársins 1958, þegar hann var blaðamaður á Vikunni og tók viðtal við föður minn heit- inn; ég var fenginn til að leiða hann um leyndarkima ölgerðar – og þar sem báðir þóttust nokkrir sérfræðingar í áfengismenningu myndaðist þarna hugarfarslegt bræðralag. Ári seinna reyndist hann mér haukur í horni, þegar ég um vetrarskeið fékk tækifæri á að reyna mig við þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu við Skúlagötu; hann var aftur kominn á heima- slóðir og stutt að leita í smiðju hjá honum. Svo liðu árin – og allt í einu vor- um við Jónas orðnir drykkju- menn saman; sátum lengi dags á hádegisbörum í miðri viku þegar aðrir voru að vinna og töldum okkur heimsmenn að skemmta sér. Umhverfið umbar okkur með vorkunnsamri fyrirlitningu – en við tókum ekki eftir því heims- mennirnir; uppteknir af okkur sjálfum og perlandi glösunum á borðinu. Við gáfumst upp sama árið; ég í janúar og hann í ágúst 1976, báðir nær dauða en lífi og öll skemmtun löngu fyrir bí – heimsmennskan líka. Freeport-spítalinn tók við flökunum, endurhannaði þau – og svo kom sólin upp. Sólaruppkom- an og öll lífsreynslan tendraði báða, útvarpsmanninn og lista- manninn í Jónasi – og fljótlega eftir heimkomu var hann kominn á kaf í þáttagerð um alkóhólisma; bóka- og leikritaskrif um reynsl- una – og þessa ofurkvöl sem sjúk- dómnum fylgir. Leikrit hans Glerhúsið, þar sem sviðsmyndin var stofa í koní- aksglasi, kom á fjalirnar í Iðnó fyrir 1980 og vakti snarpa athygli, en ekki eins mikla aðsókn og vænst var; þjóðin var ekki alveg tilbúin fyrir þessa opinskáu lýs- ingu á fjölskyldulífi alkóhólistans, sem var í senn hárbeitt og nagaði þjóðarsálina. Leikhússtjórar ættu að gefa sér kvöldstund að lesa þetta leikrit núna, áratugum seinna – og sjá hvort ekki sé kom- inn tími til að færa það á fjalir á ný; þjóðin er með öðrum brag í dag, þremur árum eftir hrun – og augu hennar opnari fyrir veikleik- um sínum. Gerjun nýsiðar í áfengismálum landsins var komin á fulla ferð þegar Jónas kom heim úr Bjarmalandsferðinni; Freeport- klúbburinn var stofnaður daginn sem hann flaug út – og SÁÁ ári seinna. Hann varð strax virkur stuðningsmaður málefnisins – og það munaði um hann; þjóðin þekkti hann og naut þess að hlusta á hann; treysti því sem hann sagði – og hann var sterkur áróðursmaður þessi fyrstu ár. En þegar frá leið dró hann sig úr fé- lagsmálunum. Í margmenninu sem í honum bjó; útvarpsmann- inum, rithöfundinum, leikrita- skáldinu og tónsmiðnum, leyndist nefnilega friðsemdarmaðurinn Jónas – og sem listamanni, einnig ofurlítil prímadonna og var hann því auðsærður stundum. Menn sáust ekki alltaf fyrir þegar verið var að vinna málefninu fylgis á þessum árum – og rákust þá gjarnan hver á annars horn, sem var ekki alveg lífsstíll Jónasar Jónassonar. Hann var þó alltaf til staðar ef á þurfti að halda – og oft mátti merkja það í þáttum hans hvar hjarta hans sló. Hann hringdi í mig í lok sept- ember, til að samhryggjast mér vegna andláts Þórunnar minnar; kvaðst sjálfur kominn á spítala og vera að búa sig undir að kveðja, sáttur við guð og menn. Við kvöddumst í þessu símtali; þökk- uðum hvor öðrum vináttu áratug- anna – og allt varð dálítið súrreal- ískt. Þau verða skrýtin þessi jól! Tómas Agnar Tómasson. Sumir hafa notalegri nærveru en aðrir. Jónas Jónasson var einn þeirra manna. Við kynntumst í upphafi sjö- unda áratugarins á Akureyri. Það var um vetur. Jónas var staddur einhverra erinda á Hótel Kea og heyrði kunnuglega tóna frá píanói og gekk inn í salinn. Hann hafði þá nýlega samið Hagavagninn og undraðist það að einhver píanisti norður á Akureyri kynni þetta lag. Við skiptumst á nokkrum orðum. Hann bað mig að spila lag í útvarpsþætti sem hann var að vinna að um þessar mundir fyrir norðan. Þessi kynni urðu upphaf traustrar vináttu, sem aldrei bar skugga á. Leiðir okkar áttu eftir að liggja oft saman við ólíkar aðstæður og seinna gerðist ég læknir hans. Jónas var fjölhæfur listamað- ur. Hann var lærður bæði í tónlist og leiklist. Hann var sérlega rit- fær og skrifaði góðan stíl. Lands- frægur var hann fyrir sína frá- bæru útvarpsþætti. Á föstudagskvöldum hlustaði stór hluti landsmanna á Kvöldgestina hans. Hann hafði næma tilfinn- ingu fyrir tónlist, samdi gullfalleg lög, Hagavagninn, Kvöldljóð, Vor í Vaglaskógi, svo einhver séu nefnd, allt perlur. Fyrir skömmu fór að gæta verulegs heilsubrests hjá Jónasi. Ég sat við sjúkrabeð hans ekki löngu áður en hann kvaddi þenn- an heim. Við ræddum stuttlega lífshlaup okkar beggja, um eilífð- ina, hvað tæki við eftir dauðann, framhaldslíf. Hann var æðrulaus. Hann hélt ekki, hann vissi að ný tilvera tæki við og sagðist myndu láta mig vita af sér, þess mætti ég vera fullviss. Nú þegar jólahátíðin nálgast mun ég sakna þess að heyra ekki rödd Jónasar í símanum á að- fangadag, en í stað þess að senda jólakort hafði þann sið að hringja í mig og óska mér gleðilegrar há- tíðar. Mér þótti afar vænt um þetta talandi jólakort. Við leiðarlok vinar míns Jón- asar, kveð ég hann og þakka sam- fylgdina. Eftir sitja minningar um góðan dreng. Sigrúnu, eiginkonu Jónasar, og aðstandendum öllum votta ég dýpstu samúð. Megi minningin veita þeim huggun og styrk. Haukur Heiðar Ingólfsson. Fyrstu kynni okkar Jónasar Jónassonar bar að með eilítið sér- stökum hætti. Fyrir réttum 40 ár- um hringdi hann í mig á dagblaðið Vísi til að skamma mig. Hann var ósáttur við þau bréf sem ég hafði birt í lesendadálkum blaðsins þar sem útvarpshlustendur hrósuðu honum í hástert. Þó að mér fynd- ist Jónas í rauninni ekkert hafa um það að segja hvað sagt væri um hann sem fjölmiðlamann varð ég við þeirri eindregnu ósk hans að birta ekki meira hrós um hann í dálkum Vísis. Þótt Jónas væri ekki nema fertugur þegar þetta var átti hann 27 ára starsferil að baki á Ríkisútvarpinu. Sjálfur var ég rétt að verða tvítugur og fannst því ekki stætt á því að vera með einhverja stæla við „the grand old man“ í faginu. Aldarfjórðungi síðar leiddu ör- lögin okkur saman á ný. Þá hafði ég tekið að mér að ritstýra tíma- ritinu Mannlífi um tíma, en þar var Jónas fastapenni og skrifað viðtöl í anda Kvöldgesta, þess vin- sæla útvarpsþáttar á RÚV. Þegar ég hitti Jónas augliti til auglitis í fyrsta skipti óskaði ég þess að geta orðið eins og hann, bæði í út- liti og fasi – og það án tafar. Aldrei hef ég kynnst annarri eins natni og nákvæmni og Jónas sýndi í ritstörfum sínum. Fyrst áttum við löng samtöl þar sem við veltum fyrir okkur nöfnum fjölda hugsanlegra viðmælenda og hvert umræðuefnið gæti verið í smáatriðum við hvern og einn. Síðan sótti ég til hans útprentað handrit, sem Jónas vildi fá skil- merkilegt álit mitt á. Loks var svo að sækja viðtalið til hans fullbúið á disklingi og alltaf stóð Jónas við umsaminn skilafrest upp á punkt og prik. Jónas talaði hreint út um hlut- ina og hafði klárar skoðanir á mönnum og málefnum. Hunn fussaði og sveiaði þegar talið barst að einhverjum sem honum fannst vera merkikerti, en varð að sama skapi áhugasamur þegar nöfn almennilegs fólks bar á góma, hvort sem það var úr röð- um hvunndagshetja eða mikil- menna. Það var því í senn fróðlegt og skemmtilegt að ræða við Jón- as, sem hafði á ferlinum tekið svo mörg viðtöl um ólík málefni. Þegar kom að því að ég hætti á Mannlífi og tók upp að nýju eigin útgáfustarfsemi fylltist ég stolti þegar Jónas hringdi til mín á fyrsta degi og kvaðst vilja flytja sig yfir og halda áfram samstarf- inu og stóð það allt þar til ég ég hætti útgáfustarfsemi. Fundum okkar yfir kaffibollum á heimili hans eða á RÚV fækkaði ekkert þrátt fyrir að við tengd- umst loks netinu. Jónas var nefni- lega ekkert óskaplega spenntur fyrir að læra á þessa nýju tækni. Taldi ég það heldur ekki eftir mér að skjótast yfir á RÚV til að senda sjálfum mér tölvupóst frá honum með viðtölunum, því þann- ig áttum við aukalega enn fleiri ágæt samtöl um menn og málefni. Margir hafa dáðst að því Jónas Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.