Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Jura kaffivélar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Fjárlög ársins 2012 voru samþykkt á Alþingi í gær með 31 atkvæði við- staddra þingmanna stjórnarflokk- anna gegn þremur atkvæðum þing- manna Hreyfingarinnar. 23 þing- menn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks sátu hjá og sex voru fjarverandi. Fjárlögin voru afgreidd með 20,7 milljarða kr. halla. Tekjur ríkisins verða 523 milljarðar en heildargjöld 544 milljarðar samkvæmt áætlun fjárlaga 2012. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann væri ánægður með niðurstöðu fjárlaga 2012 og benti á að fjárlagahallinn væri nú sá minnsti í 4-5 ár. „Þetta er liðlega 20 milljarða halli á heildarjöfnuði, sem er um 1,16% af landsframleiðslu. Þá erum við komin langan veg frá 14-15% árið 2008 og 10% árið 2009,“ sagði Steingrímur. Hann benti á að frumjöfnuður væri jákvæður um 36 milljarða en hann hefði verið neikvæður um 100 millj- arða árið 2009. Það væri bati upp á nærri 140 milljarða eða svipað og kostnaður við heilbrigðis- og mennta- mál. Steingrímur sagði það hafa verið ánægjulegt að fá einnig í gær mæl- ingu Hagstofunnar um 4,7% hagvöxt á þriðja ársfjórðungi og 3,7% hagvöxt að meðaltali fyrstu níu mánuði ársins. gudni@mbl.is Fjárlögin 2012 samþykkt í gær  Fjárlagahallinn 20,7 milljarðar kr. Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fór á kostum í gærkvöldi og vann þýska landsliðið 26:20 í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu. Stelpurnar byrjuðu illa og voru sjö mörkum undir, 11:4, eftir 18 mínútna leik, en gyrtu sig í brók, voru marki yfir í hléi, 13:12, og sigruðu örugglega. Hér skorar Stella Sigurðardóttir eitt þriggja marka sinna. » Íþróttir Ljósmynd/Egill Örn Þórarinsson Frækinn sigur Íslands Heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa skuli frá máli þrotabús Mile- stone gegn Karli Wernerssyni. Hér- aðsdómur taldi að frestur til þess að höfða málið hefði verið liðinn en Hæstiréttur sagði það álitaefni sem taka ætti afstöðu til við efnis- meðferð málsins. Þrotabúið fór fram á það fyrir dómi að rift yrði greiðslum Mile- stone til Karls að fjárhæð rúmlega 504 milljónum króna, en samkvæmt rannsókn Ernst & Young fyrir skiptastjóra fékk Karl fjölmörg lán frá félaginu á síðustu tveimur ár- unum fyrir gjaldþrot þess. Frávísun felld úr gildi í máli Karls Samkvæmt taln- ingum Ferða- málastofu fóru 22.969 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í ný- liðnum nóv- embermánuði. Eru þetta 1.700 fleiri en í nóvember á síðasta ári en nóvembermánuður í ár er sá þriðji fjölmennasti frá því talningar hóf- ust. Veruleg aukning er frá því í fyrra frá Norður-Ameríku, eða 41,7%, og frá Bretlandi 20,4%. 23 þúsund ferða- menn í nóvember Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir að stela ítrekað úr verslunum og fyrir- tækjum í maí og júní á þessu ári. Maðurinn hefur áður hlotið skil- orðsbundna dóma fyrir þjófnað, lík- amsárás og fleiri brot og því þótti dómara ekki tilefni til að skilorðs- binda refsinguna nú. Dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti í gær tillögu um samning við skilanefnd þýska DEPFA-bankans um endurfjármögnun lána. Guð- mundur Rúnar Árnason bæjarstjóri lagði tillöguna fram. Afgreiðsla samningsins fór fram fyrir luktum dyrum og var hann samþykktur með sex atkvæða meirihluta Samfylking- ar og VG en fimm bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru á móti. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, lagði fram bókun sjálfstæðismanna þar sem þeir gagnrýndu harðlega verklagið við endurfjármögnun lána sveitarfélagsins, þann mikla trúnað sem ríkti um kjör og önnur ákvæði samningsins og að afgreiðsla hans skyldi fara fram fyrir luktum dyrum. Í bókuninni segir m.a.: „Með fyrirhuguðum samningi við skilanefnd Depfa-banka er fjárhags- vanda sveitarfélagsins velt áfram til óvissrar framtíðar og tækifæri til að ná betri niðurstöðu fer forgörðum. Greiðslubyrði sveitarfélagsins verð- ur gríðarleg á næstu árum og aðrir skilmálar í samningnum binda hend- ur bæjarins til vaxtar og þróunar á komandi árum. Augljóst er að meiri- hluti Samfylkingar og Vinstri grænna er að fresta því að taka á fjárhagsvandanum fram yfir næstu kosningar og reynir þannig að bjarga pólitísku lífi sínu.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi VG, lagði fram bókun meirihlutans þar sem segir m.a. að endurfjármögnun á skuldum muni treysta stöðu bæjarfélagsins. „Samkomulagið er bæjarfélaginu hagstætt í alla staði og um leið er það traustsyfirlýsing frá lánardrottnum um stjórnun og rekstur bæjarfélags- ins. Samkomulagið er ekki síst ótví- ræður vitnisburður um þann árang- ur sem náðst hefur í fjárhagslegri stjórnun bæjarfélagsins eftir þau áföll sem dundu yfir við efnahags- hrunið fyrir liðlega 3 árum,“ sagði m.a. í bókuninni. Þá kom einnig þar fram að viðsemjendur bæjarins hefðu sett fram „ófrávíkj- anlega kröfu um trúnað um ákvæði samkomulags- ins. Hins vegar hefði nú- verandi meirihluti gjarnan viljað upplýsa um öll ákvæði þess.“ Lánamál fyrir luktum dyrum  Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær samning um endurfjármögnun lána við skilanefnd þýska DEPFA-bankans  Sjálfstæðismenn voru á móti Morgunblaðið/RAX Hafnarfjörður Búið er að semja um endurfjármögnun lána við DEPFA. Meirihluti stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar Alþingis segir að kanna þurfi betur lagaleg álitaefni sem tengist fyrirhugaðri hljóðritun á rík- isstjórnarfundum. Nefndin veltir því m.a. fyrir sér hvort breyta þurfi lög- um um ráðherraábyrgð vegna hljóð- ritunarinnar. Kveðið er á um það í nýjum lög- um, sem samþykkt voru á Alþingi í haust, að ríkisstjórnarfundir verði hljóðritaðir. Átti þetta að hefjast um áramótin en nefndarmeirihlutinn leggur til að gildistöku lagaákvæð- isins verði frestað til 1. nóvember á næsta ári. Vill nefndin að sá tími sem þá gef- ist verði nýttur til að kanna betur þau lagalegu álitaefni sem uppi séu í tengslum við hljóðritun ríkisstjórn- arfunda og ekki síst hvaða reglur skuli gilda um aðgang að slíkri hljóð- ritun. Jafnframt verði tíminn nýttur til að rannsaka betur hvaða áhrif hljóðritun kunni að hafa á starfsskil- yrði ríkisstjórnar almennt og eðli umræðna í ríkisstjórn. Hljóðrituð ríkisstjórn álitaefni Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir það mik- ilvægt að ná okkur sem fyrst út úr halla- rekstri rík- issjóðs og í jöfnuð. Hann segir að sá árangur sem hefur náðst verði skoðaður af mats- fyrirtækjum, erlendum fjár- málamörkuðum og fjárfestum. Halli hverfi FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon Fjárhagsáætlun Hafnarfjarð- arkaupstaðar fyrir árið 2012 var lögð fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Samkvæmt henni verður rekstrarniðurstaða A- og B- hluta jákvæð um 157 milljónir. Heildareignir eru áætlaðar vera um 44,8 milljarðar í árslok 2012. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 37 milljarðar og eigið fé 7,5 milljarðar. Lóðir að verðmæti 11 milljarðar eru ekki bókfærðar en verðmæti þeirra sagt vega á móti langtíma- lánum, samkvæmt frétt Hafn- arfjarðarbæjar. Gert er ráð fyrir fjárfest- ingum upp á 190 milljónir á næsta ári. Ekki er gert ráð fyrir neinni lóðasölu á næsta ári. Þá er ætlunin að greiða niður lán um 1,4 milljarða á næsta ári. 1,4 milljarðar í afborganir FJÁRHAGSÁÆTLUN HAFNARFJARÐAR 2012 Guðmundur R. Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.