Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 296. tölublað 99. árgangur
HEFUR MIKINN
ÁHUGA Á
SUSHIGERÐ
DALVÍKINGURINN
SÓTTUR
HEIM
EIN STÖÐ Á
HVERJA
2.800 ÍBÚA
SUNNUDAGSMOGGINN LÍKAMSRÆKT 32RÓSA GUÐBJARTS 10
Reuters
Á veiðum Spænskar útgerðir fara illa.
Ákvörðun þings Evrópusam-
bandsins í vikunni um að fram-
lengja ekki samning við Marokkó
um veiðar í lögsögu hernámssvæð-
isins V-Sahara er mikill skellur fyr-
ir spænskar útgerðir. Þær hafa ver-
ið með fjölda togara á svæðinu en
nú hafa Marokkómenn rekið þá á
brott.
Nokkur íslensk sjávarútvegsfyr-
irtæki, þ.á m. Sæblóm og Samherji,
hafa í gegnum dótturfyrirtæki veitt
árlega tugþúsundir tonna af makríl
og sardínu við V-Sahara og Mar-
okkó, óbeinlínis í skjóli afar um-
deildra umsvifa ESB. Sæblóm, sem
varð reyndar gjaldþrota fyrr á
árinu var með um 90.000 tonna
kvóta og rak umfangsmikla fisk-
vinnslu í stærstu borg V-Sahara,
Laayoune. Ekki náðist í ráðamenn
umræddra íslenskra fyrirtækja í
gær. »38
Miðin við Vestur-
Sahara lokastTillaga Bjarna
» Bjarni Benediktsson lagði
fram þingsályktunartillögu um
að Alþingi afturkallaði ákæru
sína á hendur Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra.
» Samkomulag er um að til-
lagan verði tekin á dagskrá Al-
þingis fyrir 20. janúar 2012.
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Þingsályktunartillaga Bjarna Bene-
diktssonar, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, um niðurfellingu máls-
höfðunar Alþingis á hendur Geir H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra, verður tekin fyrir ekki síðar
en 20. janúar nk., sem hluti af sam-
komulagi við forseta Alþings um
frestun þingfunda í dag.
Bjarni segist miðað við aðstæður
sáttur við að komist hafi verið að
samkomulagi um að tillagan verði
tekin fyrir strax í fyrstu þingviku
næsta árs. „Allar hugmyndir um að
halda málinu frá þinginu og frá um-
ræðu voru frá upphafi fullkomlega
óraunhæfar,“ segir Bjarni. Það sé
grundvallaratriði að tillagan fáist
rædd, og segist hann enn telja að
hún njóti stuðnings meirihluta á
þinginu. „Það er mjög áríðandi að
saksóknari Alþingis fái úr því skorið
hvort hann nýtur stuðnings meiri-
hluta þingsins til þess að halda mál-
sókninni áfram.“
Björn Valur Gíslason, formaður
þingflokks Vinstri grænna, segir að
ekki hafi verið tilkynnt að von væri á
máli af slíkri stærðargráðu frá Sjálf-
stæðisflokknum. Það hafi komið
seint og óvænt inn í þingið eftir að
komist hafi verið að samkomulagi
um nánast öll önnur mál. „Það skýrir
að stórum hluta þessi hörðu viðbrögð
og ófrávíkjanlega kröfu okkar um að
málið fari ekki á dagskrá á þessu ári
og við því var orðið.“
MGeta fellt niður »4
Tillagan rædd á nýju ári
Samþykkt var að taka fyrir þingsályktunartillögu formanns Sjálfstæðisflokks
Segir mikilvægt fyrir saksóknara að vita hvort meirihluti sé fyrir málsókninni
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Þrítug íslensk kona, Sunnefa Burgess, sem fór til
hjálparstarfa í Dar es Salaam í Tansaníu fyrr á
árinu lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar tveir
vopnaðir leigubílstjórar tóku sig saman og tóku
Sunnefu og vinkonur hennar úr hjálparstarfinu í
gíslingu í þrjár klukkustundir. Þær sluppu ómeidd-
ar, en peningum, símum og myndavélum fátækari.
Sunnefu og vinkonum hennar úr hjálparstarfinu
var rænt er þær voru á leið heim úr ferðalagi. „Við
vorum að prútta við tvo leigubílstjóra og sömdum
við annan þeirra. Við fórum inn í bílinn, hinn bíl-
stjórinn kom líka og sagðist þurfa að túlka fyrir
hinn. Okkur fór að finnast þetta skrýtið og sögð-
umst vilja fara út úr bílnum. Þeir óku þá inn í húsa-
sund, slökktu ljósin á bílnum og sögðust tilheyra
sómalísku mafíunni.“
Fékk engin verkefni
Raunar fór flest í ferð Sunnefu á nokkuð annan
veg en hún bjóst við því þegar út var komið voru þar
engin verkefni. Upphaflega stóð til að Sunnefa
starfaði við hjálparstörf í sex vikur, meðal annars
við fræðslu um HIV fyrir unglinga og á munaðar-
leysingjaheimili. Þegar henni varð ljóst hvernig
staðið var að hjálparstarfinu tók hún málin í eigin
hendur ásamt öðrum sjálfboðaliðum og hóf að
skipuleggja hjálparstarf fyrir sjálfboðaliða sem
væntanlegir voru á vegum sömu samtakanna innan
skamms. „Mig langaði til að segja frá þessu til að
koma í veg fyrir að aðrir lentu í því sama,“ segir
Sunnefa.
MGæti hugsað mér að fara »14
Rænt og haldið í Tansaníu
Íslensk kona sem fór til hjálparstarfa í sumar lenti í klóm vopnaðra ræningja
Sögðust tilheyra sómalísku mafíunni og óku á milli hraðbanka í þrjá klukkutíma
Nokkrir Fjallabræður tóku sig saman í gærkvöldi til aðstoðar tónlistar-
manninum Erni Elíasi Guðmundsyni, Mugison, en í gær komu sex þúsund
eintök af plötu hans, Haglél, til landsins. Sátu þeir saman, sungu og föndr-
uðu umslög til þess að hægt yrði að koma plötunum sem fyrst í verslanir.
Annars er það að frétta af Mugison að hann hlaut flestar tilnefningar til
Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta árið, alls sex, en þær voru kynntar í
gær. Mugison er tilnefndur í flokkunum plata ársins, lagahöfundur ársins,
textahöfundur ársins, lag ársins, söngvari ársins og flytjandi ársins. »63
Fjallabræður föndra fyrir Mugison
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldfjallavöktun Íslands, eða State
Volcano Observatory, er nýr þáttur
í starfsemi Veðurstofu Íslands.
Alþjóðaflugmálastofnunin IACO
hefur lagt um 500 milljónir króna
til uppbyggingar ratsjárkerfis til
vöktunar á eldgosum. Fyrir var ein
föst ratsjá en annarri verður bætt
við. Einnig fær Veðurstofan tvær
færanlegar ratsjár í þessu skyni.
Veðurstofan tekur mikinn þátt í
alþjóðasamstarfi stofnana á sviði
veðurfræði og veðurrannsókna.
Veðurgögn héðan úr Norður-
Atlantshafi þykja mikilvæg. »26
Eldfjallavöktun
Íslands vaktar gosin
dagar til jóla
7
Hurðaskellir
kemur í kvöld
www.jolamjolk.is