Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Íslendingar nota netið í síauknum mæli til þess að kaupa vörur og þjónustu erlendis og láta senda sér heim og nú er svo komið að fjöldi tollskyldra sendinga til landsins hefur aldrei verið meiri. Þetta segja fulltrúar Íslandspósts, sem eru nú í óðaönn við að koma jóla- gjöfum og -kortum til skila fyrir hátíðirnar. „Róðurinn hefur verið að þyngj- ast hjá okkur í þessari viku og svona verður þetta fram að jólum,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Ís- landspósts, og notar tækifærið til að minna á að á mánudaginn, 19. desember, er síðasti öruggi skila- dagur á jólakortum og jólapökkum innanlands. Nóvember metmánuður Ágústa segir að frá hruni hafi verið stöðug aukning í tollskyldum sendingum til landsins og að í októ- ber á þessu ári hafi fjöldi þeirra verið orðinn sá sami og allt árið í fyrra, eða vel á annað hundrað þús- und. Halla Garðarsdóttir, deildarstjóri hjá Íslandspósti, tekur undir þetta og segir að í nóvember hafi póst- verslun til landsins talið 14 þúsund sendingar en þá er átt við vörur til einstaklinga að verðmæti 30 þús- und krónur eða minna. „Við hrunið 2008 duttu þessar sendingar alveg niður en frá þeim tíma hefur þetta verið að aukast hægt og rólega og náði toppnum í nóvember. Frá því að mælingar hófust, árið 2003, hafa aldrei komið eins margar sendingar,“ segir Halla. Til samanburðar var tekið á móti 3-4.000 sendingum af þessu tagi í hverjum mánuði 2003 og 3.200 sendingum í nóvember 2008. Sá mánuður var nálægt því að vera sá lélegasti frá upphafi. SMS-frímerkin vinsæl Sé einungis litið til jólaverslunar- innar, sést að hún er einnig að aukast. Í desember í fyrra fóru 12.284 sendingar í gegnum Póstinn og að sögn Höllu stefnir í að þær verði mun fleiri í ár. „Það er alveg klárt mál að það eru fleiri farnir að kaupa jólagjafir til landsins á net- inu,“ segir hún. Halla segir að þrátt fyrir net- væðinguna hafi jólakortasendingar þó ekki minnkað en sá fjöldi hafi verið svipaður síðustu ár. Fyrstu fimmtán daga desembermánaðar hafa um 380 þúsund jólakort farið í gegnum póstmiðstöðina við Stór- höfða og er þá ekki allt talið, því 10% bréfa skila sér aðrar leiðir. Þá segir Halla svokölluð sms- frímerki hafa vakið mikla lukku. „Sú þjónusta fór í gang fyrir jólin og er dálítið að slá í gegn,“ segir hún. „Íslendingar eru svo nýjunga- gjarnir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Póstur Það er mikið annríki hjá starfsmönnum Íslandspósts um þessar mundir og öll pósthús smekkfull af jólakort- um og jólapökkum. Síðasti öruggi skiladagur fyrir bréf og böggla innanlands er mánudagurinn 19. desember. Íslendingar panta jólagjafirnar á netinu  Póstverslun til einstaklinga hefur aldrei verið meiri Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við trúum eiginlega ekki öðru en að jafnræðisreglan verði látin gilda hjá ríkinu í þessu eins og svo mörgu öðru,“ segir Jóhann Ólafsson, for- maður Samtaka stofnfjáreigenda Sparisjóðs Svarfdæla, eftir ákvörðun Landsbankans þess efnis að fella nið- ur fjölda lána sem bankinn hafði veitt bæði einstaklingum og lögaðilum til kaupa á nýju stofnfé í Sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Vestfirðinga og Sparisjóði Húnaþings og Stranda. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er um að ræða ríf- lega 500 lán til einstaklinga og 30 lán til lögaðila. Lán til stofnfjáreigenda Sparisjóðs Svarfdæla hafa þó ekki verið felld niður þar sem þau eru bundin inni í Seðlabanka Íslands. Ríkir því enn nokkur óvissa í málefnum þeirra. Krafist ógildingar „Við munum skoða okkar stöðu al- veg niður í kjölinn. Þetta er sami að- ili; ríkið, eigandi Landsbankans og Seðlabankinn […] þar sem okkar lán eru,“ segir Jóhann og bætir við að hann gleðjist nokkuð yfir fréttum gærdagsins. Reimar Pétursson er lögmaður stofnfjáreigenda Sparisjóðs Svarf- dæla. „Við erum búnir að höfða mál gegn því félagi sem heldur á þessum lánum og gera kröfu um að fá við- urkenningu á ógildi þeirra,“ segir Reimar og bætir við að verði ekki fallist á það verði þess jafnframt krafist í því máli að sparisjóðurinn, fyrrverandi stjórn hans og spari- sjóðsstjóri ásamt KPMG, endurskoð- anda sparisjóðsins, bæti fólki það tjón sem af hlýst verði lánin ekki ógilt. Enn ríkir óvissa í málefnum stofn- fjáreigenda SpSv  Formaður Samtaka stofnfjáreigenda Sparisjóðs Svarfdæla vongóður Morgunblaðið/RAX Sparisjóður Ekki eru öll málefni stofnfjáreigenda sparisjóða leyst. Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Ekki virðist hafa verið lagt mat á samkeppnisleg áhrif þess að undan- skilja lífeyrissjóði fyrirhuguðum fjársýsluskatti, sem lagt er til að leggja á launagreiðslur í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Breytingar- tillaga meirihluta efnahags- og við- skiptanefndar sem undanskilur líf- eyrissjóði greiðslu skattsins var samþykkt á Alþingi eftir aðra um- ræðu í gær og vísað aftur til nefndar. Með tillögu um undanþágu hafa vaknað upp spurningar um áhrif hennar á samkeppni, verði bönkum og sparisjóðum gert að greiða 5,45% fjársýsluskatt á meðan lífeyrissjóðir eru undanþegnir skattinum. Íþyngjandi lagaumhverfi Bankar eiga í samkeppni við líf- eyrissjóði um bæði fasteignalán og séreignarsparnað einstaklinga. Í nefndaráliti 1. minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar kemur fram að lífeyrissjóðir eru með um 15% hlut- deild á fasteignalánamarkaði, bank- ar um 27% og Íbúðalánasjóður það sem eftir stendur sem eru 58%. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir lagaumhverfið orðið óþarflega íþyngjandi og óstöð- ugt. Jafnræði þurfi að ríkja á milli aðila á samkeppnismarkaði. „Með fjársýsluskattinum er búið að setja Íbúðalánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina í þrjú mismunandi hólf. Íbúðalánasjóður býr við ríkis- ábyrgð á allri fjármögnun sinni, við verðum skattlögð mikið en lífeyris- sjóðirnir ekki,“ segir Steinþór. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að Samkeppniseftirlitið hafi ekki tekið afstöðu til fyrirhugaðra breytinga en muni skoða þær í framhaldinu. Möguleg áhrif skatts á samkeppni  Verði lífeyrissjóðum veitt undanþága frá greiðslu fyrirhugaðs fjársýsluskatts gæti það haft áhrif á sam- keppni  Keppa við banka á fasteignalánamarkaði og á markaði með séreignarsparnað einstaklinga Umsagnir um skattinn » Fjármálaeftirlitið sagði 18. nóvember að engin tilraun væri gerð til að meta áhrif skattsins á fjármálafyrirtæki og neytendur. » Bankasýslan sagði 17. nóv- ember mikilvægt að skoða af kostgæfni áhrif fyrirhugaðrar skattlagningar á afkomu fjár- málafyrirtækja. Steinþór Pálsson Páll Gunnar Pálsson 19. desember er síðasti öruggi skila- dagur bréfa og böggla fyrir jól. 14.000 tollskyldar sendingar til einstaklinga bárust með pósti í nóvember. 3.200 sendingar sömu tegundar fóru um Íslandspóst í nóvember 2008. ‹ PÓSTUR › » Ertu alltaf í spreng? Sprengur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.