Morgunblaðið - 17.12.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 17.12.2011, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Í tímaritinu Vísbendingu ritaði Gylfi Zoëga, prófessor við Háskóla Ís- lands, nýlega grein þar sem hann m.a. bendir á að þrátt fyrir aukningu í hagvexti að undanförnu sé enn langur vegur frá því að atvinnulífið hafi náð sér að fullu eftir þá miklu fjármálakreppu sem landið hefur þurft að glíma við. Umbreyting atvinnuleysisbóta Í greininni segir Gylfi m.a. að þau viðbrögð sem viðhöfð voru hér á landi í upphafi kreppunnar; að vernda þá er lentu í því að missa at- vinnu sína, séu skiljanleg en nú sé brýnt að hvetja einstaklinga aftur til vinnu og einnig að hvetja fyrir- tæki til að búa til fleiri störf. Segir hann mikilvægt að bótakerfið virki bæði sem hvati fyrir einstaklinga til að sækjast eftir vinnu og hvati fyrir vinnuveit- endur að ráða til sín nýtt fólk sem hefur verið án atvinnu til lengri tíma. Segir hann það geta reynst gagnlegt á tímum sem þessum að beita óhefð- bundnum ráðum en eitt þeirra er að ríkið taki á sig þann kostnað sem oft hlýst af ráðningu og þjálfun nýs starfsfólks og greiði þannig fyrir minnkun atvinnuleysis. Í því samhengi nefnir Gylfi kerfi sem hagfræðingurinn Dennis Sno- wer hefur löngum mælt fyrir en þar gefst atvinnulausum færi á að um- breyta atvinnuleysisbótum sínum í styrk til vinnuveitenda en markmið- ið með því er að stuðla að framtíð- arráðningu viðkomandi ásamt því að kosta þjálfun hans. Að auki nefnir Gylfi í grein sinni að slík umbreyting bóta hafi að auki þann kost í för með sér að ekki séu taldar líkur á því að þörf verði á auknum fjárveitingum af hálfu ríkissjóðs. Atvinnustyrkur í stað bóta gæti reynst farsæll kostur  Breytingar á kerfi kalla ekki á viðbótarfjárveitingar Gylfi Zoega Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sú saga hefur verið lífseig að Jón Sigurðsson forseti hafi verið með sárasótt þegar hann lagð- ist í rúmið vegna veikinda í upphafi árs 1840, þá 29 ára að aldri. Í nýútkominni bók um Ingi- björgu Einarsdóttur konu hans er sögunni um sárasóttina andæft og því varpað fram að Jón hafi allt eins getað verið með sýkingu í eista sem hafi valdið vökvasöfnun í pungnum. „Þessi sjúk- dómur er vel þekktur hjá ungum körlum enn í dag og svarar oft sýklalyfjum, sem þá voru ekki til. Dæmigerð einkenni sárasóttar (syphilis) eru hins vegar allt önnur,“ segir á blaðsíðu 42 í bók- inni. Er það Elías Ólafsson læknir og prófessor sem telur líklegast að Jón hafi þjáðst af sýkingu í eistanu frekar en sárasótt. Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Ingibjörg segir að þessi niðurstaða sé fengin út frá heimildum og mati lækna í dag. „Sagan um sárasóttina kemur fram strax og Jón veik- ist. Enda var sárasótt út- breiddur sjúkdómur á þessum tíma og því auðvelt að draga þessa ályktun. En ekkert í sjúkdómslýsingum Jóns bend- ir til þess að þetta hafi verið sárasótt. Margt vís- ar í þá átt að um annan algengan kvilla sé að ræða,“ segir Margrét. Samkvæmt heimildum var Jón með sjúkdóm sem tengdist kynfærunum, hann var bólginn og átti erfitt með gang. Einu haldbæru heimildirnar um veikindi hans eru lýs- ingar hans sjálfs í bréfum. Margrét styðst við bréf Jóns til Páls Melsted og Gísla Hjálm- arssonar og bréf Ólafs Einarssonar, bróður Ingi- bjargar, til Jóns. „Þessar heimildir og lýsingar Jóns eru nokkuð nákvæmar og passa ágætlega við þessa eistnabólgu. Það er samt ekki hægt að segja af eða á þegar um sjúkdóm löngu liðins fólks er að ræða og við höfum engar lækna- skýrslur undir höndum.“ Margrét segist varpa þessu fram því þetta komi Ingibjörgu við. „Hvort mannsefni hennar hafi verið smitað af kynsjúkdómi eða kvilla sem gat lagst á hvern sem var skiptir máli í hennar sögu. Sagan um sárasóttina gaf gróusögum um að hann væri henni ótrúr byr undir báða vængi og hefur gert fram til dagsins í dag. Markmiðið með þessu er ekki að fegra myndina af Jóni held- ur blasti þetta við í heimildum,“ segir Margrét. Var Jón þá ekki með sárasótt?  Jón Sigurðsson forseti var ekki með sárasótt heldur sýkingu í eista  Þeirri tilgátu er varpað fram í nýrri ævisögu um Ingibjörgu Einarsdóttur konu hans 1845 Hjónin Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir. Margrét Gunnarsdóttir Síðastliðinn mánudag gerði verð- lagseftirlit ASÍ verðkönnun á jóla- mat í sjö matvöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu en athugað var með verð á algengum matvörum sem búast má við á veisluborðum landsmanna um komandi jólahátíð. Könnunin náði til verðlags á alls 72 matvörum og var Bónus með lægsta verðið í 42 tilkvika en Sam- kaup-Úrval var með hæsta verðið í 35 tilvikum. Mesti verðmunur könnunarinnar reyndist vera 80% en þar var um að ræða verð á fersku rauðkáli sem reyndist dýrast í Samkaupum- Úrvali á 348 krónur kílóið en ódýr- ast reyndist það í verslunum Nettó á 193 krónur kílóið. Einnig reyndist allt að 37% verðmunur á reyktu kjöti en ódýrastur var SS hamborg- arhryggurinn hjá Bónus. Mikill verðmunur á jólamat eftir verslunum „Við náðum að grípa læðuna og kettlingana, koma þeim upp í búr og upp í Kattholt. Þar eru þau öll í góðu yfirlæti,“ segir Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá Meindýravörnum Reykjavík- urborgar. Ómar segist hafa séð kettlingana í sjón- varpinu og fundist þeir vera nokkuð stálpaðir, hann hafi því farið á staðinn og beðið um að fá að sjá hvar kisurnar væru. Að sögn Ómars sá hann fljótlega tvo af kettlingunum og náði þeim, en hann hafi svo með hjálp kollega síns náð hinum tveimur kettlingunum og læðunni. Síðan hafi ver- ið farið með kisufjölskylduna í Kattholt. Þær upplýsingar fengust frá Kattholti að kisu- fjölskyldan væri hress og við góða heilsu. Að sögn starfsmanns Kattholts eru kettlingarnir óvanir fólki og því hálfvilltir en læðan virðist hins vegar vera vön því að umgangast fólk. Kattholt leitar nú að nýju fósturheimili handa kisufjölskyldunni. Morgunblaðið/Ómar Loftleiðakisurnar í góðu yfirlæti Kisufjölskyldan flutt í Kattholt en leitar nýrra eigenda Óhætt er að segja að vetrarlegt hef- ur verið um að litast á landinu að undanförnu en þó að snjórinn kunni að kæta yngstu kynslóðina getur hann reynst öðrum íbúum þessa lands til ama. Er því ráð að brýna fyrir fólki að huga að smáfuglunum sem margir hverjir eiga erfitt með að finna æti í frosinni jörð. Fuglarnir eru sólgnir í alls kyns matarafganga sem við mannfólkið leifum. Einnig er vert að nefna að þeir sækja í ávexti og fuglafræ sem unnt er að kaupa gegn vægu gjaldi. Hugum að smá- fuglum í frostinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.