Morgunblaðið - 17.12.2011, Qupperneq 24
Morgunblaðið/ Gunnlaugur Auðun Árnason
Miðbærinn Egilshús er næst elsta varðveitta húsið í Stykkishólmi og setur það fallegan svip á miðbæinn.
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnlaugur Auðun Árnason
Stykkishólmur
St. Fransiskusspítali hefur
verið einn stærsti vinnustaður í
sveitarfélaginu. En þar hefur orðið
breyting á. Starfsfólki hefur fækk-
að síðustu ár með sífellt lækkandi
framlögum frá ríkisvaldinu. Starfs-
fólki sjúkrahússins var sagt frá því
á dögunum að enn yrði haldið
áfram á sömu braut. Lagður er til
30 milljóna króna niðurskurður á
rekstri spítalans á næsta ári. Fyr-
ir ekki stærri stofnun hefur það
mikil áhrif. Hólmarar eru að von-
um áhyggjufullir yfir þessum tíð-
indum og finnst furðulegt að enda-
laust skuli skorið niður í þeim
málaflokki sem flestir landsmenn
eru sammála um að standa skuli
vörð um. Starfsemi sjúkrahússins
hefur mikla þýðingu fyrir íbúa
svæðisins og áhrif á búsetuþróun.
Það er mál að linni.
Körfuboltabærinn Stykk-
ishólmur státar af keppnisliðum í
úrvalsdeild bæði karla og kvenna.
Karlaliðinu hefur ekki gengið nógu
vel að undanförnu og hefur liðið
ekki skilað þeim árangri sem von-
ast var til. Það er dýrt að halda
úti liðum í efstu deild Íslandsmóts-
ins. Leikmenn hafa lagt hart að
sér við fjáraflanir. Að undanförnu
hafa þeir ásamt stuðningsmönnum
séð um allt niðurrif innandyra í
Egilshúsi til að afla tekna. Mögu-
legt er að þar hafi of mikil vinna
verið lögð á leikmenn með annarri
vinnu þeirra. Síðasti leikur fyrir
jól er í Hólminum á morgun,
sunnudag, gegn Grindavík.
Kvennaliði Snæfells hefur
gengið mun betur í úrvalsdeildinni
og er liðið í 5. sæti.
Síldveiðar á Breiðafirði hafa
gengið vel í haust. Enn finnst mik-
il síld fyrir utan bæjardyrnar.
Stóru skipin eru flest hætt veiðum
enda síldarkvóti þeirra búinn. Í
haust fengu minni bátar í fyrsta
sinn leyfi til síldveiða. Frá Hólm-
inum hafa 5 litlir bátar stundað
reknetaveiðar. Mestum afla hefur
Sandvík SH landað, um 35 tonn-
um.
Egilshús var byggt 1865. Hús-
inu fylgir því löng saga og nú
bætist nýr kafli í sögu þess. Húsið
er komið í hendur nýrra eigenda
sem ætla að breyta því í 10 her-
bergja gistiheimili. Kaupandinn er
Gistiver ehf sem hefur áhuga á að
hasla sér völl í ferðaþjónustu í
Hólminum. Unnið er að end-
urbótum innan dyra samkvæmt
nútímakröfum. Verkið þarf að
ganga vel því von er á fyrstu
gestum í maí á næsta ári.
Aðventusamkoma verður í
Stykkishólmskirkju á morgun,
sunnudag, kl. 17. Það sem vekur
mesta eftirvæntingu er að hlusta
á nýja pípuorgelið sem leikið
verður á í fyrsta sinn í kirkjunni.
Starfsmenn Klais, þýska org-
elframleiðans hafa undanfarnar 6
vikur unnið að uppsetningu og
stillingu á orgelinu. Þeir hafa lok-
ið störfum og orgelið er tilbúið til
notkunar. Þar með rættist lang-
þráður draumur Hólmara og ann-
arra velunnara kirkjunnar um að
eignast betra tónlistar- og menn-
ingarhús.
Egilshús verður gistihús
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
7 dagar til jóla
Aðventuhelgina 17.-18. desember
verður ýmislegt um að vera í Café
Flóru í Grasagarðinum. Kaffihúsið
og jólabasarinn eru opin frá kl. 12-
18.
Á laugardeginum munu jólalögin
óma um garðinn þegar kór undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur syng-
ur fyrir gesti og einnig verða kátir
jólasveinar á ferli í Laugardalnum.
Á sunnudeginum mæta krakkar úr
Skólahljómsveit Austurbæjar og
leika jólalög fyrir gesti. Og þau
Anton Rafn Gunnarsson, Regí Óð-
ins og hin 13 ára gamla Thelma
Svavarsdóttir flytja frumsamin lög
og texta með jólaívafi. Á torginu
fyrir framan Grasagarðinn munu
félagar úr Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík selja jólatré alla helgina
frá kl. 13.00 til 17.00 og halda uppi
jólastemningu.
Fjölbreytt dagskrá í Grasagarðinum
Morgunblaðið/Golli
Miðborgin tekur vel á móti gangandi
vegfarendum nú um helgina. Hluti
Laugavegar og Skólavörðustígs
verður eingöngu fyrir gangandi
vegfarendur, en lokað verður fyrir
bílaumferð niður Skólavörðustíg við
Bergstaðastræti og niður Laugaveg
við Frakkastíg að Bankastræti.
Margvíslegar uppákomur verða í
miðborginni yfir helgina. Á ferðinni
á völdum stöðum frá Ingólfstorgi
upp á Hlemm verða gamlir og nýir jólasveinar, kvartettinn Kvika, White
Signal, Kvennakór Hafnarfjarðar, Grýla og Raunar, Lúðrasveitin Svanur
og Frænkur Grýlu. Þeir sem koma á eigin bíl eru hvattir til að nota þjón-
ustu bílastæðahúsanna. Breytingin á umferð niður Laugaveginn verður að-
eins nú um helgina, en Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis verður til
27. desember fyrir gangandi umferð einvörðungu.
Gangandi vegfarendur njóta forgangs
Það verður mikið um dýrðir í Jóla-
þorpinu í Hafnarfirði um helgina,
fjölbreytt skemmtidagskrá og
margt spennandi að finna í sölu-
húsum.
Til sölu verða skartgripir, tísku-
aukahlutir, málverk, jólaskraut, ull-
arvörur, íslensk hönnun, glervara,
heimagerðar sultur, og margt fleira
auk þess sem hægt verður að gæða
sér á ilmandi kakói, pönnsum, rist-
uðum möndlum og öðru góðgæti.
Skemmtidagskráin verður lífleg
og þessa síðustu aðventuhelgi verð-
ur boðið upp á tvö fjörug útijólaböll.
Siggi Hlö., ásamt jólasveinum, stýrir
fyrra jólaballinu kl. 14.30 á laugar-
deginum og Dansbandið verður síð-
an með harmonikkujólaball kl. 15 á
sunnudeginum. Margt annað verður
á dagskránni og má sjá allt um hana
á www.hafnarfjordur.is.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tvö útiböll í Jóla-
þorpinu um helgina
Skógræktarfélag Íslands hefur
fengið fimm unga myndlistarmenn
og hönnuði til að skreyta íslensk
jólatré sem verða til sýnis á jóla-
trjáamarkaði skógræktarfélaga við
Umferðarmiðstöðina (BSÍ). Dorrit
Moussaief forsetafrú mun síðan
velja best skreytta tréð sunnudag-
inn 18. desember kl. 14. Listamenn/
hönnuðir sem taka þátt í þessum
viðburði eru: Hildur Yeoman og
Daníel Björnsson, Inga Birgis-
dóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
Sara Riel og Tinna Ottesen.
Forsetafrúin velur
bestu skreytinguna
Jólamarkaðurinn Elliðavatni held-
ur áfram og fer nú í hönd fjórða
helgin. Mjög góð aðsókn hefur ver-
ið á markaðinn og fólk notið þess að
fara upp í Heiðmörk og upplifa
náttúruna og hina sérstöku jóla-
stemningu sem þar ríkir, segir í til-
kynningu. Auk hefðbundinnar jóla-
trjáasölu Skógræktarfélagsins er
fjöldi íslenskra handverksmanna
með söluborð víðs vegar á mark-
aðnum; markaðskaffihús er opið
allan tímann, tónlistarfólk kemur
fram með reglulegu millibili og rit-
höfundar lesa upp úr nýjum bókum
sínum. Opið klukkan 11-17.
Markaður við
Elliðavatn opinn
um helgina
Pakki á pakka
Fallegt pakkaskraut hannað af Arca
Design Island. Aðrir sem standa að
þessu eru Lógóflex og Markó- Merki.
Jólatréð verður selt á 500 kr.
hjá Arca design, Grímsbæ við
Bústaðaveg og fer öll upphæðin
óskipt til stuðnings
Fjölskylduhjálpar Íslands.
Fríðindak
ort
Golfarans
Golfkortið
JÓLAGJÖF GOLFARANS
Kortið fæst á völdum
stöðvum
Golfkortið 2012
Spilað um allt Ísland - 31 golfvellir
Einstaklingskort 9.000 kr,
Fjölskyldukort 14.000 kr
Upplýsingar á golfkortid.is
Kíkið inn á leikinn
Í dag, laugardaginn 17. desember
kl. 13, verður MS Jólaskákmótið í
Tjarnarsal Ráðhússins. Mörg af
efnilegustu börnum landsins tefla.
Skákakademía Reykjavíkur stend-
ur að mótinu, þar sem um 80 börn á
aldrinum 6-12 ára tefla í Jólaskóg-
inum í aðalsal Ráðhússins. Gestum
og áhorfendum verður boðið upp á
fjöltefli við skákmeistara meðan á
mótinu stendur.
Skákakademía Reykjavíkur hef-
ur á síðustu árum unnið að út-
breiðslu skáklistarinnar í grunn-
skólum borgarinnar, auk þess að
skipuleggja margskonar viðburði
og hátíðir. MS hefur frá upphafi
verið meðal helstu bakhjarla Skák-
akademíunnar. Heiðursgestur við
setningu mótsins er Guðni Ágústs-
son fv. ráðherra.
Upplestur úr bókum flytur sig
um set út af skákmótinu og verður
á Kaffihúsinu Öndinni í Ráðhúsinu
um helgina milli klukkan 13 og 14.
Efnileg börn tefla á
jólaskákmóti MS
Jólatré verður á nánast öllum heim-
ilum á Íslandi um þessi jól ef marka
má könnun MMR.
Alls sögðust 90,6% þeirra sem
svöruðu könnuninni ætla að setja
upp jólatré.
Í sömu könnun MMR fyrir ári
sögðu 91,2% að það yrði jólatré á
sínu heimili um jólin.
Skipt eftir einstökum svörum
sögðust 39,3% ætla að hafa lifandi
jólatré á sínu heimili þessi jólin,
51,3% gervitré og 9,4% ætluðu ekki
að hafa neitt jólatré
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jólatré Flestir landsmenn ætla að
prýða heimili sín fyrir jólin.
Jólatré á
langflestum
heimilum