Morgunblaðið - 17.12.2011, Síða 28
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tjónamál Ekki liggur fyrir hvaða listaverk eyðilögðust þegar búslóð var flutt til Bandaríkjanna síðastliðið vor.
BAKSVIÐ
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Bætur vegna þess tjóns sem varð á
búslóð Skafta Jónssonar, sendiráðu-
nautar við sendiráð Íslands í Wash-
ington, og eiginkonu hans Kristínar
Þorsteinsdóttur þegar búslóðin var
flutt til Bandaríkjanna í apríl á þessu
ári, námu í heildina 80,3 milljónum
króna samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins og hafa bæturnar verið
greiddar út. Eins og fram kom í
blaðinu í gær komst sjór í 20 feta gám
sem búslóðin var flutt í með flutn-
ingaskipi Eimskips með þeim afleið-
ingum að miklar skemmdir urðu á
henni.
Tryggingamiðstöðin greiddi út 5,3
milljónir króna í bætur vegna trygg-
ingar sem tekin var hjá fyrirtækinu
vegna flutninganna og ríkið greiddi
síðan mismuninn á þeirri fjárhæð og
þeirri upphæð sem tjónið á búslóðinni
var metið á. Samtals voru greiddar 75
milljónir króna úr ríkissjóði í þessu
skyni samkvæmt sérstökum lið á
aukafjárlögum sem samþykkt voru á
Alþingi á dögunum. Sú upphæð var
greidd út nýverið samkvæmt upplýs-
ingum frá utanríkisráðuneytinu.
Enginn fulltrúi stjórnvalda
Það mat sem lagt var til grundvall-
ar bótagreiðslna vegna tjónsins er
byggt á gögnum frá bandarísku fyrir-
tæki sem framkvæmdi ástandsmat á
innihaldi gámsins eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær. Enginn fulltrúi
íslenskra stjórnvalda mun hins vegar
hafa verið viðstaddur þá ástands-
skoðun. Að sögn Péturs Ásgeirs-
sonar, sviðsstjóra rekstrar- og þjón-
ustusviðs utanríkisráðuneytisins, var
umrætt fyrirtæki hins vegar kvatt til
af Tryggingamiðstöðinni og því megi
segja að það hafi verið fulltrúi henn-
ar. Tryggingafélagið hafi síðan gætt
hagsmuna ríkisins. Engan hafi hins
vegar grunað þegar gámurinn var
opnaður hversu mikið tjón hafi orðið
á búslóðinni.
Tjón á þeim listaverkum sem voru í
búslóðinni var metið á á fimmta tug
milljóna króna samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins og var dýrasta verk-
ið metið á 2,5 milljónir. Það var enn-
fremur eina verkið sem var metið á
yfir tvær milljónir króna. Að sögn
Péturs voru þau listaverk sem talið
var að hægt væri að lagfæra ekki
bætt nema sem nam viðgerðarkostn-
aðinum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru ennfremur bætt hús-
gögn sem voru í gámnum, fatnaður
og skartgripir sem þó virðast hafa
verið endurheimtir samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins.
Óvíst hvaða verk voru bætt
Fram hefur komið í umræðum að
undanförnu, bæði í fjölmiðlum og víð-
ar að listaverkin sem skemmdust eða
eyðilögðust í umræddu tjóni hafi ým-
ist verið ómetanleg, þjóðargersemar
eða menningarverðmæti. Hins vegar
hafa takmarkaðar upplýsingar feng-
ist um það um hvaða verk hafi ná-
kvæmlega verið að ræða. Þannig hef-
ur Tryggingamiðstöðin ekki viljað
veita þessar upplýsingar á þeim for-
sendum að fyrirtækið væri ekki í að-
stöðu til þess vegna trúnaðar við sína
viðskiptavini.
Utanríkisráðuneytið hefur að sama
skapi ekki viljað upplýsa hvað hafi
verið bætt með almannafé með vísan í
að um sé að ræða persónulegar eigur
þeirra sem urðu fyrir tjóninu og að
ráðuneytinu sé ekki heimilt að veita
slíkar upplýsingar.
Heildarbætur vegna
tjónsins 80 milljónir
Verðmætasta listaverkið var metið á 2,5 milljónir króna
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
57
41
5
11
/1
1
Lægra
verð
í LyfjuStrepsils Cool36 stk. Áður: 1.599 kr. Nú: 1.279 kr.
24 stk. Áður: 1.249 kr. Nú: 999 kr.
20%
afsláttur
Tilboðið gildir í desember.
Svo virðist sem ekki sé beinlínis
kveðið á um það í lögum að ís-
lenska ríkinu beri skylda til þess
að tryggja tjón sem verður á bú-
slóðum starfsmanna utanríkis-
þjónustunnar sem fluttar eru til
erlendra ríkja vegna starfa
þeirra þar. Utanríkisráðuneytið
vísar í ákvæði laga nr. 39/1971
um utanríkisþjónustu Íslands
þar sem kveðið er á um flutn-
ingsskyldu starfsmanna hennar
en ekki hins vegar rætt þar um
áðurnefnda ábyrgð ríkisins á
búslóðum þeirra..
Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri
rekstrar- og þjónustusviðs ut-
anríkisráðuneytisins, segir að
ríkið hafi í áratugi fylgt þeirri
stefnu að tryggja sjálft sig að
segja megi af hagkvæmnissjón-
armiðum sem hafi vafalaust
sparað því miklar fjárhæðir í
gegnum tíðina. Þá séu fá dæmi
um svo alvarleg tjón á búslóð-
um í sögu utanríkisþjónust-
unnar.
Engin bein
lagaskylda?
ÁBYRGÐ Á BÚSLÓÐUM
Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
Það þarf að fara hundrað ár til
baka í sögu Íslands til að finna
hærra hlutfall brottfluttra umfram
aðflutta af íbúum landsins eins og á
síðustu fjórum árum. Þetta kemur
fram í samantekt sem Ágúst Ein-
arsson, prófessor við Háskólann á
Bifröst, hefur gert.
Samtals hafa um 6.300 manns
með íslenskt ríkisfang flutt af landi
brott umfram aðflutta frá árinu
2008 til 2011 og er það langmesti
fjöldi fólks sem hefur flutt af landi
brott umfram þá sem flytja hingað í
sögunni. Það eru um tvö prósent af
íbúum landsins með íslenskt ríkis-
fang. Þarf að fara aftur til áranna
1900 til 1903 til að finna hærra
hlutfall brottfluttra umfram að-
flutta en þá var það 2,5%. Þess ber
þó að geta að tölur fyrir síðustu
þrjá mánuðina eru áætlaðar.
Einsdæmi í sögu landsins
Ágúst segir að gera megi ráð fyr-
ir að um helmingur af þessu fólki sé
á vinnumarkaði og atvinnuleysi
sem sé nú um 7% væri líklega um
9% ef þessi brottflutningur hefði
ekki orðið. Hugsanlega sé fjöldinn
meiri því ekki hafi allir brottfluttir
skráð sig.
„Frá 2001 í rúman einn áratug til
og með árinu 2011 hafa á hverju ári
fleiri Íslendingar flutt frá landinu
en til landsins nema árið 2005. Sam-
tals hafa rúmlega 9.000 fleiri Ís-
lendingar flutt frá landinu en til
þess á þessum 11 árum eða um 3%
af þjóðinni. Ein skýring þessa er að
fjölmargir fóru að vinna hjá ís-
lenskum fyrirtækjum erlendis á
þessum tíma. Núverandi staða er að
mörgu leyti einsdæmi í sögu lands-
ins,“ segir Ágúst í samantektinni.
Hæsta hlutfall brottfluttra um-
fram aðflutta á fjögurra ára tíma-
bili í Íslandssögunni var á hátindi
búferlaflutninganna til Vestur-
heims á árunum 1886 til 1889 en þá
var það 6,1%. Alls fluttu um 10.600
fleiri af landinu en til þess á 23 ára
tímabilinu frá 1872 til 1894.
Hlutfall brott-
fluttra ekki verið
hærra í heila öld
Aldrei hafa fleiri flutt burt umfram
þá sem flytja heim á 4 ára tímabili
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tölur Ágúst Einarsson hefur gert
samantekt á tölum yfir brottflutta.
Bandarísk einkaþota af gerðinni Gulf-
stream skemmdist ekki þegar hún
rann út í skafl á Keflavíkurflugvelli á
fimmtudagskvöld. Að sögn Friðþórs
Eydal, talsmanns ISAVIA, var búið
að aka vélinni þriggja km langa braut
eftir lendingu þegar hún lenti í skafli
utan brautarinnar.
Atvikið átti sér stað um sjöleytið og
tók vélin aftur á loft frá vellinum
klukkan 21.50 síðar um kvöldið.
Spurður út í tildrög óhappsins svar-
ar Friðþór því til að málið sé í rann-
sókn hjá rannsóknarnefnd flugslysa
og að ekki sé hægt að veita nákvæmar
upplýsingar um málsatvik að svo
stöddu. Hann upplýsir þó að flugvélin
hafi átt að beygja út af brautinni áður
en hún kom að flugbrautarendanum
og lenti utan brautar. baldura@mbl.is
Einkaþota rann út í skafl
á Keflavíkurflugvelli
Morgunblaðið/Frikki