Morgunblaðið - 17.12.2011, Síða 35

Morgunblaðið - 17.12.2011, Síða 35
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Dómur Hæstaréttar frá 1. desember sl. í máli Véla og verkfæra hf. gegn Samkeppniseftirlitinu hefur vakið at- hygli. Þótt málið sé ekki stórt hefur það undið upp á sig. Vélar og verkfæri hafa í áratugi selt svokallað höfuðlyklakerfi sem er ein tegund aðgangskerfa þar sem sami lykill getur gengið að fleiri en einni læsingu, að sögn Björns V Sveinssonar, innkaupa- og markaðs- stjóra hjá Vélum og verkfærum. Fyr- ir nokkrum árum hafi fyrirtækið tek- ið að veita ýmsum þjónustuaðilum sínum heimild til að selja og þjónusta þessi kerfi og það hafi leitt til auk- innar samkeppni. Upphaf málsins má rekja til þess að Samkeppniseftirlitið gerði athuga- semdir við samninga fyrirtækisins við þjónustuaðilana, úrskurðaði að Vélar og verkfæri hefði misnotað meinta einokunarstöðu sína og gerði þeim að greiða 15 milljón króna sekt. Björn V. Sveinsson, innkaupa- og markaðsstjóri hjá Vélum og verkfær- um ehf., var ekki sáttur við þann úr- skurð: „Við teljum fjarri lagi að samn- ingar okkar við þjónustuaðila hafi raskað samkeppni,“ segir Björn. „Þetta er ekki nema 40 milljóna króna markaður og þessi sekt því mjög há. Samkeppniseftirlitið rannsakaði mál- ið nánast ekkert, aðferðafræði þeirra var meingölluð og skilningur á málum sem reynt var að hafa til samanburð- ar bersýnilega afar takmarkaður. Við áfrýjuðum og áfrýjunarnefndin féllst á að markaðsskilgreiningin væri röng hjá Samkeppniseftirlitinu en þar með var grundvallarforsendan fyrir öllum ályktunum þess brostin. Samt lækkaði nefndin aðeins sekt fyrirtækisins í 10 milljónir króna en lét hana ekki falla niður með öllu. Fyrirtækið skaut málinu til dómstóla og staðfesti Héraðsdómur Reykjavík- ur úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Var málinu þá skotið til Hæstaréttar sem felldi úrskurð áfrýjunarnefndar- innar úr gildi.“ Björn vill meina að í dómnum komi fram að Hæstiréttur telji áfrýjunar- nefndina ekki hafa rökstutt nýja markaðsskilgreiningu með fullnægj- andi hætti né gætt þeirrar skyldu sinnar að rannsaka málið með ásætt- anlegum hætti. „Dómurinn hefur vakið talsverða athygli lögfræðinga því með honum er vikið frá þeirri framkvæmd að ef íþyngjandi úrskurður æðra stjórn- valds sé ómerktur falli jafnframt nið- ur íþyngjandi úrskurður lægra stjórnvaldsins,“ segir Björn. „Hafa margir lögmenn undrast þessa úr- lausn sem ekki er sérstaklega rök- studd í dómnum.“ Björn segir viðbrögð Samkeppnis- eftirlitsins við dómnum furðuleg: „Eftirlitið sendi frá sér fréttatilkynn- ingu samdægurs þar sem fullyrt er að með dómnum standi fyrri úrskurður þess og þar sé þriðjungi hærri sekt staðfest. Þetta er alrangt, enda fjallar Hæstiréttur alls ekki um þann úr- skurð. Fremur má draga þá ályktun að dómurinn sé ekki aðeins áfellis- dómur yfir áfrýjunarnefndinni heldur einnig yfir Samkeppniseftirlitinu sjálfu og vinnubrögðum þess, enda grundvallaðist úrskurður áfrýjunar- nefndarinnar á vinnu eftirlitsins. Okkur finnst það ansi bíræfið af op- inberri stofnun að fara fram með slík- um hætti þegar hún hefur hlotið jafn alvarlegar ákúrur frá Hæstarétti.“ Léleg stjórnsýsla Aðspurður hvort málið sé þá úr sögunni segir Björn svo ekki vera. „Þetta er fyrst og fremst dæmi um lé- lega stjórnsýslu. Niðurstaðan er að málið þarf nú væntanlega að fara aft- ur fyrir áfrýjunarnefnd og jafnvel dómstóla, allt á kostnað skattgreið- enda ef að líkum lætur. Góðu frétt- irnar eru hins vegar þær að með þess- um dómi sýnir Hæstiréttur að Samkeppniseftirlitið þarf að vanda vinnubrögð sín betur,“ segir Björn. Furðuleg viðbrögð SKE  Fulltrúar fyrirtækisins Véla og verkfæra óánægðir með Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefndina Morgunblaðið/Golli Málaferli Björn hjá Vélum og verkfærum er ósáttur við stjórnsýsluna. FRÉTTIR 35Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Marel hefur tekist vel upp við að sækja inn á nýmarkaði og þannig aukið áhættudreifingu fyrirtækisins, að því er fram kemur í greiningu IFS. Á það er bent að í gegnum tíðina hefur tekjustreymi Marel fylgt fram- leiðsluvísitölum. Þegar vísitölurnar lækkuðu hvað mest í kjölfar hruns á fjármálamörkuðum á haustmánuðum 2008 varð talsverður samdráttur í tekjum Marel. Á síðustu misserum hafa tekjur Marel hins vegar í auknum mæli byggst á sölu til fleiri landa – ekki síst til nýmarkaðsríkja á borð við Rúss- land, Úkraínu, Suður-Kóreu og Kína. Þær breytingar ættu að koma félag- inu til góðs. Samfara miklum hagvexti í BRIK löndunum – Brasilía, Rússland, Ind- land og Kína – þá gera spár ráð fyrir því að spurn eftir svína- og kjúklinga- kjöti aukist umtalsvert. Marel er leið- andi fyrirtæki í þróun og framleiðslu á tækjabúnaði við meðferð og vinnslu á matvælum. Fram kemur í greiningu IFS að rekstur Marel hafi gengið vel það sem af er árinu og pantanabók fyrirtæk- isins hefur stækkað jafnt og þétt þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálum í heiminum. Í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung kom fram að and- virði pantana nemur ríflega 200 millj- ónum evra á árinu. Að mati IFS er hins vegar ekki úti- lokað að skuldakreppan á evrusvæð- inu muni valda Marel skakkaföllum. „Þar sem viðskiptavinir Marels eru framleiðslufyrirtæki víðsvegar um heim gæti efnahagslægð á evrusvæð- inu og viðkvæm staða lánamarkaða haft áhrif á pantanir frá svæðinu.“ hordur@mbl.is Marel sækir á nýmarkaði  Meiri áhættudreifing í tekjustreymi Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur samþykkt upplýsingastefnu fyrir stofnunina. Í henni er bæði fjallað um miðlun upplýsinga til aðila sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með og til fjölmiðla og almennings. Fram kemur að ein af þremur meginstoðum í stefnu Fjármálaeft- irlitsins sé fagleg umræða og gagnsæi. Lögð sé áhersla á fagleg samskipti við þá aðila sem Fjár- málaeftirlitið hafi eftirlit með og miðlun upplýsinga sem geti stuðl- að að markaðsaðhaldi. Fjármála- eftirlitið leitist jafnframt við að auka almennan skilning á sam- félagslegu hlutverki sínu og þekk- ingu á þeirri starfsemi sem þar fari fram. Í upplýsingastefnunni segir að gagnvart fjölmiðlum og almenn- ingi sé þetta einkum gert með því, að gera hlutverk Fjármálaeftirlits- ins sýnilegt neytendum og eftirlits- skyldum aðilum og öðrum áhuga- sömum og að skýra frá aðgerðum Fjármálaeftirlitsins til að vernda notendur fjármálaþjónustu. Stjórn FME vill stuðla að auknu gagnsæi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.