Morgunblaðið - 17.12.2011, Page 36

Morgunblaðið - 17.12.2011, Page 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barninu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans hverju sinni. ÖllumnýjumFramtíðarreikningumog innlögnumyfir2.000kr. fylgir flottur Georgsbolur. Þú færð Framtíðarreikning í næsta útibúi Íslandsbanka. Framtíðarreikningur er gjöf sem vex H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A - 11 -2 54 4 William Chavarriaga, 49 ára ræstingamaður á flugvelli í Kólumbíu, leikur teiknimyndapersónuna Stjána bláa í Medellin. Chavarriaga segist hafa skemmt vinum sín- um, starfsbræðrum og fleira fólki síðustu 30 ár með því að leika Stjána bláa. Hann kveðst gera það vegna þess að hann njóti athyglinnar sem leikurinn vekur. Reuters Nýtur þess að leika Stjána bláa Vitnaleiðslur í máli bandaríska hermannsins Bradley Mann- ings, sem er sak- aður um að hafa lekið bandarísk- um leyniskjölum til WikiLeaks, hófust í Banda- ríkjunum í gær. Verjendur Mann- ings óskuðu eftir því að dómarinn í málinu viki og sökuðu hann um að vera hlutdrægur. Þetta er í fyrsta sinn sem Mann- ing, sem er 23 ára gamall, kemur fyrir dómara. Vitnaleiðslurnar eru undanfari eiginlegra réttarhalda og fara fram við herdómstól í Fort Meade í Maryland í Bandaríkjunum. Þar er gríðarleg öryggisgæsla, að því er fram kemur á vef BBC. Manning fyrir herrétt  Óskað eftir því að dómarinn víki Vitnaleiðslunum mótmælt. Rithöfundurinn og blaðamaður- inn Christopher Hitchens lést í fyrradag, 62 ára að aldri. Hann hafði þjáðst af krabbameini í vélinda. Hitchens fæddist í Bret- landi 1949 og starfaði sem blaðamaður þar í landi á áttunda áratug aldarinnar sem leið. Hann flutti síðar búferlum til New York og hóf störf fyrir tíma- ritið Vanity Fair í nóvember 1992. Hitchens var róttækur vinstri- maður á yngri árum. Þegar hann kúventi vændu gamlir bandamenn hann um svik. Eftir árás hryðjuverkamanna al- Qaeda á Bandaríkin 11. september 2001 deildi Hitchens við Noam Chomsky og fleiri vinstrimenn sem sögðu að utanríkisstefna Banda- ríkjastjórnar hefði stuðlað að hryðjuverkunum. Hitchens studdi innrásina í Írak og George W. Bush í fosetakosningunum árið 2004. bogi@mbl.is Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Hitchens látinn Christopher Hitchens Náttúruhamfarir kostuðu hagkerfi heimsins 350 milljarða dollara, um 43.000 milljarða króna, í ár, að mati endurtryggingarfélagsins Swiss Re. Þetta er mesta efnahagstjón á einu ári af völdum náttúruhamfara. Áætlaður kostnaður trygginga- félaga vegna hamfaranna var 108 milljarðar dollara og sá næstmesti í sögunni, en hann nam 123 millj- örðum árið 2005, einkum vegna fellibyljarins Katrínu. Estudio R. Carrera fyrirHeimild: Swiss Re TJÓN AF VÖLDUM HAMFARA Á ÁRINU Efnahagstjón ríkja heims vegna náttúruhamfara á árinu 2011 í milljörðum dollara Kostnaðarsömustu náttúruhamfarirnar á árinu 2011* 20112010 Kostnaður tryggingafélaga vegna náttúruhamfara í milljörðum 20112010 1 Jarðskjálfti, flóðbylgja Japan (mars) 35 2 Jarðskjálfti Nýja-Sjáland (febrúar) 12 3 Flóð Taíland (júlí) 8 -11 4 Fárviðri, skýstrókar Bandaríkin (apríl) 7,3 5 Fárviðri, skýstrókar Bandaríkin (maí) 6,7 6 Fellibylurinn Irene Ameríkuríki (ágúst) 4,9 7 Flóð Ástralía (janúar) 2,3 8 Fárviðri Bandaríkin (apríl) 2 9 Fárviðri Bandaríkin (apríl) 1,5 10 Fárviðri Bandaríkin (apríl) 1,4 0 5,000 10,000 15,000 Hamfarir, land Tjón sem tryggingafélög bæta, í milljörðum $ 108 $ 48 $ 350 $ 226 $ *Eignatjón og tap fyrirtækja vegna röskunar á starfsemi þeirra, en kostnaður tryggingafélaga vegna líftrygginga er ekki talinn með Mettjón af völdum nátt- úruhamfara í heiminum Hollensk rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugir þúsunda barna kunni að hafa verið fórnarlömb kynferðisbrota í kaþ- ólskum stofnunum í Hollandi frá 1945. Í skýrslu nefndarinnar eru yfirmenn kaþólsku kirkjunnar gagnrýndir fyrir að hafa látið hjá líða að binda enda á kynferðislegt ofbeldi í skólum og munaðarleys- ingjahælum kirkjunnar. Í skýrslunni er áætlað að 10.000- 20.000 börn hafi verið fórnarlömb kynferðisbrota í stofnunum kirkj- unnar á árunum 1945 til 1981 og þúsundir barna á síðustu 30 árum. Í flestum tilvikum hafi prestar eða aðrir starfsmenn káfað á börnunum en nefndin telur að þúsundum barna hafi verið nauðgað, að sögn fréttavefjar BBC. Nefndin segir að eitt af hverjum fimm börnum hafi verið fórnarlömb kynferðisbrota í öllum skólum og hælum landsins, óháð því hvort kaþólska kirkjan rak þau. Þúsundum barna var e.t.v. nauðgað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.