Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 37

Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 37
FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Ármúla 38 | Sími 588 5011 IZUMI „Spirit and Beauty“ My spirit is feisty and beautiful Verð frá kr. 1990.- Kimmidoll á Íslandi Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stuðningurinn við Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur aldrei verið minni en nú eftir þing- kosningarnar 4. þessa mánaðar þeg- ar flokkur hans tapaði miklu fylgi og var sakaður um kosningasvik. Í skoðanakönnun, sem gerð var 10.-11. desember, kvaðst 51 af hundraði vera ánægður með störf Pútíns, um tíu prósentustigum færri en í sams konar könnun í lok nóv- ember. Aðeins 42% þátttakendanna í könnuninni sögðust ætla að kjósa Pútín í forsetakosningunum sem fram fara í mars. Hann þarf að fá meirihluta atkvæða til að ná kjöri og takist honum það ekki þarf að kjósa aftur á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna. Fari svo yrði það mikið áfall fyrir Pútín sem fékk rúm 70% atkvæðanna í forsetakosningun- um árið 2004. Enn er þó talið nánast öruggt að Pútín fari með sigur af hólmi í kosn- ingunum þar sem næstvinsælasti frambjóðandinn, Gennadí Zjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, er að- eins með 11% fylgi. Í annarri könnun, sem birt var í gær, sögðust 44% treysta Pútín. Í sams konar könnun árið 2008 sögð- ust 70% bera traust til hans. Vill kæfa þá með faðmlagi Pútín svaraði spurningum lands- manna í beinni útsendingu í fjórar og hálfa klukkustund í árlegum sjón- varpsþætti í fyrrakvöld. Forsætis- ráðherrann léði máls á lýðræðisum- bótum, sagði að til að mynda kæmi til greina að auka völd héraðanna og heimila smáflokkum að taka þátt í þingkosningum. Pútín kvaðst hafa glaðst þegar hann hefði séð mótmælin og sagði þau til marks um að stjórninni hefði tekist að treysta lýðræðið í sessi. Hann gagnrýndi þó mótmælin og sagði þau runnin undan rifjum vest- rænna ríkja. „Ég veit að ungu fólki var borgað fyrir að mótmæla,“ sagði hann. Forsætisráðherrann hæddist einnig að mótmælendum, kvaðst hafa haldið að hvítir borðar sem þeir báru væru smokkar. Rússneska viðskiptadagblaðið Vedomosti sagði í forystugrein að framganga Pútíns í sjónvarpsþætt- inum væri til marks um að hann væri úr tengslum við almenning. „Stíll hans virtist gamaldags og brandar- arnir voru ekki fyndnir,“ sagði blað- ið. Blaðið Moskovskí Komsomolets sagði að ekkert væri að marka orð Pútíns um að hann léði máls á um- bótum, þau væru aðeins brella. „Leiðtoginn vonast til þess að geta leikið á andstæðinga sína og kæft þá með faðmlagi,“ sagði blaðið í forystu- grein. Rússnesk vefútgáfa tímaritsins Forbes tók í sama streng. „Hann veit ekki enn hvort hann á að herða tökin, eða láta líta út fyrir að hann lini þau.“ Fylgi Pútíns snarminnkar Reuters Notar Pútín bótox? Orðrómur hefur verið á kreiki í Rússlandi um að Vladímír Pútín hafi farið í fegrunaraðgerð fyrr á árinu og notað bótox til að slétta hrukkur. Gárungar segja að hann hafi látið yngja upp andlitið til að svara þeirri fullyrðingu andstæðinga hans að þörf sé á nýjum andlitum í rússnesk stjórnmál.  Ný könnun bendir til þess að Pútín nái ekki kjöri í fyrstu umferð forseta- kosninga  Ýjar að umbótum en andstæðingar hans segja það blekkingu Embættismenn Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögð- ust í gær hafa miklar áhyggjur af morðinu á rússneska rannsóknar- blaðamanninum Khadzimurad Kamalov sem var skotinn til bana í Kákasushéraðinu Dagestan. Kamalov var einkum þekktur fyr- ir gagnýni sína á yfirvöld í Dagest- an og rannsakaði mál manna sem hafa horfið sporlaust og talið er að glæpasamtök hafi myrt. Hann stofnaði vikublaðið Tsjernovik og útgáfufyrirtæki þess Svoboda Slova (Málfrelsi). Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 2003. Óþekktur byssumaður skaut Ka- malov til bana þegar hann gekk út úr skrifstofu útgáfufyrirtækisins á miðnætti að staðartíma í fyrrinótt. Embættismaður ÖSE, Dunja Mij- atovic, kvaðst vona að rússnesk yfirvöld myndu ekki aðeins rann- saka morðið og draga morðingjann fyrir rétt, heldur einnig gera ráð- stafanir til þess að tryggja öryggi blaðamanna í Kákasushéruðunum. Fjórir blaðamenn hafa verið myrtir í Dagestan á árinu og 40 frá árinu 2000. Yfirvöld hvött til að tryggja öryggi blaðamanna RANNSÓKNARBLAÐAMAÐUR, SEM HAFÐI GAGNRÝNT YFIRVÖLD, MYRTUR Í DAGESTAN Norska lögreglan hefði komist 16 mínútum fyrr í Útey til að stöðva fjöldamorðin þar 22. júlí ef ekki hefðu komið upp ýmis vandamál, meðal annars í fjarskiptum, að sögn norskra fjölmiðla í gær. Þetta mat mun koma fram í skýrslu nefndar sem lögreglan skipaði til að rannsaka viðbrögð hennar við fjöldamorðunum. Skýrslan hefur ekki verið birt en henni var lekið í Dagbladet. Formaður nefndarinnar, Olav Sønderland, einn æðsti maður lög- reglunnar, sagði á blaðamanna- fundi í Ósló í gær að mat nefndar- innar væri aðeins kenning og lögreglumenn hefðu farið á staðinn eins fljótt og mögulegt hefði verið. Hefði getað komist 16 mín. fyrr í Útey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.