Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 46

Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 ✝ Margrét Lár-usdóttir, Skútustöðum, Mý- vatnssveit, fæddist á Mosfelli í Mos- fellssveit 20. júlí 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 3. desember 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Lár- us Halldórsson skólastjóri á Brúarlandi, f. 1899, d. 1974, og Kristín Magnúsdóttir, f. 1899, d. 1970. Margrét var elst átta systkina á Brúarlandi. Hin eru Magnús, f. 1925, d. 1999, Hall- dór, f. 1927, d. 2008, Valborg, f. 1928, Tómas, f. 1929, Fríða, f. 1931, Gerður, f. 1934 og Ragn- ar, f. 1935, d. 2007. Hálfbróðir Margrétar var Sigurður Björg- vin Egilsson, f. 1921, d. 1923. Margrét giftist 15. júní 1947 Þráni Þórissyni, f. 2.3. 1922, d. 23.7. 2005, skólastjóra á Skútu- stöðum í Mývatnssveit. Börn 1943 og lauk prófi frá Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1944. Síðar sótti hún kenn- aranámskeið í handmennt. Hún var stundakennari við Barna- og unglingaskóla Mývetninga (síðar Grunnskóla Skútustaða- hrepps) frá 1949 (einkum enska og handavinna) og Tónlistar- skóla Mývatnssveitar frá 1976 (píanóleikur). Þá hafði hún yf- irumsjón með gistirekstri Skútustaðaskóla á sumrum um árabil. Hún var alla tíð mjög virk í margvíslegu félagsstarfi, var í stjórn Kvenfélags Mý- vatnssveitar, slysavarnadeild- arinnar Hringsins, formaður sóknarnefndar Skútustaða- kirkju, í stjórn kirkjukórs Skútustaðakirkju, starfaði mik- ið fyrir Krabbameinsfélagið og var formaður Krabbameins- félags Suður-Þingeyinga um árabil. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist, söng í kirkjukór Skútustaðakirkju og Kvenna- kórnum Lissý í Suður- Þingeyjarsýslu og sá þá stund- um um að kenna raddir. Þar gat hún nýtt sér píanókunnáttu sína. Útför Margrétar fer fram frá Skútustaðakirkju í dag, 17. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 14. þeirra eru: 1) Höskuldur, f. 15.1. 1946, kvæntur Sig- ríði Magnúsdóttur. Börn þeirra eru Steinar, Guðrún Þuríður og Mar- grét Lára. 2) Dótt- ir, f. 26.5. 1950, d. 10.6. sama ár. 3) Brynhildur, f. 26.7. 1951, d. 10.4. 2011, gift Baldvini Kristni Baldvinssyni. Börn þeirra eru Margrét og Þráinn Árni. 4) Sólveig, f. 5.3. 1953. Dætur hennar og Guðlaugs Georgssonar eru Margrét og Brynhildur. 5) Steinþór, f. 4.10. 1954. Sonur Steinþórs og Auðar Hrólfsdóttur er Þórir. Dætur Steinþórs og Katrínar Þorvalds- dóttur eru Hildigunnur og Gunnhildur Helga. 6) Hjörtur, f. 26.6. 1963. Barnabarnabörnin eru tólf. Margrét lauk unglingaprófi 1939, stundaði nám í ensku 1939-1941, í píanóleik 1939- Tengdamóðir mín elskuleg er fallin frá. Alltof skyndilega ein- hvern veginn. Sem betur fer náð- um við mörg til hennar til þess að vera hjá henni síðustu stund- irnar hennar á meðan hún gat notið þess að sjá hópinn sinn þyrlast inn á sjúkrastofuna hennar. Rétt eins og í gamla daga þegar heimilið hennar var fullt af fólki og hún í miðjunni að gera öllum til góða. Elda, baka og taka til nesti, en um leið ein- hvern veginn að njóta þess að vera með öllu fólkinu. Fyrst gerði hún það því „uppvaskið fer ekki neitt“, eins og hún sagði oft, og þó var það ærið á þessu stóra og myndarlega heimili. Það var svo ótrúlega gaman að vinna með tengdamóður minni að eld- hússtörfunum. Hún var svo flink í öllu sem viðkom heimilishaldi, enda húsmæðraskólagengin. Ég öfundaði hana oft af því. Henni fórust þessi verk öll svo vel úr hendi. Það var sama hvort það var að sauma eða prjóna á krakkaskarann, búa til mat eða baka alls kyns meðlæti, eins og t.d. heimilisfriðinn sem hvergi var hægt að baka nema í ofn- inum á Skútustöðum þannig að hann smakkaðist rétt. Það var engu líkt hvað hún hafði góð tök á því að elda mat því það var nú ekki eins og hún væri að leika sér að því að setja saman rétti fyrir tvo eða þrjá. Nei, það var oftast nær því að vera fyrir 10-20 manns. Ég minnist þess með þakklæti að hafa fengið að aðstoða í eldhús- inu og jafnvel að elda sjálf ein- hverja rétti. Hún lét mér alltaf líða eins og enginn væri eins flinkur og ég. Og ef maður spurði um eitthvað tengt matargerðinni var leyst úr því eins og ekkert væri sjálfsagðara en að vita þetta ekki, og alltaf af þvílíkri hógværð. Tengdamóðir mín var nefnilega mjög góður kennari og þess nutu skólabörnin í sveitinni líka ekki síður en ég í eldhúsinu. Hún kenndi t.d. handavinnu og ensku. Hún var góð málamann- eskja, las bæði ensku, dönsku og norsku sér til ánægju. Tengda- móðir mín kenndi líka á píanó, en hún lærði að spila á sínum yngri árum. Hún hafði mjög fjölbreytt- an og skemmtilegan tónlistar- smekk, þótt Inkspots hafi kannski verið í mestu uppáhaldi þegar kom að því að hlusta á eitt- hvað skemmtilegt með barna- börnunum. Það er yndislegt að verða vitni að því í tölvupósti sem gengur á milli barna- barnanna hvað þau fengu að njóta þess hvað amma þeirra var músíkölsk. Og þess gætir líka í lífi þeirra því hjá þeim er tónlist- in hátt skrifuð og það er amma þeirra sem örugglega á mikinn þátt í því. Fyrir það ber að þakka. Nú eru ömmukrakkarnir að útbúa lista yfir lög sem verða leikin í dag þegar við minnumst þessarar frábæru konu, listakon- unnar sem allt lék í höndunum á. Ég vil að lokum þakka sam- fylgdina, gæskuna við börnin mín og alla fræðsluna sem þau nutu á heimili ömmu og afa. Ég man svo vel eftir því þegar hún sýndi mér fallega plöntu sem óx undir húsveggnum hennar. Hún kallaði hana Mývatnsdrottningu. Fallegt nafn, fannst mér. En nú er Mývatnsdrottningin okkar allra fallin frá. Þótt það sé sárt vitum við að það verður vel tekið á móti henni þar sem tengdafaðir minn er búinn að bíða hennar um stund. Sigríður Magnúsdóttir. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Takk fyrir allar góðu stund- irnar og minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu. Ég var sennilega ekki hár í loftinu þegar ég byrjaði að að- stoða þig við eldhússtörfin þó að- stoðin hafi að mestu falist í því að suða um lausaköku (deig) og smakka á afrakstrinum. Í minn- ingunni ilmar húsið alla daga af nýbökuðum brauðum og kökum og aldrei féll niður kaffitími, hvað þá kvöldkaffi. Reyndar var eiginlega alltaf kaffitími því slík- ur var gestagangurinn í eldhús- inu og enginn þurfti að kvíða því að koma að tómum kofanum. Ég man eftir tilhlökkuninni sem gerði vart við sig í maganum þegar leið að sumri og ég var að koma í sveitina til þín og afa. Ég var ekki sá eini enda fylltist hús- ið af gestum yfir sumartímann. Húsið iðaði af lífi og krakkaorm- ar voru í öllum hornum. Þá held ég að þú hafir notið þín best elsku amma. Ég minnist þess líka með brosi á vör, að þú áttir það til að senda mig á undan þér inní bíl- skúr eða inn í hænsnakofa til að fæla burt mýsnar. Þið voruð ekki miklar vinkonur, þú og mýsnar og sérstaklega ekki ef þær lágu hreyfingalausar á gólfinu, því þá voru þær ekkert á förum. Ég man eftir píanótímunum veturinn sem ég var í vist hjá ykkur afa. Þú hefur sennilega ekki haft hæfileikasnauðari nem- anda í tónlist en aldrei sýndir þú mér annað en ást og þolinmæði þó að afraksturinn hafi verið tak- markaður. Ég minnist þín sem harðrar stuðningskonu Manchester Unit- ed. Þar lágu leiðir okkar ekki saman, en mér hefur alltaf fund- ist það merkilegt að amma mín átti sér uppáhaldslið í enska bolt- anum. Ég þekki enga aðra ömmu sem laumar sér inn í sjónvarps- herbergi á laugardagseftirmið- dögum til að kanna hver staðan er. Dýrmætustu minningarnar mínar eru af rólegum kvöld- stundum í eldhúsinu þar sem við höfðum næði til að spjalla um allt milli himins og jarðar, yfir heim- ilisfriði og mjólk eða kaffi eftir atvikum. Þú sýndir því áhuga sem ég var að sýsla og sagðir mér sögur frá stríðsárunum, flutningi norður, lífinu í sveitinni og öllu því sem á vegi þínum hafði orðið frá okkar síðasta fundi. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Takk fyrir allar góðu stund- irnar og minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu. Þinn, Þórir. Elsku besta amma mín, mikið á ég góðar minningar frá öllum þeim tíma sem við áttum saman í gegnum árin. Öll þau sumur sem við frænkurnar áttum hjá ykkur afa í Mývó er tími sem ég mun aldrei gleyma. Ég get ekki ímyndað mér þolinmæðina sem þið hafið þurft til að hafa okkur öll þessi ár. Ég man eftir því að vakna á morgnana og ilmurinn úr eldhúsinu sem tók á móti manni var dásamlegur, þar sem þú varst iðulega nýbúin að baka rúgbrauðið þitt eða köku. Uppá- haldskakan mín enn þann dag í dag er einmitt súrmjólkurkakan þín. Mér leið alltaf vel í kringum þig því þú hafðir svo góða nær- veru. Þú varst einhvern veginn alltaf með bros á vör og helst raulandi lítið lag. Það er skrítið að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að hringja í þig og heyra þig segja „sæl es- skan“ með sama notalega tón- inum. Nú hringla þessi einföldu orð í huganum og söknuðurinn hellist yfir mig. Mikið rosalega á ég eftir að sakna þín, amma mín. Ég hafði einhvern veginn ekki ímyndað mér að einn daginn yrðu hvorki þú né afi til staðar. En svona er víst lífið. Þú varst nú aldrei mikið að tjalda tilfinningum þínum að óþörfu en á erfiðum tímum komstu mér á óvart þegar þú faðmaðir mig fast og sagðir mér að nú yrðum við að vera sterkar og standa saman. Ég væri alveg til í eitt svoleiðis faðmlag frá þér í dag. Þess í stað hugsa ég til þín og minnist þessara orða og verð sterk, fyrir þig. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og segja þér allt sem ég vildi að þú vissir. Nú geturðu knúsað afa og Bildu og þið getið gætt ykkur á súkku- laðirúsínum, lakkrískonfekti og malti. Takk fyrir allt og allt. Þín nafna, Margrét Lára. Jafnvel þótt við vitum hvernig gangi lífsins er háttað þá er aldr- ei auðvelt að kveðja í hinsta sinn. Þeir sem eru okkur ómetanlegir skilja eftir stór skörð sem seint verða fyllt og það á sannarlega við um þá konu sem hér er ritað um. Mér er minnisstætt fyrsta skiptið sem ég hitti Margréti Lárusdóttur fyrir um 14 árum. Þráinn Árni vildi kynna mig fyrir ömmu og afa í Mývó og fiðrildin í maganum fóru á flug. Ég vildi koma vel fyrir því mér var ljóst að Þráinn bar ómælda virðingu fyrir þeim sómahjónum. Þegar við komum að húsinu í Mývó var ég tvístígandi en hafði mig samt heim að dyrum. Þar tók á móti okkur eldri kona, látlaus og fal- leg, með silfurgrátt hár. „Sæl, elskan“ sagði hún með sínum sérstæða hætti og faðmaði mig innilega. Allur kvíði var á bak og burt, nærvera hennar var þannig að mér fannst ég hafa þekkt hana í mörg ár. Þessi fyrstu kynni mín af ömmu í Mývó gáfu tóninn fyrir það sem á eftir kom; allt svo einlægt og áreynslulaust. Margrét var af þeirri kynslóð kvenna sem lét þarfir og langan- ir annarra oft ganga á undan sín- um eigin. Hún var með eindæm- um hógvær og gerði heldur lítið úr verkum sínum. Hún hafði þó unnið margt þrekvirkið þótt ekki hefði það farið hátt. Ásamt því að hugsa um eigin barnaskara þá gekk hún barnabörnum og mörgum börnum í heimavistar- skólanum í móður stað. Gesta- gangur var líka talsverður í Mý- vatnssveitinni og án efa hefur þunginn af honum lent á herðum húsfreyju. Eins var hún hagleik- skona í allri handavinnu og ég gleymi aldrei þegar hún sýndi mér afrakstur náms síns við Húsmæðraskólann í Reykjavík, þar hafði verið vandað til verks. Amma í Mývó kunni líka ógrynni af skemmtilegum sögum um gamla tíma og þótt hún væri stundum búin að segja okkur þær sömu nokkrum sinnum þá skipti það engu máli, frásagnar- gleðin var svo mikil. Sumar þeirra voru af skelfilegum at- burðum sem höfðu haft mikil áhrif á hana á árum áður en aðr- ar af fyndnum atvikum sem hún gat hlegið að aftur og aftur. Margar slíkar sögustundir áttum við Þráinn og „litla vinnukonan“ með henni á Hvammi undanfarin sumur. Þá var heldur aldrei langt í skál með súkkulaðirús- ínum og lakkrískonfekti og malt- ið alltaf á sínum stað. Síðustu árin var amma orðin þreytt á líkama og sál, enda oft mikið á hana lagt. Kætin, sem virtist henni í blóð borin, og blik- ið í augunum voru þó aldrei langt undan, einkum ef hægt var spila einhver af uppáhaldslögum hennar frá stríðsárunum eða aðra klassík. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Margréti Lárusdóttur og verið henni samferða um tíma; minningin um þá öðlingskonu mun lifa með mér það sem eftir er. Berglind Rúnarsdóttir. Magga Lár kom í Mývatns- sveit ung. Afar fjölmenn kynslóð fólks á líkum aldri var um þær mundir að taka sviðið í sveitinni, ræktaði tún og byggði upp. Ekki fluttu þau Þráinn kennari, og seinna skólastjóri, inn í sérbýli til að byrja með en bjuggu á sumr- um í Baldursheimi en fyrstu árin í Reykjahlíð og á Skútustöðum meðan skólahaldið var á hrakhól- um. Eftir 10 ára hálfgerðan far- skólarekstur flutti barna- og unglingaskólinn í Skjólbrekku og þar fengu þau Þráinn íbúð, sem jafnframt var kennsluhúsnæði og heimavist að hluta. 1961 fluttu þau í nýbyggt skólahús á hólnum við Álftavoginn og framlengdu þá jafnframt rekstur heimavistar á heimili sínu. Það var svo 1974 sem þau luku byggingu eigin húss á skólalóðinni og þar bjuggu þau þar til Þráinn kvaddi árið 2005 og fljótlega eftir það flutti Magga á Dvalarheimilið Hvamm á Húsavík. Í minningunni geri ég mér grein fyrir því að það var einhver ljómi í kring um Mosfellssveit- ardvöl og kynni pabba og þeirra bræðra allra af fólki og atburð- um frá þeim árum þegar Þráinn og Magga tóku saman. Magga og fjölskyldan hennar var í miðju þeirra atburða. Meðan foreldrar hennar og systkini og fjölskyldur voru tíðir gestir fyrir norðan þá entist þessi ljómi býsna lengi, þótt óræður væri, enda tilheyrðu leyndarmálin annarri kynslóð og ekki var kjaftað frá öllu á björt- um degi. Það var örugglega ekki bara einfalt að koma inn í fjölskylduna í Baldursheimi og í samfélagið í Mývatnssveit. Menn voru ekki bara fyrirferðarmiklir og hávær- ir heldur líka tilætlunarsamir og beinlínis frekir. Magga fékk sannarlega að kynnast því. Sennilega leið samt ekki á löngu þar til samfélagið varð hennar og sveitin varð að „hennar sveit“ og þar lagði hún sitt af mörkum í leik og starfi. Skólahaldið lagði heimilið og fjölskyldulífið algerlega undir sig og fjöldi barna og unglinga átti náið innhlaup og skjól hjá Möggu – allt fram á þann tíma þegar þau á síðustu starfsárum „fóstr- uðu“ skólabörn frá Grímsstöðum á Fjöllum. Auk þess ráku þau Þráinn sumargistingu í Skútu- staðaskóla og bjuggu sjálf við gestanauð. Þótt ég gengi í skóla á Skútu- stöðum og væri bróðursonur Þráins finnst mér eins og ég hafi ekki kynnst Möggu Lár fyrr en ég síðan sem fullorðinn fór að kenna við skólann og eiga erindi á ýmsum tímum við heimilið þar sem m.a. Helga mín vann nokkur sumur við gistiþjónustuna í skól- anum. Ég minnist Möggu og hennar hvella hláturs og bein- skeyttu athugasemda með gleði í hjarta. Þótt samfélagið í Mý- vatnssveit, fjölskyldan hans Þrá- ins og við öll gamlir nemendur þeirra hefðum eflaust mátt gera okkur betri grein fyrir því að Magga lagði allt af mörkum sem hún átti á meðan hún var virk að störfum – þá leyfi ég mér samt að fullyrða að við höfum seinna og að leiðarlokum örugglega flest gert okkur grein fyrir því hversu mikið við eigum henni að þakka. Við Helga kveðjum yndislega konu og þökkum fyrir alúð og góð kynni og sendum börnum og öllum ástvinum hennar samúðar- kveðjur. Benedikt Sigurðarson. „Bjössi gargan, Þórir ekki gargan.“Svona byrjuðu margar sögurnar sem þú sagðir mér af uppátækjum okkar Þóris og stundum Össa bróður. Enda var af mörgu af taka. Þegar við á fimm ára afmælisdaginn minn fórum í hænsakofann og brutum öll eggin í eggjakasti. Þegar við lékum tröllið undir brúnni og geiturnar þrjár uppi í Norður- herbergi og við Össi (geiturnar) brutum sófaborðið ofan á Þóri (tröllið) og við urðum svo hrædd- ir að við hlupum niður í forstofu, gripum stígvélin okkar og hlup- um á sokkaleistunum í snjónum út í skóla. Þegar við Þórir piss- uðum fram af tröppunum við úti- dyrahurðina. Aldrei varðstu mjög reið en sagðir stundum „Þið eruð nú meira garganið“ og þá kom svarið frá Þóri „Bjössi gargan, Þórir ekki gargan“ enda ég árinu eldri hefði kannski átt að hafa vit fyrir okkur. Smám saman varð maður eldri og lærði hvað mátti ekki gera. Þá tóku við píanótímar, skriftarkennsla og ógleymdir heimilisfræðitímarnir. Einu sinni á unglingsárunum var ég eitt- hvað óþekkur í heimilisfræðitíma og þú rakst mig út. Ekki datt mér annað í hug en að hlýða en ég held samt að þú hafir aldrei ætlast til að ég færi út því aldrei sagðirðu frá þessu atviki á kenn- arafundum og ég fékk ágætt í hegðun eftir veturinn. Á þessum árum fékk ég ómælt magn af heimilisfriði enda sagðirðu að við Höskuldur værum þeir einu sem fyndist hann alveg jafn góður harður. Sem var rétt og stundum fékk ég hálfu ofnskúffurnar af þessu góðgæti, jafnvel eftir að ég var kominn til Bandaríkjanna. Eftir að ég átti að teljast full- orðinn hélt ég áfram að koma út í hús í spjall og góðgæti hvers konar sem þú tíndir í okkur Þrá- in eftir að við vorum búnir að gefa kindunum og hænunum eða þegar við vorum búnir að búa til reikningana fyrir sumargist- inguna í skólanum. Þú bjóst til besta skyr í heimi enda var það bleikt á litinn af öll- um rjómanum sem var hrært út í það. Yfirleitt settistu ekki hjá okkur heldur borðaðir sjálf standandi við vaskinn eða elda- vélina því þú varst alltaf eitthvað að gera. Einhvers staðar stendur að það taki heilt þorp til að ala upp barn. Í mínu tilfelli voru það mamma og pabbi, þið Þráinn og amma og aðrir í Álftagerði. Þeg- ar maður á góða að, þá þarf kannski ekki heilt þorp. Þó svo að ég sé eins og ég er held ég að ykkur hafi tekist þokkalega til. Elsku Höskuldur og Sigga, Diddi, Sóla, Steindi, Hjörtur og aðrir afkomendur og aðstand- endur, Guð styrki ykkur á þess- um erfiðu tímum, missir okkar allra er mikill. Elsku Magga, þakka þér fyrir allt. Hvíl í friði elsku vinkona. Sigurbjörn Árni. Margrét Lárusdóttir Kæra mormor. Þú verður alltaf í hjarta mínu. Ég gleymi þér aldrei. Ég elska þig. Ég veit að það voru ekki margar níræðar ömmur sem gátu spilað tölvuleiki. Það er nokkuð sem ég segi afkomend- um mínum. Þú kenndir mér að hjóla og marga fleiri hluti. En ✝ Jytte Lis Øst-rup fæddist í Kaupmannahöfn 11. maí 1917.Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 19. september 2011. Útför Jytte Lis fór fram í kyrrþey. það sem ég held upp á mest er að þú kenndir mér dönsku. Þú spilaðir alltaf svo fallega á píanó. Ég lærði fyrsta lagið mitt á píanó hjá þér. Þá kveiktir þú áhuga minn. Það var alltaf svo skemmtilegt að heimsækja þig. Ég kallaði þig alltaf mormor þótt þú værir far- mor fyrir mér, en ég var sú eina sem gat kallað þig farmor, svo ég vandist því að kalla þig mor- mor. Ég þakka þér fyrir allar góðu minningarnar. Takk fyrir allt kæra mormor. Gunnhildur. Jytte Lis Østrup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.