Morgunblaðið - 17.12.2011, Qupperneq 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
Hún Klara mín er farin, farin
í ferðina löngu svo fyrirvara-
laust, ég trúi því varla að hún sé
ekki hér.
Klara
Klængsdóttir
✝ Klara Klængs-dóttir fæddist
í Reykjavík 24.
ágúst 1920. Hún
lést á Hlaðhömr-
um 30. nóvember
2011.
Útför Klöru
Klængsdóttur var
gerð frá Lágafells-
kirkju 13. desem-
ber 2011.
Hún sem sat
alltaf í horninu sínu
við gluggann í dag-
stofunni á Hlað-
hömrum, las morg-
unblöðin eða
prjónaði, svo kunni
hún svo mikið af
alls konar ljóðum
og vísum og mikið
hafði hún gaman af
söng. Það var svo
mikið líf í kringum
Klöru, það komu allir og settust
í kringum hana og röbbuðu sam-
an, sungu jafnvel og hlógu og
höfðu gaman, svo létt og
skemmtilegt. Nú situr enginn
við gluggann og fylgist með
hverjir koma og hverjir fara, allt
er orðið hljótt í dagstofunni.
Staðurinn er ekki sá sami, það
vantar svo mikið, það vantar
Klöru.
Ég bið góðan Guð að blessa
aðstandendur Klöru með kæru
þakklæti fyrir allt.
Hvíl í friði, elsku Klara mín,
Guð blessi þig og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Þín einlæg vinkona,
Margét
Jakobína Ólafsdóttir.
Þótt ég lesi golfrönsku og skollaþýsku
og sitji hokinn yfir handritum
ber mig iðulega að sama brunni:
inn í sjö ára bekk til Klöru
þegar Gagn og gaman og Talnadæmin
töldust til heimsbókmenntanna
og framtíðin var eins og ónotuð
teikniblokk.
Í nestistímanum sagði hún okkur
ævintýri
um prinsa og prinsessur, álfa og tröll
sem við kyngdum niður með
kæfubrauði
og volgri mjólk úr flösku.
Þegar skólabjallan hringdi í síðasta
sinn
kvaddi hún okkur á hlaðinu við
Brúarland;
það var sólskin á vori lífsins og hún
sagði:
góða ferð, skólabörnin mín öll.
Bjarki Bjarnason.
Elsku besti langafi minn. Nú er
víst komið að kveðjustund og með
sorg í hjarta kveð ég þig fallegi afi
minn.
Ég veit að þótt þú sért farinn frá
okkur taka á móti þér svo margir
sem elska þig.
Þegar ég sit og hugsa um allar
minningarnar sem ég á um þig og
ömmu, þá er svo margt sem kemur
upp í hugann. Öll árin sem við
Sigurgeir
Ingvarsson
✝ Sigurgeir Gunn-ar Ingvarsson
fæddist á Minna-
Hofi, Rangárvöllum
18. júlí 1914 og lést á
Ljósheimum, Sel-
fossi 28. nóvember
2011.
Útför Sigurgeirs
Ingvarssonar fór
fram frá Selfoss-
kirkju laugardaginn
10. desember 2011.
mamma bjuggum í
Múla þar sem ég
þurfti aðeins að
hlaupa upp hring-
stigann til að koma í
heimsókn. Þar stóð-
uð þið amma með
opna arma og tókuð
alltaf svo vel á móti
mér. Einnig eyddi
ég ófáum stundum
með ykkur í búðinni
á meðan mamma
var að vinna. Og í hvert skipti sem
ég kom var alltaf nóg að gera en
samt var ávallt tími til að sinna litlu
skotti sem hafði óbilandi áhuga á
öllu því sem gera þurfti, hvort sem
það var að mæla efni, búa til tölur
eða fá að stimpla verðið inn í búð-
arkassann. Og alltaf varst þú tilbú-
inn að kenna mér og leyfa mér að
hjálpa þér.
Ég var svo heppin að fá að fylgj-
ast með samskiptum ykkar ömmu
og get ég með sanni sagt að ég
horfi mikið upp til ykkar í mínu
hjónabandi. Það var yndislegt að
sjá hversu hamingjusöm og glöð
þið voruð og sást það langar leiðir
hversu ástfangin af hvort öðru þið
voruð. Mín von er sú að við hjónin
upplifum slíka ástarsögu eins og
hjónaband ykkar var í mínum aug-
um. Á hverju ári er haldin grill-
veisla þar sem fjölskyldan safnast
saman og eigum við þá góðar
stundir en sumarið eftir að þú lok-
aðir búðinni var haldin grillveisla
sem er mér mjög minnisstæð þar
sem við komum saman í garðinum í
Múla. Við frænkurnar komumst í
gamlan kassa af fötum sem eitt
sinn voru til sölu hjá þér og héldum
tískusýningu fyrir ykkur. Þú brost-
ir út að eyrum og klappaðir hátt og
mikið fyrir okkur, tókst svo þétt-
ingsfast utan um okkur og kysstir á
kinn og sagðir hversu ríkur þú
værir að eiga svona myndarlegar
afastelpur.
Þú varst alltaf svo duglegur að
ferðast til útlanda og í hvert skipti
sem þið amma komuð heim úr sól-
inni komuð þið alltaf færandi hendi.
Það var alltaf svo spennandi og
gaman að fá pakka frá útlöndum. Í
eitt skiptið vorum við mamma svo
heppnar að fá að koma með ykkur
til Mallorka og er ég svo glöð að
hafa fengið að upplifa það með þér.
Þar varð ég rosa hrifin af því að
spila billjard og þú varst duglegur
að gefa mér peseta, eftir að
mamma vildi ekki láta mig fá fleiri,
svo ég gæti nú spilað sem mest.
Það var yndislegt sumarið sem
þú komst í heimsókn til Noregs og
áttum við frábærar stundir saman
fjölskyldan á Hole. Ég veit að
mömmu þótti svo vænt um það
sumar rétt eins og mér.
Ég er heppnari en margir að
hafa átt langömmu og langafa og
þakka ég fyrir hvert ár sem þú
varst hér hjá okkur. Lánsöm var ég
að hafa þig viðstaddan er ég gifti
mig síðasta vor og met ég það mik-
ils.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Gæfusöm hef ég verið að fá að
þekkja þig og mun ég ávallt eiga
góðar minningar um þig. Ég kveð
þig með ást og hlýju í hjarta mínu.
Íris Hödd.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Ég varð svo dapur þegar
mamma sagði mér að þú værir
dáinn. Það var alltaf svo gaman
að koma heim til ykkar ömmu, þú
varst allaf svo skemmtilegur og
góður við mig. Ég fékk alltaf að
sofa á milli ykkar ömmu í rúminu
og þar leið mér svo vel. Svo
varstu alltaf að grínast í mér og
stríða mér og ég fór alltaf að
hlæja því mér fannst þú svo fynd-
inn. Ég skal passa ömmu fyrir
þig, því ég veit hún saknar þín.
Birgir Steinn.
Okkur systkinin langar að
minnast stjúpa okkar Gunnars
Sigurgeirssonar með örfáum orð-
um. Gunni lést laugardaginn 3.
desember sl. eftir 11 mánaða bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Bar-
áttu sem oft leit út fyrir að hann
myndi vinna en seint í haust var
ljóst að fullnaðarsigur yrði ekki
unninn. Gunni tókst á við veikindi
Gunnar
Sigurgeirsson
✝ Gunnar Sig-urgeirsson,
Hjallavegi 9, fædd-
ist í Reykjavík 3.
júní 1942. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 3. desember
2011.
Útför Gunnars
var gerð frá Kirkju
óháða safnaðarins
12. desember 2011.
sín af æðruleysi og
stillingu. Kynni
okkar ná aftur til
ársins 1991 þegar
mamma og Gunni
hófu búskap fyrst á
Egilsgötunni og svo
allt til dagsins í dag
á Hjallaveginum.
Gunni vann alla sína
starfsævi við múr-
verk, en frístundun-
um fannst honum
best að verja heima við lestur
góðra bóka. Á sumrin dró Svarf-
aðardalurinn, sveitin hans, í
tengslum við þær ferðir var farið
víðar og landið skoðað. Hann var
hæglátur maður, skynsamur og
vel heima. Á sínum yngri árum
hafði hann stundað íþróttir, að-
allega handbolta, og það lýsir
honum kannski best að það er
ekki fyrr en eftir hans dag að við
vitum að hann var framúrskar-
andi íþróttamaður. Það er með
trega sem kveðjum í dag en með
þakklæti fyrir samfylgdina.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Arna Björk og Bjarni
Magnús.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, "Senda inn
minningargrein", valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Brautarholti.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gyða Lúðvíksdóttir,
Guðmundur Steinar Lúðvíksson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir og tengda-
móðir,
SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
tónlistarkennari,
sem lést fimmtudaginn 8. desember, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn
19. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta líknarfélög njóta
þess.
Jón Hafsteinn Jónsson,
Guðmundur Karl Jónsson,
Olga Björg Jónsdóttir,
Nanna Ingibjörg Jónsdóttir,
Jón Ingvar Jónsson, Brigitte M. Jónsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, sambýlis-
kona, amma og langamma,
VILBORG GUÐSTEINSDÓTTIR,
Sóleyjarima 9,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 7. desember, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn
20. desember kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Erlín Óskarsdóttir, Ástráður Guðmundsson,
Ásta Óskarsdóttir,
Finnur Óskarsson, Sólveig Kristjánsdóttir,
Þórunn Óskarsdóttir, Stefán Guðmundsson,
Ólöf og Óskar Gunnarsbörn,
Óskar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp-
faðir, tengdafaðir og afi,
KARL JENSEN SIGURÐSSON
frá Djúpavík á Ströndum,
lést föstudaginn 9. desember.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 20. desember kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er
vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið.
Nanna Hansdóttir,
Annþór Kristján Karlsson,
Þórunn Anna Karlsdóttir,
Friðrik Jensen Karlsson,
Arnfríður Wíum Sigurðardóttir,
tengdabörn og barnabörn.
✝
Kær bróðir og frændi okkar,
ERLINGUR GUNNARSSON,
áður Snæfelli,
Borgarvegi 19,
Njarðvík,
lést á dvalarheimilinu Felli, Reykjavík föstu-
daginn 2. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þakkir færum við þeim sem sýndu honum umhyggju og tryggð
á lífsins vegi. Starfsfólkinu á Felli þökkum við sérstaklega fyrir
umönnun Erlings og alúð alla.
Bryndís Gunnarsdóttir Rondeau,
Dórothea Herdís Jóhannsdóttir,
Oddný Halldórsdóttir.
✝
Vinur minn, faðir, afi, bróðir okkar og mágur,
HALLUR BERGSSON
húsasmiður
frá Reyðarfirði,
til heimilis á Ránargötu,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 19. desember kl. 15.00.
Tcvetanka Peeva,
Lína Peeva,
Sunna Björg Sigfríðardóttir,
Vaka Agnarsdóttir,
Þorkell Bergsson, Ásta Ingólfsdóttir,
Birna Bergsdóttir,
Björgvin Bergsson, Hafdís Sigurðardóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur
okkar,
ÍRISAR LINNEU TRYGGVADÓTTUR,
Häradsvägen 3,
Bollebygd,
Svíþjóð.
Sérstakar þakkir til sr. Ágústs Einarssonar sóknarprests
íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Tryggvi Leifur Óttarsson, Kristina Andersson.