Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 57

Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 57
DAGBÓK 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ ERTU AÐ MÁLA, JÓN? GRETTI ÞÚ ÞARFT MEIRA AF APPELSÍNUGULUM ÞAÐ ER EKKI TIL NÓG AF APPELSÍNU- GULUM Í HEIMINUM ÞAÐ HEFUR ALLTAF VERIÐ MÍN SKOÐUN BEETHOVEN ÁTTI VIÐ MÖRG VANDA- MÁL AÐ STRÍÐA OG Á ÞEIM TÍMA VORU EFLAUST ENGIR HJÁLPAR- DÁLKAR Í BLÖÐUNUM NEI, ÆTLI ÞAÐ NOKKUÐ ÓTRÚLEGT AÐ ÞAÐ SKULI HAFA RÆST SVONA VEL ÚR HONUM ÉG ER KOMINN HEIM ÚR RÁNSFERÐ MINNI Á ENGLANDI ÞAÐ ER FRÁBÆRT! MAMMA ER Í HEIMSÓKN. VILTU EKKI SEGJA „HÆ” VIÐ HANA? ÉG ÞARF VÍST ÞVÍ MIÐUR AÐ DRÍFA MIG TIL BAKA HIÐ SNARASTA!! AF ÖLLU ÞVÍ FÓLKI SEM HEFUR DÁIÐ Í GEGNUM TÍÐINA, HVERN MYNDIR ÞÚ HELST VILJA TALA VIÐ? GUNNA FRÆNDA AF HVERJU? HANN SKULDAR MÉR ÞÚSUND KALL HVAÐ MEÐ JEFFERSON EÐA SHAKESPEARE? ÞEIR SKULDA MÉR EKKI PENING ERTU AÐ FARA NIÐUR Í KJALLARA? JÁ, AF HVERJU? EF VÉLIN ER BÚIN, ERTU ÞÁ TIL Í AÐ SETJA FÖTIN Í ÞURRKARANN? SJÁLF- SAGT SJÁIÐ FUGLINN! ÞETTA ER FLUG- VÉL NEI ÞETTA ER IRON MAN HANN SKÝTUR GEISLUM! ER HANN BÚINN AÐ MISSA VITIÐ? Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Sókrates kvaðst vita það eitt,hversu lítið hann vissi. Þótt hann hefði ef til vill verið að gera sér upp lítillæti, erum við mennirnir skeikulir, ekki síst þegar við teljum okkur vita eitthvað, sem við vitum ekki. Frægt er, þegar Lenín sagði í kveðjuræðu yfir verkamönnum í Svisslandi 8. apríl 1917 (sjá Collected Works, 23. bindi, 372. bls.): „Rússland er smábændaland og einna skemmst á veg komið í Norðurálfunni. Þar get- ur sósíalisminn ekki sigrað tafarlaust og beint.“ Nokkrum mánuðum síðar rændu Lenín og lið hans völdum í Rússlandi og héldu þeim í 74 ár. Annað dæmi um slíka seinheppni var það, sem Ólafur Friðriksson sagði á 10. þingi Alþýðusambands Íslands og Alþýðuflokksins (sem þá voru ekki skilin að) í nóvember 1930: „Kreppan er hvergi til nema í kollinum á Brynj- ólfi Bjarnasyni.“ Vitnuðu íslenskir kommúnistar síðan oft til þessara orða. Enn má nefna, þegar Ásgeir Ás- geirsson, þá forseti Íslands, gekk eitt sinn um á meðal vistmanna á Hrafn- istu. Þar hitti hann Lása kokk, sem kunnur maður var á sinni tíð. Ásgeir sagði vingjarnlega: „Það þarf nú ekki að kynna okkur Sigurlás Angantýs- son.“ En Lási kokkur hét ekki Sigur- lás, heldur Guðmundur. Lási kokkur, Guðmundur Angantýsson, var uppi 1901-1985, og kom ævisaga hans út 1985. Frumhlaup Ásgeirs var vegna þess, að hann þóttist vita það, sem hann vissi ekki. Menn geta líka hlaup- ið á sig, vegna þess að þeir telja sig muna það, sem þeir muna ekki. Þor- steinn Thorarensen, lögfræðingur og blaðamaður, var prýðilegur rithöf- undur og skrifaði bráðskemmtilegar bækur um aldamótamenn. Á önd- verðum áttunda áratug var hann fast- ur pistlahöfundur á dagblaðinu Vísi. Hann birti þar 9. nóvember 1973 harða ádeilu á ýmsa kristna söfnuði. Þar minntist hann á Nýja testament- ið og sagði: „En jafnvel undir lok þeirrar miklu sögu spurði meistarinn: „Ja, hvað er sannleikur?““ Andstæðingar Þorsteins voru ekki seinir á sér að benda á, að samkvæmt Nýja testamentinu var það ekki Kristur, heldur Pontíus Pílatus, sem spurði, hvað væri sannleikur. Þor- steini varð svo mikið um, að hann hætti að skrifa blaðadálka: Þetta gerðist á þeim tíma, þegar Íslend- ingar höfðu enn hæfileikann til að roðna. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Seinheppni og skeikulleiki Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ég var að fletta vísnamiðum föð-ur míns og rakst á þennan samkviðling. Matthías Jochumsson byrjaði: Þegar hross rassar hátt kveða hrynhenduslátt svo að hriktir í merstertum skornum. Steingrímur Thorsteinsson bætti við: „Ó, þann himneska tón“ segir Halldór við Jón er þeir hittast á þjóðvegi fornum. Hér er ýmislegt látið ósagt milli línanna og væri gaman ef einhver gæti fyllt upp í eyðurnar. En auð- vitað fellur spjall milli góðra vina oft þannig að ókunnugir geta illa eða alls ekki fylgst með. Þannig geta orðið til „mállýskur“ í þröng- um hóp með sérstökum orða- tiltækjum eða skírskotunum. Þessa stöku rakst ég á eftir Magnús Ásgeirsson: Freistinganna fári í heim fékk ég oft og tíðum hnekkt, en þegar féll ég fyrir þeim fannst mér það líka skemmtilegt. Glosi orti: Vertu góður, vinur minn, við þá menn sem hrasa því að hinsti hjúpur þinn hefur engan vasa Hér kemur gamall húsgangur: Eg því svara ef þú spyr, hvað auðnu heimsins brjálar: Það eru of margir Merðirnir en miklu færri Njálar. Guðmundur Böðvarsson orti: Ekki þarf að efa það ef það bara sprettur sæmilega þá er það þriggja lesta blettur. Og Skáld-Rósa. Hér verður að gæta þess að hafa „ofaná“ í einu orði til að ekki verði ofstuðlað: Hvað á að segja um þegna þá sem þamba bjór á kvöldin og sér hvolfa ofaná Amors stór-keröldin. Og þessi nafnlausa staka mætti vel vera ort um ríkisstjórnina: Heldur grána gaman kann geðs í þjáningunni ef að lánast uppskeran eftir sáningunni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ó, þann himneska tón Óska eftir göml- um munum Í starfi mínu nota ég talsvert minninga- vinnu en hún felst m.a. í að rifja upp liðna tíð. Þá er vinsælt og gagn- legt að nota ýmsa muni úr daglegu lífi áður fyrr til að örva upprifjun. En það er oft erfitt að finna hluti, því Íslendingar 20. aldar hafa verið dug- legri að henda en varðveita. Nú sný ég mér til lesenda og auglýsi eftir hlutum. Fólk má gefa ef það vill styðja mál- efnið, en ég er líka tilbúin að greiða fyrir hluti. Sérstaklega vantar mig núna jóladót: Gervijólatré af gömlu gerðinni, þ.e. eftirlíkingu af greni- tré, en með gisnari greinar svo hægt sé að koma fyrir kertum. Ég á kerta- klemmur, en vantar fleiri. Einnig gamaldags skraut á tréð, svo sem fuglana með nælonstélið, hálf- kúlurnar, jarðar- berjakúlu o.fl. slíkt frá árunum eftir stríð og fram um 1970. Jóla- skreytingar úr pípu- hreinsurum eru vel þegnar. Gömul stjarna eða toppur á tréð. Einnig langar mig mjög að eiga kaffi- kvörn, hún þarf að vera nothæf þar sem gamla fólkið fær að mala kaffi. Sömuleiðis kaffikönnu með poka til að hella upp á. Ým- islegt annað gamalt dót er vel þegið. Vinsamlega hringið í síma 866-1646 eða 5541596. Velvakandi Ást er… … að muna fortíðina, en dvelja ekki í henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.