Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 59

Morgunblaðið - 17.12.2011, Side 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistar- maður hlaut í gær styrk að uppæð kr. 500.000 úr Styrktarsjóði Rich- ards Serra. Halldór Björn Runólfs- son, formaður stjórnar sjóðsins og forstöðumaður Listasafns Íslands, afhenti styrkinn við athöfn í Lista- safninu en auk hans sátu í stjórninni listamennirnir Ásmundur Ásmunds- son, fyrir Myndhöggvarafélagið, og Ragnhildur Stefánsdóttir, fyrir hönd SÍM. Styrkirnir eiga að vera við- urkenning fyrir listamenn sem vinna með þrívítt rými og skúlptúra. Í ávarpi sínu lýsti Halldór Björn listsköpun Heklu Daggar og sagði hana hafa verið sístarfandi síðan hún lauk námi. „Hún er ótrúlegur lista- maður sem gerir allt sem þarf til að verkin séu sem sterkust … Það er alltaf sama eljan, sami dugnaður- inn,“ sagði Halldór Björn og bætti við að Hekla Dögg væri sérdeilis vel að styrknum komin. „Það er afskaplega ánægjulegt að fá þennan styrk og kom mér mikið á óvart. Það er líka ánægjulegt að það sé aftur farið að veita styrki úr Serra-sjóðnum,“ segir Hekla Dögg. „Maður leyfir sér að kaupa dýrari efni í verkin, gefur sér veiðileyfi á að eyða meiru í myndlistina. Þetta hef- ur slík áhrif.“ Hekla Dögg sýnir um þessar mundir í Mexíkóborg og á döfinni er þátttaka hennar í samsýn- ingu í Alaska og einkasýning í Calg- ary í Kanada. Samkvæmt reglum Styrktarsjóðs Richards Serra á að veita styrki á tveggja ára fresti en nú hefur orðið sex ára hlé. Aðspurður segir Halldór Björn að bankahruninu sé að mestu leyti um að kenna, því úthlutun byggist á vöxtum. Í vörslu safnsins séu fleiri sjóðir sem fóru illa. Vegna þess hlés sem varð á út- hlutunum úr sjóðnum, segir hann að á næstu árum verði veitt örar. „Í raun hefur verið veitt þriðja hvert ár úr sjóðnum og lög hans ekki verið virt, en til að færa þetta til betri veg- ar er það ásetningur okkar að veita strax aftur á næsta ári og árið þar á eftir og reyna að jafna út þau skakkaföll sem orðið hafa.“ Morgunblaðið/Einar Falur Stjórn og styrkþegi Stjórnarmenn í Styrktarsjóði Richards Serra, þau Ásmundur, Ragnhildur og Halldór Björn, skála fyrir styrkþeganum Heklu Dögg Jónsdóttur. Í baksýn er verk hennar, Fullkomið augnablik, frá árinu 2005.  Hekla Dögg Jónsdóttir hlaut styrk úr Styrktarsjóði Richards Serra  Veita á örar úr sjóðnum á næstu árum Hekla hlaut Serra-styrk Richard Serra er einn þekktasti myndlistar- maður sam- tímans, víð- kunnur fyrir tröllvaxna skúlptúra. Þegar hið mikla úti- listaverk hans, Áfangar, var vígt í Viðey fyrir tuttugu árum gaf Serra verklaunin, 100.000 þýsk mörk, og mæltist til þess að stofnaður yrði sjóður til að styrkja unga íslenska listamenn sem ynnu í þrívíðum efnum á sem fjölbreytilegastan hátt. Sjö hafa hlotið styrkinn til þessa. Gaf launin fyrir Áfanga SERRA-SJÓÐURINN Richard Serra Á mánudags- og þriðjudagskvöld, 19. og 20. des. kl. 20 verður dagskrá í Gerðubergi sem kallast Korter í jól. Þetta eru Jólajazztónleikar og ætla þeir Valdimar söngvari, Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari og Kristján Tryggvi Martinsson píanó- leikari að fylla húsið af jólajazz- tónum úr ýmsum áttum, eins og seg- ir í tilkynningu. Valdimar stofnaði hljómsveit sína, Valdimar, árið 2009 ásmt Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara. Kristján Tryggvi hefur samið tón- list og gefið út tvo hljómdiska með píanótríói sínu K tríó. Leifur lauk burtfararprófi í kontrabassaleik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2009. Sam- hliða náminu spilaði hann með Te- pokanum og Tríói harmonikuleik- arans Vadims Fyodorov. Á kaffihúsinu verður boðið upp á súkkulaði, kaffi og rjómapönnukök- um að hætti hússins fyrir tónleikana. Jóla-jazz í Gerðubergi gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Birting samkvæmt 6. grein tilskipunar Evrópuþingsins nr. 2001/24/EC og ráðs um endurskipulagningu og slit lánastofnana. (2011/C 159/10) SKILYRÐI VEGNA ANGLO IRISH BANK CORPORATION LIMITED OG IRISH NATIONWIDE BUILDING SOCIETY SAMKVÆMT 50. LIÐ STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLA LÁNASTOFNANA FRÁ 2010. Þann 7.Apríl 2011 setti fjármálaráðherra Írlands („ráðherra“) fram skilyrði („skilyrðin“) vegna bæði Anglo Irish Bank Corporation Limited („Anglo“) og Irish Nationwide Building Society („INBS“) samkvæmt 50. lið stöðugleikasáttmála lánastofnana frá árinu 2010 („stöðugleikasáttmáli“): 1.Anglo skuli samkvæmt þeim: 1.1. fylgja lokaáætlun um stöðvun reksturs á ákveðnum skrifstofum Anglo í Hinu sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands og útibúum Anglo í Vín, Düsseldorf og Jersey; 1.2. fylgja lokaáætlun vegna ráðstöfunar þess hluta Anglo sem snýr að auðstýringu; 1.3. fylgja lokaáætlun vegna öflunar eigna INBS og/eða samruna Anglo og INBS; og 1.4. setja fram, í samvinnu við INBS og NTMA og, háð samþykki NTMA, fylgja lokaáætlun um endurskipulagningu og aðgerðaráætlun fyrir Anglo og INBS byggða á sameinaðri endurskipulagningar- og aðgerðaráætlun fyrir Anglo og INBS sem lögð var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þann 31. janúar 2011 (með fyrirvara um breytingar á nokkurri þeirri áætlun samkvæmt vilja og samþykki framkvæmdastjórnar ESB); og 2. INBS skuli samkvæmt þeim: 2.1. fylgja lokaáætlun vegna öflunar Anglo á eignum INBS og/eða samruna Anglo og INBS; og 2.2. setja fram, í samvinnu við Anglo og NTMA og, háð samþykki NTMA, fylgja lokaáætlun um endurskipulagningu og aðgerðaráætlun byggða á sameinaðri endurskipulagningar- og aðgerðaráætlun fyrir Anglo og INBS sem lögð var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þann 31. janúar 2011 (með fyrirvara um breytingar á nokkurri þeirri áætlun samkvæmt vilja og samþykki framkvæmdastjórnar ESB), (sameiginlega, lýsa „skilyrðin“); 3. því að framsetning þeirra er liður í endurskipulagningu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins nr. 2001/24/EC og leiðtogaráðs hins 4. apríl 2001 (CIWUD tilskipunin) og reglum Evrópubandalaganna frá 2011 varðandi endurskipulagningu og slit lánastofnana (2011 reglurnar) og, því samkvæmt, gilda samkvæmt CIWUD tilskipuninni, 2011 reglunum og stöðugleikasáttmálanum, þar með talið en ekki takmarkað við lið 61 sáttmálans; og 4. því að skilyrði þessi taki gildi nú þegar. Samkvæmt lið 63 í stöðugleikasáttmálans geta þeir einstaklingar sem verða fyrir áhrifum vegna skilyrða þessa sótt um leyfi til Hæstaréttar Írlands, Four Courts, Inns Quay, Dublin 7, Írlandi, til að sækjast eftir endurskoðun dómstóla vegna ákvörðunar samkvæmt stöðugleikasáttmálanum sem tengjast þessum skilyrðum, innan 14 daga frá því ákvörðunin er tilkynnt viðkomandi, eða viðkomandi fær vitneskju um ákvörðunina á einhvern annan hátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.