Morgunblaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2011
Breski blaðamaðurinn OwenMatthews rekur hér söguþriggja kynslóða í Rúss-landi á nýliðinni öld, en
fléttar inn í frásögnina eigin reynslu
og tilfinningum með grípandi hætti.
Niðurstaðan er hrífandi bók sem
grípur mann föstum tökum frá upp-
hafi. Og þýðingin virðist hafa tekist
vel, andblærinn er sannfærandi.
Sögusviðið er auðvitað hrikalegt:
Keisaratíminn í upphafi og svo bylt-
ingin 1917, sem margir vilja fremur
kalla valdarán bolsévikka, grimmd-
aræði Stalíns, kalda stríðið. Og loks
hrunið 1991, átökin hryllilegu í
Tsjetsjeníu. Matthews segir að al-
menningur hafi fylgst meira eða
minna skilningsvana með því hvern-
ig þetta kjarnorkuvædda hrófatild-
ur, Sovétríkin, sem virtust vera svo
ósigrandi vígi, varð að engu.
Margir drógu sig inn í skel en
héldu áfram að strita sem fyrr, í von
um að fá að hjara. Sem sumir gerðu
ekki. Fá lönd kynntust jafn miklum
hremmingum og Rússland á 20. öld
og örlög einstaklinganna draga dám
af þeirri sögu. Gömul sendibréf og
skjöl KGB um forfeðurna duga
Matthews til að endurskapa löngu
liðna rómantík, ástir, dauða og von-
brigði. En alltaf hvílir yfir þessu öllu
harmur, sársauki, jafnvel þegar sól-
in skín og vonir vakna.
Matthews er í essinu sínu þegar
hann dregur upp myndir af Moskvu
að vetrarlagi.
„Í Moskvu skellur veturinn á eins
og sleggjuhögg sem kremur birtu og
liti og mer lífsmarkið úr borginni.
Hann leggst yfir himininn eins og
myglaðir vængir, myndar hjúp um
borgina og einangrar hana frá um-
heiminum.“ (bls. 149).
Höfundurinn, sem á föður frá Wa-
les og elst upp í Bretlandi, reisir
rússnesk-fæddri móður sinni minn-
isvarða með þessari merkilegu bók
og ekki síður afanum sem hann aldr-
ei hitti, Boris Bibikov, einu af fórn-
arlömbum Stalíns. Maður með blátt
blóð í æðum en samt sem áður ein-
beittur liðsmaður alræðisherranna
sem vildu reisa paradís á jörðu og
notuðu þjóðina í púkk.
Harmur Breski rithöfundurinn
Owen Matthews.
Líf Rússa er í
besta falli rúlletta
Stalínsbörn Ástir, stríð og barátta
þriggja kynslóða bbbb
Eftir Owen Matthews. Urður gefur út.
300 bls. Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir.
KRISTJÁN JÓNSSON
BÆKUR
um endrum og sinnum. Höfundur gætir þess
svo að halda lesandanum á tánum með því að
gefa eitt og annað til kynna varðandi framhald
framvindunnar gegnum mergjaðar draumfarir
söguhetjunnar.
Það segir sitt um gæði bókarinnar að synir
undirritaðs – annar þeirra forfallinn fótbolta-
kappi sem þegar hefur leikið á einu móti í
Eyjum og hinn tiltölulega mildur í knatttrúnni
– hlustuðu báðir með sama áhuganum á upp-
lestur sögunnar. Vitaskuld mun bókin gagnast
boltapjökkum frábærlega, og er þeim hálfgerð
skyldulesning, en sagan er margslungnari en
svo að þeir einir geti haft gaman af. Hér er
einfaldlega hörkufín barnabók sem á erindi til
allra krakka, og það sem meira er, fullorðnum
mun ekki leiðast að lesa hana fyrir ungviðið. Í
bókarlok lofar höfundur framhaldi á næsta ári
og er það vel, hann er hér í góðum gír og
meira af svo góðu er vel þegið.
Áhverju sumri fyllist Heimaey í hálfaviku af knáum fótboltapeyjum í 6.flokki og það er einmitt slík Eyja-ferð sem er umgjörð bókar Gunnars
Helgasonar, Víti í Vestmannaeyjum. Eins og
þátttaka söguhetjunnar og liðs hans sé ekki
nógu taugatrekkjandi ein og sér, þá vofir yfir
hættan á að Katla taki að
gjósa þá og þegar. Úr
verður spennandi og
skemmtileg saga sem
sannast sagna kemur á
óvart.
Gunnar Helgason er
löngu landsfrægur
skemmtikraftur sem víða
hefur komið við. Víti í
Vestmannaeyjum er held-
ur ekki frumraun hans á
ritvellinum heldur sú fimmta í röðinni sem
hann sendir frá sér. Það verður að segjast að
hér skrifar hann af nokkurri vigt. Stíllinn er
strákslegur og fer efninu vel, og það sem
meira er, sagan er þrusufín.
Að rekja boltaspark eitt og sér hefði dugað
fyrir eldheita knattspyrnuáhugamenn í yngri
kantinum, en Gunnar fléttar inn áðurnefnda
gosógn ásamt hliðarsögu af heimilisofbeldi
sem er býsna vel heppnuð. Þar fléttast inn
lögregluþjónn sem ekki er allur þar sem hann
er séður og þegar sú saga nær hámarki er
spennustigið einfaldlega himinhátt. Það er
ekki hlaupið að því að flétta jafn dramatískt
og alvarlegt mál inn í almennt frekar hressa
frásögn, en Gunnar gerir það feikivel. Sagan
heldur taktinum gegnumsneitt og kímnin er
aldrei langt undan þó vissulega harðni á daln-
Boltaspark Bók Gunnars Helgasonar „er ein-
faldlega hörkufín barnabók“.
Víti í Vestmannaeyjum bbbbn
Eftir Gunnar Helgason. Mál og menning gefur út.
264 bls. innb.
JÓN AGNAR ÓLASON
BÆKUR
Tár, gos og takkaskór
Benedikt Jóhannesson sendir frá sér sitt
fyrsta smásagnasafn sem nefnist Kattarglottið
Hugdetta Benedikt Jóhannesson fjallar m.a.
um menn sem lenda í óþægilegri aðstöðu.
Kattarglottið og fleiri sögur nefnist smá-
sagnasafn eftir Benedikt Jóhannesson sem
nýverið kom út. „Elsta sagan í þessu safni
er 13 ára gömul, en langflestar eru frá síð-
ustu árum,“ segir Benedikt en í safninu eru
fjórtán smásögur. „Sögurnar eru ólíkar, en
eiga það margar sam-
eiginlegt að fjalla um
menn sem eru lentir í
einhvers konar vand-
ræðum eða óþægilegri
aðstöðu og eru að
reyna að krafla sig út
úr því hver með sínum
hætti. Þannig verður
einn fyrir því að henda
tannstöngli á almanna-
færi sem hann ætlar að
taka upp aftur en finnur ekki og líður fyrir
það miklar sálarkvalir. Annar lendir í því að
hann ætlar að skíra barn og finnur að hann
kann í raun ekki til verka þrátt fyrir að
hafa lært til prests mörgum árum fyrr,“
segir Benedikt og tekur fram að hann sé
ekki bundinn af raunveruleikanum í sögum
sínum.
„Í sumum sögunum gerast hlutir sem
gerast ekki á hverjum degi í lífi venjulegs
fólks. Þannig fær einn blaðamaður t.d. við-
tal við sjálfan guð almáttugan,“ segir Bene-
dikt og tekur fram að í þremur sögum bók-
arinnar notist hann við atburði sem gerðust
í alvörunni, en velji svo að sveigja út frá
raunveruleikanum eða búa til nýjan raun-
veruleika.
Útgáfan nokkurs konar
skyndiákvörðun
Að sögn Benedikts var það nokkurs kon-
ar skyndiákvörðun hjá honum að gefa út
smásögurnar. „Ég ákvað að gefa út þessa
bók núna síðsumars, en þá var ég kominn
með um tíu sögur af þessum fjórtán sem í
bókinni eru og ákvað þá að bæta nokkrum
sögum í safnið. Það má því segja að menn
fái þarna mjög gott yfirlit yfir smásagnafer-
ilinn minn, því þarna birtast nánast allar
sögurnar sem ég hef skrifað.“ silja@mbl.is
Snýr upp á
raunveruleikann
Þann 4. janúar kemur út
glæsilegt sérblað um
menntun, skóla og námskeið
sem mun fylgja
Morgunblaðinu þann dag
MEÐAL EFNIS:
Háskólanám.
Verklegt nám og iðnnám.
Endurmenntun.
Símenntun.
Listanám.
Sérhæft nám.
Námsráðgjöf og góð ráð við námið.
Kennsluefni.
Tómstundanámskeið
og almenn námskeið.
Nám erlendis.
Lánamöguleikar til náms.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Í blaðinu verður fjallað um menntun og
þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá
sem vilja auðga líf sitt og möguleika með
því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa
því á nám og námskeiða.
Skólar & námskeið
SÉRBLAÐ
Skólar & námske
ið