Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Vinsælt á Játar frjálslegt kynlíf „Ég svaf hjá fram- leiðandanum“ Anna Mjöll óskar eftir skilnaði Bannað að búa saman og stunda kynlíf Ólafur Þórðarson látinn Deitar kvennagull en drekkur ekki 29. Breivik ósakhæfur Fjöldamorðinginn Breivik, sem myrti 77 manns í Noregi 22. júlí er ósakhæfur vegna ofsóknar- geðklofa að mati tveggja norskra réttarsálfræðinga. Desember 1. Þrír í gæsluvarðhald LárusWelding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Helstu fréttir ársins 2011 Hópkaupin ekki allra hagur markaðsviðskipta hjá Glitni, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði í verðbréfamiðlun Glitnis, úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara. 2. Ekkert dregið úr neyðinni Um 1.400 manns hafa óskað eftir aðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands en meirihluti þess fólks hefur ekki leitað hjálpar áður. 3. Ólga vegna ráðherraskipta Hugmyndir eru á borðinu að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og færa valdsviðið undir fjármálaráðherra. 5. Andlát: Ólafur Þórðarson Ólafur Þórðarson, tónlistar- og útvarpsmaður, lést á Grensásdeild Landspítalans 4. desember, 62 ára að aldri. 10. Vítisenglar stefna ráðherra Vítisenglar hafa stefnt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir meiðyrði en auk hans hafa samtökin stefnt Haraldi Johannessen ríkislög- reglustjóra og íslenska ríkinu. 10. Dæmdseken refsingu frestað Dómur féll í skattahluta Baugs- málsins en í málinu voru Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Kristín Jóhannesdóttir ákærð fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk fleiri brota. Öll voru þau sakfelld í einhverjum liðum ákærunnar en einnig sýknuð í öðrum. Niðurstaðan; að fresta refsingu og falli hún niður haldi þau almennt skilorð í eitt ár. 12. Milljónatjón hjá RSK Mikið magn vatns tók að flæða um húsakynni Ríkisskattstjóra eftir að loki í brunalögn gaf sig. 13. Fjárhagsleg áhrif óljós Bandormurinn afgreiddur til 2. umræðu úr efnahags- og viðskiptanefnd. Minnihluti gagnrýnir afgreiðsluna og segir tillögur unnar á hlaupum. 14. 523 án atvinnu í þrjú ár Langtímaatvinnulausum fjölgar stöðugt og í lok nóvembermánaðar höfðu alls 523 verið atvinnulausir í þrjú ár eða lengur. 14.Móðirin hvarf í eldhafið Sautján ára piltur brást hárrétt við þegar hann kommóður sinni til bjargar eftir að sprenging varð í etanól-eldstæði á heimili þeirra í Kópavogi. 15. Stefnt vegna Icesave Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið þá ákvörðun að stefna íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum vegna meintra brota gegn EES- samningn- um vegna Icesave-deilunnar. 17. Tillagan rædd á nýju ári Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar um niðurfellingu málshöfðunar Alþingis á hendur Geir H. Haarde verður tekin fyrir ekki síðar en 20. janúar næstkomandi. 19. Lárus Welding ákærður Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og einum öðrummanni sem tengist bankanum. Grunur um stórfelld umboðssvik. 29. Drógu úr útgjöldum Hjón með börn drógu úr útgjöldum heimilisins að meðaltali um tæplega 1,9 milljónir á ári á árunum 2008 til 2010. Þetta er samdráttur upp á 22,4%. 30. Mesti snjór í Reykjavík í 27 ár Snjódýpt hefur ekki verið jafnmikil í desembermánuði í Reykjavík frá því að veðurmælingar hófust árið 1921. Klukkan níu í gærmorgun mældist dýptin 33 cm.Til að finna meiri snjó í Reykjavík þarf að fara allt aftur til 5. febrúar 1984 þegar dýpt mældist 43 cm. Lífskjör hafa breyst á Íslandi og fólk getur ekki leyft sér sama mun- að og áður. En áður leyfði fólk sér reyndar oft munað án þess í raun að geta það. Rithöfundurinn John Lancaster lýsir í grein, sem birtist í The New York Review of Books undir fyrirsögninni Hvernig við vorum öll teymd á asnaeyrunum í upphafi desember, hvernig hann gerði sér grein fyrir því að öll við- mið hefðu verið farin úr böndunum fyrir hrun þegar hann fór á kaffi- hús á Íslandi og tók þjónustustúlku tali á kaffihúsi sumarið 2009, „átta mánuðum eftir að krónan hrundi og landið allt varð í raun gjald- þrota vegna skuldasöfnunar ofþan- inna banka. Ég spurði hana hvað hefði breyst í lífi hennar síðan í hruninu. „Sjáðu til,“ sagði hún, „ef ég ætla að vera með vinum mínum um helg- ar förum við og tjöldum úti í sveit.“ „Hvernig er það frábrugðið því sem þið gerðuð áður?“ spurði ég. „Við vorum vön að fljúga til Míl- anó til að versla á via Linate.““ Lanchester skrifar að eftir þetta samtal hafi hann búið til mæli- kvarða yfir fráleit fyrirhrunsfyrir- bæri þar sem 0 eigi við um full- komna ráðdeild í fjármálum og 10 eigi við um gengilbeinur í Reykja- vík, sem telji eðlilegt að þær hafi efni á að fara í helgarinnkaupa- ferðir til Mílanó. Útilegur tóku við af innkaupum í Mílanó Um tíma fyrir kreppu rofnuðu öll tengsl milli veruleika og væntinga. INNLENT Karl Blöndal kbl@mbl.is Enn er staðan sú rúmum þremur ár- um eftir hrun að fjöldi Íslendinga nær ekki endum saman og þó hafa útgjöld heimila að meðaltali dregist saman um 17 af hundraði á undan- förnum tveimur árum. Samkvæmt nýrri könnun Hagstofunnar eru út- gjöld heimila í lægsta tekjufjórð- ungnum sjö hundraðshlutum hærri en tekjurnar. Hjá heimilum í næsta tekjufjórðungi má nánast engu muna að tekjurnar séu lægri en út- gjöldin. Þetta þýðir að stór hluti heimila í landinu þarf annaðhvort að taka lán eða ganga á sparnað til þess að eiga fyrir útgjöldum. Ljóst er að síðarnefndi kosturinn hefur orðið fyrir valinu hjá mörgum. Til marks um það er hvað margir hafa þurft að grípa til þess ráðs að taka út lífeyrisséreignarsparnað sinn á undanförnum árum. Á fyrstu sjö mánuðum ársins höfðu rúmlega 56 þúsund einstaklingar sótt um að taka út að meðaltali eina milljón króna. Alls hljóðaði upphæðin upp á 60,2 milljarða króna. Þessar úttektir eru oft skamm- góður vermir og duga á endanum jafnvel ekki til þess að viðkomandi haldi sínu. Pétur Blöndal alþingis- maður benti á þennan brest í sept- ember: „Þegar fólk er búið að taka út séreignarsparnaðinn sinn og borga af lánum þá er kröfuhafinn búinn að fá sparnaðinn og ef aðgerðin dugar ekki til að bjarga fólki frá gjaldþroti þá er sparnaðurinn farinn.“ Til marks um það hvað margir standa tæpt er fjöldi þeirra, sem eru í vanskilum. Samkvæmt tölum Creditinfo voru tæplega 26 þúsund einstaklingar í vanskilum 1. október. Af þeim voru tæplega 17 þúsund skráðir með árangurslaust fjárnám vegna þess að „engar eignir eða ekki nægilegar eignir hafa fundist til að tryggja kröfur“. Á sínum tíma var sett á verð- trygging til þess að vernda eignir fólks í óðaverðbólgu. Þá hækkaði verðlagið í gríð og erg og launin eltu þannig að úr varð vítahringur. Með verðtryggingunni héldu fjár- skuldbindingar verðgildi sínu. Nú er hins vegar komin upp sú staða að fjárskuldbindingarnar halda verðgildi sínu en launin sitja eftir. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar hækkaði launavísitalan reyndar um 17,8% að jafnaði frá 2007 til 2010, en það segir ekki alla söguna. Í Vísbendingu var bent á að þegar rýnt væri í tölur ríkisskatt- stjóra sæist að frá 2007 til 2010 hefðu framtalin laun aðeins hækkað um 5,3% og lækkað um 4,0% frá 2008. Í töflu kom fram að á höfuðborgarsvæðinu höfðu laun meira að segja lækkað um einn af hundraði frá 2007 til 2010. Annars staðar hækka laun, en þó hvergi um- fram 17,8% hækkun launavísitöl- unnar nema í Vestmannaeyjum þar sem laun hafa hækkað um 31% á þessu tímabili og er sú sérstaða birt- ingarmynd þess hvað sjávarútvegur- inn sker sig úr í íslensku atvinnulífi þessa dagana. Um miðjan mánuð fjallaði Seðla- bankinn um skuldir heimila og fyr- irtækja og áætlaði að þær væru um 314% af landsframleiðslu og hefðu lækkað um rúma eina landsfram- leiðslu frá því að þær náðu hámarki um mitt ár 2009. Skuldir heimilanna urðu mestar um 1.940 milljarðar króna 2009 og námu þá um 129% af landsframleiðslu. Talið er að nú nemi þær 107% af áætlaðri landsfram- leiðslu, að því er fram kemur hjá Seðlabankanum. Vitaskuld er gott að skuldir heim- ilanna fari lækkandi, en sá ávinn- ingur bliknar við hliðina á eignatjón- inu, sem almenningur hefur orðið fyrir í kjölfar hrunsins. Ríkisskatt- stjóri birti í sumar tölfræði byggða á niðurstöðum álagningar opinberra gjalda á tekjur einstaklinga. Þar kemur fram að skuldir hafi lækkað um rúma 14,4 milljarða króna milli áranna 2009 og 2010. Eignir lands- manna hafa hins vegar rýrnað um 338,2 milljarða króna á sama tíma. Það er ískyggileg rýrnun og áhrifa þessara skakkafalla mun lengi gæta. Aðþrengdur almenningur gengur á eignir sínar  Tekjulægsta fjórðung landsmanna vantar 7% upp á að tekjur dugi fyrir útgjöldum Morgunblaðið/Ómar Undirstaðan Tekjur standa í stað nema þá helst í fiski. Eignir gufa upp Skuldir heimilanna hafa minnkað frá ári til árs, en það bliknar í samanburði við þá eigna- rýrnun, sem átt hefur sér stað hjá almenningi. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.