Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Vinsælt á Einar Bárðar laminn í klessu Anna Mjöll giftist forríkum bílasala Vísað úr Hörpu Á lúxusjeppa með stolin blóm Lúxusjeppaeigandi skilaði blómum Fyrir og eftir: Madonna óþekkjanleg 28. Lenging á láni Reykjanesbær semur um framlengingu á 1,8 milljarða láni frá Depfa-bankanum á 7% vöxtum. 30.OR bjargað Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur koma til bjargarmeð 12milljarða kr. lántöku. Apríl 1. Mikið safnast í Mottumarsi Tæplega þrjátíu milljónir króna safnast í Mottumarsi, átaki Krabbameinsfélagsins. 2. Gildi neyðarlaga staðfest Úrskurður héraðsdóms staðfestir gildi neyðarlaganna. Heildsölu- innlán í Landsbanka og Glitni eru forgangskröfur í þrotabú. Helstu fréttir ársins 2011 Vala Grand komin með kærasta 5. Fyrst kvenna Sigríður J. Friðjónsdóttir skipuð í embætti ríkissaksóknara fyrst kvenna. 8. Dæmdur fyrir innherjasvik Baldur Guðlaugsson dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hagnýta innherjaupplýsing- ar sem hann fékk þegar hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu árið 2008. 11. Icesave hafnað Icesave-lögunum hafnað í þjóðar- atkvæðagreiðslu með 60% atkvæða. 13. Gyrðir verðlaunaður Tilkynnt að Gyrðir Elíasson hljóti Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs í ár. 14. Ásmundur hættir Þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar kominn niður í 32 atkvæði eftir brottför Ásmundar Einars Daðasonar. 15. Sinfó flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Hörpu eftir hálfa öld í Háskólabíói. 16. Ný fjölmiðlalög Ný heildarlög um fjölmiðla samþykkt af Alþingi. 19. Sameiningar í leikskólum Borgarráð samþykkir að sameina leik- og grunnskóla. Leikskóla- og menntasvið sameinuð. 27. Harðar kjaraviðræður Kjaraviðræður virðast á endastöð og aukin harka færist í viðræður. 28. Leikskólastjórnendum sagt upp 46 Leikskólastjórnendum sagt upp ummánaðamót og áætlað að ráða 30 í staðinn. 30.Konunglegt brúðkaup Milljarðar horfðu á konunglega kossinn í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Maí 2. Samherji kaupir Brim ÚA er nýtt dótturfélag Samherja sem kaupir reksturinn á 14,5 milljarða króna. 5. „Húsið titraði eins og gömul fiðla“ „Þetta var stórkostlegt. Húsið titraði eins og gömul fiðla,“ sagði Ríkarður Ö. Pálsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, eftir opnunartón- leika í Hörpu. 6. Kaupmáttur talinn aukast um 3-4% Kjarasamningar náðust á milli tólf verkalýðsfélaga, samninganefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. 10. Fann óþekkt kvæði eftir Hallgrím Heilmikil tíðindi að sögn verkefna- stjóra á Árnastofnun sem fann kvæðið í handriti á safni í Uppsölum. 11. Ljót hegðun á Fésbókinni Einelti undir dulnefnum á Fésbókarsíðu Kringlunnar. 13. Banaði ungri konu Maður um tvítugt ók bíl að Landspítalanum í Fossvogi með lík konunnar í farangursgeymslunni. 16. Þungt haldin eftir alvarlega árás Kona endurlífguð og flutt á slysadeild. 18. Fiskur tvöfalt dýrari Verð á fiski hefur nær tvöfaldast frá árinu 2000. Djarfar myndir af Pippu vekja athygli Menn þurfa ekki að vera þjakaðir af bölsýni til að vara við of miklum væntingum hjá Egyptum. Eftir að búið var að bola Mubarak frá virt- ist sátt um að láta egypska herinn sjá um stjórn landsins þar til hægt yrði að kjósa. En Mub- arak er sjálfur hershöfðingi og flókið og þung- lamalegt skipulag á kosningunum, sem lýkur í janúar, vakti strax tor- tryggni. Fullyrt var að ætlun hersins væri að tryggja með ýmsum brellum gamla valdaflokknum áfram stjórn- arforystu. Herinn styður flokk Mub- araks og lætur varla frá sér áratuga völd og fríðindi bardagalaust. Undir árslok gengu hermenn hart fram gegn mótmælendum í Kaíró, tugir féllu. Úrslitin fram til þessa benda til þess að tveir flokkar róttækra harð- línu-íslamista fái samanlagt hreinan meirihluta. Sigrar íslamistanna í frjálsum kosningum, bæði í Túnis og Egyptalandi, vekja furðu og valda víða taugatitringi. Stjórnmálaskýr- endur segja að skýringin á sigrunum geti verið að alþýðufólk álíti þá geta tryggt frið og ró. En ef harðlínu- íslamistar fara vandlega eftir stefnuskránum getur arabíska vorið breyst í martröð afturhalds og kúg- unar. Og konur, sem oft voru í far- arbroddi uppreisnanna, geta í bili kvatt vonir um jafnrétti. kjon@mbl.is Íslamistar með meirihlutastuðning Kosið í Kaíró. Írak er eitt örfárra arabalanda sem getur státað af lýðræði þótt brot- hætt sé og gallað. Síðustu banda- rísku hermenn- irnir yfirgáfu landið 15. desem- ber, lokið var um- deildu stríði sem hófst með innrás- inni 2003. Óhug vakti að efnt var til um 20 samræmdra sprengjutilræða á einum degi í Bagdad rétt fyrir jól, liðlega 60 týndu lífi. Líklegt er talið að al- Qaeda menn hafi verið að verki, þeir vilji koma af stað nýju innan- landsstríði milli helstu fylkinga. Og aðeins nokkrum dögum eftir brottför Bandaríkjahers kom upp hættuleg deila sem gæti líka orðið til að endurnýja átökin milli stærstu fylkinganna, súnní- og sjía- araba. Hinir síðarnefndu eru mun fjölmennari. Forsætisráðherrann, sjítinn Nuri al-Maliki, krafðist þess að Kúrdar á sjálfstjórnarsvæðinu í norðurhlutanum framseldu annan varaforseta landsins, Tariq al- Hashemi. Sá er súnní-arabi en hafði flúið á náðir Kúrda eftir að hafa verið ákærður fyrir að skipuleggja morð á pólitískum keppinautum. Gagnkvæm tortryggni ríkir enn og loft lævi blandið. kjon@mbl.is „Gestir“ kvaddir en uggur í mörgum Bagdad eftir til- ræði í desember. FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ár umbyltinganna og óvissunnar miklu er áenda og fátt bendir til þess að nýja áriðverði með rólegra yfirbragði. Hvarvetnakraumar undir niðri. Harðstjórar eru hraktir frá völdum eða drepnir, lýðræðislega kjörn- ir leiðtogar eru sendir á eftirlaun. Kapítalismanum er mótmælt, kommúnisminn dauður, miðjan veit ekki sitt rjúkandi ráð. En vonarneistar hafa líka kviknað. Rússar þora loksins að mótmæla Vladímír Pútín, Kínverjar efna til verkfalla, ungt fólk á Vesturlöndum andmælir óhóflegri græðgi peningafursta. Og í löndum rit- skoðunar reynast myndavélar í farsímum, sms-boð og nýju samskiptasíðurnar á netinu, Facebook og Twitter, einræðisöflunum óþægur ljár í þúfu. Einn af föstum punktum tilverunnar er það ekki lengur: arabar hafa risið upp gegn eigin kúgurum. Samfélög í nær öllum arabalöndum hafa síðustu áratugina verið gikkföst í klóm einræðisafla sem hafa kennt sig við sósíalisma, þau hafa að vísu látið halda sýndarkosningar en tryggt að allt sæti við það sama. Menningarlíf einkenndist af doða, sárafáar bækur gefnar út, lamandi ritskoðun og hræðsla og leiði þrúguðu alla. Og stöðnunin í efnahagsmálum var slík að í sumum ríkjunum gekk meirihluti ungs fólks stöðugt um atvinnulaus. Margir reiðir, flestir örvæntingarfullir nema þeir fáu sem voru svo heppnir að vera nátengdir ráðandi spillingaröflum. Að vísu gat fólk fengið dálitla útrás fyrir bræðina með því að öskra á Ísrael. Uppreisnin, „Arabíska vorið“, kom meira að segja mörgum sérfræðingum um málefni Mið- Austurlanda á óvart, þeir voru jafn hissa og margir Sovétfræðingarnir þegar austurblokkin hrundi fyr- ir tveim áratugum. En þeir voru líka til sem höfðu lengi bent á að upp úr myndi sjóða. Þótt Íranar séu ekki arabar hafa mótmælin þar í landi síðustu árin sín áhrif á arabaheiminn. Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera fylgdist vel með, tugmilljónir araba sjá útsendingar hennar. Kosningar í Íran voru frjálsari en hjá nær öllum arabaþjóðum að Írökum og Pal- estínumönnum þó undanskildum. Upplýst fólk í arabalöndum veit líka að í sjálfu landi óvinarins, Ísrael, eru lýðræðislegar kosningar, tjáning- arfrelsi, þjóðarbrot araba þar má líka segja sitt álit. Fyrstu uppreisnarmerkin sáust í Túnis, reyndar gerðist það rétt fyrir áramótin, í desember 2010. Þá kveikti ungur maður í sér í örvinglan eftir að lög- reglumenn höfðu bannað honum að stunda götu- sölu. Fjöldamótmæli og verkföll hófust gegn ein- ræðisherranum Zine El Abidine Ben Ali, sem hafði ríkt í 23 ár og naut velþóknunar vestrænna stór- velda, ekki síst Frakklands, gamla nýlenduveld- isins í Norður-Afríku. En mælirinn var fullur, of- beldi lögreglunnar hafði öfug áhrif, æsti uppreisnareldana fremur en að kæfa þá. Lögfræð- ingar í Túnis, um 8.000 talsins, fóru í verkfall til að mótmæla því að félagar þeirra höfðu verið barðir, þátttakan var um 95%. Ben Ali flúði loks land. Eldarnir á Tahrir-torgi Neistinn frá Túnis barst með hraða elding- arinnar yfir til Egyptalands, Líbíu, Sýrlands, Jem- en, enn fleiri landa. Mestu skipti að í Egyptalandi söfnuðust hundruð þúsunda manna saman á Tahrir- torgi í Kaíró og fleiri stórborgum og kröfðust frelsis og lýðræðis. Egyptar eru og hafa öldum saman ver- ið forystuþjóð araba sem stundum vilja líta á sig sem eina þjóð. Hosni Mubarak forseti var hrakinn frá völdum eftir þriggja áratuga valdaferil og var dreginn eða öllu heldur borinn á sjúkrabörum fyrir rétt í ágúst. Hörðustu átökin urðu í Líbíu þar sem uppreisn- armenn fengu með blessun (og samt ekki alveg blessun) öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, aðstoð Atlantshafsbandalagsins við að koma þaulsætnasta harðstjóranum, Muammar Gaddafi, frá völdum. Hann var að lokum drepinn eftir mannskætt stríð. Enn er óljóst hverjar lyktirnar verða í Sýrlandi þar sem Bashar al-Assad virðist staðráðinn í að láta herinn bæla niður andófið, um 5.000 manns eru þeg- ar fallnir, aðallega óbreyttir borgarar. Í reynd geis- ar blóðugt stríð í landinu, mannfallið þessar vik- urnar er miklu meira en í Afganistan. Pattstaða með talsverðum blóðsúthellingum er í Jemen en í Barein við Persaflóa hafa ráðamenn fengið aðstoð Sádi-Araba við að berja niður mótmæli. Á þessum slóðum birtist vandi Vesturveldanna í hnotskurn: þau studdu loks uppreisnina gegn Gad- dafi en á Arabíuskaganum vega menn og meta enn hagsmuni. Meira en helmingur allrar olíuvinnslu heimsins er á svæðinu, tryggja þarf að olían berist áfram á markaði. Og baráttan við alþjóðleg hryðju- verkasamtök er að verulegu leyti háð í Jemen, hvað gerist ef öfl sem hlynnt eru þeim ná völdum? Óvænt asahláka í frosnum stjórnmálaheimi arabaþjóða  Von og ótti takast á í huga fólks í löndunum sem fæst hafa reynslu af lýðræði Harka Egypskir hermenn afklæða og sparka í konu úr röðum mótmælenda á Tahrir-torgi í desember. Reuters Mótmæli Líbanskir stúdentar og nokkrir sýrlenskir í borginni Tripoli hrópa slagorð gegn Sýrlandsforseta. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.