Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 16

Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 16
Tískan fer í hringi. Það hefur verið sannað oftar en einu sinni. Í ár urðu maxi-kjólarnir síðu mjög vinsælir svo og fjöðrum búnir skartgripir. Þannig teygði tískan í ár sig dálítið aftur til sjöunda ára- tugarins. Dýramynstur eru orðin klassísk og þau sáust líka en nú bæði í skærum litum og hefðbundin. Leður- leggings varð líka hver tískupæja að eiga og sítt háls- men. Þá eiga nú sífellt fleiri sam- fellur í skúffunni sem hentugt er að vera í undir þröngum fatn- aði ýmiss kon- ar. Þá hafa klútar og treflar orðið ómissandi nú með harðnandi vetri. Hér gefur að líta brot af tískupöllum ársins 2011. LÍFSSTÍLL María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ég drakk allt sem að mér var rétt og varí fötunum sem ég keypti mér 2007,“einmitt þetta sem skrifað var í léttumdúr við Fésbókarstatus hjá mér nýver- ið tel ég ramma ágætlega inn árið 2011. Í fjórða í hruni hefur lífið haldið áfram að róast. Fólk er hætt að þenja sig og spenna. Margir eiga líka bara alveg nóg þó að þeir eigi mun minna en í góðærinu. Sjálfri hefur mér fundist einna nota- legast þetta árið að eiga góðar stundir með fjöl- skyldu og vinum í heimahúsi. Fólk bakar frekar sjálft en að kaupa kruðerí og leitast er við að gera veislur góðar án óþarfa kostnaðar. En lát oss nú hverfa aftur til byrjunar ársins. Í janúar kepptu strákarnir okkar í Svíþjóð og nú í desem- ber héldu stelpurnar okkar alla leið til Brasilíu. Handboltahjartað sló ört í skammdeginu og lífgaði upp á lífið með jólaljósunum. Svo var veðrið að stríða okkur. Enginn gat klætt sig í fallega skræpótta kjóla, sandala og skyrtur fyrr en í júní. Snjórinn var endalaus og í apríl var þetta orðið ágætt. Sumir segja að sumarið hafi ekki komið fyrr en í júlí. Aðrir að það hafi bara alls ekki komið. Með vorinu fór að draga til tíð- inda. Maí var sérstaklega partívænn. Enda þá bæði haldið Evróvisjón og kon- unglegt brúðkaup í útlöndum. Á brúð- kaupsdaginn dressuðu margir sig upp í breska blómakjóla og tylltu hatti á höfuðið. Elsku breski prinsinn hann Vilhjálmur að ganga í það heilaga og mágkonan stal sen- 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Vinsælt á Komin með koddaandlit vegna lýtaaðgerða Forsetafrúin kyssti mig Britney Spears með flatan maga Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu Stækkar brjóstin um heila skálastærð á mánuði Ungfrú heimur er munaðarlaus 20.Gaddafi drepinn Muammar Gaddafí sem nýlega var flæmdur frá völdum í Líbíu drepinn eftir að hann náðist á flótta. 24. Stjórn segir af sér Stjórn Bankasýslunnar segir af sér, aðallega vegna viðbragða alþingis- manna og afskipta utanaðkomandi afla af ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra. Helstu fréttir ársins 2011 Tók mynd af einelti kennarans 25. Páll hættir við Páll Magnússon tilkynnir að hann taki ekki við starfi forstjóra Bankasýslunnar. Með afsögn stjórnar séu brotnar allar forsendur þess að hann taki til starfa. 26. Allt þýfið fundið Lögreglan hefur fundið allt þýfið, að verðmæti 50-70 milljónir, úr vopnuðu ráni í úraverslun Michelsen fyrir níu sólarhringum. 26. Áfram Þór! Nýtt og glæsilegt varðskip,Þór, kemur til Íslands eftir siglingu frá Síle. 28.Neyðarlögin héldu Hæstiréttur kveður upp dóm í máli sem höfðað var af hálfu fjölmargra hagsmunaaðila til að fá neyðarlög- um ríkisstjórnar Geirs H. Haarde frá 6. október 2008 hnekkt. Nóvember 5. Strandi afstýrt Naumlega tekst að koma í veg fyrir að flutningaskipið Alma strandi í Hornafjarðarósi. 8. Úrsmiður fær úr Frank Michelsen úrsmiður endurheimtir allan ránsfenginn úr vopnuðu ráni sem framið var í verslun hans 17. október. 9. Matthías látinn Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er látinn 80 ára að aldri. 12. Ferðamaður verður úti Sænskur ferðamaður finnst látinn á Sólheimajöklil í Mýrdal. 15. Níddust á 13 ára dreng Héraðsdómur Reykjaness dæmir fjóra skipverja á fiskiskipi í skilorðs- bundið fangelsi fyrir að beita 13 ára dreng kynferðislegu ofbeldi. 15. Banaslys á Siglufirði Þrettán ára stúlka lætur lífið eftir að hafa orðið fyrir bíl á Siglufirði. 16. Einu sinni var Framtakssjóður Íslands selur starf- semi Icelandic Group í Bandaríkjun- um og tengda starfsemi í Asíu. 20. Bjarni hélt velli Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með um 55% atkvæða en Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk 44%. 24.Nubo má ekki kaupa Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra ákveður að kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo fái ekki undanþágu til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. 25. Íslandsbanki kaupir Byr Borgar alls 6,6 milljarða fyrir. Ríkið átti 11,8% hlut, Alþingi hefur samþykkt söluna. 26. Ráðherrastóll ruggar Mjög hörð gagnrýni á Jón Bjarnason ráðherra vegna vinnubragða hans hvað varðar nefnd sem hann skipaði um sjávarútvegsmál. 29. Bankamönnum sagt upp Íslandsbanki tilkynnir uppsagnir 42 starfsmanna í sameinuðum höfuðstöðvum bankans og Byrs. 29. Nei, takk! Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG og fv. ráðherra, ætlar ekki að þiggja boð í árlegt samkvæmi forseta Íslands á Bessastöðum á fullveldisdaginn, 1. desember. Síðir kjólar, leður- leggings og fjaðrir Það er örugglega enginn Holly- wood-leikari að lesa þetta svo ég segi það bara. Árið 2011 var ár Ryans Goslings. Leikarinn ungi fæddist í London árið 1980 en ólst upp í Kanada. Hann sló í gegn í kvikmyndinni Drive en við höfum líka séð hann í Blue Valentine og Lars and The Real Girl. Svo má ekki gleyma The Ides of March þar sem Gosling leikur á móti George Clooney og Philip Seymo- ur Hoffman. Gosling er ekki bara góður leik- ari sem tilnefndur var til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í Drive heldur er hann líka fjall- myndarlegur. Svo myndarlegur þykir sumum hann vera að efnt var til mótmæla þegar leikarinn Bradley Cooper var valinn kyn- þokkafyllsti karlmaðurinn af tíma- ritinu People. Sást hópur mótmæl- enda stilla sér upp með grímur af andliti Goslings og svo var auðvit- að stofnuð Facebook-síða. Mót- mælin voru þó að mestu stormur í vatnsglasi sem ætlað var að sýna áhrif samskiptavefjarins vinsæla. Það er óhætt að hlakka til fleiri kvikmynda með Gosling á kom- andi ári. Gosling keyrði Hollywood af stað Arftaki Clooney? Alls ekki ólíklegt. unni. Hver getur gleymt því? Ekki ég í það minnsta. Rómantíkin var allsráðandi og færði mann blíðlega inn í sumarið. Sumarið var spennandi að mörgu leyti. Hljóm- sveitin Quarashi ákvað að koma saman aftur eftir langt hlé. Tryllti sveitin lýðinn á útihátíð í júlí áð- ur en hún rappaði þakið af Nasa. Piltarnir í Quar- ashi höfðu engu gleymt og sumarnóttin varð enn bjartari með þessari endurkomu. Sumarið rúllaði síðan áfram allt of hratt eins og venjulega. Marg- ir ferðuðust innanlands og kíktu á Vestfirðina frekar en að splæsa í Spánarferð með bjór- slegnum Evrópubúum. Hver nennir líka að slást um síðasta bekkinn í hótelgarðinum þegar hann getur fundið laut, soðið graut og stungið af? Svo vitnað sé í orð Mugison. Mannsins sem klárlega átti sumarlagið 2011. „Stiiiiiingum af …“ rauluðu foreldrarnir fram í fjölskyldubílnum og aftur í tóku afi og börnin undir. Svo var bara að rétta tjaldhælana af og finna sæmilega sléttan gras- bala. Í júlí fæddist síðan stjörnubarn sumarsins þeg- ar „konungshjón“ fótboltans Victoria og David Beckham eignuðust stúlkubarn. Hún var skírð Harper Seven samkvæmt ráðum bræðra sinna en Harper er nafn persónu í uppáhalds Disney- þáttum þeirra bræðra. Seven segir sig sjálft þar sem hún fæddist jú í júlí. Persónulega beið ég spennt eftir Fifth Avenue Beckham en varð ekki að ósk minni. En eftir að þetta nýja ljós hafði kviknað slokknaði annað allt of snemma. Söngkonan Amy Winehouse, 27 ára, fannst lát- in í íbúð sinni í London. Ljóst þykir að óreglulegt líferni hennar hafi átt hlut í ótímabærum dauða hennar. Setið var um heimili Winehouse og fóru fjölmiðlar nokkru offari í fréttamennsku af dauða hennar og hugsanlegum orsökum. Stórt skarð var höggvið í hóp ungra, breskra tónlistarmanna við andlát söngkonunnar en nú fyrr í mánuðinum var gefin út önnur plata hennar, Amy Winehouse Lio- ness: Hidden Treasures. Með haustinu tóku við hefðbundin undirbún- ingsstörf fyrir veturinn. Fólk kúrði sig yfir þátt- um eins og „Game of Thrones“ og „The Hour“ á meðan haustrigningin barði á gluggana. Nokkrir dyggir aðdáendur tónlistar óðu pollana um miðj- an október á stútfullri og spennandi Airwaves- hátíð. Síðan þá hefur veturinn færst smám saman yfir. Lífið gengur í ákveðnum hægagangi og flest- ir eru í einhvers konar sykursætri smákökuvímu í desember. Nú á áramótum líta margir yfir árið sem er rétt við það að ljúka. Margt skemmtilegt stendur upp úr þó að mikilvægast sé að vera ánægður og sátt- ur með lífið. Þökkum hvern dag og fögnum því að fá enn eitt nýja árið til að njóta þess að vera til. Konunglegt brúðkaup, stjörnuhrap og sykurvíma  Kósíheitaár með konunglegu ívafi er að baki og margir stungu af í spegilsléttan fjörð Vinsæl Hertogaynjan af Cambridge gæti vel orð- ið jafn vinsæl og Díana, heitin,prinsessa af Wales.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.