Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Það er snjóþungt þegar við komum aðafleggjaranum að Grímsstöðum áFjöllum og við leggjum bílnum áveginum, þar sem aðeins er jeppa- færi upp heimreiðina. „Enn eru þeir að tala um Icesave,“ segir Sigríður Hallgrímsdóttir sem stendur í gætt- inni á útidyrunum á Grímsstöðum á Fjöllum. „En hér gefst hvíld frá stríðinu.“ Hún er ein heima fram á miðjan dag, því bóndi hennar, Bragi Benediktsson, átti erindi til Húsavíkur. Blaðamaður og ljósmyndari eru snjóugir upp fyrir haus eftir að hafa skriðið í sköflum til að losa bílinn úr snjó á leiðinni. Og þó að þeir séu vel búnir, þá er gott að komast inn í hlýjuna. Fyrir utan eldhúsgluggann eru snjótittlingar að tína upp í sig mat. „Það fyrsta sem við gerum þegar við vökn- um á morgnana er að gefa fuglunum,“ segir Sigríður. „Við tökum veðrið, sendum það klukkan níu og setjumst niður í morgunkaffi, tökum góðan tíma í að ræða málin. Reynum að...“ segir hún og bætir við sposk á svip, „... hvað heitir það, bjarga heiminum! Nei, nei, ég segi nú bara svona. Málin eru rædd.“ Svo lítur hún á blaðamann, sem ferðast hef- ur landið þvert og endilangt til að hitta hana og segir: „Ég ætla ekki að segja þér neitt.“ Um það var samið, spjall yfir kaffibolla. Og Sigríður tók skýrt fram að hún hefði ekkert að segja. Annað kemur á daginn, eins og blaðamaður vissi raunar fullvel fyrir. Og það er meira á borðum í sveitinni en kaffibrúsi, að minnsta kosti á Fjöllum. „Hér er lærið sem ég lofaði þér,“ segir Sigríður og sker tvíreykt hangilæri í þunnar sneiðar. Laxinn reykir hún sjálf og bakar brauðin „náttúrlega“. Það er allt heimaunnið. „Hér getur þú ekki treyst á aðra,“ segir hún. „Þú verður að treysta á sjálfan þig – vera sjálfum þér nógur.“ Allt í einu áhugi Sigríður er sem betur ekki þannig innstillt, að hún synji ferðalöngum skrafsins. Og fljót- lega kemur til tals áhugi Kínverjans Huangs Nubos á kaupum á Grímsstöðum á Fjöllum, en Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði því af hálfu stjórnvalda að veita hon- um undanþágu til að festa kaup á 72% af jörð- inni. „Allt í einu var þetta orðið geysilega áhugavert, þetta svæði hérna,“ segir Sigríður og er sest við eldhúsborðið. „Ég hef ekki orðið vör við að nokkur hafi áður haft áhuga á þessu svæði eða að hlúa að byggðinni hér. Nei, ég hef ekki orðið vör við það.“ Það er þungi í orðunum. „Hér var sett upp rafstöð fyrir tæpum 40 árum, bráða- birgðarafstöð áður en línan kæmi, og sú raf- stöð er enn í notkun. Þannig að ég held að landanum sé nokkuð sama hvort er búið hér eða ekki. En það höfðu rosalega margir skoð- un á því þegar Nubo-málið var til umræðu.“ Fjórðungur Grímsstaða er í eigu ríkisins og leigja Bragi og Sigríður þann hluta jarð- arinnar. „Við notum húsið undir ferðaþjón- ustu á sumrin, en gerum ekkert með það á veturna. Hingað kemur ekki nema einn og einn ljósmyndari yfir vetrartímann.“ Það er raunar engin furða að ljósmyndarar leggi leið sína austur á öræfin, í auðnina og víðernin með hrikalegu landslagi á köflum, og svo er það birtan. „Hún getur orðið ofboðs- lega falleg hérna,“ segir Sigríður. „Skamm- degið, snjórinn og sólin sem gægist rétt upp fyrir sjóndeildarhringinn. Það er aldrei fal- legra en í kyrrð og logni. Og þegar líður að vori fæ ég alltaf löngun til að fara á göngu- skíði. Þá verður svo fallegt veður, stillur og sól – og oft mikill snjór.“ – Þú hleypur ekki eins og Ragnar á Nýhóli? „Nei,“ segir hún og hlær. Blaðamaður hefur heyrt sögur af Ragnari, sveitunga Sigríðar, sem lést fyrir bráðum tveimur árum. Hann ku hafa hlaupið allt sem hann fór og verið þindarlaus. Svo gaf hann blaðamanni geitamjólk, stráklingi á ferðalagi með foreldrum sínum. „Ragnar gekk við sínar kindur,“ segir Sigríður. „Hann var með geitur lengi og hafði sínar skoðanir. Þú sagðir hon- um ekkert hvernig ætti að gera hlutina. Engu skipti hvað var einfalt eða fljótlegt, hann fór sínar eigin leiðir.“ Fólk hefur svigrúm til að þroskast og verða að karakterum á Fjöllum. En öfugt við Ragn- ar finnst Braga tilgangslaust að labba ekki til neins, að sögn Sigríðar. „Hann verður þá að hafa rollu á undan sér. Það þarf að hafa er- indi.“ Áhugavert að reisa hótel Ráðagerðir Nubos vöktu mikla athygli, en hann lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu, að hann hygðist byggja upp fimm stjörnu 120 herbergja hótel „með öllu“ á Fjöllum, 18 holu golfvöll, að hann yrði með hesta og ef komið yrði niður á heitt vatn yrði byggð heilsulind. Þá gerði hann ráð fyrir að kaupa tvær til þrjár flugvélar sem hann myndi nýta til að flytja ferðamenn til landsins. Ekki fór á milli mála, að sumum fannst þetta óraunhæft mið- að við staðsetninguna uppi á öræfum. „Það er það sem ég er að velta fyrir mér – hvað er þetta?“ tekur Sigríður undir. „Maður heyrir tvennar sögur og var náttúrlega var- aður við, en svo segja aðrir að þetta sé önd- vegismaður. Og hvað segja Kanadamenn, halda þeir ekki að Kínverjar hafi ætlað að leggja undir sig allt Norðausturhornið, bara til að byrja með, og svo meira þegar sigl- ingaleiðin opnast um Norðurpólinn?“ – En Grímsstaðir liggja ekki að sjó? „Nei, nei, þeir hafa þá ætlað að fikra sig lengra. En mér finnst áhugavert að reisa hér hótel.“ Og það er létt yfir Sigríði þegar hún ræðir þetta mál, þó að það hafi legið eins og mara á ríkisstjórninni. „Við höfum gætt þess að halda léttleik- anum. Bragi segir gjarnan þegar hann sinnir bústörfunum: „Ég vildi að Nubo væri kominn að hjálpa mér.““ – Eigum við kannski frekar að tala um jól- in? „Já,“ svarar hún og það glaðnar yfir henni. „Ég er miklu betri í því en Nubo. Hann dúkk- aði bara upp einn, tveir og þrír.“ Helvítis skúmurinn Það er haldið fast í hefðirnar um jólin á Grímsstöðum, eins og á öðrum bæjum á Fróni, hvort sem þeir eru dreifðir eða í þétt- býli. „Við erum með rjúpur,“ segir Sigríður. – Ég sá nokkrar fljúga fyrir utan áðan! „Það eru heimilisrjúpurnar. Þær eru frið- aðar og eru bara í girðingu rétt vestan við bæinn, halda sig mikið í kjarrinu og verpa þar.“ – Og fuglalífið er líflegt hér um slóðir? „Jú, það er helvítis skúmurinn. Svo er nátt- úrlega mikið af gæs, endur og mófuglar, spói, lóa og jaðrakan, sem ég man reyndar ekki eft- ir frá mínum fyrstu árum hérna.“ – Helvítis skúmurinn segirðu? „Hann er alveg hroðalegur í ungunum. Og alfriðaður – hugsaðu þér! Flögrandi yfir gæsavarpinu, bæði í eggjum og svo grípur hann ungana.“ Á meðan samræðunum vindur fram hallar Ragnar ljósmyndari sér yfir eldhúsborðið til að ljósmynda snjótittlingana flögrandi í snjó- fokinu fyrir utan eldhúsgluggann. „Jólin eru mjög hefðbundin,“ segir Sigríð- ur. „Við byrjum á því á haustin að reykja hangikjötið og svo gengur þetta koll af kolli, laufabrauð, bakstur og þrif. Það er lítið um spil núorðið, en við lesum! Það er passað upp á að allir fái nýja bók að lesa. Þá geta menn vakað og lesið og kúrt fram eftir.“ Þá máttu jólin koma Og veðurhamurinn getur orðið mikill á Grímsstöðum. „Fyrir nokkrum árum var Bragi að sækja dóttur okkar og kærasta hennar, sem voru í skötu hjá tengdaforeldr- unum á Húsavík á Þorláksmessu. Það var mikill laus snjór og því spáð að það myndi hvessa með deginum. Svo fór að skafa og ég hringdi og bað þau að slóra ekki, heldur hafa sig heim. Og þau komust heim, en þá var færðin orðin vond. Ég man að ég hleypti þeim inn, lokaði og eftir hálftíma var húsið farið að nötra – veðurofsinn var svona rosalegur. En mikið ofboðslega leið mér vel. Þá máttu jólin koma. Og veðrið láta eins og það vildi.“ Það er gott að fá fólkið sitt inn úr stórhríð- inni. „Það getur orðið svo blint hérna að mað- ur sér ekki neitt. Það kemur fyrir að við för- um ekki út á veðurmæla, sem eru bara nokkra metra fyrir utan húsið. En þegar börnin eru komin heim um jólin, þá er mér sama þó að bresti á, mér finnst það bara nota- legt. Í stórhríð verða gluggarnir skreyttir af snjó. Það er mín sælutilfinning.“ – Ertu jólabarn? „Já, ég er það. Ég keppist við marga daga og vikur að undirbúa jólin og finnst það ofsa- lega gaman. Það keyrir mig áfram að vita að börnin séu að koma með fjölskyldurnar.“ – Ertu þá trúuð? „Nei, ég er ekki trúuð. Ekki get ég sagt það.“ Bragi skilar sér Það eru fjörutíu kílómetrar í næsta byggða ból, hvort sem haldið er eftir þjóðveginum austur í Möðrudal eða vestur í Mývatnssveit, og oft hefur mætt á Braga að bjarga fólki úr vandræðum á öræfunum. Blaðamaður hefur heyrt því fleygt að Bragi hafi jafnvel fengið fleiri útköll eitt árið en meðalhjálparsveit, en það gerir hann ekkert með. Þau vilja sem minnst um þessar björgunarferðir tala og ótt- ast ekki veðrið. „Ég held ég hafi bara einu sinni orðið hrædd,“ segir Sigríður. „Þá fór Bragi austur á Möðrudalsfjallgarð. Það var að haustlagi þeg- ar Flateyrarsnjóflóðið varð. Fyrr um daginn hringdi fólk sem hafði lent í vandræðum og veðrið var orðið vont þar, en hérna var bara rigning. Bragi ætlaði að skreppa og fór um fjögurleytið um daginn. Kindurnar okkar voru úti á túni og hann sagði: „Ég sæki þær bara þegar ég kem aftur.“ Svo kólnaði, það kom slydda og smám sam- Veðrið Sigríður tekur veðrið fimm sinnum á dag. Í baksýn er heimili hennar og Braga. Á Fjöllum Skyndilega birtist skilti á veginum með fyrirheiti um hlýjan áningarstað fyrir ferðalanga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.