Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.12.2011, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Frídagar voru fáir um þessi jól.Þeim, sem vanist hafa á að lesabækur á þessum tíma, hefurorðið lítið úr því verki fyrir vikið. Bók um Napóleon Korsíkumann og síðar keisara er ein þeirra sem þó náðist að lesa. Hann var sjálfur mikill lestrarhestur og alla tíð mjög markviss í sínum lestri. Napóleon skrifaði jafn- harðan hjá sér það sem honum þótti eft- irtektarvert í bókunum og fylla þeir punktar margar kompur og er þó ekki allt til. Lesandi bókarinnar um Napóleon Bónaparte fær trúverðuga mynd af söguhetjunni, iðandi tilfinningaveru, hugrakkari og hiklausari en flestir þeir sem í kringum hann voru. Napóleon hafði stundum æði rómantíska mynd af tilverunni, og að því leyti óraunsæja, naut sigra sinna og nýtti þá vel, en var tiltölulega mildur sínum andstæðingum, öfugt við marga landa hans og sam- tímamenn. Hækkar um 20 sentimetra Bókarhöfundurinn, Herman Lindqvist, leitast við að rétta af lífseigar „stað- reyndir“ um Napóleon, sem hann rekur sumar til spunameistara óvina hans, ekki síst breskra. Bréfritari hafði þannig lengi talið það óvéfengda staðreynd að Napóleon hefði aðeins verið 149 senti- metrar á hæð og þegar hann stóð í hið eina sinn sjálfur andspænis keisaranum mikla, á gólfi vaxmyndasafns frú Tus- saud í London gnæfði hann yfir mik- ilmennið. En Lindqvist segir Napóleon hafa verið 169 sentimetrar á hæð og því ekki svo ýkja fjarri meðalhæð sinnar samtíðar. Nákvæmar mælingar á líki keisarans á St. Helenu hafi staðfest þetta. Með þessu virðist Lindqvist skaða marga skondna söguna af Napóleon sem einmitt tengdust því hve smár hinn „mikli“ hefði verið. Eins og þessi: Liðs- foringi: „Yðar keisaralega tign. Ég skal teygja mig í hattinn yðar, ég er hærri.“ Napóleon: „Þér eruð ekki hærri. Þér eruð lengri. Og það er skavanki sem ég get snögglega látið leiðrétta.“ Sagan þótti í senn fyndin og ógnvænleg, því fallöxin, hið nýja undratæki frönsku bylting- arinnar, hafði losað höfuð tuga þúsunda manna frá bol þeirra síðustu árin á und- an. Stórskotaliðsforinginn Napóleon vann sér fyrst nafn svo um munaði með sigri yfir Bretum er hann réð úrslitum um að byltingarstjórnin í París náði Toulon, mikilvægustu hafnarborg Frakklands á Miðjarðarhafsströndinni, aftur á sitt vald. Strax eftir sigurinn mætti hinn líf- seigi lögreglumálaráðherra, Joseph Fo- uché, á staðinn og stjórnaði ásamt Paul Barras aftöku 1000 manna, en Fouché kom beint frá Lyon, þar sem hann hafði stjórnað aftöku 2000 landa sinna. „Vér höfum látið blóð renna, en það hefur verið í þágu mannkynsins og vegna skyldunnar,“ skrifaði hann í skýrslu til yfirmanna sinna og varð ekki hinn síð- asti úr hópi alþýðuforingja til að færa slík rök fyrir verkum sínum. Fouché átti eftir að láta til sín taka fyrir marga aðra, þar á meðal Napóleon, áður en hann lét af störfum og átti náðuga og ríkmannlega elli á Norður-Ítalíu. Makleg málagjöld lífs hans hafa því væntanlega ekki orðið fyrr en að því loknu. En aftökurnar í sigurlok voru ekki deild Napóleons og þegar hann síðar hafði fengið úrslitavald var miklu betur gengið um vígvöllinn og þá sem gefist höfðu upp. En í þessari orrustu um Tou- lon gekk hann hart fram og særðist al- varlega á fæti vegna spjóts sem hann fékk í lærið og bar mikið ör eftir það síðan. Hann átti eftir að fá annað ör í ólíkri orrustu eins og síðar verður minnst á. Fullhugi til forystu Ekki eru tök á að rekja efni þessarar ævisögu Napóleons í þaula. Hann var orðinn einn frægasti hershöfðingi Frakka eftir frækilega sigra á Ítalíu, tæplega þrítugur að aldri. Og einmitt þá uppgötvaði hann annan hæfileika í eigin fari. Það var stjórnmálahæfileik- inn. En margra verka hans á því sviði sér enn stað, þótt sigrar hans í ein- stökum orrustum hafi ekki haft jafn langvarandi áhrif. Hershöfðinginn ungi endurskipulagði stjórnskipun og stjórnarfar á hverjum stað sem hann sigraði. Elja hans, yfirferð og starfs- kraftar voru með eindæmum. Þeir eiginleikar hans höfðu ekki verið eyðilagðir af sérkennslufulltrúum nú- tímans með stóra skammta af rítalíni til að ná hegðun niður í æskilegt bekkjarmeðaltal. Þessi fyrrum baldni og áflogagjarni smápatti fékk síðar sem alvaldur Frakklands mikinn áhuga á skóla og fræðslumálum, frá barnaskólum að háskólanámi. Hann hafði bitra reynslu af herskólum þar sem velættaðir nemendur fengu auð- veldan framgang á meðan aðrir hæfi- leikaríkari voru sniðgengnir. Þessu breytti hann snarlega þegar taumarnir höfðu fallið í hans hendi. Og frægasta verkið, Lögbókin, sem við hann er kennd, Code Napoléon, var innblásin af honum. Sérfræðingum var falið að vinna að því að steypa hundruðum sundurlausra lagabálka í einn. Napóle- on, sem runninn var frá kynslóðum lög- fræðinga og hafði alla tíð áhuga á grein- inni, stjórnaði sjálfur 50 af þeim um hundrað fundum sem haldnir voru til að undirbúa gerð lögbókarinnar. Lögbókin er enn grundvöllur allrar lagasetningar í Frakklandi og í fleiri Evrópulöndum og raunar gætir áhrifa hennar víðar, eins og Lindqvist bendir á. Framúrskarandi auga fyrir stærðfræði og skipulagsgáfa hafði mikil áhrif á höfuðborgina París og leyna sér ekki. Og víðar gætir áhrifa hans. Keisarinn stofnaði Seðlabanka Frakklands og skaffaði honum húsnæði sem hann býr enn að. Enginn annar seðlabanki býr við slíka gullsali eins og sá franski gerir. Hér má nefna í framhjá- hlaupi að einn svonefndur evrópufræð- ingur gat þess eitt sinn að þáverandi seðlabankastjórar væru andvígir aðild að evrunni vegna þess að eftir hana færðist seðlabankavaldið til Frankfurt og íslenski seðlabankinn yrði lagður niður. Sá fróðleiksmolinn var jafn merkilegur og margir aðrir. Seðla- bankar landa evrunnar starfa allir enn þá, þótt starfsfólki kunni að hafa fækk- að eitthvað. Í franska seðlabankanum störfuðu þegar síðast var gáð um 17000 starfsmenn, þótt myntin hans sé horfin út í buskann. Og í Lúxemborg var eng- inn seðlabanki, því þar brúkuðu menn belgíska seðla. En eftir að þeir þar féllu undir evruna var þeim gert að stofna seðlabanka og þar starfar nú helmingi fleira fólk en í íslenska seðlabankanum, ekki síst við að útbúa skýrslur ofan í seðlabanka evrunnar í Frankfurt. Eitthvað er þetta kunnuglegt En maðurinn sem stofnaði Seðlabanka Reykjavíkurbréf 30.12.11 Örlagavaldur með tvö stór ör

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.