Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Þ að lyftir andanum í himinhvolfin að standa í stjörnuskininu að kvöldi dags áGrímsstöðum á Fjöllum. Þá blasir víðernið við snævi þakið eins langt og augaðeygir. En svo byrjar að fjúka og alheimurinn þurrkast út eins og hendi væriveifað. Ekki er laust við að andinn verði jarðneskur á ný þegar bíllinn festist í snjóskafli og að- eins er til tjakkur í bílnum til að losa hann. En þá er gott að vita af Braga Benediktssyni í grennd, sem er alvanur að bjarga fólki úr vandræðum og skilar sér alltaf heim, sama hvern- ig viðrar. Það á erindi við alla á jólum að segja frá því starfi sem hann hefur unnið af ósér- hlífni í þágu ferðamanna, sem lent hafa í vandræðum á öræfunum. Ekki eru nema þrjú ár síðan hringt var af þjóðveginum, ekki fjarri Grímsstöðum. Þá stóð bíll fastur þar, það hafði brostið á snögglega og gert vitlaust veður. Bragi ætlaði rétt að skreppa til að sækja fólkið, en alltaf höfðu fleiri og fleiri samband, nokkrir höfðu endað út af veginum og ekki komist upp aftur, og þegar hann skilaði sér heim um kvöldið var hann með átta farþega í bílnum. Merkilegt nokk, allt voru það Íslendingar. Og allir gistu þeir heima á Grímsstöðum um nóttina. Þar væsir ekki um ferðalanga, eins og gestabókin ber með sér, og auðvitað fengu þeir að njóta alls hins besta sem Ísland hefur upp á að bjóða – því það er að finna í eldhúsinu á Fjöllum. Það er gamli skólinn á Íslandi, að kunna að bjarga sér og hugsa í lausnum. Og maður fær- ist nær þeim veruleika eftir því sem maður fjarlægist höfuðborgina. Það kom fram í Sunnu- dagsmogganum að leikkonan Noomi Rapace reyndi að kenna leikstjóranum Ridley Scott frasann „þetta reddast“ þegar þau voru við tökur á Íslandi í sumar. Þau voru á einu máli um að sá hugsunarháttur einkenndi Íslendinga umfram annað. En það þýðir ekki að kasta eigi til höndum, heldur einungis að við eigum að temja okkur æðruleysi og vinna úr þeim aðstæðum sem upp koma. Kannski þessi hugsunarháttur stafi af því, að Íslendingar hafi lært að temja sér æðruleysi af nábýlinu við óbeisluð náttúruöflin, sem enginn fær við ráðið. Þá er annaðhvort að gefast upp eða yppta öxlum og segja: „Þetta reddast.“ Víst gleymist endrum og sinnum að bera virðingu fyrir náttúrunni, en hún er fljót að minna á sig. Og þá gildir að vera snar í snúningum. Eins og sannaðist þegar Bragi bjargaði brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, hann sá að fljótið var að skipta um ham og rauf veginn sitt hvorum megin við brúna. Barlómur skilar engu. Glutrum ekki niður lærdómnum úr gamla skólanum, sem felst í því að kunna að bjarga sér og gefast aldrei upp. Það er sama hvernig viðrar, Bragi skilar sér. Í raun er Ísland eins og Grímsstaðir á Fjöllum þegar það er skoðað í samhengi við heims- byggðina, við erum fámenn þjóð á afskekktum stað. Höldum í sérkennin og hlustum eftir orðum Sigríðar Hallgrímsdóttur þegar hún ber á borð fyrir gesti heimaunninn mat og segir: „Hér getur þú ekki treyst á aðra. Þú verður að treysta á sjálfan þig – vera sjálfum þér nóg- ur.“ Treystu á sjálfan þig „Án öflugs sjávarútvegs værum við ekki sjálfstæð þjóð.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í ávarpi í hófi Samherja á Akureyri. „Ég er búinn að ýta tíu í bílum í dag. Nei, níu, einum ýtti ég tvisv- ar.“ Jón Gnarr borgarstjóri á fimmtudag, þegar allt var á kafi í snjó í borginni. „Ég hef aldrei sofið fyrir austan læk og aldrei komið til greina að flytja yfir lækinn né vestur á Nes.“ Bjarni Felixson, fv. íþróttafréttamaður, orðinn 75 ára. „Stjórnvöld eru óttaslegin vegna þess að við erum það ekki lengur.“ Garry Kasparov, fv. heimsmeistari í skák, í ávarpi á fjölmennustu mót- mælum í Moskvu síðan Vladimir Pútin komst til valda árið 2000. „Ég hef ekki fengið eina hringingu frá RÚV í fimm ár til að tala um sjávarútveg eða fyrirkomulag veiða einhvers staðar í heiminum. Það segir sína sögu.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Viðskiptablaðinu um fréttaflutning RÚV. „Það er […] ótrúlegt að flest línu- skip landsins skuli vera að nálgast fimmtugt!“ Þorsteinn Már. „Hvers vegna gráta himnarnir ekki?“ Furðu lostinn, grátandi hermaður, sem syrgði leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il. „Hann hefur verið hræði- lega óhamingjusamur og þess vegna batt ég enda á hjóna- bandið.“ Írska söngkonan Si- nead ’Connor þegar hjónabandi hennar og Barry Herridge lauk, 16 dögum eft- ir brúðkaupið. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Frakklands ætlaði sér ekki að láta þar við sitja. Eins og segir í hinni nýút- komnu sögu þá dreymdi Napóleon „um Sameinaða Evrópu þar sem Pax Napoleonica ríkti. Öll ríki byggju við sömu lög og sama gjaldmiðil“. Árið 1805 sagði Napóleon við þáverandi rit- ara sinn: „Það verður að vera til eitt ríki sem ræður lögum og lofum og hef- ur nægilegt vald til að þvinga alla aðra til að lifa í sátt og samlyndi.“ Þetta hljómar óneitanlega kunnuglega. Í huga keisarans átti þetta sameinaða ríki Evrópu að vera Frakkland. Tæpri hálfri annarri öld síðar reyndi annar „foringi“ að ná sama markmiði. Að ná því að „þvinga alla aðra til að lifa í sátt og samlyndi“ en í þetta sinn undir hakakrossinum. Adolf Hitler sendi leppstjórninni í Frakklandi tilboð um sameiginlega mynt ríkjanna. Sameig- inleg mynt verður hvorki betri né verri fyrir það að Adolf Hitler væri spenntur fyrir slíku eftir að hafa með sínum hætti skapað skilyrði hennar. Hraðbrautir eru ekki verri fyrir það að Hitler hafi verið áhugasamur um slíka vegi. En rökin sem stundum eru notuð fyrir samþjöppun valds í einn punkt í Evrópu, þar sem myntin kemur ýmist á undan eða eftir, eru óneitanlega eft- irtektarverð. Sameining Evrópu er nú iðulega sögð vera forsendan fyrir friði í Evrópu. Og evran sé forsendan fyrir þeirri sameiningu. „Falli evran fellur Evrópa“ hafa þau Merkel og Sarkozy sagt oft og mörgum sinnum síðustu misserin. Þar með er myntin orðin forsenda fyrir evrópskum friði. Tækið sem „þvingar alla til að lifa í sátt og samlyndi“. Ör eftir sigra Og svo skrítilega vill til að á Íslandi er sama forsendan fyrir hendi, ef vel er að gáð. Friðurinn er úti í ríkisstjórninni ef Vinstri grænir halda ekki svikagöngu sína til enda. Samfylkingin fer aldrei dult með þessa forsendu sína fyrir friði. Án aðlögunar að ESB verður enginn friður í ríkisstjórninni. Samfylkingin notar þetta sérviskumál sitt til að „þvinga VG til að starfa með sér í rík- isstjórn í sátt og samlyndi“. Þeir eru fáir sem unnu aðra eins sigra á orrustuvelli og Napóleon. Og núverandi for- ystumenn íslensku ríkisstjórnarinnar eru ekki miklu lakari í þeim samanburði en aðrir. En þó er ein orrusta Napóleons sem minnir nokkuð á styrjaldir íslensku ríkisstjórnarinnar. Henni er lýst í ævi- sögu hans svona: „Þegar þau (Napóleon og Jósefína) höfðu lofað að elska hvort annað lýsti aðstoðarmaður borgarstjór- ans þau hjón. Eftir að hafa ritað nöfnin sín í hjónabandskladdann fóru þau heim til Jósefínu á Rue Chantereine. Frú Buo- naparte fékk þunna gullkeðju í brúð- argjöf. Á henni var nisti með textanum „Au destin“, sem í lauslegri þýðingu út- leggst „Sameinuð í örlögunum“. Brúð- kaupsnóttinni eyddu þau í svefn- herbergi hennar, en hún varð ekki eins og Napóleon hafði hugsað sér. Hund- urinn hennar, Fortuné, lá þar líka og neitaði að víkja. Þegar Napóleon ætlaði að gera hundkvikindinu ljóst að nú væri hann orðinn húsbóndinn á heimilinu, vildi ekki betur til en svo að hundurinn réðst á hann og beit hann í rassinn.“ Þar fékk hann annað ör sem hvorki var eins auðvelt né eins eftirsóknarvert að sýna og Toulon-örið. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.