Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 26

Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Ljósmyndir: Ragnar Axelsson Texti: Helgi Bjarnason Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli á milli klukkan 17 og 18að kvöldi laugardagsins 21. maí. Öskuhlaðinn gosmökkursteig upp í um 17 km hæð.Fyrstu dagana rigndi ösku um stóran hluta landsins. Gríð- arlegt öskufall varð á fyrsta sólarhringnum í sveitunum frá Kirkjubæj- arklaustri að Mýrdalssandi, að hluta til á sama svæði og fékk yfir sig öskufall í eldgosinu í Eyjafjallajökli á árinu áður. Á öðrum sólar- hringnum færðist gjóskufallsgeirinn meira til austurs þannig að miðja hans lá yfir Fljótshverfi. Truflanir urðu á flugumferð. Öskufallið og öskufok sem fylgdi var svo mikið að það varð mykur um miðjan dag á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum í kring. Fólki var ráð- lagt að halda sig innivið og þeir sem sáust úti voru flestir með rykgrímur og öryggisgleraugu. Bændur þurftu þó að huga að skepnum sínum og reyndu eftir megni að ná þeim inn. Sauðburður stóð yfir og var víða búið að sleppa lambfé. Nokkrar skepnur drápust þegar þær hröktust undan öskufjúkinu. Askan hafði mikil áhrif á daglegt líf íbúanna og vöruðu þau í vikur og mánuði. Björgunarsveitir og annað aðstoðarfólk fór á milli bæja þegar ösku- fallið var sem mest til að hjálpa íbúunum og síðan tók hreinsunarstarfið við. Gosið var kraftmest fyrsta hálfa sólarhringinn en fljótt fór að draga úr. Eldvirknin stóð í tæpa viku. Vísindamenn settu goslok klukkan sjö að morgni laugardagsins 28. maí. Myrkur um Fréttamyndir af innlendum vettvangi Öskufall Myrkur var á mildum vordegi á Síðu. Sverrir Valdimarsson, bóndi í Hólmi, var tepptur heima. Eldgos í Grímsvötnum Öskuhlaðinn gosmökkur steig upp í um sautján kílómetra hæð frá eldstöðinni í Grímsvötnum á fyrsta sólarhringnum. Aska úr neðsta lagi hans olli miklum erfiðeikum hjá íbúum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.