Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 34

Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Mikill harmur var kveðinn að Norð- mönnum 22. júlí þegar 32 ára fjöldamorð- ingi varð alls 77 manns að bana í Ósló og Útey. Fyrst létu átta manns lífið í sprengjuárás í miðborg Óslóar og 69 til viðbótar þegar ódæðismaðurinn hóf skothríð á ungmenni sem voru í sumarbúðum ungmennahreyfingar norska Verkamannaflokksins í Útey. „Þegar einn maður getur sýnt af sér svo mikið hatur, hugsið ykkur hve mikla ást við öll getum sýnt saman,“ sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í ávarpi við minningarathöfn í dómkirkj- unni í Ósló og vitnaði til orða ungrar stúlku í Verkamannaflokknum. Fjöldamorðinginn var handtekinn og réttarhöld í málinu eiga að hefjast í apríl. Tveir réttargeðlæknar komust að þeirri niðurstöðu í 243 síðna skýrslu í desember að fjöldamorðinginn væri ósakhæfur vegna ofsóknargeðklofa sem hann hefði lengi verið haldinn. Hann lifði í eigin heimi, haldinn mikilmennskuórum og ranghugmyndum sem stjórnuðu öllum hugsunum hans og gerðum. Nefnd réttarlækna staðfesti niðurstöðu geðlæknanna en réttað verður yfir mann- inum þótt geðlæknarnir telji hann ósak- hæfan. Dómstóllinn hefur lokaorðið um sakhæfi hins ákærða og getur komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur. Norsk yfirvöld segja að ef lokaniður- staðan verði sú að ódæðismaðurinn sé ósakhæfur kunni hann að dvelja á geð- sjúkrahúsi það sem eftir er ævinnar. Fjöldamorðingi varð 77 manns að bana í Noregi Norðmenn harmi slegnir Fréttamyndir af erlendum vettvangi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.