Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 36

Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Talið er að um 20.000 manns hafi farist af völdum landskjálfta og flóðbylgju í norð- austanverðu Japan 11. mars. Nær hálf milljón manna missti heimili sín af völdum skjálftans sem mældist 9 stig. Hamfarirnar ollu sprengingum í kjarnorkuveri og mestu geislunarmengun í heiminum frá kjarnorku- slysinu í Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986. Mengunarslysið í Japan varð til þess að mörg iðnríki tóku að endurskoða stefnu sína í orkumálum og ríkisstjórn Þýskalands sam- þykkti að stefnt yrði að því að loka öllum kjarnakljúfum landsins ekki síðar en árið 2022. Fleiri jarðskjálftar ollu miklu manntjóni á árinu. Skjálfti, sem mældist 7,2 stig, reið yf- ir Tyrkland 23. október og kostaði yfir 600 manns lífið. Rúmlega 200 manns fórust í 6,3 stiga skjálfta í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi 22. febrúar. Eyðilegging Kona grætur á götu í borginni Natori innan um rústir húsa sem hrundu í jarðskjálftanum ógurlega sem reið yfir Japan 11. mars. Reuters Um 20.000 fórust í jarðskjálfta í Japan Mikið umrót var í Evrópusambandinu á árinu vegna skuldavanda evruríkja. Leiðtogar evrulandanna sautján samþykktu á fundi Evrópusambandsins í Brussel 9. des- ember að gera nýjan samning um skatta- og fjármál eftir að Bretar höfnuðu því að sáttmálum sambandsins yrði breytt. Margir fréttaskýrendur sögðu að niðurstaða fundarins þýddi að tvískipting Evrópusambandsins væri óhjákvæmileg og henni var lýst sem mesta klofningi Evrópusambandsins í sögu þess. Skuldavandinn stuðlaði að því að Silvio Berlusconi neyddist til að segja af sér 12. nóvember. Mynduð var bráðabirgðastjórn undir forystu tæknikratans Marios Montis. Nokkrum dögum áður, eða 6. nóvember, féllst Georgios Papandreou á að láta af embætti forsætisráð- herra í Grikklandi vegna skuldavanda landsins. Lucas Papademos, fyrrverandi varaforseti Seðlabanka Evrópu, tók við embættinu. Brian Cowen varð fyrsta pólitíska fórnarlamb skulda- kreppunnar í febrúar þegar flokkur hans, Fianna Fail, galt afhroð í þingkosningum á Írlandi vegna mikillar óánægju almennings með efnahagshrunið í landinu og skilmála aðstoðar ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við landið. Enn einn forsætisráðherrann, Jose Socrates, sagði af sér í mars eftir að þing Portúgals hafnaði sparn- aðartillögum ríkisstjórnar hans. Skuldavandi Silvio Berlusconi eftir leiðtogafund evruríkja í Brussel 27. október. Hálfum mánuði síðar sagði hann af sér. Reuters Fjórar ríkisstjórnir féllu í umróti á evrusvæðinu Óeirðir Mótmælandi með gasgrímu gengur framhjá brennandi bíl eftir að óeirðir blossuðu upp í Aþenu í júní þegar sparnaðaraðgerðum grísku stjórnarinnar var mótmælt. Skuldavandinn varð til þess að gríska stjórnin féll í nóvember. Reuters Fréttamyndir af erlendum vettvangi Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, beið bana í árás bandarískrar sérsveitar á fylgsni hans í bænum Abottabad í Pakistan 2. maí. Þar með lauk tíu ára leit að honum. Bin Laden faldi sig í stórhýsi nálægt herforingjaháskóla og bæki- stöð þúsunda hermanna, um 60 km norðan við Íslamabad, höfuðborg Pakist- ans. Spurningar vöknuðu því um hollustu hers og leyniþjónustu Pakistans við Bandaríkin í hernaðinum gegn al-Qaeda. 11. september var þess minnst að tíu ár voru liðin frá árás hryðjuverkamanna al-Qaeda á Bandaríkin. Hún hratt af stað atburðarás, sem hefur kostað Bandaríkin 4.000 milljarða dollara og jafnvel sess þeirra sem öflugasta heimsveldið. Fögnuður Dauða Osama bin Ladens fagnað á Times Square í New York eft- ir að skýrt var frá því að hann hefði fallið í árás bandarískrar sérsveitar. Reuters Bin Laden felldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.