Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011
Fyrsti áratugur nýs árþúsunds hefur einkennst af skyndi-
legum og dramatískum breytingum hjá bogmanninum.
Hann hefur þurft að læra að lifa með breytingum og óstöð-
ugleika án þess að láta það koma sér úr jafnvægi. Und-
anfarið hefur allt verið með kyrrum kjörum og mun sú þró-
un halda áfram á árinu sem nú er að byrja. Börn sem eru í
kringum bogmanninn hafa reynst fremur uppreisnargjörn
að undanförnu og ekki útlit fyrir að það muni breytast á
næstunni. Afstaða himintunglanna bendir til þess að heilsa
bogmannsins verði góð og einnig er útlitið bjart fyrir þá
sem eru í atvinnuleit. Ástar- og félagslífið á árinu sem nú
fer í hönd virðist líka ætla að verða líflegt. Mikið virðist
vera á seyði á vinnusviðinu hjá bogmanninum á næstunni
og hann vinnur af kappi. Útlit er fyrir að tilfinningalíf og
heimilislíf bogmannsins verði friðsælt á næstunni, skap-
sveiflur og dramatík sem einkennt hafa undanfarin misseri
eru á undanhaldi. Eins konar hreinsun hefur átt sér stað í
fjármálum bogmannsins og hann þarf að halda áfram að
losa sig við óþarfa svo þau nái að dafna á ný. Ef bogmað-
urinn er einn af þeim sem eiga hluti sem þeir nota ekki
ætti hann að grípa tækifærið og losa sig við þá. Bogmenn
sem eyða of miklum peningum ættu að láta af allri sóun.
Einhleypir bogmenn sem hafa hug á að binda sig munu lík-
lega hafa heppnina með sér. Ástin liggur svo sannarlega í
loftinu. Hann leggur ekki síður mikið upp úr vitsmunalegu
samlyndi en líkamlegri aðlöðun og ætti því að leita fyrir
sér með því að vera sækja staði þar sem er að finna bækur
og hugsandi fólk. Bogmaðurinn verður líka viðkvæmari en
hann er vanur að vera á nýju ári.
BOGMAÐURINN
22. nóvember til 21. desember
Stjörnuspá
Árið sem er að líða var ekki auðvelt þeim sem fæddir eru
snemma í hrútsmerkinu (21. til 31. mars). Áskoranirnar létu
ekki á sér standa en hrúturinn lét ekki deigan síga. Árið ein-
kenndist líka af meiri vinnu og lengri vinnutíma en hrúturinn
uppskar árangur erfiðis síns. Hann mun einnig njóta velfarn-
aðar á nýju ári. Allt sem er einhvers virði er sjaldnast fyr-
irhafnarlaust, þegar lífið er annars vegar. Margt verður auð-
veldara en áður í byrjun október, heilsa hrútsins verður betri
og hann mun finna fyrir meiri krafti. Ástalífið mun líka ganga
betur. Þeir sem fæddir eru síðar í hrútsmerkinu nutu einnig
velgengni á árinu sem er að líða en áskoranirnar bíða þeirra á
nýju ári og komandi árum. Meginþemað í lífi hrútsins á næst-
unni er og verður breytingar, því meiri því betra. Hugmyndir
um persónulegt frelsi verða ráðandi og í einhverjum tilvikum
leiðir það til þess að hrúturinn vill engar kvaðir. Þeir sem tengj-
ast hrútnum fjölskylduböndum ættu að leitast við að gefa hon-
um eins mikið svigrúm og hægt er, án þess að það snúist upp í
andhverfu sína. Ásta- og félagslífið hefur reynt á hrútinn á und-
anförnum misserum og einhleypir hrútar ættu að bíða með að
ganga í hnapphelduna um sinn. Margir ganga í hjónaband með
þá hugmynd í kollinum að framundan séu endalausir hveiti-
brauðsdagar en fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn völdin á
ný. Ábyrgð og byrðar af ýmsu tagi verða ráðandi á næstunni og
hugsanlega mun ríkja deyfð í traustum samböndum. Á hinn
bóginn má segja að skylda og ábyrgð séu eitt form ástar.
Hrútnum hættir við að stökkva inn í sambönd án umhugsunar.
Á nýju ári mun hann hins vegar þurfa á þolinmæði að halda
þegar ástin er annars vegar.
HRÚTURINN
20. mars til 20. apríl
Árið sem er að líða var streituvaldandi fyrir vogina, jafnvel
skaðlegt, en þær vogir sem komust sæmilega óskaddaðar í
gegnum hindranir sem urðu á vegi þeirra geta hrósað happi.
Nýja árið verður eilítið rólegra og þar að auki hafa raunir
fyrri missera gert vogina sterkari. Enginn fær þyngri byrðar
en hann getur axlað og þótt komið sé út á ystu nöf fer vogin
ekki fram af brúninni. Vogin er sterkari og vitrari með þessa
reynslu í farteskinu. Mælt er með því að vogin hafi gætur á
heilsufarinu á nýja árinu og fari að öllu með gát. Málefni
tengd heimili og fjölskyldu hafa verið í brennidepli um langt
skeið og svo verður áfram. Hreinsun og endurbætur munu
eiga sér stað innan fjölskyldunnar, hvað varðar húsnæði vog-
arinnar, fjölskyldubönd og heimilis- og tilfinningalíf. Afeitrun
snýst um heilsufar og hreinsun og það sem ekki er lengur
nauðsynlegt kemur upp á yfirborðið til lagfæringar. Það mun
gerast með eða án samþykkis vogarinnar. Fjármálin eru ann-
að viðfangsefni sem vogin þarf að glíma við á nýju ári og er
henni ráðlagt að spenna beltin. Það mun útheimta meiri fyr-
irhöfn en venjulega að ná fjárhagslegum markmiðum á nýja
árinu og dramatískar og skyndilegar breytingar virðast yf-
irvofandi. Gömlu reglurnar og aðferðirnar virka ekki lengur.
Hvað ástamál og félagslíf varðar mun óstöðugleiki einkenna
árið sem nú fer í hönd. Góð sambönd munu lifa af en önnur
hugsanlega líða undir lok. Einhleypir í vogarmerkinu eiga
spennandi tíma í vændum en hjónaband virðist hvorki líklegt
né ráðlegt. Voginni er ráðlagt að fylgja innsæinu til þess að
rata rétta leið. Innsæið virðist mannshuganum oft órökrétt
þar sem það er leiðarvísir langt inn í framtíðina, en eftir á að
hyggja reynist það fullkomlega rökrétt og skynsamlegt.
VOGIN
23. september til 22. október
Sköpunarkraftur sporðdrekans hefur einkennst af meiri fágun
en áður í seinni tíð sem hefur sett mark sitt á það hvernig hann
kýs að verja frítíma sínum. Hann er farinn að laðast að andlegri
viðfangsefnum og frekar til í að kyrja í góðum hópi að kvöldlagi
en skella sér á barinn. Ástalífið var með miklum blóma hjá sporð-
drekanum á árinu sem er að líða og margir í sporðdrekamerkinu
gengu í hnapphelduna eða stigu skrefið til fulls inn í alvarlegt
samband. Þessi þróun heldur áfram á árinu sem nú fer í hönd,
ekki síst á fyrri hluta ársins. Tjáskipti eða miðlun og vitsmunaleg
viðfangsefni eru í þann mund að verða langtímaáhugamál sporð-
drekans. Afstöður himintunglanna benda til þess að heilsufarið
verði með ágætum og að sporðdrekinn finni sig knúinn til þess að
viðhalda heilbrigði sínu og reyna að koma í veg fyrir kvilla í fram-
tíðinni. Hann verður meira að segja örlítið hallur undir tísku-
sveiflur þegar meðferðarúrræði og óhefðbundnar lækningar eru
annars vegar. Aðstæður í fjölskyldunni hafa tekið nokkrum
breytingum að undanförnu. Viðhorf innan fjölskyldunnar eru
önnur og margir eru orðnir sér betur meðvitandi um heilsuna.
Margir sporðdrekar hafa nýverið skipt um húsnæði og þótt ekk-
ert virðist ýta undir flutninga á nýja árinu verða tækifæri til þess
að kaupa eða selja um mitt ár. Staðan í fjármálum virðist ekki
ætla að taka miklum breytingum á nýju ári en hugsanlegt að nýtt
viðskiptasamband verði ábatasamt um mitt næsta ár. Stöðugleik-
inn á vinnusviðinu virðist ekki sérlega mikill og mögulegt að
sporðdrekinn skipti um vinnu eða starfssvið hjá sama vinnuveit-
anda. Sem fyrr segir er ástalífið með ágætum hjá sporðdrek-
anum um þessar mundir og í einhverjum tilvikum munu ástar- og
viðskiptasambönd fara saman á næstunni. Margir andlega sinn-
aðir sporðdrekar munu líka uppgötva nýja hæfileika á árinu.
SPORÐDREKINN
23. október til 21. nóvember
Líf tvíburans hefur einkennst af dramatískum breytingum síð-
astliðin átta ár. Breytingar hafa bæði orðið á starfsvettvangi og
á einkahögum og óhætt að segja að aðstæður margra tvíbura
séu gerólíkar nú og árið 2003. Eftir á að hyggja sér tvíburinn að
þessi umbrot hafa verið til hins betra og að hann hefur öðlast
frelsi til þess að breyta aðstæðum sínum. Í flestum tilvikum
hafa breytingarnar orðið til hins betra og til allrar hamingju fer
nú að hægjast um. Friður og stöðugleiki hafa tekið við af
dramatíkinni. Ekki er ólíklegt að einhverjir í merki tvíburans
hafi öðlast meiri andlegan þroska á liðnum mánuðum og heldur
sú þróun áfram á nýju ári. Hugsanlega verða andleg viðfangs-
efni honum mikilvægari en flest annað á nýja árinu, sem gæti
leitt til togstreitu þar sem andleg gildi hafa tilhneigingu til þess
að stangast á við veraldleg gildi. Margt bendir til þess að tví-
burinn muni njóta velgengni á nýju ári og hann mun jafnframt
njóta lífsins í mat og drykk og annarra holdlegra lystisemda.
Tvíburanum mun finnast hann hafa heppnina með sér á næst-
unni og hann mun finna til bjartsýni á ný, til tilbreytingar. And-
legu viðfangsefnin eru hins vegar það sem mun veita honum
mesta lífsfyllingu á nýja árinu. Útlitið hvað heilsuna varðar
virðist almennt gott á næstunni, þótt eðlilegar sveiflur kunni að
gera vart við sig, eins og gengur. Hugsanlega koma upp ein-
hvers konar átök innan stórfjölskyldunnar sem gætu auðveld-
lega farið úr böndunum ef varúðar er ekki gætt. Helsta áskor-
unin fyrir tvíburann mun felast í því að halda jafnaðargeði og
forðast að gera illt verra. Einhverir vina tvíburans eru líka að
ganga í gegnum erfiðleika. Hvað einkalífið varðar lofar nýtt ár
svo sannarlega góðu. Ást og hamingja virðast á næsta leiti.
TVÍBURINN
21. maí til 20. júní
Nautið hefur haft hugsjónir sínar að leiðarljósi á vinnusviðinu á
liðnum árum og útlit fyrir að sú þróun haldi áfram á næstunni.
Því nægir ekki lengur að komast til metorða og eignast peninga
án þess að andlegar og félagslegar áherslur séu inni í myndinni
líka. Nautið hefur spáð talsvert í heilsuna á liðnum misserum
og svo verður áfram á nýju ári. Hugsanlega verður auðveldara
að passa upp á mataræðið þegar komið er framyfir mitt ár.
Ástalífið hefur einkennst af áskorunum og óstöðugleika en
nautið hefur mikla þörf fyrir stöðugleika, öryggi og rútínu.
Ekki er útlit fyrir að miklar breytingar verði á þessu ástandi á
nýju ári. Árið sem er að líða einkenndist af velsæld og svo verð-
ur áfram á nýja árinu. Líklegt er að margir í nautsmerkinu hafi
eignast andlega sinnaða vini að undanförnu og verður áfram-
hald á þróuninni í þá átt í lífi nautsins. Hvað stjörnurnar áhrær-
ir virðast heilsa nautsins og lífsþróttur verða með ágætum, þótt
búast megi við einhverjum sveiflum á álagstímum. Ekki eru
vísbendingar um miklar breytingar í lífi nautsins hvað varðar
heimili og fjölskyldu, það finnur e.t.v. fyrir meira svigrúmi eða
frelsi án þess að vilja knýja fram breytingar. Nýja árið gæti
orðið ábatasamt fyrir nautið og því gæti mögulega tæmst arfur.
Jafnvel verður eitthvað um ferðalög og munaðarlíf. Á vinnu-
sviðinu er útlit fyrir breytingar af einhverju tagi, annaðhvort
flutningur milli fyrirtækja eða starfsgreina. Svo virðist sem fé-
lagarnir eða vinahópurinn verði ef til vill ekki alls kostar sáttur
við breytingarnar. Ef þannig ber undir er nautinu ráðlagt að
stóla frekar á eigin verðleika en þá sem hann þekkir til. Í ein-
hverjum tilfellum hefur nautið hug á því að öðlast meira sjálf-
stæði í starfi og ráða eigin örlögum.
NAUTIÐ
20. apríl til 21. maí