Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 51

Morgunblaðið - 31.12.2011, Side 51
51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Árið sem nú er að líða var ljóninu gott. Það naut velsældar á ýmsum sviðum og tækifæra til starfsframa og heilsufarið var með ágætum. Árið sem nú er að ganga í garð virðist ætla að verða svipað. Málefni heimilis og fjölskyldu hafa ekki verið sér- staklega í brennidepli hjá ljóninu undanfarin misseri og útlit fyrir að nýja árið verði svipað að þessu leyti þar til síðar á árinu. Heilsa fjölskyldumeðlima, jafnvel foreldra, mun hugsanlega valda ljóninu einhverjum áhyggjum. Vísbendingar eru um ein- hvers konar dramatík eða skyndilega atburðarás innan fjöl- skyldunnar, t.d. flutninga eða óvænta atburði. Ástríður og til- finningar láta á sér kræla svo það verður talsverð fyrirhöfn að halda friðinn. Hvað fjármálin varðar finnur ljónið hugsanlega til meira óttaleysis en áður, sem eru ekki endilega góðar fréttir þar sem því hættir til að vera áhættusækið hvort eð er. Horfur á vinnusviðinu á nýju ári virðast góðar, eins og fyrr segir. Ljón- ið virðist njóta vinnunnar og skemmta sér konunglega og það er ávísun á velgengni. Ástamálin gætu reynt á ljónið á nýja árinu, hugsanlega vegna atburða í lífi makans eða félagans sem munu hafa áhrif á sambandið. Minni líkur virðast á því að ein- hleypir í ljónsmerkinu gangi í hjónaband á nýju ári. Ljónið er dálítið fyrir ást við fyrstu sýn og fellur yfirleitt kylliflatt með hraði. Svo virðist sem tilhneigingin í þá átt verði ennþá sterkari í ár en áður. Skyldi það hlaupast á brott með einhverjum? Hættan er sú að það dembi sér of snemma inn í alvarlegt sam- band. Einhverjir í ljónsmerkinu munu hugsanlega finna hjá sér hvöt til kanna andlegar hliðar kynlífsins. Ljónið finnur jafn- framt hugsanlega hjá sér hvöt til þess að aga hugsanir sínar og talsmáta og hugsa dýpra en áður á nýju ári. LJÓNIÐ 23. júlí til 23. ágúst Steingeitin hefur verið fremur metnaðarfull á liðnum miss- erum og notið velgengni. Svo virðist sem hún haldi öllum þráðum í hendi sér og leggi línurnar og ekki er útlit fyrir að breytingar verði á þessu á árinu sem senn fer í hönd. Þótt steingeitin hafi lagt mikið á sig að undanförnu hefur hún ekki gleymt að lyfta sér upp inni á milli og nú þegar hún hefur náð markmiðum sínum á vinnusviðinu vill hún eignast nýja vini. Afstaða himintunglanna bendir til þess að steingeitin þurfi að hafa gætur á heilsunni á næstunni. Heilsufarið verð- ur samt betra í ár en á árinu sem er að líða. Fyrstu fjórir mánuðir ársins eru afar þýðingarmiklir í þessu tilliti. Heimili og fjölskylda verða í brennidepli í lífi steingeitarinnar og allt eins líklegt að hún flytji búferlum og það oftar en einu sinni. Þörfin fyrir breytingar á heimili gerir vart við sig og hverfur ekki þótt hún flytji sig um set. Fjölskyldan getur hjálpað manni til þess að halda velli en stundum verða fjölskyldu- böndin of íþyngjandi og þá getur frelsunin falist í því að láta þau rofna. Sálin þarf frelsi til þess að uppfylla hið sanna markmið með tilvist hvers og eins. Hvað fjármálin varðar virðist árið framundan ætla að verða stormasamt en spenn- andi og margskonar breytingar eru í sjónmáli. Afleiðingar óskynsamlegra áætlana koma upp á yfirborðið svo tækifæri gefst til lagfæringa og áskoranirnar sem eru í vændum eru meira í ætt við lækningu en kann að virðast í fyrstu. Stein- geitin er ekki gjörn á að taka áhættu í peningamálum enda íhaldssöm að eðlisfari og þarf að læra að vinna bug á ótta sín- um. Hvað ástamálin varðar virðast ekki miklar breytingar framundan. Einhleypar steingeitur verða þó ekki í vandræð- um með að komast á stefnumót. STEINGEITIN 22. desember til 20. janúar fyrir árið 2012 Árið sem er að líða var erfitt og streituvaldandi fyrir krabb- ann, en eflaust þroskandi. Árið sem senn gengur í garð verð- ur svipað, en samt auðveldara en síðasta ár. Ef krabbinn komst í gegnum árið 2011 sæmilega óskaddaður á sál og lík- ama verður það sama upp á teningnum á nýju ári. Þar að auki léttist róðurinn eftir því sem líður á árið. Ekki er ólík- legt að skyndilegar og dramatískar breytingar hafi orðið á starfsvettvangi krabbans á liðnu ári og útlit fyrir að framhald verði á slíku á nýju ári. Vísbendingar eru uppi um að heilsu- farið verði e.t.v. ekki upp á sitt besta á nýja árinu og þarf krabbinn að gefa því sérstakan gaum, þótt honum sé það á móti skapi. Ýmsar áskoranir hafa líka mætt honum í tengslum við heimilið og einkalífið á liðnum árum svo krabb- inn hefur stundum upplifað fjölskylduna meira sem byrði en gleðigjafa. Við þessu er lítið að gera, krabbinn verður bara að axla ábyrgð og gera sitt besta. Það mun verða til þess að styrkja hann enn frekar og með því að skorast ekki undan mun hann jafnframt laða að sér andlega leiðsögn. Ástandið verður ekki jafnslæmt og hann heldur. Ekki er útlit fyrir flutninga á næstunni og það virðist ekki heldur ráðlegt, þótt hugsanlega þrengi dálítið að krabbanum. Krabbanum mun hætta til þess að byrgja tilfinningar sínar inni. Það er auðvit- að ekki hægt endalaust, svo þegar hann lætur þær í ljós er hætta á að hann fari yfir strikið. Staðan í fjármálum verður að líkindum nánast óbreytt. Ástalífið hefur líka reynt á krabbann á liðnum misserum. Eins konar hreinsun á sér stað í ástamálum og félagslífi og þótt það geti stundum verið erfitt munu verða breytingar til batnaðar í kjölfarið. KRABBINN 21. júní til 22. júlí Vatnsberinn virðist ætla að sigla fremur lygnan sjó á nýju ári og hefur fengið sérstakt dálæti á hreysti og líkamsrækt og verður fremur upptekinn af slíkri iðkun í náinni framtíð. Afstaða him- intunglanna bendir til þess að heilsa og lífsþróttur vatnsberans verði með ágætum á árinu sem nú fer í hönd. Hann mun hafa mikla þörf fyrir jafnvægi í tilfinningalífi og á heimilinu á næst- unni og fjölskyldulífið er vatnsberanum mikilvægara um þessar mundir og meira í brennidepli en oft áður. Hugsanlegt er að fjöl- skyldan muni fara stækkandi á næstu misserum, annaðhvort vegna barnsfæðinga eða giftingar og svo virðist sem frjósemi meðal vatnsbera á giftingaraldri verði meiri en ella og hið sama gildir um aðra í fjölskyldunni. Vatnsberinn hefur á liðnum miss- erum velt fyrir sér andlegum þáttum ríkidæmis og hlutverki innsæis og innri raddar þegar fjármálin eru annars vegar og verður sú tilhneiging jafnvel enn sterkari á nýju ári ef eitthvað er. Mögulegt er að einhvers konar hneyksli eða leyndarmál komi upp á yfirborðið hjá einhverjum sem tengist peningamálum vatnsberans á næstu árum. Ástalíf vatnsberans virðist ekki sér- staklega í brennidepli á næstunni og ekki útlit fyrir að breyt- ingar séu í vændum á því sviði. Einhleypir í merki vatnsberans eru miklu líklegri til þess að lenda í ástarævintýrum en að ganga í hjónaband, ef að líkum lætur. Vatnsberinn verður venju fremur óraunsæislegur í hugsun þegar kemur að vinnusviðinu á nýja árinu og veltur framvindan nokkuð á því hvar hann er staddur á þroskabrautinni. Þroskaðir einstaklingar munu að líkindum velja sér starf á andlegu sviði, svo sem við góðgerðastarf, heilun eða í þjónustu kirkjunnar. Aðrir kjósa hugsanlega veraldlegri svið en taka líka þátt í góðgerðarstarfi. Það mun bara verða til batnaðar og auka velgengni vatnsberans ef eitthvað er. VATNSBERINN 21. janúar til 19. febrúar Fyrsti áratugur nýs árþúsunds hefur verið fremur erfiður fyrir meyjuna og einkennst af skyndilegum og dramatískum breyt- ingum á mörgum sviðum lífsins. Árin frá 2007 til 2009 voru sér- lega erfið. Hafi meyjan komist klakklaust í gegnum þau verður árið 2012 leikur einn. Miklar breytingar hafa orðið á högum meyjunnar á síðastliðnum tíu árum sem ættu í flestum tilfellum að hafa verið til batnaðar. Markmið þess sem á undan er gengið var það að greiða leiðina inn í nýjar kringumstæður. Heilsufar og lífsþróttur meyjunnar virðist með ágætum og fátt sem henni mun ekki takast ef hún einsetur sér það. Það sem eitt sinn virtist óhugsandi er nú mögulegt. Á liðnum árum hefur meyjan glímt við þrengingar í peningamálum og sér fyrir endann á þeim með haustinu. Svo virðist sem allt verði með kyrrum kjörum í heim- ilis- og fjölskyldulífi á næstunni, breytingarnar sem þurftu að verða eru þegar gengnar um garð og tengsl meyjunnar við sína nánustu eru dýpri og sterkari en áður. Sem fyrr segir virðist það versta að baki í peningamálunum að lokinni nauðsynlegri end- urskipulagningu. Meyjan óttast ekki lengur fjárhagsþrengingar, heldur tekst á við þær af ró og yfirvegun. Útlitið er gott á vinnu- sviðinu á nýja árinu og meyjan nýtur velgengni í starfi og kemur sér betur fyrir í virðingarstiganum. Í ástamálunum blasir stöð- ugleikinn loks við eftir ókyrrð síðustu ára og einkalíf sem og fé- lagslíf blómstrar. Hugsjónir meyjunnar í ástamálum eru oft há- leitar og verða jafnvel enn háleitari á næstunni. Ef til vill mun hún eignast nýja, andlega sinnaða, listræna og skapandi vini. Einhleypir í meyjarmerkinu eru líklegri en ella til þess að ganga í hjónaband á nýju ári og útlitið er gott fyrir þá sem ætla að reyna í annað sinn fram á mitt ár. MEYJAN 23. ágúst til 23. september Fiskurinn er yfirleitt fremur andlega sinnaður og á næstu árum verður sú tilhneiging jafnvel enn ríkari í fari hans. Þá verður hann að gæta sín að missa ekki jarðsambandið. Afstaða him- intunglanna bendir til þess að heilsan verði í góðu lagi en fisk- urinn þarf samt að fara varlegar en oft áður síðar á árinu, ekki síst þegar hann er við stýrið og reyna að stemma stigu við áhyggjum og kvíða. Líkami fisksins er yfirleitt fremur fín- stilltur og viðkvæmur og verða þeir eiginleikar enn meira áber- andi á nýju ári. Matarsmekkur fisksins gæti breyst og hann orðið sólgnari í léttara fæði og meira grænmeti. Heimili og fjöl- skylda fisksins verður í brennidepli. Hann finnur hjá sér hvöt til þess að bjóða gestum heim og sinna félagslífinu og einnig verður auðvelt að ná sáttum ef ágreiningur eða spenna hefur verið innan fjölskyldunnar að undanförnu. Fiskar sem ráðgera að selja húsnæði á nýju ári virðast ætla að hafa heppnina með sér. Fjölskyldan mun hugsanlega stækka, annaðhvort með barneignum eða þá einhver gengur í hjónaband svo ný tengda- fjölskylda kemur til sögunnar. Horfurnar í fjármálum virðast spennandi en jafnframt má búast við svolítilli ókyrrð og drama- tískum breytingum. Sumpart má segja að fiskurinn muni öðlast meira frelsi á þessu sviði en áður. Hvað ástamálin varðar er hættan á einhvers konar átökum meiri en venjulega svo fisk- urinn þarf að gæta sín að festast ekki í togstreitu eða valdabar- áttu. Einhleypir í merki fiskanna verða duglegri við að leita fyr- ir sér á nýja árinu en ráðlegt er að fresta meiriháttar ákvörðunum um sambúð eða hjónaband um sinn. Sakir við- kvæmni sinnar þarf fiskurinn að leitast við að vera innan um já- kvætt og uppbyggilegt fólk á næstu misserum og þarf því að velja félagsskapinn af kostgæfni. FISKURINN 19. febrúar til 20. mars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.