Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 12

Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopna- burður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum.“ Þetta segir í fyrstu skýrslu greiningardeildar ríkislög- reglustjóra sem gefin var út í júní 2008. Einnig er komið inn á tengsl ís- lenskra vélhjólasamtaka við Vítis- engla og að með þeim hafi verið stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök. Í síðari skýrslum er áfram varað við þessari þróun og á það bent, að „alls staðar þar sem Hells Angels hafa náð að skjóta rótum hefur aukin skipu- lögð glæpastarfsemi fylgt í kjölfarið“. Óvarlegt væri að slá því föstu að koma Vítisengla til landsins hafi orð- ið til þess að skipulögð glæpastarf- semi færist í vöxt. Þó virðist sem flest það sem greiningardeildin bendir á hafi ræst. Ekki síst þetta með hörk- una sem virðist hafa ágerst. Ekki þarf annað en að líta til nýliðins árs og svo fyrstu daga þessa árs. Frelsissvipting og skotárás Vélhjólasamtök voru áberandi í fyrra. Í október dæmdi Héraðsdóm- ur Reykjavíkur tvo menn í þriggja og hálfs árs og þriggja ára fangelsi fyrir frelsissviptingu og stórfellda líkams- árás. Mennirnir voru kenndir við vél- hjólasamtökin Black Pistons – annar þeirra forseti samtakanna – sem hefðu tengsl við vélhjólasamtökin Outlaws í Noregi, og væru svonefnd- ur stuðningsklúbbur. Verjandi ann- ars mannanna hafnaði þessu raunar alfarið, benti á að umræddir menn ættu ekki einu sinni bifhjól og varp- aði fram þeirri spurningu hvernig um vélhjólasamtök gæti þá verið að ræða. Samtökin komust aftur í fjölmiðla einum mánuði síðar. Þá var reyndar upplýst að Black Pistons væru ekki til lengur því samtökin hefðu fengið fulla aðild að Outlaws og bæru því það nafn. Þeim áfanga virðist hafa verið fagnað með skotárás í Bryggju- hverfinu því lögregla handtók nokkra einstaklinga tengda Outlaws í fram- haldi af henni. Þeir sitja enn í gæslu- varðhaldi. Að mati lögreglu var um að ræða afbrot sem framið hafði verið með skipulögðum og verkskiptum hætti af hópi manna sem kennir sig við glæpasamtök. Lögregla fór í nokkrar húsleitir í tengslum við málið og fann í einni þeirra mesta magn vopna sem fund- ist hefur í einni húsleit. Vítisenglar einnig handteknir Að endingu má nefna handtökur lögreglunnar í síðustu viku, en þá voru hnepptir í gæsluvarðhald fimm einstaklingar sem lögregla segir tengjast Vítisenglum. Komið hefur fram í fjölmiðlum að handtökurnar tengist tveimur árásum á konu en eftir þá fyrri var hún flutt meðvitund- arlaus á sjúkrahús. Þá var tvennt handtekið en það hafði ekkert að segja, aftur var gengið í skrokk á konunni. Meðal þeirra sem voru handteknir var forseti Vítisengla á Íslandi og sagði Ríkisútvarpið lögreglu telja að hann hafi fyrirskipað árásirnar. Ástæðan var sögð vera hefnd. Verður ekki aftur snúið Greiningardeild ríkislögreglu- stjóra vísar til þess í nýlegri skýrslu sinni að atburðir sem komu upp í fyrra séu til marks um aukna hörku í íslenskum undirheimum. „Greina hefur mátt þessa þróun hin síðustu ár og tæpast er ástæða til að ætla að henni verði snúið við þrátt fyrir snörp og fagmannleg viðbrögð lögreglu í þeim málum sem hér hefur verið vik- ið að.“ Árásin í Bryggjuhverfinu þykir sérstaklega til marks um þá hættu að til átaka komi með einstaklingum og hópum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Ástæða sé til að ætla að hömluleysi fari vaxandi en samhliða því eru vísbendingar um að félagar í glæpahópum gangi oftar um vopnaðir og hafi lagt áherslu á að komast yfir vopn. Við þessu var varað í fyrstu skýrslu greiningardeildarinnar en nú, fjórum árum síðar, telst hætta á átökum hópa sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi viðvarandi, ekki síst vopnuð- um átökum. Vélhjólasamtökin áberandi  Einstaklingar tengdir vélhjólasamtökum sem starfa hér á landi afplána refsidóma eða eru í haldi  „Nýr veruleiki“ sem greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur þó varað ítrekað við undanfarin ár Morgunblaðið/Júlíus Ráðist inn Lögreglan hefur eftir fremsta mætti reynt að sporna við uppgangi vélhjólasamtaka hér á landi. Vísbendingar um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi hér á landi og að slík starfsemi væri að færast í vöxt varð til þess að ríkisstjórnin samþykkti í mars á síðasta ári að veita 47 milljónir króna í tólf mánaða átak lög- reglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi. Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins, segir um reynsluna af átakinu að það sé mat sitt að „áherslur lögreglunnar á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi skipti mjög miklu máli og góður árangur hafi orðið af því starfi að undanförnu“. Meta átti reynsluna af átak- inu um þetta leyti og taka ákvörðun um það hvort haldið yrði áfram á sömu braut. Fyrir- spurn til innanríkisráðherra um framhaldið var þó ekki svarað í gærdag. En þetta er ekki það eina sem gert hefur verið til að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi. Meðal annars má nefna að stefnt er að því að styrkja rann- sóknarheimildir lögreglu þegar kemur að starfsemi skipulagðra glæpasamtaka. Með því er heimild lögreglunnar styrkt til að hefja rannsókn á máli þegar grunur leikur á að verið sé að undirbúa brot. Þá verður lagt fram nýtt frumvarp um vopnalöggjöfina þar sem brugðist er við aukn- um vopnaburði. Til dæm- is verða heimildir lög- reglu til að leggja hald á skotvopn auknar auk annarra breytinga til að auka öryggi samfélagsins. Átak sem gefst vel RÁÐIST GEGN GLÆPUM Sigurður Sigmundsson Uppsveitir Árnessýslu Fjölmenni var á heiðurssamsæti á Hótel Geysi á föstudagskvöldið en tilefnið var að þakka Gunnlaugi Skúlasyni dýralækni fyrir vel unnin störf í uppsveitum Árnessýslu um margra áratuga skeið. Síðasta emb- ættisverk sitt vann hann í sumar, en hann verður áttræður á næsta ári. Margar ræður voru haldnar hon- um og konu hans Renötu til heið- urs og meðal annars færðar góðar gjafir frá nautgripabændum, sauð- fjárbændum og hestamannafélög- unum þremur sem starfa í upp- sveitunum. Meðal þeirra sem komu fram var kollegi Gunnlaugs, Sig- urður Sigurðarson, sem sagði á skemmtilegan hátt frá því er hann leysti Gunnlaug af um tíma og flutti honum nokkrar vísur af sinni alkunnu snilld. Gunnlaugur Bjarna- son dóttursonur söng tvö lög við undirleik móður sinnar Elínar Gunnlaugsdóttur. Hagyrðingurinn Jón Karlsson, fyrrverandi bóndi í Gýjarhólskoti, flutti eftirfarandi vísu: Gulli bætti gripafans gunnreifur í stríði, Renata er heillin hans hún er kvenna prýði. Gunnlaugur, sem er fæddur og uppalinn í Bræðratungu, lauk dýra- læknanámi við dýralæknaháskólann í Hannover 1962 og var nokkru seinna skipaður dýralæknir í upp- sveitum Árnessýslu með aðsetri í Laugaráshverfinu. Svæðið er afar víðfeðmt sem kunnugt er. Allt frá Fellsenda í Þingvallasveit og upp í Þjórsárdal. Árið 1984 hætti hann að mestu störfum í Hreppunum og þá hægðist heldur um. Að auki hafði hann með kjötskoðun að gera sex vikur á hverju hausti í slátur- húsi SS í Laugarási meðan það var starfrækt frá 1964 til 1988 og að auki kjötskoðun á Borg í Grímsnesi um árabil. Hann var virtur og vin- sæll dýralæknir og afar stutt í skopskynið og eru mörg tilsvör hans fleyg. Gunnlaugur kom með eiginkonu sinni Renötu, sem er frá Berlín og fyrsta barni þeirra, þegar hann kom frá námi. Mikilhæfri mann- kostakonu sem mæddi oft mikið á. Var starfsdagur þeirra oft ærið langur. Þessi heiðurshjón eiga fimm börn, vel mentuð og dug- mikil. Barnabörnin eru ellefu. Dýralæknir heiðraður fyrir áratuga störf Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Heiðruð Renata og Gunnlaugur Skúlason fengu margar góðar gjafir. Framleiðsla á kindakjöti jókst um 4,6% á milli áranna 2010 og 2011, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Landssamtökum sláturleyfishafa. Alls voru framleidd 9.587 tonn af kindakjöti og var salan á innan- landsmarkaði rúm sex þúsund tonn. Alls voru framleidd 3.858 tonn af nautakjöti hér á landi árið 2011 en það er 0,9% minna en framleitt var árið áður. Svipuð sala á nautakjöti Salan á nautakjöti var nánast al- veg sú sama og árið 2010, eða 3.856 tonn. Framleitt magn skiptist þannig að 2.190 tonn voru framleidd af ungnautakjöti, óbreytt frá fyrra ári, 1.595 tonn voru framleidd af kýrkjöti, samdráttur um 2,2% frá 2010, af ungkálfakjöti voru fram- leidd 58 tonn, 7,9% samdráttur frá fyrra ári. Sem fyrr var framleiðsla á alikálfakjöti óveruleg, eða 15 tonn. Innflutningur nautgripakjöts fyrstu 11 mánuði ársins 2011 var 418 tonn, sem er fjórum sinnum meira en allt árið 2010. Kindakjöt sækir í sig veðrið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.