Morgunblaðið - 17.01.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.01.2012, Qupperneq 17
Hefur verið lagt Snekkjan Britannia. Breska ríkisstjórnin hefur hafnað þeirri hugmynd menntamálaráðherr- ans Michaels Gove að breska ríkið greiði fyrir nýja snekkju handa bresku konungsfjölskyldunni í tilefni af 60 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar síðar á árinu. Gove lagði þetta til í bréfi sem hann ritaði menn- ingarmálaráðherra landsins. Tals- maður Davids Camerons forsætis- ráðherra gaf lítið fyrir þessa hugmynd í gær, sagði hana vera í litlu samræmi við sparnaðaráform ríkis- stjórnarinnar. Snekkju drottningar, Britannia, hefur verið lagt. Vilja ekki konunglega snekkju FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Tveir úlfaldar takast á í glímukeppni úlf- alda í bænum Selcuk, nálægt borginni Izm- ir í vestanverðu Tyrklandi. Hundruð úlfalda tóku þátt í keppninni og þús- undir manna fylgdust með henni. Keppnin er haldin árlega í bænum í jan- úar. Í hverri glímu eru tvö karldýr látin takast á og sá úlfaldi sem nær að bylta andstæðingnum hreppir kvendýr sem fylgist með rimm- unni. Glímu- keppni úlfalda Reuters Norska dagblaðið Verdens Gang hefur birt fjórar skýrslur geðlækna sem hafa rannsakað geðheilsu fjöldamorðingjans sem varð 77 manns að bana í Ósló og Útey 22. júlí. Þar kemur meðal annars fram að ódæðismaðurinn iðrast einskis, lætur fara vel um sig í fangelsi og segir að vistin þar sé eins og dvöl í leikskóla. Torry Pedersen, ritstjóri Ver- dens Gang, ákvað að birta skýrsl- urnar í heild þrátt fyrir viðvaranir lögreglu um að upplýsingalekar í fjölmiðla hefðu truflað rannsóknina. Ein skýrslnanna er eftir tvo réttar- geðlækna, Synne Serheim og Tor- geir Husby, sem komust að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðinginn væri ósakhæfur vegna ofsóknar- geðklofa. Skýrt var frá meginnið- urstöðum þeirra í desember. Heilaþveginn ofstækismaður Þrjár skýrslnanna eru eftir geð- lækninn Randi Rosenqvist sem kemst að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðinginn sé ekki ósakhæfur vegna geðveiki. Hún rekur „af- brigðilegar yfirlýsingar“ hans til þess að hann sé heltekinn af kenn- ingum samtaka, sem berjast gegn auknum áhrifum íslams í Evrópu, og lýsir honum sem heilaþvegnum félaga í öfgasamtökum. „Hann hef- ur byggt hugmyndir sínar að miklu leyti á bresku, eða ensku, hreyfing- unni og hefur ekki haft samband við Norðmenn með sömu hugmyndir.“ Rosenqvist segir að fjöldamorð- inginn lýsi prísundinni sem „leik- skóla“. Hann noti æfingasal fangelsisins til að lyfta lóðum, lesi bækur um sögu landa, spili tölvu- leik þar sem hann byggi borg og horfi á kvikmyndir. „Hann getur hringt bjöllu til að fá neftóbak eða sígarettur,“ skrifar Rosenqvist. Geðlæknirinn segir að fjölda- morðingjanum hafi þótt það fyndið að geðlæknar skyldu hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ósakhæfur vegna ofsóknarbrjál- æðis. bogi@mbl.is Fangelsið eins og „leikskóli“  Fjöldamorðinginn iðrast einskis Vonast eftir byltingu » Morðinginn telur að fjölda- morðin leiði til byltingar í Noregi. » „Hann segist vona að átökin í samfélaginu séu skýrari núna,“ segir í skýrslu geðlæknis um fangann. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 16. janúar 2012, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. janúar 2012 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 16. janúar 2012, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna- gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 17. janúar 2012 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli OPIÐ HÚS Viðjugerði 8 - Reykjavík LAUST STRAX Glæsilegt bjart og stílhreint 290 fm einbýlishús á þessum frábæra stað í hjarta borgarinnar. Opið hús verður þriðjudaginn 17. janúar milli kl. 12:00 og 13:00 og aftur sama dag milli kl. 17:00 og 18:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.