Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 23

Morgunblaðið - 17.01.2012, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 ✝ Birgir Snæ-fells Elín- bergsson fæddist á Akranesi 28. mars 1951. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. janúar 2012. For- eldrar hans eru Fjóla Unnur Hall- dórsdóttir, f. 24. október 1922 og Elínbergur E. Guðmundsson, f. 8. apríl 1920, d. 22. mars 1998. Syst- kini Birgis eru: Ragnar, f. 28. febrúar 1943 og Lára Halla, f. 14. nóvember 1949. Hálf- bróðir Birgis, samfeðra, er Benedikt, f. 9. september 1941. Birgir bjó með Hugrúnu Þórarinsdóttur frá 1981. Hún lést 4. október 2009. Hugrún starfaði hjá Pósti og síma. Þau bjuggu fyrst á Skarðs- braut 4 á Akra- nesi, en áttu sitt annað heimili að Maríubaugi 133 í Reykjavík. Birgir stundaði ýmis störf framan af starfsævinni, m.a. sjómennsku hjá Runólfi Hallfreðs- syni ehf. Árin 1991-1996 var hann vallarstjóri á Jaðarsbökkum og 1997 til 2007 starfaði hann hjá Olíu- dreifingu sem bifreiðarstjóri og umsjónarmaður olíu- birgðastöðva og frá 2007 starfaði hann sem bifreið- arstjóri hjá ýmsum aðilum. Þá var Birgir formaður Jaðars, félags stjórnenda á Akranesi til dánardags. Útför Birgis Snæfells fer fram frá Akraneskirkju í dag, 17. janúar 2012 kl. 14. Elsku besti Biggi okkar. Eins sárt og það tekur í hjörtun okkar að hugsa til þess að kveðjustundin við þig sé runnin upp, langt fyrir aldur fram, elsku besti frændi, þá er það okkur hugarró að vita til þess að þjáningar líkama þíns eru ekki lengur að baga þig, elsku karlinn, okkar ásamt því að við vitum að þú ert kominn í góðan faðm ástvina og þá ekki síst ástarinnar þinnar, hennar Hugrúnar, og Ella afa. Við erum ótrúlega þakklát fyrir að hafa verið svo gæfurík að eiga þig að og yljum okkur nú við allar þær yndislegu, fal- legu, hláturgefandi og skemmti- legu minningar sem við urðum svo rík að eignast með þér. Þú ert og munt ávallt vera í hjörtum okkar besti frændi í heimi! Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við biðjum góðan Guð að vera stoð og stytta í lífi ömmu, mömmu, Ragnars og okkur hinna á þessum tímamótum í lífi okkar allra sem þekktum þig, elsku Biggi. Ástarþakkir fyrir allt, Unnur Elín, Björn Þór, Bjarndís Fjóla, Helga Þór- dís, Berglind Ósk, Birgitta Lára og Ragna Steina. Rússíbanareið er orðið sem lýsir best síðustu mánuðum í lífi Bigga frænda. Oft voru sporin inn á Landspítalann mjög þung. Þakklæti er okkur ofarlega í huga. Þakklæti fyrir alla þá að- hlynningu, stuðning, alúð og vináttu sem starfsfólk Land- spítalans veitti bæði honum og okkur aðstandendum. Þakklæti fyrir ómetanlega vináttu Bigga frænda og allar samverustund- irnar bæði í gleði og sorg. Við eigum margar góðar minningar í hjörtum okkar en þó sérstaklega frá síðastliðnu sumri bæði heima og í sumarbú- staðnum. Um jólin söknuðum við þess að hafa þig hjá okkur. Núna er söknuðurinn ennþá meiri, en minningin um góðan dreng lifir áfram. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Bjarndís Fjóla og Árni Reimarsson. Góður vinur og félagi, Birgir Elínbergsson, hefur kvatt okk- ur. Við félagar hans í Verkstjór- afélagi Akraness (síðar Jaðar, félag stjórnenda á Akranesi), kunnum Birgi miklar þakkir fyrir það hvernig hann náði að lífga okkar félag við, eftir að sumarhús okkar í Húsafelli fór forgörðum. Birgir var mikill baráttumaður og tók vel á er á móti blés. Hann stóð fyrir kaup- um á fellihýsi til þess að félagar og þeirra fjölskyldur gætu kom- ist í útilegur og síðar sá hann um kaup á húsbíl sem félagar gátu fengið afnot af. Hugur Birgis stóð hærra, hann vildi að félagið eignaðist sumarhús að nýju. Hann vann að þessum málum af miklum dugnaði með öðrum í stjórn Jaðars. Er Birgir fékk augastað á sumarhúsi í landi Kambshóls í Hvalfjarðarsveit, héldu engin bönd. Birgir gekk frá kaupum á þessu glæsilega húsi og fékk í lið með sér marga félaga til að gera bústaðinn kláran til út- leigu fyrir félagsmenn. Í ágúst á liðnu ári var Birgir að bera á bústaðinn fúavara með öðrum félögum í stjórninni. Birgir sagði þá góð orð sem eru okkur minnisstæð er vorum með hon- um. Þessi orð voru: „Ég mun fylgjast með ykkur.“ Líklega hefur okkar félagi vitað meira um sinn sjúkdóm en við. Birgir var gamansamur, en hafði jafnframt ákveðnar skoð- anir á hlutunum og fylgdi þeim eftir. Hann bar hag þessara verkefna og félagsins mjög fyrir brjósti og sýndi ódrepandi dugnað þrátt fyrir veikindi sín. Er við félagar hans komum í heimsókn til hans á sjúkrabeð- inn var alltaf fyrsta spurning Birgis: Hvernig gengur með bú- staðinn okkar í Kambshóls- landi? Hann var vel með á nót- unum til loka, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm sem hann varð að lokum að láta undan. Í Norðurási 9 í landi Kambs- hóls í Hvalfjarðarsveit er þessi bústaður. Þar sló hjarta þessa góða félaga, sem nú er sárt saknað og eigum við honum mikið að þakka fyrir hans for- ystu í félaginu. Við félagar í stjórn Jaðars, félags stjórnenda á Akranesi, sendum móðir Birgis og systk- inum og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. F.h. stjórnar, Einar Bjargmundsson varaformaður. Birgir Snæfells Elínbergsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 2. janúar. Útförin verður frá Áskirkju miðvikudaginn 18. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Þórarinn J. Óskarsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Elín Óskarsdóttir, Jón Leví Tryggvason, Pálína G. Óskarsdóttir, Rafn Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÞÓRLEIF SIGURÐARDÓTTIR iðnrekandi, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Haukanesi 18, verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtu- daginn 19. janúar kl. 15.00. Jón Hjartarson, María Júlía Sigurðardóttir, Sigurður Hjartarson, Edda Sigríður Sigfúsdóttir, Gunnar Hjartarson, Sigríður Baldursdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, stuðning og hlýhug við andlát og útför elskulegu móður minnar, dóttur, systur og mágkonu, JÓNÍNU ÁSMUNDSDÓTTUR, Alexandriu í Virginíuríki, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 6. desember. Guð blessi ykkur öll. Maríanna Sif Jónsdóttir, Kristín Ögmundsdóttir, Sigurjón Kristinsson, Ásmundur Leifsson, Petra Stefánsdóttir, Pálína Ásmundsdóttir, Jón Ásmundur Pálmason, Bára Inga Ásmundsdóttir, Jón Sveinn Björgvinsson, Kristinn Þór Sigurjónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, ODDS C.S. THORARENSEN fv. apótekara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A-6 á Landspítala Fossvogi fyrir góða umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Unnur Long Thorarensen, Ragnheiður Katrín Thorarensen, Elín Thorarensen, Úlfar Örn Friðriksson, Unnur Alma Thorarensen, Sindri Sveinbjörnsson, Stefán Thorarensen, Ástríður Thorarensen, Baldvin Hafsteinn Thorarensen, Ásta Michaelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts eigin- konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SOFFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, tónlistarkennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og heimilisfólki á Droplaugarstöðum fyrir sam- fylgdina síðustu ár. Jón Hafsteinn Jónsson, Guðmundur Karl Jónsson, Olga Björg Jónsdóttir, Nanna Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Ingvar Jónsson, Brigitte M. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR GÍSLASON, sem lést 7. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Erna Adolphsdóttir. ✝ Alúðarþakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför RAGNARS SVEINSSONAR frá Siglufirði, Fjóluhlíð 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 3. hæð Hjúkrunarheimilisins Sólvangs, Hafnarfirði, fyrir frábæra umönnun sl. 6 ár, og starfsfólki sjúkrahúss Siglufjarðar þökkum við hlýju og aðhlynningu sumarið 2010. Erla Þórðardóttir, Fríða, Þórður Axel, Elísabet, Ragnhildur, Sveinn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, BJARNI GUÐMANN ÁGÚSTSSON, til heimilis að Víðigerði 19, Grindavík, andaðist laugardaginn 14. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Lára Karen Pétursdóttir. ✝ Innilegustu þakkir til vina og vandamanna fyrir auðsýnda vináttu og samúð vegna and- láts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HELGA HJARTARSONAR, Hlíf 2, Ísafirði, er lést á FSÍ 9. nóvember 2011. Guðný M. Einarsdóttir, Hjörtur Ágúst Helgason, Albína Helgason, Þór Ólafur Helgason, Álfhildur Jónsdóttir, Sigurrós Emma Helgadóttir, Ómar Valdimarsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERFRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR, Hebba í Brekku, Skagafirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fimmtudaginn 12. janúar, verður jarðsungin frá Löngumýrarkapellu í Skagafirði laugardaginn 21. janúar kl. 14.00. Valdís Óskarsdóttir, Magnús Ingi Óskarsson, Signý Jóhannesdóttir, Rósa Margrét Hjálmarsdóttir, Jón Halldór Björnsson, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Davíð Bjarnason, Óskar Ingi Magnússon, Renata S. Blöndal, Jóhannes Páll Magnússon, Árni Freyr Magnússon og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR SUMARLIÐASON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi föstudaginn 13. janúar. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 25. janúar kl. 13.00. Erna Hartmannsdóttir, Jenný Kamilla Harðardóttir, Oddný Guðbjörg Harðardóttir, Eiríkur Hermannsson, Dagný Magnea Harðardóttir, Bjarni Reykjalín, Heiða Björk Reimarsdóttir, Magnús Karlsson, Kristín Helga Reimarsdóttir, Sigurvin Einarsson, Linda Sólveig Reimarsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Sigurlína Anna Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.