Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 4
Snjór í Reykjavík Í færð sem þessari fjölgar umferðaróhöppunum.
Morgunblaðið/Kristinn
BAKSVIÐ
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Eitt af því sem slæma færðin sem
hefur ráðið ríkjum á höfuðborg-
arsvæðinu undanfarið hefur haft í
för með sér er töluverð aukning um-
ferðaróhappa. „Ég held að orðið
hafi 80-90 árekstrar í síðustu viku. Í
venjulegu árferði eru þeir í kringum
60 þannig að þetta er um 40% aukn-
ing,“ segir Ómar Þorgils Pálmason
hjá Aðstoð & öryggi ehf. sem er
með Árekstur.is.
„Þetta er búið að vera svona frá
því þessi tíð byrjaði,“ segir hann og
á þá við síðustu tvo mánuði eða svo.
Man ekki eftir öðru eins
Ómar man ekki eftir öðru eins.
„Ég man ekki eftir svona löngu
tímabili, svona miklum vetri,“ segir
hann en fyrir utan að hafa verið
með Árekstur.is í fimm ár starfaði
hann í 20 ár hjá lögreglunni í
Reykjavík.
Aðstoð & öryggi kemur að í
kringum 70% af öllum umferð-
aróhöppum á höfuðborgarsvæðinu,
þannig að þessar tölur gefa góða
mynd af ástandinu.
„Þetta er búið að vera voðalega
mikið nudd hingað og þangað. Fólk
treður sér og er óþolinmótt í um-
ferðinni,“ segir hann um eðli óhapp-
anna.
Er fólk óvant að keyra við vondar
aðstæður?
„Bæði og, fólk er ekki vant þessu
tíðarfari og tekur ekki heldur beint
tillit til þess að það er að keyra í
frekar slæmum aðstæðum,“ segir
hann.
Hann verður líka var við að fólk
keyri um á lélegum dekkjum.
„Það sem við höfum séð er að fólk
skiptir ekki yfir á vetrardekkin eins
mikið og það gerði fyrir nokkrum
árum,“ segir hann en augljóslega
eru meiri líkur á því að lenda í
óhappi á sumardekkjum í snjó og
hálku.
„Þetta skiptir gríðarlega miklu
máli. Ég sé búnað á bílum sem ég
hef ekki séð áður, ekki einu sinni að
sumarlagi, dekkin eru orðin svo slit-
in. Þetta er ekki algilt en orðið svo-
lítið mikið um það.“
Sorgarsögur á hverjum degi
Hann segir það jafnan vera áfall
fyrir fólk að lenda í umferðaróhappi.
„Það skiptir engu máli hvort það
er stórt eða lítið, áfallið er alltaf jafn
mikið, segir hann.
„Fólk talar líka meira um versn-
andi kjör sín. Við heyrum sorg-
arsögur á hverjum einasta degi, oft
á dag. Stór hluti af því sem við er-
um að gera er í raun og veru al-
menn sálræn skyndihjálp. Mörgum
líður virkilega illa. Þegar fólk fær
einhvern til að hlusta grípur það
tækifærið fegins hendi.“
Ekki efni á viðgerð
Ómar hefur heyrt margar sögur
af því að fólk hafi hreinlega ekki
efni á því að láta gera við bílana
sína eða halda þeim skikkanlega
við.
Hann veit jafnframt dæmi þess
að ef fólk lendir í órétti og er með
minniháttar skemmda bíla þá láti
það ekki gera við bílana heldur
spari kostnaðinn við sig. Hann veit
ekki dæmi þess að fólk leggi bíln-
um en frekar að það æsi sig ekkert
yfir beyglaðri hurð eða bretti.
Ómar segir eina sögu úr umferð-
inni. „Stúlka sem lenti í óhappi var
búin að vera lengi að safna fyrir
bílnum. Hún bjó í einu herbergi
með tveimur dætrum sínum og svo
á einu augnabliki eyðilagðist bíllinn.
Hún var búin að leggja mikið á sig
fyrir þennan bíl sem var í ódýrari
kantinum. Maður finnur mikið til
með fólki í þessum aðstæðum,“ seg-
ir hann. „Við erum uppfullir af álíka
raunasögum.“
Nauðsynlegt er að fara varlega,
keyra eftir aðstæðum og gefa sér
góðan tíma, segir Ómar spurður um
góð ráð í umferðinni. „Fólk á ekki
að vera að flýta sér í þessari færð
sem er búin að vera,“ segir hann og
það sé betra að koma fimm mín-
útum of seint en að lenda í árekstri.
Aldrei sé góð vísa of oft kveðin.
Um 40% fleiri árekstrar
Ökumenn óþolinmóðir í umferðinni og troða sér Bíleigendur spara sér viðgerðarkostnað og
keyra um með beyglurnar Bílar sem lenda í óhöppum jafnvel á mjög slitnum sumardekkjum
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012
Erlendur Ólafsson er verkstjóri hjá GB tjónaviðgerðum þar sem hann hef-
ur starfað síðastliðin 14 ár. Hann segir meira hafa verið að gera en venju-
lega á verkstæðinu að undanförnu. „Það er augljós aukning þessa síð-
ustu tvo mánuði. Tjónum fjölgar í takt við verra veður og færð.“
Aðspurður segist hann gruna að fólk veigri sér í einhverjum tilfellum
við að láta gera við bílinn. „Það sést á verkefnastöðu hjá okkur og öðrum
bílaverkstæðum yfirleitt. Bílaflotinn eldist og fólk kippir sér síður upp við
smá dældir. Bíllinn er kannski gamall og ef þetta truflar ekki notkun á
bílnum er fólk ekkert endilega að láta laga það.“
Aukningin er í takt við veður eins og hefur alltaf verið, segir Erlendur.
„Þetta er eins og á hverjum vetri. Sérstaklega þegar þetta kemur fyrir-
varalítið, hálka að morgni til, þá er fólk óundirbúið,“ segir hann en bendir
á að hópur bíleigenda eigi jafnvel eftir að koma með bílinn í viðgerð.
„Það er erfitt að segja til um þetta nákvæmlega. Margir láta ekki gera
við bílinn sinn fyrr en mörgum mánuðum síðar ef þetta er minniháttar
tjón. Þetta getur skilað sér til viðgerðarmanna löngu seinna.“
Venjulegar vetrarannir
FÓLK BÍÐUR MEÐ AÐ LÁTA GERA VIÐ BÍLINN
Agnar Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri tjónasviðs VÍS, tek-
ur undir orð Ómars hjá Aðstoð &
öryggi.
„Ég get staðfest þetta. Ég var
einmitt að skoða þetta fyrir
helgina. Það hefur verið mun
meira um árekstra hérna að und-
anförnu. Mér sýnist á skráning-
unum hjá okkur að þetta sé meira
svona nudd. Það eru ekki búin að vera stærri slys að sjá þegar maður
horfir í tölurnar. Aukningin er í þessu nuddi,“ segir hann og bendir á að
þegar göturnar hafi verið orðnar svona þröngar eins og í síðustu viku
hafi ekki þurft mikið til, ekki síst þegar hálkan sé svona mikil undir.
Nudd en ekki stærri slys
FLEIRI TJÓNATILKYNNINGAR HJÁ VÍS
Morgunblaðið/Eggert
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Um 160-170 manns eru nú við vinnu
við Búðarhálsvirkjun og er unnið
bæði við jarðgangagerð og steypu-
mannvirki. Að sögn Gísla Krist-
óferssonar, yfirverkstjóra Ístaks,
hefur tekist að halda vinnu áfram
við virkjunina og standast verkáætl-
un þrátt fyrir að óvenjusnjóþungt
hafi verið á svæðinu og mikið og
langvarandi frost með litlum hléum.
„Það eru viss vandkvæði þegar
við höfum svona mikinn snjó og
kulda en í heildina hefur þetta geng-
ið ágætlega. Það er steypuvinnan
sem er helst erfið við þessar veð-
urfarsaðstæður en hún hefur samt
gengið nokkuð vel eftir,“ segir Gísli.
Stórum áföngum virkjunarinnar á
að skila í vor og í byrjun sumars
eins og stöðvarhúsinu svo að véla-
verktaki komist að með sinn búnað
og inntaksmannvirkinu sem verk-
takar þurfa að komast að í lok apríl.
„Við gerum okkur miklar vonir
um að það náist. Það birtir nú öll él
upp um síðir,“ segir Gísli.
Hann segir menn ekki láta óblíð-
ar aðstæður hafa áhrif á sig. Virkj-
unarframkvæmdirnar sjálfar séu
snúin og flókin verkefni og veturinn
sé því kannski ekki alltaf það erf-
iðasta.
„Auðvitað er þetta mikil viðbót-
arvinna sem ekki þyrfti að koma til
ef þessir verkáfangar stýrðust inn á
sumar en svona er þetta bara. Þetta
eru hörkukarlar sem vinna þarna og
láta þetta ekkert á sig fá,“ segir
hann.
Menn harka af sér vetur-
inn við Búðarhálsvirkjun
Óvenjusnjóþungt og kalt á framkvæmdasvæðinu í vetur
Morgunblaðið/RAX
Virkjun Frá framkvæmdum í haust.