Morgunblaðið - 21.03.2012, Page 1

Morgunblaðið - 21.03.2012, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. M A R S 2 0 1 2  Stofnað 1913  68. tölublað  100. árgangur  ÍSLAND OG DAN- MÖRK MÆTAST Í TÍSKU NÁTTÚRU- HLJÓÐ GEYMA MINNINGAR SÖGUR HEIMS- INS MESTA LYGARA Á SVIÐ HVÍTA FJALL ÚLFS 32 ÆVINTÝRI MÚNKHÁSENS 30BAST MAGAZINE 10 Þessi ungi herramaður átti leið niður að Tjörninni í gær þar sem hann heilsaði upp á grágæsir, endur og annað fiðurfé. Í gær voru jafndægur á vori, fyrsti dagur einmánaðar, síðasta vetrarmánaðarins samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Gærdagurinn hefur einnig verið kallaður yngismanna- dagurinn; helgaður piltum eins og harpa hefur verið tileinkuð stúlkum og þorri og góa húsbændum og húsfrúm. Áttu stúlk- ur þá að fara fyrstar á fætur til að taka á móti einmánuði og gleðja piltana. Svo er lóan komin og vorið á næsta leiti. Heilsað upp á endur og gæsir á yngismannadegi Morgunblaðið/Árni Sæberg  Fóstureyð- ingum og þung- unum hjá ung- lingsstúlkum hefur fækkað hér á landi und- anfarin ár að sögn formanns Félags fæðingar- og kvensjúk- dómalækna, Huldu Hjartardóttur. Hún segir að vegna þessa árangurs sé erfitt að sjá tilganginn með nýju frumvarpi velferðarráðherra um að veita ljósmæðrum og hjúkr- unarfræðingum leyfi til að ávísa lyfseðlum á hormónatengdar getn- aðarvarnir. »6 Erfitt að sjá tilgang með frumvarpi velferðarráðherra  Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra segir þá ákvörðun sína að fella úr gildi undanþágur um sorpbrennslustöðvar frá næstu ára- mótum ekki hafa átt að koma sveit- arfélögum á óvart. Ráðherra sagði að hún teldi ekki ástæðu til þess að Íslendingar væru með undanþágur frá almennum reglum varðandi loftmengun. Hún sagði fyrstu heild- stæðu landsáætlunina um með- höndlun úrgangs nú komna fram og að sorpmálefni væru á ábyrgð sveitarfélaga. Hún hrósaði Eyja- mönnum fyrir góðan árangur þeirra í meðhöndlun úrgangs. »4 Undanþága fyrir Ísland ástæðulaus Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Straumhækkunarverkefnið er mjög viðamikið og fjölþætt og vinnustund- ir í því eru þegar orðnar vel á aðra milljón. Einn hluti þess, sem snýr að straumleiðarabreytingum, kallar á um 300 málmiðnaðarmenn, einkum sérhæfða álsuðumenn. Til viðbótar kalla aðrir hlutar verksins á um 250 starfsmenn til viðbótar á þessu ári, við uppsetningu á vélum og tækjum og þess háttar,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, um þau störf sem skapast vegna stækkunar á framleiðslugetu álversins. Framboðið er ekki nógu mikið „Mikill meirihluti málmiðnaðar- mannanna verður væntanlega er- lendur, enda getur innlendi markað- urinn ekki útvegað nema brot af því sem við þurfum til verksins. Áætlað er að sá hluti verksins sem þeir sinna standi í fimm mánuði, frá ágúst fram í desember,“ segir Rannveig. Fyrir utan þau 550 störf sem stækkunin skapar á tímabilinu sem Rannveig vísar til hafa til viðbótar á annað hundrað verkfræðingar og tæknifræðingar verið í fullu starfi hjá verkfræðistofunni HRV við að sjá um verkið, auk þess sem hátt í þrjú hundruð verktakar hafa komið að því frá því um mitt síðasta ár. Skortur er á málmiðnaðarmönn- um á Íslandi og telur Ingólfur Sverr- isson, forstöðumaður málm- og vél- tæknisviðs Samtaka iðnaðarins, vel hægt að bæta við 1.000 til 2.000 mönnum í greinina strax. MSkortur á »15 Stækkun skapar 550 störf í sumar  Framkvæmdir við álverið í Straumsvík að fara á fullt  Skortur á málmiðnaðarmönnum kallar á erlent vinnuafl Rannveig Rist Ingólfur Sverrisson Innanríkisráðuneytið mun kynna niðurstöður nýrrar rannsóknar Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands á spilahegðun og algengi spila- fíknar meðal Íslendinga á fundi sem haldinn verður í Iðnó í hádeginu í dag. Niðurstöður benda til þess að spilavandi fari vaxandi. Rannsóknin var gerð fyrri hluta sl. árs. Um 19% höfðu spilað um pen- inga á netinu og 3,3% á erlendum vefsíðum. Fram kemur m.a. að 76% landsmanna spiluðu peningaspil minnst einu sinni á næstu 12 mán- uðum á undan, í síðustu könnun 2007 var hlutfallið 67%. Líkur benda til þess að um 0,8% þjóðarinnar þjáist af spilafíkn sem skilgreind er sem geðrænn sjúkdómur, eins og áfeng- isfíkn. kjon@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Vaxandi spilafíkn  Ráðherra kynnir nýja skýrslu í dag 4.000-5.000 málmiðnaðarmenn á Íslandi skv. áætlun Samtaka iðnaðarins. 10.000 er markmið SI um fjölda málmiðn- aðarmanna í náinni framtíð. 1.000 bein störf sem framkvæmdirnar í Straumsvík skapa. ‹ MIKIL SÓKNARFÆRI › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.